Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 4
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S K G I N N Miðvikudagur 15. desember 1993 Eftirtalin fyrirtæki senda Akurnesingum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Akranesshöfn Bifreiðaverkstæðiö Brautin lif. — Dalbraut 14 Bíla- og vélaverkstæði Björgvins Eyþórssonar Blikksmiðja Guðmundar Hallgrímssonar Bókaverslun Andrésar Níelssonar bf. Brauð- og kökugerðin Bunaðarbanki — Akranesi Byggingahúsið Classic hársnyrtistofan — Suðurgötu 17 Fasteignasalan Hákot Gámaþjónusta Akraness hf. Glerslípun Akraness Haraldur Böðvarsson hf. Harðarbakarí Hárstofan — Sillholti Húsamálun bórðar Jónssonar Hörpuútgáfan Islandsbanki — Akranesi L jósmyndastofa Ólafs Árnasonar LÖgmannsstofa Tryggva Bjarnasonar hdl. Magnús Einarsson umboðsverslun Málningar þj ónustan Móna Lísa — verslun og sólbaðsstofa Olís — Akranesi Olíufélagið ESSO Rafsýn hf. Rafveita Akraness Rafþj ónusta Sigurdórs — Skagabraut 6 Sementsverksmiðja ríkisins Sjónvarpsdagskráin 1 Skaganesti Skagaver Skallagrímur hf. Skóflan hf. Skóvinnustofa Akraness Smurstöðin — Smiðjuvöllum 2, s. 12445 Tréiðjan hf. Trésmiðja Sigurjóns og Þorbergs Trico hf. Töl vu þ j ónustan hf. Verkalýðsfélag Akraness Verslun Einars Ólafssonar VT—Teiknistofan hf. borgeir og Ellert hf. PfiLLBORÐIÐ: QÍSLI S. EINftRSSON SKRIFBR Að segja rétt frá eða hagræða sannleikanum Um margra ára skeið hefur staða þjóðarbúsins ekki verið í svo miklum öldudal eins og nú er. Astæður fyrir slakri stöðu em fyrst og fremst eftirtald- ar: Samdráttur í tekjum þjóðarbúsins um 30% 1993 miðað við 1991 sem stafar af minnkandi sjávarafla og lægra verði fyrir afurðir okkar sem nemur 20% mið- að við 1991. Hmn kommúnismans og undirboð á iðnaðarvamingi þeirra þjóða vegna gjaldeyrisskorts þeirra hefur valdið kreppu og samdrætti í Evrópu sem svo lítið þjóðfélag sem okkar má ekki við. íslenskt hagkerfi er mjög viðkvæmt fyrir hvers kyns sveiflum í helstu við- skiptalöndum okkar. Þegar slíkar sveifl- ur eiga sér stað samfara aflasamdrætti verða áhrifin mun tilfinnanlegri hjá okkur Islendingum en þeim öflugu iðn- aðarþjóðum sem við emm viðskiptalega háðir. Það hefur ekki verið til vinsælda fall- ið að ræða staðreyndir um skuldastöðu þjóðarinnar. Þeir sem hafa rætt málin út frá rauntölum hafa komist að því að slíkt aflar ekki vinsælda. Þeir sem hafa aftur á móti látið það vera að ræða vand- ann eða jafnvel viljað leyna honum hafa eins og dæmin sannað hlotið vinsældir fyrir í skoðanakönnunum. Eg er ekki að boða svartsýni eða böl en tel að menn verði að horfast í augu við staðreyndir. Sem betur fer er rekstur ýmissa fyrir- tækja að komast í gott horf þar sem menn hafa unnið rétt að málum. Þetta á einnig við um heimili sem hætt hafa skuldasöfnun. Ein mikilvægasta aðgerð fyrir alla er vaxtalækkun og stöðvun verðbólgu. Þessi atriði em í raun gmnn- ur endurreisnar. Atvinnuleysisvofan hangir yfir, en þær aðgerðir sem áður em nefndar gefa vonir um betri tíð, betri nýtingu fjármuna. Skynsamlegri fjár- festingar en verið hafa á síðasta áratug em lykilatriði. Þegar á næsta ári er von um aukinn sjávarafla og það ásamt því að hagkerfi vestrænna landa virðist vera að rétta úr kútnum gefur vonir. Það á einnig við, að vegna smæðar okkar er virkni bættrar stöðu meiri á ijárhags- stöðu Islendinga. Varðandi helstu iðngreinar, sem svo mjög eru háðar hver annarri á íslandi, verður að gn'pa til róttækra ráðstafana nú þegar sannað er að nágrattnar okkar og frændur nota beinlínis ólögmæta við- skiptahætti með undirboðum og niður- greiðslum. Þetta á til dæmis við unt skipasmíðaiðnað eins og marga hefur gmnað og nú er sannað. Það verður að beita jöfnunaraðgerðum á þann veg sem núverandi iðnaðarráðherra hefur boðað. Ennfremur verður að fella niður og eða breyta skuldum eftir aðstæðum í mismunandi tilvikum þar sem undirboð og niðurgreiðslur samkeppnisþjóða hafa valdið slíkri röskun svo sem hér er raunin á. I upphafi greinar minnar get ég þess að það sé lítt til vinsælda fallið að skýra þjóðinni frá staðreyndum en þó er ég viss um að til lengri tíma litið er sann- leikurinn sagna bestur. Pennabændur við Hagatorg Eg hef farið nokkrum orðum um það sem ég tel að okkur varði miklu. Land- búnaður er grunnatvinnuvegur. Við ís- lendingar emm háðir því að allir þeir sem vinna og framleiða úr því sem land og þjóð gefa af sér verða að komast af á mannsæmandi hátt. Alþýðuflokknum hefur lengi verið núið þvf um nasir að vilja bændur feiga. Slíkur áróður virðist ganga vel í of marga því það er eins og ef unnt er að búa til einhvem blórabögg- ul þá létti ýmsum. Alþýðuflokkurinn hefur lengi bent á að það em ekki frumframleiðendumir, bændafólkið í landinu, sem við er að sakast. Það em PENNABÆNDUR við Hagatorg og allt það kerfi sent sýgur blóðið og kraftinn úr stéttinni. Fleiri og fleiri bændur gera sér það ljóst að kerfið sem þeir búa við er að sliga þá. Fleiri og GÍSLIEINARSSON: „Það hefur ekki verið til vinsœldafallið að rœða staðreyndir um skuldastöðu þjóðar- innar. Þeir sem hafa rœtt málin út frá rauntólum hafa kom- ist að því að slíkt afl- ar ekki vinsœlda. Þeir sem hafa aftur á móti látið það vera að rœða vandann eða jafnvel viljað leyna honum hafa eins og dœmin sannað hlotið vinsœldir fyrir í skoð- anakönnunum. Eg er ekki að boða svart- sýni eða böl en tel að menn verði að horf- ast í augu við stað- reyndir. “ fleiri bændur gera sér það ljóst að ekki komast allir fyrir við framleiðslu á mat- vöru fyrir þessa fámennu þjóð. Þess vegna verðum við að opna smugu fyrir samskipti við aðrar þjóðir. Eg vil benda lesendum á að í landinu em nú slíkar birgðir af kjöti að ekki er nokkur leið til að Islendingar með neysluvenjum nútímans geti torgað öllu því kjöti sem á boðstólum er. Getum við ætlast til að þjóðir með mikla búvöm- framleiðslu og miklar búvömbirgðir hleypi okkar góðu vömm inn í þeirra land nema að við bjóðum upp á eitthvað á móti? Ef við kæmust með okkar vöm inn á stóra markaði þó það væri ekki nema 3 til 5% á móti framleiðslu við- skiptalands, til dæmis þar sem við höf- um nú möguleika á markaði, þá blæs byrlega fyrir okkar afbragðsvöm. Þá fyrst sjá menn gmndvöll fyrir viðskipta- samningi. Að loknu þessu spjalli vil ég óska öll- um lesendum Skagans gleðilegra jóla og nýárs. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - fyrir Vesturlandskjördæmi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.