Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. desember 1993 S K G I N N ALÞÝÐUBLAÐIÐJU STJÓRNMÁLAÁLYKTUN UÖRMMStWS «U>ÝMIILOKKSIMS i VESHMUHDSIUÖRDftMI KJARAMÁL Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi fagnar sam- komulagi um að tryggja forsendur gildandi kjarasamninga. Sérstakt fagnaðarefni eru aðgerðir í vaxta- málum, undir forystu viðskiptaráð- herra. Sú lækkun vaxta, sem þar kemur fram er mikilsverðasti þátt- urinn í þjóðarsátt um kjarasamning- ana. Kjördæmisráð hvetur þing- menn og ráðhena Alþýðuflokksins til að standa vörð um þá ákvörðun. f því sambandi bendir ráðið á að huga beri meðal annars að eftirfar- andi atriðum: - Að bankakerfið hækki ekki þjónustugjöld sín til að mæta lækk- andi vaxtatekjum. Þeirri lækkun má mæta með hagræðingu og spamaði meðal annars með sölu ónauðsyn- legra eigna. - Að lánastofnanir noti ekki svo- kallaða álagsflokka í útlánum eftir eigin geðþótta. - Og að sama mat gildi fyrir alla landsmenn hvað veðhæfni fast- eigna snertir. kerfinu skaði höfuðmarkmiðið, sem er að tryggja að allir eigi jafnt aðgengi að þjónustunni. VERKEFNITIL LANDSBYGGÐAR Kjördæmisráðið hvetur ríkis- stjóm til að standa við fyrirheit um flutning verkefna til landsbyggðar- innar. Kjördæmisráðið styður ein- dregið þingsályktunartillögu tveggja þingmanna Alþýðuflokks- ins um flutning verkefna til sýslu'*r mannsembætta. Þá hvetur kjördæmisráðið þing- menn flokksins til að standa gegn áformum dómsmálaráðherra um fækkun sýslumannsembætta, þar sem fyrirsjáanlegt er að sú tillaga skilar ekki þeim spamaði sem ætl- ast er til. Og ekkert tillit sé tekið til stóraukins kostnaðar þeirra sem nota þurfa þessa þjónustu. Ráðið bendir á, að unnt sé að ná fram fyr- irhuguðum spamaðaráformum með hagræðingu og spamaði innan þessa málaflokks. SAMGÖNGUMÁL Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi fagnar þeim áfanga í samgöngumálum á Vesturlandi sem vegurinn urn Mýrar er. Kjördænúsráð leggur áherslu á að Utnesvegur verði byggður upp og lagður bundnu slitlagi. Samein- ing sveitarfélaga á Snæfellsnesi eykur sérstaklega þörf fyrir bættar samgöngur á því svæði. Kjördæm- isráðið minnir á gefin fyrirheit um bættar samgöngur í kjölfar samein- ingar sveitarfélaga. Kjördæmisráð minnir á nauðsyn lagfæringar vegar yfir Fróðárheiði. Kjördæmisráð minnir á fyrri ályktanir í samgöngumálum, jtf sérstaklega brú á Gilsfjörð og teng- ingu milli þéttbýlisstaða á norðan- verðu Snæfellsnesi, með vegi um Búlandshöfða. Einnig þarf að bæta vegi milli Dala og annarra byggða. Einnig fagnar kjördæmisráð framvindu mála varðandi Hval- fjarðargöng og í framhaldi af því verði sem fyrst kannað vegstæði yf- ir Grunnafjörð. Kjördæmisráð hvetur til að sem fyrst verði farið að vinna að nýjum végi um svokallaða Vatnaleið. - Að lífeyrissjóðir, greiðslu- kortafyrirtæki og þess háttar aðilar taki fullan þátt í áðumefndum vaxtalækkunum. Kjördæmisráð heitir á aðila vinnumarkaðarins, Alþingi og rík- isstjóm að taka þegar höndurn sam- an um að vinna gegn þeim mikla launamismun sem viðgengst í land- inu. ATVINNUMÁL Kjördæmisráð telur atvinnuleys- ið, sem við blasir og viðvarandi hefur verið um nokkur undanfarin ár, vera mesta böl þjóðarinnar. Gegn því verði að berjast með sam- hentu átaki allra landsmanna, með- al annars með framkvæmd þeirra ábendinga sem fram koma í köflum um atvinnuvegina í þessari ályktun, og Ijölmargra tillagna aðila vinnu- markaðarins í atvinnumálum. FISKVEIÐAR OG -VINNSLA Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi telur 1. grein laganna um stjómun fiskveiða vera gmnd- vallaratriði, það er að fiskurinn og auðæfi hafsins séu sameign þjóðar- innar. Það er þjóðamauðsyn að ná sátt um veiðar og vinnslu og skapa þessari höfuðatvinnugrein viðun- andi starfsumhverfi. Víða byggist afkoma fólksins á landsbyggðinni einvörðungu eða að miklu leyti á afla smábáta. Þess vegna verður að tryggja áframhald- andi frjálsar krókaveiðar ef til vill með takmörkun á sóknardaga- fjölda. Einnig bera að gæta hags- muna kvótabáta, sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum, svo mjög að rekstrargmndvöllur þeirra er brostinn. Kjördæmisráðið leggur þunga áherslu á að auka fullvinnslu sjáv- arfangs í landinu og nýta þannig möguleika EES-samningsins og annarra markaða fyrir fullunnar há- gæða sjávarafurðir unnar í hreinu og ómenguðu umhverfi. Kjördæm- isráð lýsir ánægju sinni með af- stöðu formanns Alþýðuflokksins gagnvart veiðum í „Smugunni" og bendir á möguleika stóm ífystitog- aranna til sóknar á íjarlæg mið meðan verið er að byggja upp þorskstofninn á íslandsmiðum. Til greina kemur að tryggja frystitogumm lágmarksafkomu meðan þeir leita fanga á fjarlægum miðum. Þannig má skapa gmndvöll til reksturs minni báta og skipa sem gmndvallast á þeim afla sem veiða má á heimaslóð. LANDBÚNAÐARMÁL Kjördæmisráðið telur að ríkis- stjóm beri að standa við þann bú- vörusamning, sem hún hefur gert við bændasamtökin. Kjördæmisráðið hvetur til auk- innar vömþróunar í kjötframleiðslu og telur brýnt að efla markaðssetn- ingu erlendis. Leita þarf uppi mark- aði, sem henta fullunnum íslensk- um landbúnaðarvömm. Benda má á fjölmennar Islendingaslóðir í Kanada og markaði þar sem nátt- úmvænar gæðamatvörur em í há- vegum hafðar. Ráðið hvetur sam- tök bænda til að hafa forgöngu í þessu átaki. Kjördæmisráðið fagnar því að útflutningsbætur á landbúnaðaraf- urðir em nú aflagðar. Jafnffamt harmar ráðið að þær bætur „Fram- sóknarmanna" skiluðu landbúnað- inum engum árangri varðandi vöm- þróun og markaðssetningu. Varðandi hagræðingu og úreld- ingu vinnslustöðva landbúnaðarins ber að hafa byggðasjónarmið sér- staklega í huga. f því sambandi var- ar kjördæmisráðið við hugmyndum um að flytja mjólkurvinnsluna enn frekar af landsbyggðinni til Reykja- víkur. Stefna beri að því gagnstæða. Alþýðuflokkurinn á Vesturfandi lýsir yfir sérstökum áhyggjum vegna misjafnrar afkomu fólks í sveitum landsins er starfar við hefð- bundinn landbúnað. Mikilvægt er að nýta betur þá fjármuni er renna úr ríkissjóði til fandbúnaðar, og þá sérstaklega til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra á þeim landsvæð- um sem hvað verst hafa orðið úti í niðurskurði á framleiðslurétti. IÐNAÐUR Kjördæmisráðið hvetur íslend- inga til að standa vörð um íslenska iðnaðarframleiðslu og segja ávallt: „fslenskt, já takk“. Kjördæmisráðið telur að tækni- og verkkunnátta íslenska skipa- smíðaiðnaðarins sé fyllilega sam- bærileg við það sem best þekkist en baráttan við stórlega ríkisstyrkta er- lenda samkeppnisaðila sé óviðun- andi. Kjördæmisráð hvetur rfkisstjóm íslands til að grípa til skjótra að- gerða til að koma í veg fyrir hrun í skipaiðnaði í landinu. Alþýðu- flokksmenn á Vesturlandi treysta iðnaðar- og viðskiptaráðherra til þess að beita tiltæku afli svo komist verði hjá því tjóni sem hlýst af stöðvun þeirri sem er fyrir dymrn eftir fáeinar vikur. Kjördænúsráð telur að Fisk- veiðasjóður eigi aðeins að lána til verkefna í skipasmíðaiðnaði sem boðin er út og unnin innanlands. Fjármunir Fiskveiðasjóðs verða til á Islandi og þá á að nota í þágu ís- lensks atvinnulífs. Ennfremur hvetur kjördæmisráð iðnaðarráðherra að halda áfram þeirri vinnu sem unnin hefur verið af nefnd, sem skipuð var af iðnaðar- ráðherra 30. desember 1992 um stuðning stjómvalda við nýsköpun í atvinnulífi. AÐGÁT OG SPARNAÐUR Það er ríkisstjóminni nauðsyn að standa við stefnu sína varðandi spamað í ríkisrekstrinum. En gæta verður þess að aðgerðimar bitni ekki of harkalega á þeim sem lakast em settir í þjóðfélaginu. Lántökum erlendis ber að stilla mjög í hóf. Erlendar skuldir em nú orðnar það miklar að vart verður mikið lengra gengið í þeim efnum. SAMEINJNG SVEITARFELAGA Kjördæmisráðið fagnar frum- kvæði félagsmálaráðherra varðandi stækkun og eflingu sveitarfélaga. Ráðið lýsir fyllsta stuðningi við þá tilraun, sem gerð var með kosning- unum 20. nóvember síðastliðinn og það meginmarkmið að efla sveitar- stjómarstigið. Þá lýsir ráðið ánægju með störf umdæmanefndar á Vesturlandi og fagnar þeim árangri, sem náðist víða í kjördæminu, einkum varð- andi sameiningu á utanverðu Snæ- fellsnesi. Kjördæmisráðið hvetur til frekari sameiningar í ljósi frenrur jákvæðra undirtekta kjósenda á Vesturlandi. Kjördæmisráðið hvetur sveitarstjómir á Vesturlandi til að huga nú þegar að sam- einingarmálum, þar sem möguleikar em fyrir hendi, svo sem í Dalasýslu og Mýrasýslu. Jafníramt hvetur ráðið umdæmanefnd til að kanna til þrautar hvort ekki sé rétt að leggja fram nýjar tillögur, á einhvetjum svæð- um kjördæmisins, sem kos- ið yrði um samkvæmt lög- um, ekki síðar en í mars næstkomandi VELFERÐ Kjördæmisráðið áréttar nauðsyn aðgerða til áfram- haldandi orkuverðjöfnunar og skorar á ríkisstjómina að standa við fyrirheit um lækkun húshitunarkostnaðar þar sem hann er hæstur enda er hér um mikilvægt jafn- réttis- og byggðamál að ræða. Kjördæmisráðið treystir þingmönnum flokksins til að standa vörð um hugsjónir jafnaðarmanna. Velferðar- kerfið er gmnnur jafnaðar- stefnunnar. Það má aldrei verða, að sjálfvirk þensla í SVIPMYND FRÁ AKRANESSHÖFN Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. „Kjördœmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi telur 1. grein laganna um stjórnun jiskveiða vera grundvallaratriði, það er að fiskurinn og auðœfi hafsins séu sameign þjóðarinnar. Það er þjóð- arnauðsyn að ná sátt um veiðar og vinnslu og skapa þessari höfuðatvinnugrein viðunandi starfsumhverfi. Víða byggist afkoma fólksins á landsbyggðinni einvörðungu eða að miklu leyti á afla smábáta. Þess vegna verður að tryggja áframhaldandi frjálsar krókaveiðar eftil vill með takmörkun á sóknardagafjölda. Einnig bera að gœta hagsmuna kvótabáta, sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum, svo mjög að rekstrargrundvöllurþeirra er brostinn.. .Kjördœmis- ráðið leggur þunga áherslu á að auka fullvinnslu sjávarfangs í landinu og nýta þannig mögu- leika EES-samningsins og annarra markaða fyrir fullunnar hágœða sjávarafurðir unnar í hreinu og ómenguðu umhverfi.u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.