Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 6
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S K G I N N Miðvikudagur 15. desember 1993 AKURNESINGAR! Glaður er sá sem greiðir á gjalddaga. Sýslumaðurinn á Akranesi. JÓLATILBOÐ 20% staðgreiðsluafsláttur dagana 17. og 18. desember Axel Sveinbjörnsson hf. AKURNESINGAR - AKURNESINGAR Minnum á fjölbreytt og gott vöruúrval í nýjum og rúmgóðum húsakynnum. Lága verðið léttir lífið. Verslun Einars Ólafssonar. GLEÐILEG JÓL! Akraneskaupstaður og stofnanir hans senda bæjarbúum bestu jóla- og nýársóskir með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. AKRANESKAUPSTAÐUR Skóvinnustofa Akraness Skólabraut 14 Skóvinnustofan er eitt af mörgum þjónustufyrirtækjum á Akranesi sem hafa staðið sig mjög vel í því að veita góða þjónustu. Eigandi Skóvinnustof- unnar, Sigurður Sigurðsson, hefur þrátt fyrir úrtöluraddir, brett upp ermamar og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sjálfum sér og íbúuin Akraness til hags- bóta. Saga Skóvinnustofunnar er í stuttu máli þessi: Sigurður Sigurðsson skó- smiður fæddur í Reykjavík 1957, flutti fyrst til Akraness með fjölskyldu sína árið 1978 og hóf rekstur skóvinnustofu í kjallara Vesturgötu 46, Auðnum. Ekki gekk reksturinn nægjanlega vel í það skiptið, því fluttu þau aftur til Reykja- víkur eftir ársdvöl á Skaga. Næstu tvö árin rak Sigurður Skóvinnustofu í Hafnarfirði. Eftir dvölina á Akranesi blundaði sá draumur í brjósti Sigurðar og fjöl- skyldu hans að flytja aftur hingað. Þess vegna varð það að þau fluttu aftur upp á Skaga tveimur árum síðar. Keyptu þau húsið númer 33 við Skólabraut, Sunnu- hvol. Sigurður setur upp vinnustofu í því húsi, nánar til tekið í viðbyggingu hússins. Samhliða skóviðgerðum stundar Sigurður vinnu á Grundar- tanga. Vinsældir þjónustunnar vaxa úr þessu hröðum skrefum og þess vegna ráðast þau í að kaupa húsnæði að Kirkjubraut 16, Akbraut. Sigurður hef- ur nú aftur skóviðgerðir og ýmsa leður- vinnu sem aðalstarf. Margir félagar hans úr greininni höfðu sagt honum að það væri alveg vonlaust að lifa af skóviðgerðum á ekki stærra markaðssvæði. Sigurður lét það ekki á sig fá en var staðráðinn í því að standa sig sem skósmiður á Akranesi. Með fljótri og góðri þjónustu fyrir hóf- legt verð hefur honum tekist að auka vinsældir þjónustunnar svo að hann hefur feikinóg að gera. Af og til hefur' hann þurft að ráða til sín aðstoðarmenn þegar mest hefur legið fyrir. Hluti skýr- ingarinnar á vinsældum Skóvinnustof- unnar er að hún býður upp á alhliða viðgerðarþjónustu. Auk skóviðgerð- anna gerir Sigurður við allan leðurfatn- að og annað leðurkyns, svo sem hnakka, beisli, töskur og fleira. Einnig gerðir Sigurður við annan fatnað eins og að setja nýja rennilása á úlpur og buxur. Fyrir um það bil einu og hálfu ári flutti Skóvinnustofan að Skólabraut 14, þar sem hún er nú. Ástæður þess að Sigurður flytur nú er þær sömu og áður, umsvifin aukast stöðugt og stofan þarf meira rými. Skaginn óskar Sigurði, fjölskyldu hans og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. - Ingvar. „Skóvinnustofan cr eitt af mörgum þjónustufyrirtækjum á Akranesi sem hafa staðió sig mjög vel í því að veita góða þjónustu. Eigandi skóvinnustofunnar, Sigurður Sigurðsson, hcfur þrátt fyrir úrtöluraddir, brett upp ermarnar og boðið upp á fjölbrcytta þjónustu sjálfum sér og ílnuim Akraness til hagsbóta.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.