Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 1
+ * Sameiginleg bókun ríkisstjórna Islands og Bandaríkjanna Orrustuþotum verður fækkað en varnir landsins tryggðar Viðrœðurnar snerust eingöngu um varnar- og öryggismál en ekki efnahagsmál - Stœrsti ávinningurinn er að óvissu um varnir landsins hefur verið eytt, segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra - William J. Perry varavarnarmálaráðherra sagði aðila sammála um áframhaldandi nauðsyn á veru varnarliðsins á Islandi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og William J. Perry varavarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna undirrituðu sam- eiginlega bókun í Reykjavík í gær um tilhög- un og umfang varnarsamstarfsins. Orrustu- þotum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fækkað úr 12 í fjórar á næstu 12 mánuðum og tvær smærri deildir flotans munu hætta starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Itrustu kröfur Bandaríkjastjórnar í viðræð- unum um varnarsamninginn voru um að leggja niður orrustuflugsveitina en þá hefði þyrlubjörgunarsveitin farið sömu leið. Is- lenskum stjórnvöldum þótti þetta óviðun- andi fyrir varnir landsins og fór svo að fallist var á það sjónarmið. Dr. William J. Perry varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra áfundi með fréttamönnum ígœr. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason Á fréttamannafundi í gær sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra að það hefði verið afar mikilvægt að fá stað- festa sameiginlega túlkun á réttindum og skuldbindingum vam- arsamstarfsins. Við- ræðumar að undan- fömu væru einhverjar þær viðamestu sem fram hefðu farið um varnar- og öryggismál frá því tvíhliða vamar- samningur var gerður árið 1951. Utanríkis- ráðherra sagði afar mikilvægt að kornið hel’ði verið í veg fyrir að Bandaríkjaþing gæti tekið einhliða ákvarðanir um vamar- samstarfið. William J. Perry varavarnarmálaráð- herra sagði aðila sam- mála um áfranthald- andi nauðsyn á veru vamarliðsins á íslandi. Fækkun í orrustuflug- sveitinni hefði ekki umtalsverðan spamað í för með sér fyrir Bandaríkin. Fækkun í varnarliðinu í sameiginlegri bók- un sem William J. Perry og Jón Baldvin Hannibalsson undirrit- uðu kemur fram að F-15 orrustuþotunum á Keflavíkurflugvelli verður fækkað niður í ljórar. Nú em 12 þotur í flugsveitinni en fækkunin fer fram á næstu 12 mánuðum. Þetta þýðir að fjöldi flugmanna og Qöl- skyldur þeirra fara frá Keflavíkurvelli og er samtals um að ræða nálægt 300 manns. Hlustunarstöð vegna kafbátaeftirlits verður lokað sem og fjar- skipta- og miðunar- stöð sem þýðir fækkun vamarliðsmanna um 230 til viðbótar. Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir að þessi sam- dráttur hafi í för með sér fækkun íslenskra starfsmanna hjá vam- arliðinu. Fjöldi flugvéla sem halda uppi eftirliti með kafbátum verður óbreyttur og flotafiug- stöðin starfrækt áfram. Þá verður íslenska rat- sjárkerfinu haldið við og heræfingamar „Norður-Víkingur" fara fram annað hvert ár sem fyrr. Þar sem orrustuflug- sveit verður áfram á Keflavíkurflugvelli verður björgunar- þyrlusveitin þar áfram. Kannaðir verða mögu- leikar á að Islendingar taki yfir rekstur þessar- ar sveitar. Ef af verður gæti það þýtt atvinnu fyrirum lOOmanns. I bókuninni segir að báðir aðilar samþykki að gera það sem í þeirra valdi standi til að draga úr kostnaði við rekstur Keflavíkur- stöðvarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að Bandaríkja- menn hefðu ekki sett fram kröfu um aukna hlutdeild Islendinga í kostnaði við rekstur al- þjóðaflugvallarins við Kefiavík. Aðdragandi bókunarinnar Aðdraganda þeirrar sameiginlegu bókunar sem nú hefur verið undirrituð má rekja nokkuð aftur í tímann. í framsöguræðu um utanríkismál á Alþingi 31. mars 1992 gaf utanríkisráðherra þá yfirlýsingu að það væri ráðlegt og tíma- bært að íslensk stjóm- völd efndu til við- ræðna við bandarísk stjómvöld um tilhögun og umfang vamarsam- starfsins á komandi ár- um og áformað væri að skipa sérstaka nefnd til að sinna því verkefni. Nefndin, skipuð fulltrúum samstarfs- flokkanna í ríkisstjóm og embættismönnum var formlega sett á laggimar 23. júní 1992. Hlutverk hennar var að greina og leggja mat á breyttar aðstæð- ur í öryggismálum og fjalla í því sambandi sérstaklega um tví- hliða vamarsamstarf íslands og Bandaríkj- anna. Skýrsla nefndar- innar var lögð fram 10. mars 1993 og efni hennar var rætt á Al- þingi 27. apríl. í skýrslu sinni um utanríkismál til Al- þingis í aprfi 1993 gat utanríkisráðherra þess að í áliti nefndarinnar kæmu fram athyglis- verðar ábendingar, sem hafðar yrðu til hliðsjónar við stefnu- mörkun í náinni fram- tíð. Viðræður hófust að fmmkvæði Islendinga í Washington í sept- entber 1992. Annar fundur var haldinn í Reykjavík 8. júní í fyrra. Samið á flmm mánuðum Auk þessara tveggja funda hafa átt sér stað þrír formlegir við- ræðufundir íslenskra og bandarískra stjóm- valda um aðlögun í vamarliðinu á gmnd- velli vamarsamnings- ins frá 1951. Fundimir fóm fram 6. ágúst í Reykjavík og 23. ágúst og dagana 2., 3. og 5. nóvember í Washing- ton. Einnig vom ör- yggis- og vamarmál- um gerð skil á fundi forsætisráðherra með varaforseta Bandaríkj- anna í Washington 3. ágúst og á fundi utan- ríkisráðherra með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York hinn 28. septem- ber. Segja má að sam- komulag hafi náðst á fimm mánuðum því á fundinum í Reykjavík 6. ágúst lögðu banda- rísk stjómvöld fyrst fram ákveðnar tillögur unt aðlögun í starfsemi vamarliðsins. Fulltrúar íslenskra stjómvalda svömðu tillögum bandarískra stjóm- valda á fundinum í Washington 23. ágúst og settu fram sjónar- mið íslenskra stjóm- valda. Hinn 18. október var starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Reykjavík kallaður í utanríkisráðuneytið þar sem lýst var við hann óánægju með drátt þann sent orðið hefði á að málið yrði leitt til lykta. Stuttu síðar var óskað eftir því að fulltrúar ís- lenskra stjómvalda kæmu til viðræðna í Washington 2. nóvem- ber. Var fallist á þessa ósk og kornu viðræðu- nefndir ríkjanna sam- an með hléum dagana 2., 3. og 5. nóvember án þess að samkomu- lag næðist um fyrir- liggjandi tillögur um aðlögun í vamarliðinu. Reglulegt samráð hefur átt sér stað rnilli utanríkisráðuneytisins og sendiráðs Banda- ríkjanna í Reykjavík frá því þessar viðræður fóm fram. Utanríkis- ráðherra átti þess einn- ig kost að ræða málið við utanríkisráðherra og aðstoðarvarautan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna í Bmssel 3. desember. I þeirri sameigin- legri bókun sem undir- rituð var í gær segir að ríkin tvö muni el'na til samráðs að nýju í því skyni að endurskoða ákvæði bókunarinnar og komast að sameig- inlegri niðurstöðu um þau í lok tveggja ára tímabils frá og með 1. janúar 1994. SóUieima-deilurnar SÓLHEIMA-STJÓRNIN í BULLANDIÁGREININGI - við þá aðila sem að þeirra inálutn konta, nœstum sama hverjirþað eru. Saga Iteimilis- ins er í raun löng ci jiðleikasaga, segir Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra uin Sólheimadeilurnar - Þroska- Itjálp harntar vinnuhrögð stjórnar Sólheima „Það virðist sem stjórn Sólheima sé í bullandi ágreiningi við þá aðila sem að þeirra málum koma, næstum sama hverjir það eru. Saga heim- ilisins er í raun löng erfiðlcikasaga. Það lýsir sér í þessum samskiptaörðugleikum við starfsfólk heimilisins, Svæðisskrifstofu um málcfni fatlaðra á Suðurlandi, stjórnarnefnd fatlaðra, Þroska- hjálp og núna félagsmálaráðuneytiö". sagði Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Pétur Sveinbjamarson, formaður stjómar Sólheima, hefur undanfarið útvarpað dylgjum og rógburði um ráð- hcrra og mörgum hefur otboðið, svo orðljótur cr maður- inn. Avirðingar Péturs Bragi sagði að ávirðingar þessar væru þess eðlis að þær væm varla svaraverðar. Félagsmálaráðherra væri öll af vilja gerð að starfsemin í Sólheimum gengi vel. Hann sagði að í grófum dráttum snerist málið um skipu- lagsbreytingar á Sólheimum, þegar heimilinu var breytt úr vistheimili í þjónustumiðstöð fyrir fatlaða, þar sem nú búa 40 manns, annað hvort í sérbýli eða sambvli. og annast meira og minna unt sjálfa sig t' stað þess að nota mötu- neyti. Með þessu hafa íbúamir öðlast rctt til tryggingabóta, en þágu áður vasapeninga. Þeir eiga því að geta kostað frani- færslu sína sjálfir með tryggingabótum scm nema 45 til 55 þúsund krónum á mánuði. Auk þess fá þeir laun fyrir þá vinnu sem þeir inna af hendi á vemduðum vinnustað. Deilan stendur um það að félagsmálaráðuneytið lagði til að á fjárlögum fengi heimilið í þjónustugjöld 70,1 milljón- ir króna á þessu ári, hafði fengið 82 milljönir áður. Sljóm Sólheima krefst sömu tjárhæðar og fyrr af fjárlögum. Samt renna 22 til 23 milljónir króna til íbúa heimilisins af tryggingabótum á þessu ári, í stað 5 milljöna áður. liiskup hundsaður Ágreiningur þessi hefur farið vt'ða um ríkiskerfið. og er það skoðun flestra sem að ágreiningnum hafa komið að fé- lagsmálaráðuneytið hafi farið rétt að, þar á meðal Ríkis- endurskoðun, sem farið hefur ofan í máiið. Stjóm Sólheima tilkynnti 16. desember að heimilinu yrði lokað, þegar ljóst var að yfirvöld mundu í engu sinna hótunum stjómamianna. Sýndist mörgum að stjómin iðk- aði með þeirri aðgerð það sem kallað er á ensku „blackma- il“, eða Ijárkúgun. Ljóst er að fulltrúaráð Sólheima er ekki á sama máli og stjórnin, sem ætlaði að senda 7 vistmenn heim um áraniót- in, síðan 8 þann 1. febrúar, 20 þann 1. rnars og síðustu vist- mennina. fimm að tölu þann 1. apríl. Bent hefur verið á þá ósvinnu stjómarinnar að taka akvörðun þessa, það sé að- eins prestastefnu að ákveða slika lokun heimilisins. Áframhaldandi viðræður hafa engan árangur borið. Síð- ast í gær reyndi biskup að stilla til friðar og fiutti sáttatil- boð félagsmálaráðherra. Sólheima-stjómin ákvað að hundsa biskup og slá á útrétta hönd. Hélt stjómin blaða- mannafund síðdegis í gær þrátt fyrir ósk biskupsins um að sá fundur yrði ekki haldinn. Fundurinn virtist haldinn af stjóminni til þess eins að strá frekara salti á sárin. Pétur segi af sér Það er skoðun tlestra, sem blaðið hefur rætt við, að nið- urstaða í málinu muni ekki nást fyrr en Pétur Sveinbjam- arson lætur af einkar umdeildum aðgerðum sínurn og er það ennlremur skoðun margra viðmælenda blaðsins að hann verði að segja af sér starfi sem formaður þannig að friður náist. Framkvæmdaráð Þroskahjálpar hefur lýst furðu sinni á samþykkt stjómar Sólheima frá 16. dcsember um brott- flutning íbúanna af heimilum sínum án samráðs við þá sjálfa eða aðstandendur þeirra. „Framkvæmdaráð Þroska- hjálpar hannar þau vinnubrögð sem þar em viðhöfð og það virðingarleysi gagnvart íbúunum sem þau endur- spegla", segir í ályktuninni. 4-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.