Alþýðublaðið - 15.12.1993, Page 2

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI SJÓNARMIÐ & FLUG Miðvikudagur 15. desember 1993 MMÐUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Lýðskrumið sigrar íRússlandi s Urslit kosninganna í Rússlandi hafa komið flestum á óvart. Umbótaflokkur Borísar N. Jeltsíns Rússlandsforseta hlaut ekki þann sigur sem búist var við meðan að flokkur öfgafullra þjóðemissinna og flokkur hins endurreista kommúnista- flokks Rússlands hlutu meira fylgi en talið var fyrir kosning- ar. Séu niðurstöður kosninganna réttar, er Vladímír Zhírínov- skíj, leiðtogi öfgaflokks þjóðemissinna, hinn sanni sigurveg- ari kosninganna í Rússlandi. Sú niðurstaða vekur ugg meðal manna um alian heim. Zhírínovskíj hefur það efst á stefnuskrá sinni að endurvinna gömul yfírráðasvæði Sovétríkjanna, meðal annars Eystrasalt- slöndin og hefur þar að auki sagt að nauðsyn væri að hemema Finnland. Það er því ekki óeðlilegt að Gajdar, aðstoðarforsæt- isráðherra og helsti leiðtogi stærsta flokks umbótasinna, Val- kosts Rússlands, segi að sigur Zhírínovskíjs geti merkt stríð. Þá er einnig áhugavert fyrir okkur Islendinga að heyra skoð- anir lýðskrumarans Zhírínovskíj á landi okkar og þjóð, en hann hefur lýst því yfír að ísland væri hentugt sem fanganý- lenda hins nýja Rússlands sem upp myndi rísa ef hann kæm- ist til valda. Viðhorf Zhírínovskíjs mótast ekki síst af þætti Is- lands í að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna á sínum tíma. Gleðifréttimar úr kosningunum frá Rússlandi eru þær að stjómarskrá Jeltsíns hlaut samþykki 60% kjósenda sem þýðir að lýðræðið og forsetaembættið hafa styrkst. Það er einnig gleðilegt, að kommúnistaflokkurinn endurreisti hefur neitað allri samvinnu við þjóðemisöfgaflokk Zhírínovskíjs sem þýðir minni hættu á valdatöku fasista og kommúnista þótt báðir þessir flokkar verði fyrirferðamiklir á Rússlandsþingi. Flokkur öfgafullra þjóðemissinna verður að öllum líkindum stærsti þingflokkurinn í dúmunni, neðri deild þingsins. Það er einnig ánægjulegt, að leiðtogar umbótasinna hafa bmgðist hart við niðurstöðum kosninganna og hvatt til breiðfylkingar gegn Zhírínovskíj. Niðurstöðurnar í kosningunum í Rússlandi sýna og sanna hve stutt lýðræðisþróunin er komin á leið. Einræðishefðin er einfaldlega of löng og of sterk í sögu og menningu þjóðarinn- ar. Við megum heldur ekki gleyma, að Rússar em afar miklir þjóðemissinnar. Rússar hafa aldrei, ekki einu sinni á mektar- dögum Sovétríkjanna, fundið samsemd með öðmm lýðveld- um ríkjasambandsins. Þessir tveir þættir, einræðishefðin og sterk þjóðemiskennd, hefur hafíð hinn vígreifa lýðskmmara Zhírínovskíj til valda í kosningunum sem haldnar em á tím- um mikillar upplausnar og óöryggis. Það verður auðvitað meginverkefni umbótasinna að einangra öfgafulla þjóðernis- sinna frá völdum og áhrifum til framtíðar. Bandaríkin hafa ekki boðað breytta stefnu gagnvart Sovét- ríkjunum í kjölfar kosninganna. Það bendir til þess að Banda- ríkjaforseti meti úrslitin ekki sem ógnun við Vesturlönd. Engu að síður liggur það í spilunum, að vonir um jafnvægi og þróun lýðræðis í Rússlandi að loknum kosningum, hafa brostið. Kosningamar hafa styrkt öfgaflokkana en ekki öfugt. Þá er það einnig athyglisverð staðreynd, að öfgafullar stefnur eins og fasisimi og kommúnismi, hafi mtt sér til rúms víða í Evrópu. Dæmin frá Þýskalandi og Ítalíu og nú síðast Rúss- landi, vekja að sjálfsögðu ugg í brjóstum manna. Þessi þróun hlýtur að vera hvatning til leiðtoga og stjómmálaflokka á Vesturlöndum að hlúa vel að lýðræðinu og berjast af fullum krafti gegn einræðis- og upplausnaröflunum í lýðræðisþjóð- félögum. ÖNNUR SJONfÍRMIÐ ÞEGAR STJÓRNENDUM ER SAGT UPP STÖRFUM VILHJÁLMUR BJARNASON: „Það er mikil ábyrgð lögð á herðar þess, sem segir stjórnanda upp. Til þess verða að vera ríkar ástœður. Illa ígrunduð uppsögn getur skaðað Jyrirtœki í bráð og lengd, því sá sem verður jyrir uppsögninni heldur áfram að starfa. Getur sá í síðari störfum skaðað fyrirtœki, sem hann yfirgefur á ýmsan máta. Dœmi um slíkt má sjá í kjölfar uppsagna við sameiningu og rekstrarerfiðleika hjá Flugleiðum hf. á liðnum árum. “ VILHJALMUR BJARNA- SON var aðeins 27 ára gamall þegar hann var ráð- inn útlbússtjórl Útvegs- bankans í Vestmannaeyj- um. Hann missti starfið þegar íslandsbanki var stofnaður en þá var Vil- hjálmur 35 ára gamall. Vestmannaeyjablaðið FRÉTTIR birti viðtal við Vil- hjálm fyrirskömmu. Pví fylgdi kafli sem Vilhjálmur skrifaði í bókina „FRÁ HANDAFLITIL HUGVITS". Kaflinn heitir „Óvænt starfslok stjórnenda og annarra þekkingarmanna", og birtist óstyttur i Fréttum: „I kjölfar áhrifa af verð- tryggingu hefur fylgt sam- eining fyrirtækja. Á hverju skipi er aðeins einn skipstjóri. Fyrsta sam- einingin í íslenskum fyrir- tækjarekstri er sameining Loftleiða hf. og Flugfélags íslands hf. og stofnun Flug- leiða hf. Sú sameining tók rúman áratug og hefur valdið mikilli röskun á hög- um stjómenda og milli- stjómenda hjá hinu nýja fyrirtæki. Mörg önnur fyrir- tæki hafa farið í gegnum slíkar sameiningarraunir og hafa fylgt því sársaukafull- ar aðgerðir fyrir þá sem hlut eiga að máli. Á það ekki að- eins við um starfsmenn heldur einnig aðila, sem hafa verið þjónustuaðilar við hin eldri fyrirtæki og var hafnað eftir sameining- una. Rétt er að athuga aðstæð- ur þegar stjómandi lætur af störfum án þess að hafa fmmkvæði að því sjálfur. Ein leið til að takast á við breyttar samkeppnisað- stæður er sameining rekstr- areininga. Samhliða sam- einingu fer fram endur- skipulagning á öllum rekstri fyrirtækisins. Hlut- verk og markmið samræmd og fram koma breyttar áherslur. Sameiningar geta verið með ýmsu móti. Könnum tvo möguleika. ★ Sameining tveggja eða fleiri jafnrétthárra rekstrareininga. ★ Sá sterki yfirtekur þann veika. Við val á stjómendum í kjölfar sameiningar em mörg atriði höfð til hlið- sjónar. Könnum nokkur atriði: ★ Báðum fyrri stjórn- endum er hafnað. Þetta á sérstaklega við ef þær rekstrareiningar, sem sameinast eru veikar. Þetta er einnig gert ef koma á í veg fyrir flokka- myndun, það er að eldri rekstrareiningar myndi arma. Þá er fundið nýtt sameiningartákn. ★ Eldri stjórnendur halda sínum stöðum í samvirkri forystu. ★ Valið er á grundvelli hæfileika eða annarra sjónarmiða og öðrum eldri stjórnanda þökkuð störf. I hvert skipti, sem framkvæma þarf val, finnst mönnum að þeir séu að taka sársaukafulla ákvörðun. En ákvörðun verður að taka því oftast er það svo, að sameining er nauðsynleg aðgerð því rekstrareiningarnar hefðu ekki staðist sam- keppnina einar og sér til lengdar. En hvað ræður við valið? Útilokunaraðferð er beitt ef einhver afburðastjómandi er ekki í boði. Kostir og gallar þeirra, sem í boði em, em tíundaðir og einn er valinn. Þeim aðila, sem er hafnað, finnst að við útilok- unina hafi farið ffam leit að veikum blettum á sér, og að sér hafi verið hafnað eftir að málsvari myrkrahöfð- ingjans hefur haft betur í málflutningi. Ef myrkra- höfðinginn væri ekki til, væm engar siðferðiskenn- ingar til að fara eftir. Þau atriði sem ráða úr- slitum í málflutningi myrkrahöfðingjans þegar stjómendaefnið bíður lægri hlut em: ★ Áfengisdrykkja og vímuefnaneysla. ★ Kvennafar eða laus- læti. ★ Óráðsía í fjármálum. ★ Skapsmunir og um- gengnisvenjur. Oft á tíðum teygir mál- svari myrkrahöfðingjans sig langt í sínum málflutn- ingi. Ófundarmenn leggja sitt að mörkum og höfða til lægstu hvata. Stjómenda- efni hefur sjaldnast færi á að verja sig í slíkum mál- flutningi. Gamlar sakir og strákapör geta vegið þungt. Það er mikil ábyrgð lögð á herðar þess, sem segir stjómanda upp. Til þess verða að vera ríkar ástæður. Illa ígmnduð uppsögn getur skaðað fyrirtæki í bráð og lengd, því sá sem verður fyrir uppsögninni heldur áfram að starfa. Getur sá í síðari störfum skaðað fyrir- tæki, sem hann yfirgefur á ýmsan máta. Dænti um slíkt má sjá í kjölfar upp- sagna við sameiningu og rekstrarerfiðleika hjá Flug- leiðum hf. á liðnum ámm. Eftir slofnun íslandsbanka hf. var farið rnjög varlega í fækkun starfsmanna. Það hcfur nteð öðm leitt til óviðunandi afkomu bank- ans og þess að yfirstjóm- endur hafa ekki myndað sterkan samstæðan baráttu- hóp, heldur verið nánast fulltrúar ákveðinna fylk- inga.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Óla.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.