Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. janúar 1994 ___________________BJÓR, FLOKKSSTJÓRN & STUTT Ellefu milljónir til landverndar frá framleiðanda Budweiser ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Bjórpeningar til Þórsmerkur Bandaríski bjór- framlciðandinn Anhe- user-Busch sem fram- leiðir meðal annars Budweiserbjórinn sýn- ir árlega áhuga sinn á íslenskri náttúruvernd með því að gefa fé til Landgræðslu ríkisins. Núna nýlega afhenti umboðsmaður bjórs- ins hér á landi nærri þrjár milljónir sem verja á til að berjast gegn landeyðingunni. Gjöfin verður nýtt til að bregðast gegn land- eyðingu í náttúruperl- unni Þórsmörk og endurheimta landgæði á því svæði. Landspjöii vegna of- beitar og vindrofs og sandfoks í kjölfarið valda gróðureyðingu, sem er einn mesti um- hverfisvandi sem Is- lendingar glíma við í dag. Talið er að nteira en helmingur af upphaf- legri gróðurþekju lands- ins hafi tapast frá því land var numið fyrir rúmum 1100 árum síð- an. „Meira en 30 þúsund ferkílómetrar lands hafa eyðst frá landnámi", segir Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri. „Líklega hefur engin þjóð tapað jafnstórum hluta af upphaflegum gróðri lands síns á sögu- legum tfma. Við eigum gríðarlegt verk fyrir höndurn og framhald á þessu framlagi Anheus- er-Busch, hinu fyrsta sinnar tegundar sem er- lent fyrirtæki leggur fram á Islandi, hefur sannarlega skipt máli“, segir Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri. Landgræðslan var stofnuð 1907 og hefur síðan leitt baráttuna fyrir því að endurheimta upp- blásin eða sködduð landsvæði með því að hefta sandfok með sán- ingu og girðingu lands til að hindra beit búfjár þar sent uppblástur er al- varlegt vandamál. A si'ð- ari árum hafa fiugvélar verið nýttar við sáningu og áburðargjöf á upp- blásið land. Jack H. Pumell, stjómarformaður og að- alforstjóri Anheuser— Busch segir að hann og fyrirtæki hans sé þakk- látt Islendingum fyrir að hafa dmkkið þeirra bjór allt frá Bjórdeginum 1989, viðtökur Islend- inga hefðu síðan verið mjög góðar. „Þetta framlag okkar er í sam- rænti við stefnu fyrir- tækisins að vemda um- hverfið", segir Jack H. Pumell. „Við emm stað- ráðnir í að vernda um- hverfið handa komandi kynslóðum, og þetta markmið endurspeglast í öllum okkar gerðum. Okkur er ánægja að geta veitt íslendingum lið í baráttu við þennan vanda". Heildatframlag hins bandaríska bjórrisa, stærsta framleiðanda heims með um 9% hlut í heimsmarkaði, til ís- lenskra umhverfismála, er orðið um 11 milljónir króna á þrem árum. Það munar um minna. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, tekur við styrknum frá stærsta bjórframleiðanda heims, Anheuser-Busch, úr hendi Magnúsar Jónssonar, umboðsmanns fyrirtækisins hér á landi. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason ■----------------------------------7-----------1 Alþýðuflokkuriim - Jafnaðarmannaflokkur Islands FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR ✓ Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 22. janúar 1994. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst klukkan 10.15. Dagskrá: 1. Sjávarútvegsmál. 2. Starf og stefna AIþýðu 11 okksins. 3. Önnur mál. Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. — Formaður. JTTFRÉTTIR Op/ð hús í Rósinni Rósiit - félagsiniðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík - verður opið öll laugardags- kvöld frá og með 15. janúar ncestkomandi, frá klukkan 9 á kvöldin til klukkan 01, i tilefni af undirbúningj undir prófkjör flokksins vegna borgarstjómarkosninga í maL Aðalheiður Fraitzdófíir mun annast um þessi kvöld fram að prófkjörinu sem ætlunin erað farifram seintífebrúarmánuðl Mcð kvöldum þessum erœtlunin að Alþýðuflokksmenn komi saman og rœði borgannáUn, stjónmiálaviðhorfið og annað sem efst er á baugi, og njóti um leið léttra veitinga sem á borð verða born- ar. Hvert kvöld verður á vegum eins eða fleiri gestgjafa, sent verða í hópi þeirra sem gefa kost á sér til framboðs á vegum fiokksins. Aðalheiður sagði að þettafyr- irkomulag hefði verið reyntfyrir síðustu Alþingiskosningar og orðið mjög vinsœlt tneðalflokksmanna. Sagði Aðalheiður að nauðsynlegt vœriað vœntanlegir fram- bjóðendur á prófkjörslista pöntuðu tíma fyrir umrœðukvöldin í Rósinni hjá skrif- stofu Alþýðujlokksins, eða hjá AðaUteiði ísíma 72027. Konur „Menn ársins 1993“ Eins og venján er vom menn ársins vuldir á ýmsum fjölmiðlum um ára- mótin. Þannig völdu hlustcndur Rás- ar 2 Björku Guðmundsdóttur mann ársins, en Jóhönnu Sigurðar- dóttur, félagsmálaráðhena í annað sæti. Konur áttu því sannarlega upp á pallborðið hjá almenningi. Frjáls verslun valdi líka konu, - og mann- inn hcnnar mcð henni. Þctta em hjón- in Ágúst G. Sigurðsson og Guðrún Lárusdóttir, en þau reka togarafé- lagið Stálskip hf. í Hafitarfirði, - og gcra það með miklutn glæsibrag svo sent kunnugt er. -------------------------- Agúst G. Sigurðsson og Guðrún Lár- usdóttir, - mcnn ársins lyá Frjálsri verslun. Sféstm léméélfk &g ágssf Slg ARSINS1993 lynaaiBflnBDDBnn . , . ' Þágufallið lagt niður! Eitt fyrsta verk Magnúsar Jónssonar, þegar hann tók við embætti veðurstofu- stjóra, var að leggja niður þá fáránlcgu reglu, sem fyrirrennarinn kom á síðastliðið sumar. að lesa staðamöfn veðurathugunarstöðva f þágufalli í útvarpi. Létti mörgum þegar þeir heyrðu um |x:ssa ákvörðun, sem farið hefur mjög fyrir btjóstið á mörgum, ekki síst þeint sem þurftu að lesa veðurskeytin f útvarp. Kærar þakkir, Magnús! Magnús Oddsson ferðamálastjöri Halldór Blöndal. sanigiinguráðherra, hefur ráðið Magnús Oddsson í starf ferða- málastjóra frá 1. janúar 1994 til loka árs 1997. Magnús var eini umsækjandinn um stöðuna, sem auglýst var 8. október sfðastliðinn. Ferðamálarúö samþykkti sam- hljóða að mæla með Magnúsi í stöðuna. Magnús hefur starfað hjá Ferðantálaráði í nærri 4 ár, nteira og rninna sem ferðanrálastjóri. Magnús er 46 ára, fæddur Skaga- maður, kvæntur Ingibjörgu Kristinsdúttur og eiga þau einn son. Landsvirkjun tekur stórt lán Undir lok nýliðins árs fór iMiidsvirkjun á stúfana á hinum erlenda lánantarkaði. Fyrirtækið gerði samning við Industrial Bank ofjapan lniernational og Merrill Lyitch Iniernational unt lán að upphæð 2.4 milljarðar íslenskra króna til fimm ára á 3,6% vöxtum. Lánsfénu verður varið til að greiða upp týrirfram eldra lán Landsvirkj- unar að stiinu upphæð hjá japanska lðnaðarbankanum. Gamla lánið var ffá 1987 og ber 4,9% vexli. Allir synir mínir Leikrit Þjóðleikhússins, AUir synir mínir eftir öndvegisskáldið Arthur Miller er aftur að kornast á fjalimar. Næstu sýningar eru á föstudaginn 7. janúar og síðan föstu- daginn 14. janúar. Lcikritið hefur fengið ntjög góðar untsagnir og mikla aðsókn. Verkið er átakaverk og spennandi. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Róbcrt Arn- finnsson, Kristbjiirg Kjeld, Hjálmar Hjálmarsson og Erla Ruth Harðardóttir. Góð sýning sem Alþýðublaðið mælir eindregið með. Eria Ruth Harðardóttir og Lilja Guðrún I>orvaldsdóttir í hlutverkum sínum í vcrki Art- hurs Millers, Öllum sonum inínum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.