Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 2
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S K Miðvikudagur 15. desember 1993 SKAGEVN Blað Alþýðuflokksfélags Akraness. Ritstjórar og ábm.: Ingvar Ingvarsson og Hervar Gunnarsson. Setning og umbrot: Alþýðublaðið. Kaupmaðurinn og kaupmótturinn Það er hverjum manni ljóst að margar fjölskyldur hafa mjög lág laun að lifa af og margur hefur reynt það á sjálfum sér hvað það getur verið erfiðleikum bundið að ná endum saman við rekstur heimilis- ins. Jólin með öllum sínum útgjöldum og væntingum bamanna og jafnvel einnig hinna sem eldri eru, hafa löngum reynst mörgu heimilinu erfíður hjalii, hvað varð- ar peningapyngjuna. Kaupmáttur launa er hugtak sem við notum þegar við ræðum um það hvað við getum fengið fyrir launin sem við fáum útborguð. Þegar krónurnar eru fáar skiptir miklu hvemig þeim er varið og þá skiptir miklu máli hvað hlutirnir kosta. Aðstaða fólks hér á landi er afar misjöfn hvað það varðar að geta verslað ódýrt. Víða er verðlag á nauðsynjavörum mjög hátt miðað við verð á hliðstæðum vörúm í stónnörkuðum. Akumesingar em lánsamir að þessu leyti því að kaupmönnum á Akranesi hef- ur tekist að halda vöruverði í verslunum sínum það lágu að margir þeina em sam- keppnishæfir við verslanir til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Margir ferðamenn sem heimsótt hafa Akranes undangengin misseri hafa lofað kaupmenn almennt á Akranesi fyrir lágt vömverð og góða vöm. Að sjálfsögðu er lofið byggt á sam- anburði við verðlag verslana annarra staða á íslandi. Þeim verðkönnunum sem framkvæmd- ar hafa verið af Neytendasamtökunum eða ijölmiðlunum ber saman um það að verðlag í verslunum á Akranesi, einkum matvömverslunum standist fyllilega sam- anburð við verðlag þeirra verslana sem em hvað hagstæðastar fyrir neytendur á íslandi í dag. Ein er sú matvömverslun á Akranesi sem hefur öðmm fremur staðið sig vel hvað þetta varðar en það er Verslun Einars Ólafssonar. Könnun eftir könnun hefur fæssi hin sama verslun komið best út, bor- in saman við verslanir á Vesturlandi. Einnig hefur Verslun Einars Ólafssonar sýnt það að hún gefur stórmörkuðum í Reykjavík lítið eftir hvað verðlag snertir. Skaginn mun kynna hér í blaðinu tvær verslanir á Akranesi sem fulltrúa þeirra ágætu verslana sem hér em reknar. Önnur þeirra er áðumefnd Verslun Einars Ólafs- sonar sem verður sextug á næsta ári og hin er verslunin Axel Sigurbjömsson hf., sem hefur þjónað fyrirtækjum og einstak- lingum á Akranesi með miklum ágætum í 51 ár. Einnig mun blaðið kynna Skóvinnustofuna á Skólabraut 14, sem hefur staðið sig ffábærlega vel í ýmis kon- ar þjónustu við íbúa Akraness og annarra staða í rúm 12 ár. Ingvar Ingvarsson. HERVAR GUNNARSSON í viðtali við Skagann FUÓTLEGA BIRTIR TIL Í ÍSLENSKU ÞJÓÐLÍFI A G I N N HERVAR GUNNARSSON: „Þrátt fyrir erfiða stöðu nú undanfarin misseri er alveg ljóst aö bæjarstjóm Akrancss gcrir allt sem í mannlegu valdi er til að viðhalda þeim störfum sem eru í bænum, með aðaláhersluna á að styðja af alefli þau fyrirtæki sem hér starfa nú þegar og hvetja til nýbreytnL" Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. Blaðamaður Skag- ans átti fyrir skömmu stutt rabb við Hervar Gunnarsson bæjarfull- trúa og formann Verkalýðsfélags Akra- ness og fer það hér á eftir. - Hver er að þútu mati staða verðlags- mála á Akranesi í dag og hvemig standa kaupmenn á Akranesi sig í samanburði við aðra? „Astandið hér er að sjálfsögðu dálítið mis- jafnt eins og gerist og gengur um land allt. Það verður þó að taka fram að verslanir eins og Einar Ólafsson hafa gert mjög góða hluti og ber að fagna því þegar menn standa að virki- legu átaki í þessa vem. Einnig má í þessu sam- bandi nefna Skagaver og (9 - 9 verslunina) Gmndaval sem hafa náð því að lækka verð- lag sitt þrátt fyrir auk- inn tilkostnað vegna lengri opnunartíma en gerist og gengur. Að- gerðir í þá vem að lækka verðlag í versl- unum bæjarins er ein allra besta kjarabót sem Akumesingar geta fengið og íbúar bæjar- ins eiga að bregðast við slíkum aðgerðum með því að versla í sinni heimabyggð og koma þannig til móts víð þá kaupmenn sem sýna áhuga á þessum málum. Það er ekki auðvelt að reka verslanir í sam- keppni við Hagkaup og Bónus og aðra slíka risa þannig að sameig- inlegt átak þarf til að árangurinn verði sem mestur". - Atvinnumálin eru ofarlega á baugi hjá landsmönnum nú þegar atvinnuleysi er tilfinnanlegt víðast hvar. Hver er staðan hér á Akranesi? „Bæjarstjóm Akra- ness hefur að undan- fömu verið að glíma við mörg þung verk- efni á þessu sviði, og má þar nefna málefni Hafamarins hf. sem er nú að ganga í gegnum greiðslustöðvun og verða menn að vona að útkoman úr henni- verði viðunandi. Einn- ig er staða Þorgeirs og Ellerts mjög erfið og á það raunar við um öll fyrirtækin í skipasmíði og viðhaldi á landinu. Þau eiga öll í veruleg- um erfiðleikum og ég geri þá kröfu á stjóm- völd að gripið verði inní þau mál með að- gerðum sem duga. Einungis íjórðungur þeirra verkefna sem unnin em við íslenska skipastólinn em fram- kvæmd hérlendis og sjá allir að slíkt er ótækt. Til langs tíma litið eru það útgerðarmenn sem tapa á slíkri þróun og við verðum að grípa til aðgerða eins og jöfnunartolla slíkur er ójöfnuðurinn í þessari grein. Um leið og staðið er í slíkri vamarbaráttu sem hér hefur verið nefnd verða menn að reyna að líta til ný- sköpunar og styðja við bakið á aðilum sem hafa dug og þor til að reyna nýja hluti og áræði til að fylgja þeim eftir. Margt hefur verið skoðað og er í skoðun eins og kúfiskvinnsla og kræklingaeldi, en niðurstöðu er beðið. Einnig hafa mörg smá- iðnaðarmál verið skoð- uð, en fjármagn er því miður af skomum skammti. Þrátt fyrir erfiða stöðu nú undanfarin misseri er alveg ljóst að bæjarstjóm Akra- ness gerir allt sem í mannlegu valdi er til að viðhalda þeim störf- um sem eru í bænum, með aðaláhersluna á að styðja af alefli þau fyrirtæki sem hér starfa nú þegar og hvetja til nýbreytni". —~Hvað með mála- flokka eins og félags-, œskulýðs og íþrótta- mál, hvernig standa Akurnesinga að vígi þar? „Eg tel mig geta full- yrt að staðan hér hvað varðar dagvistunarmál er allgóð, ef miðað er við aðra staði af sömu stærðargráðu. Biðlistar em tiltölulega stuttir og ef vikið er að öldr- unarmálum þá tel ég að staðan sé viðunandi. Uppbygging Höfða hefur verið hröð nú undir það síðasta og mikil uppbygging átt sér stað þar á stuttum tíma. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þessi aldurshóp- ur fer stækkandi og hvert bæjarfélag á að sjá sóma sinn í því að búa vel að öldruðum og gera aðstöðu þeirra þannig úr garði að þeir sem hafa í raun byggt upp Island nútímans fái eytt sínu ævikvöldi í samræmi við það kraftaverk sem eftir þessa kynslóð liggur. Varðandi íþrótta- málin þá hefur komið fram óánægja meðal forystumanna þeirra félaga sem að þessum málum starfa hér og líklega færi eins fyrir mér ef ég hefði ekki heildarmyndina í huga og samanburð við aðra að leiðarljósi. Ég full- yrði að bæjarstjóm Akraness þolir vel að samanburður sé gerður við aðra bæi á landinu, nánast hvem þeirra sem er, ef Reykjavík er þar frátalin. Mannvirki og aðstaða sem hér er til staðar gerist varla betri og menn verða að breyta forgangsröð verkefna bæjarins ef þeir vilja gera gmnd- vallarbyltingu þar á. Það skal tekið fram að íþróttamenn frá Akranesi hafa sýnt það og sannað í verki með stórkostlegum árangri á ýmsum sviðum að þeir em alls góðs mak- legir. Spumingin er einungis um forgang eða tilkomu nýrra tekjustofna". - Hvert er álit þitt á Ataksverkefni því í at- vinumálum sem stað- ið hefur yfir í bam- um? „Það eina sem ég tel að betur hefði mátt fara er að Akraneskaup- staður hefði mátt vera duglegri við að sækja íjármagn til slíkra verkefna. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að átaksverk- efni sumarsins hefur breytt ásjónu bæjarins mjög á betri veg. Margar þeina fram- kvæmda sem farið '/ar í vom þess eðlis að þær voru beinlínis ætlaðar til að gera bæinn meira aðlaðandi bæði fyrir heimamenn og gesti, og ég tel það hafa skil- að mjög góðum ár- angri. Ríkisvaldið má þó gjarna auðvelda heimamönnum á hverjum stað að ákvarða verkefnin þannig að þau verði enn beinskeyttari. Það er miklu vænlegra til árangurs heldur en óþarfa fjarstýring. Ég tel þó aðalatriði máls- ins vera það að hér sé um tímabundið ástand að ræða. Nú þegar eru ýmis þau teikn á lofti sem sýna að fljótlega birti til í íslensku þjóð- lífi og staðan hér á Akranesi tekur að sjálfsögðu mið af því. Þá geta menn einbeitt sér að skuldastöðunni og öðmm þeim göfugu verkefnum sem sjálf- sagt er að séu sett örlít- ið til hliðar þegar sam- dráttur á öllum sviðum skellur á landsmönn- um af slíkum ægi- þunga sem við höfum mátt lifa við undanfar- ið“. - Það er ekki hœgt að sleppa þér án þess að spyrja í lokin hver afstaða þín sé til stöðu kjaramálanna i dag: „Staðan er í fáum orðum sú að hér hefur ríkt þjóðarsátt um kjaramálin síðustu 3 árin, en síðustu vikur og daga hefur orðið þar talsverð breyting á. Vissir þjóðfélagshópar hafa notað sér aðstöðu sína til að þrýsta laun- unt þeirra upp og kann þetta ekki góðri lukku að stýra. Ég get því miður ekki annað en líst hryggð minni yfir þessu og treysti því að þessu linni nú þegar, því ella verður verka- lýðshreyfingin að bregðast við af þunga,“ sagði Hervar Gunnars- son að lokum. -SEA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.