Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SJÓNARMIÐ & FLOKKSSTARFIÐ Miðvikudagur 5. janúar 1994 MfÍLEFNIN Viltci tiofa áhrif ó Jaffnaða rst«f nuna ? i MálefiKihópar i filþýðoflokksins i standa þér opnir! . Framkvazmdastjórn Rlþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - hefur sett af stað málefnahópa sem aztlað er að gera tillögur um jafnaðarstefnu framtiðarinnar. Nokkrir hópar hafa þegar hafið starfsemi sína og undirbúið jarðveginn fyrir vinnuna sem framundan er. | Flvstar nýjar og ferskar hugmyndir í íslenskum stjórnmálum und- anfarin ár hafa komið frá jafnaðarmönnum. Petta eru hugmyndir um opnara og réttlátara þjóðfélag, aukin alþjóðleg samskipti, ábyrga efnahagsstjórnun, endurskoðun velferðarkerfisins, afnám hafta, heilbrigða samkeppni og réttlátari nýtingu náttúruauðlinda. Mörgum þessara hugmynda hefur þegar verið hrundið í framkvazmd og þrjú stórverkefni eru framundan: | - Sveitarstjórnarkosningar í maí 1994 - Flokksþing sumar eða haust 1994 - filþingiskosningar vorið 1995 fllþýðuflokkurinn vill virkja sem flesta jafnaðarmenn til að undirbúa þessi stóru og mikilvazgu verkefni. Starfshópar um neðangreind málefni hafa tekið til starfa: j - EFNfiHfiCiS- OG fiTVINNUMfÍL ■ Fundir annan og fjórða þriðjudag í hverjum mánuði, klukkan 17.15. j - NEYTENDfiMáL Fundir fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði, I klukkan 17.15. j - UMHVERFISMfÍL Fundir fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði | klukkan 17.15 ■ - FjÖLSKYLDUMHL Fundur fimmtudaginn 13. janúar klukkan 17.00. I - MENNTfiMffL Fundir auglýstir síðar fillir fundirnir eru haldnir í filþýðuhúsinu Hverfisgötu 8-10. Ráðherrar og þingmenn filþýðuflokksins og sérfrazðingar á hverju málefnasviði munu marta á einstaka fundi, sem verða þá sérstaklega auglýstir. Fundirnir eru opnir öllum þeim sem eru flokksbundnir í filþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki íslands. I Hafið áhrif og takið virkan þátt í málefnastarfi filþýðuflokksins! ■ Nánari upplýsingar á skrifstofum filþýðuflokksins í síma 91-29244, myndsendir 91-629155. I fflþýðuflokkurinn — I Jafnaðarmannaflokkur íslands I_____________________________________________I ÖNNUR SJÓNARMIÐ GUÐ FORÐIOKKUR ÖLLUM FRÁ ÞVÍ AÐ KREPPUNNILINNI! Dagfari D V er stundum skemmti- legur og stundum leiðinlegur - einsog viðöll-tjah... flest. Síðastliðinn mánu- dag var hann kostu- legur og hafið það í huga að öllu gamni fylgir nokkur alvara - óvenjumikil þenn- an daginn. Sjaldan hafa jafnmörg sannleikskorn leynst í Dagfara og 3. janúar 1994. Lít- um á skrifin sem báru fyrirsögnina „KREPPAN OGUR- LEGA“: „Stjórnmálamenn hafa verið að telja þjóðinni trú um að hún búi við kreppu. Alveg óskaplega kreppu. Þetta var endurtekið í síbylju allt síðastliðið ár og aftur í áramóta- hugleiðingum foringj- anna og það fer ekki á milli mála að íslend- ingar em upp til hópa orðnir vitandi vits um að þeir lifi við aldeilis rosalega kreppu. Aflasamdráttur Af þessu tilefni þyk- ir Dagfara viðeigandi að fagna nýju ári með því að minna þjóðina á þá staðreynd að krepp- an er ekki liðin hjá og menn verða að herða sultarólina að mun, ef þeir ætla að lifa nýja árið af. í þessu sam- bandi skal bent á eftir- farandi: Samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu og Fiskifélags varð síðastliðið ár ekki nema annað besta afla- ár Islandssögunnar. Afli hefur með öðrum orðum dregist saman frá því að við veiddum mest árið 1988. Hann var að vísu meiri en öll önnur ár þar á eftir og þar á undan en hann var minni en á metár- inu og þetta hefur kost- að fómir og harðindi og kreppu. Aflaverðmætin urðu ekki nema 47 til 48 milljarðar króna á móti 48,3 milljörðum á ár- inu þar á undan. Þessi samdráttur er miklar búsifjar fyrir land og þjóð og þótt þjóðar- tekjur hafí ekki verið meiri í annan tíma en þessi undanfarin ár, hefur harðnað mjög á dalnum þegar afla- verðmætin dragast svona hrikalega sam- an. Við sjáum varla út úr þeim erfiðleikum. Gífurlegur vandi Þessum gífurlega vanda hefur ríkis- stjómin reynt að mæta með því að lækka skatta. Fjármálaráð- herra hefur gert þjóð- inni grein fyrir þeim erfiðleikum sem það hefur í för með sér að lækka skattana. Samt hefur ríkisstjómin lækkað skattana. Með því að hækka skatta á sumum og lækka þá á öðmm, einkum lág- launafólki, sem ekki þarf að borga skatta, hefur skattlagning lækkað til að gera fólk- inu kleift að lifa hörm- ungamar af. Með því að lækka skatta með því að hækka þá, hefur fólki sömuleiðis verið gert kleift að borga skattana, sem annars hefði ekki verið mögu- legt í þessari kreppu. Kreppueinkenni Þá hefur kreppan komið fram í minnk- andi viðskiptahalla og minni verðbólgu sem eru hvom tveggja áberandi kreppuein- kenni, sem ríkisstjóm- in hefur áhyggjur af fyrir hönd þjóðarinnar. Kreppan hefur jafn- framt leitt til þess að rekstrarskilyrði at- vinnufyrirtækjanna hafa batnað með lægri sköttum og lægri vöxt- um og í raun og vem hafa rekstrarskilyrði atvinnuveganna aldrei verið betri heldur en í þessari rosalegu kreppu sem hefur gengið yfir. Það sýnir hvað kreppan er komin á alvarlegt stig þegar fyrirtækin í landinu búa við svo góð rekstr- arskilyrði að þau fara á hausinn þrátt fyrir það. Meira en lítið að Kreppan hefur enn- fremur leitt til þess að dregið hefur úr er- lendri skuldasöfnun, vegna þess að við höf- um ekki lengur efni á að taka erlend lán. Við slíkt ástand hefur þjóð- in ekki þurft að búa við um langan aldur og skal ekki gert lítið úr þeim erfiðleikum sem það hefur í för með sér að erlendar skuldir dragist saman. Þá er eitthvað meira en lítið að. Atvinnuleysið Atvinnuleysi hefur aukist í kreppunni. Þó ber að hafa í huga að atvinnuleysi hér á landi er miklum mun minna en þekkist er- lendis. Það gerir kreppan. Fólk fær vinnu og atvinnubóta- vinnu út á kreppuna, vegna þess að ef ekki væri kreppa mundu stjómvöld ekki útvega atvinnulausu fólki vinnu. Þannig hefur kreppan verið lán í óláni fyrir atvinnulaust fólk og líka fyrir það fólk sem hefur atvinnu sem mundi vera at- vinnulaust ef það væri ekki kreppa. Yerslun/viðskipti í miðri kreppunni gátu Islendingar versl- að meir og betur en nokkm sinni fyrr á jólavertíðinni og þeir gátu keypt flugelda fyrir rúmlega tvö hundmð milljónir króna til að fagna nýju kreppuári, og allt er þetta hægt vegna þess að fólk sparar í krepp- unni og heldur að sér höndum til að eiga fyr- ir því sem það þarf á að halda. Sannleikurinn Sannleikurinn er sá að þessi kreppa sem gengið hefur yfir, hef- ur verið ein allra besta kreppa sem þjóðin hef- ur kynnst og vonandi er að framhald verði á henni á næsta ári, til að þjóðin lifi hana af. lmyndið ykkur gósen- tímann; metaflaár, skattalækkanir, vaxta- lækkanir, innkaupafár og tiltölulega hóflegt atvinnuleysi. Guð forði okkur frá því að kreppunni linni!“ Fyrirsögn og millifyrirsagnir: Alþýðublaðið DAGFARI ÍDV: „Sannleik- urinn er sá að þessi kreppa sem gengið hefuryfir, hefur verið ein allra besta kreppa sem þjóðin hefur kynnst og vonandi er að fram- hald verði á henni á nœsta ári, tilað þjóðin lifi hana af Imyndið ykkur gós- entímann; metaflaár, skatta- lœkkanir, vaxtalœkk- anir; inn- kaupafár og tiltölu- lega hóf- legt at- vinnuleysi. Guðforði okkur frá því að kreppunni linni!((

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.