Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 8
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S K I N N Miðvikudagur 15. desember 1993 Axels Svelnbjörnssonar Verslun Axels Sveinbjömssonar hf. er mjög sérstök verslun fyrir margra hluta sakir. Hún hefur þjón- að fyrirtækjum í útgerð sem iðnaði og einstaklingum til sjávar og sveita í rúma hálfa öld. Hún er gott dæmi um verslun sem notið hefur mikilla vinsælda gegnum tíðina þrátt fyrir það að ytri breytingar, það er að segja í húsnæði og skipu- lagi, hafi verið sáralitlar. Astæða vinsældanna er áreiðanlega sú að Axel Sveinbjömsson hf. hefúr alla •rið boðið viðskiptavinum góða vöm á góðu verði og þjónustu sem er til fyrirmyndar. Verslunarfólkið í Ax- elsbúð, eins og hún er venjulega nefnd, með þá Axel Sveinbjömsson og Guðjón Finnbogason í broddi fylkingar hefur reynst viðskiptavin- um einstaklega vel. Til fróðleiks er ekki úr vegi að við stiklum í örfáum orðum á sögu Axels Sigurbjömssonar og verslun- ar lians. Axel Gústafsson, dóttur- sonur Axels Sveinbjömssonar, sem nú hefur tekið stöðu afa síns við hlið Guðjóns Finnbogasonar, upp- lýsti undirritaðan um sögubrotin og var blaðinu innan handar um að út- vega myndir og fleira. Axel Sveinbjömsson fæddist 10. desember 1904. Hann er skipstjóra- menntaður og gerði um skeið út tvö skip, Sjöfn og Sæfara, með uppeld- isbróður sínum Magnúsi Guð- mundssyni. Axel stundaði sjó- mennskuna til ársins 1937 en þá gerðist hann verslunarmaður í Verslun Haraldar Böðvarssonar og starfar þar til 1942. Það ár, eða nán- ar tiltekið 18. nóvember 1942, kaupir Axel pakkhúsið af Kristrúnu Ólafsdóttur í Frón og llytur það á lóðina við Hafnarbraut sem Olís hefur í dag og er á móts við Heima- skagahúsin. Mánuði síðar, eða 18. d'-sember opnaði Axel verslunina. I býrjun önnuðust þau hjónin, Axel og Lovísa Jónsdóttir, afgreiðslu í búðinni. Verslaði hann fyrst og Guðjón Finnbogason við afgreiðsluborðið. „Axel Sveinbjömsson hf. hefur alla tíð boðið viðskiptavinum góða vöru á góðu verði og þjónustu sem er til fyrir- myndar. Verslunarfólkið í Axclsbúð, eins og hún er venjulega nefnd, með þá Axcl Sveinbjömsson og Guðjón Finnbogason í broddi fylkingar hefur rcynst viðskiptavinum eiastaklcga vel. Til fróðlciks er ekki úr vcgi að við stiklum í ör- fáum orðum á sögu Axcls Sigurbjömssonar og verslunar hans. Axel Gústafs- son, dóttursonur Axels Sveinbjömssonar, scm nú hcfur tekið stöðu afa síns við hlið Guðjóns Finnbogasonar, upplýsti undirritaðan um sögubrotin og var blað- inu innan handar um að útvega myndir og (leira.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. Elsta vcrslunarhúsið, frá 1942. „Axel Sveinbjömsson fæddlst 10. descmbcr 1904. Hann er skipstjóramenntaður og gerði um skeið út Ivö skip, Sjöfn og Sæfara, með uppeldisbróður sínum Magnúsi Guðmundssyni. Axel stundaði sjómcnnskuna til ársins 1937 en þá gérðist liann vcrslunarmaður í Verslun Haraldar Böðvarssonar og starfar þar til 1942. l>að ár, eða nánar tiltckið 18. nóvembcr 1942, kaupir Axel pakkhúsið af Kristrúnu Ólafsdóttur í Frón og flytur það á ióðina við Hafn- arbraut sem Olís helur í dag og er á móts við Heimaskagahúsin. Mánuði síðar, eða 18. dcsember opnaði Axel verslunina. í byrjun önnuðust þau hjónin, Axel og I.ovísa Jónsdóttir, afgrciðslu í búðinni." Hafnarbraut — Sími 77 — Ahranesi SELUR ÁSAMT FLEIRU: Stormúlvur og stígvél bezt, stýrishjól og keSjur. Pakningar, sem passa á flest, prýZis hnifa og suedjur, pilka, sökkur, linur, logg, lugtir, tangir, skœri, öngla, skóflur, gaffla, gogg, geyma, belgi, fœri. Skiptilykla, skrúfjám stór, skrúfur, rær og splitti. Pilsner, kex og kaldan bjór, kopar, rör og snitti. ffemst og ffemst með veiðarfæri og annað er tengdist útgerðinni. Síðar fór Axel að auka vöruúrvalið. Verslunin bauð fljótlega upp á vör- ur fyrir iðnaðinn og einnig fyrir bændur ásamt því að versla með vaming fyrir útgerðina, eins og áð- ur segir. Þá hefur Axelsbúð lengst af verslað með ýmislegt fyrir ein- staklinga, svo sem vinnufatnað hvers konar, skó, stígvél, verkfæri, og fleira ásamt ýmsum munaðar- vamingi eins og tóbaki, kók, prins og þess háttar. Eins og áður segir hefur Guðjón Finnbogason lengst af verið annar máttarstólpi verslunarinnar. Guð- jón réðist til verslunarstarfa í Axels- búð í september 1943, þá ungur að árum og hefur starfað þar síðan, eða í rétt hálfa öld. Guðjón, sem nú gegnir stöðu verslunarstjóra, hefur reynst mörgum raungóður, snar í snúningum og hvers manns hug- ljúfi. Árið 1950 keypti Axel verslunar- húsnæðið, þar sem verslunin er enn þann dag í dag, af iðnaðarmönnum á Akranesi, en þeir höfðu keypt versiunina eftir að Bjami Olafsson & Co. hætti rekstri og nefndu hana versl. Bjarg. Það er ffóðlegt og gaman að skoða ýmsar auglýsingar frá íyrri tíð, því þær lýsa betur en margt annað hvað var verslað með í þá daga og hvemig verslunarhættir vom hér áður á Skaga. Ein þeirra var svona úr jólablaði AKRANES 1943: Viðskiptavinir mínir! Eg óska ykkur gleðilegra jóla 1 Því miður hef ég lítið af jólavam- ingi handa ykkur fyrir þessi jól, en með nýja árinu hefst á ný baráttan fyrir lífinu og þá skulum við athuga hvort ekki er til hjá mér: Olíufatnaður allur. - Gúmmí- stakkar. - Gúmmívettlingar. - Peysur. - Buxur. - Samfestingar. - Sjósokkar. - Vettlingar, margar tegundir. - Ullartreflar. - Kulda- húfur. - Vattteppi. - Matressur. - Lóðarbeigir. - Bambusstengur. - Manillur. - Færaefni. - Vélapakkn- ingar. - Vélareimar. - Vélatvistur. - Olíuluktir. - Hnífar. - Brýni. - Lyklar. - Tengur. - Björgunarbelti og vesti. - Björgunarhringir og þó nokkuð margt fleira, sem ekki er hægt að telja hér. Heillaríkt komandi ár! Axel Sveinbjörnsson Skaginn óskar starfsfólki og við- skiptavinum Verslunar Axels Sveinbjömssonar hf. gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. - Ingvar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.