Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 1
Blað Alþýðuflokksfélags Akraness EFNISYFIRLIT LEIÐARI „Þeim verðkönnunum sem framkvæmdar hafa verið af Neytendasamlökunum eða fjölmiðlunum ber saman uin það að verðlag í verslunum á Akranesi, einkum matvöru- verslunum standist fyllilega samanburð við verðlag þeina verslana sem eru hvað hagstæðastar fyrir neytendur á Is- landi í dag.“ — Blaðsíða 6. HERVAR GUNNARS „Þrátt fyrir erfiða stöðu nú undanfarin misseri er alveg Ijóst að bæjarstjóm Akraness gerir allt sem í mannlegu valdi er til að viðhalda þeint störfum sem eru í bænum, mcð aðaláhcrsluna á að styðja af alcfii þau fyrirtæki sem hér slarfa nú þcgar og hvelja til nýbrcytni". — lilaðsíða 6. EINARSBÚÐ „Einarsbúð eins og hún er gjaman nefnd í daglegu tali er svo sannarlega verðugur fulltrúi þeirra verslana sem staðið hafa sig vel í að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vöm á lágu verði. Saga Verslunar Einars Olafssonar er orðin nokkuð löng á mælikvarða lífaldurs verslana hér á Skaga en hún verður sextug á næsta ári.“ — /llaðsíða 7. GÍSLIEINARS „Það hefur ekki verið til vinsælda fallið að ræða stað- rcyndir um skuldastöðu þjóðarinnar. Þeir sem hafa rætt málin úl frá rauntölum hafa komist að því að slíkt aflar ckki vinsælda. Þeir setn hafa aftur á móti látið það vera að ræða vandann eða jafnvel viljað leyna honum hafa eins og dæinin sannað hlotið vinsældir fyrir í skoðanakönnunum. Ég er ekki að boða svartsýni eða böl cn lel að mcnn vcrði að horfast f augu við staðreyndir.'1 — Itlaðsíða S. INGVARINGVARS „I ljósi þessa. gegnir það lurðu að stjómvöld, núverandi og fyrrverandi ríkisstjómir, skuli ekki treysta sértil þcss að stjóma með öðrum hætti en láta lögmál frumskógarins gilda um svo viðkvæman og mikilvægan þált þjóðfélags- ins. Að mínu mati cr það alger uppgjöf í stjómun ef þetta kvótakerfi verður látið stýra sjávarúlveginum og nýtingu auðlinda hafsins í framtíðinni.'' — Itlaðsíða 9. SKÓVINNUSTOFAN „Skóvinnustofan er eitl at mörgum þjónustufyrirtækjum á Akrancsi sein hafa slaðið sig mjög vel í því að veita góða þjónustu. Eigandi skóvinnustofúnnar, Sigurður Sigurðs- son, hefur þrátt fyrir úrtöluruddir, brett upp emiamar og boðið upp á fjölbreyttu þjónuslu sjálfum sér og íbúum Akrancss til hagsbóta." — Itlaðsíða lO. KJÖRDÆMISRÁÐ „Kjördæmisráð Alþýðufiokksins á Vesturlandi telur 1. grein laganna uin stjómun fiskveiða vcra gmndvallaratriði, það er að fiskurinn og auðæfi hafsins séu saineign þjóðar- innar. Það er þjóðamauðsyn að ná sátt um veiðar og vinnslu og skapa þessari höfuðatvinnugrein viðunandi starfsumhverfi." — Blaðsíða II. AXELSBÚÐ „Axel Sveinbjömsson hf. hefur alla tíð boðið viðskipta- vinum góða vöm á gtrðu verði og þjónustu sem cr til fyrir- inyndar. Verslunarfólkið f Axelsbúð, cins og hún er venju- lega nefnd, mcð þá Axel Sveinbjömsson og Guðjón Finn- bogason í broddi fylkingar hcfur reynst viðskiptavinum einstaklega vel.“ - Blaðsíða 12.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.