Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 RÖKSTÓLAR & SUJ Rússneski þjóð- ernissinninn Z h í r í n o v s k í hefur komið Is- lendingum í uppnám. Það gerði hann með því að hóta að gera Island að nýju gúlagi fyrir pól- itíska fanga þegar heims- veldið Rússland færi aftur að teygja úr sér. Zhírínovskí sagði margt annað miður fallegt um framtíð íslands, allt vegna þess að Jón Baldvin hafði fyrstur utanríkisráð- herra heims fengið ríkis- stjóm síns lands til að viður- kenna sjálf- stæði Eystra- saltsríkjanna. Það á Zhír- ínovskí erfitt að fyrirgefa. Zhírínovskí og íslandssagan Nú er það svo, að margir telja Zhírínov- skí geðsjúkan imba. Meira að segja Búlgarar hafa hent hon- um úr landi og Þjóðverjar neita honum um landvistarleyfi, bara af því að hann hefur sömu skoðanir og þeir höfðu sjálfir fyrir nokkrum ára- tugum. Ummælin um gúlagið á ís- landi sem fram- tíðar-frísvæði fyrir pólitíska fanga, bendir til þess að Zhír- ínovskí veit sínu viti. Hann hefur greinilega lesið Islandssöguna og fylgst með íslenskri sam- tímasögu. Sannleikurinn er nefnilega sá, að Island hefur alltaf verið gú- lag fyrir pólit- íska fanga. Spurning um fangaprest Þetta byrjaði auðvitað með pólitísku flótta- mönnunum Ingólfi og Hjör- leifi sem flúðu einræði og fas- isma Haraldar hárfagra og stofnuðu fríríki Asatrúarmanna á Islandi. Síðan kom kirkjan og norska kon- ungsstjómin og lslendingar hófu hina löngu göngu sína sem pólitískir fang- ar. Fljótlega var skipt um fanga- verði og Danir tóku að sér að gæta dýfliss- unnar í norðri. Þeim dönsku embættismönn- um sem þóttu of heimskir eða langdrukknir til að tolla í emb- ættum í Dan- mörku var refs- að með embætt- isfærslu á Is- landi. Þetta sama bragð átti Stalín eftir að nota þegar hanna gerði háttsetta emb- ættismenn í Moskvu að kommissörum í Síberíu eða As- íu. Siðaskiptin vom auðvitað aðeins spuming hver væri fang- elsispresturinn í gúlaginu, páf- inn eða Mar- teinn Lúther. Og fangamir tóku þá trú sem þeim var boð- uð, líkt og Afr- íkunegrarnir sém urðu trúuð- ustu Banda- ríkjamennirnir fyrir og eftir Þrælastríð. Frá nýlendu- fongum til þjóðernis- sinnaðra fanga Þegar Jón Sigurðsson og Fjöl nismenn byrjuðu að und- irbúa sjálfstæð- isbaráttuna í Kaupmanna- höfn, átti það athæfi enga fyr- irmynd í mann- kynssögunni nema ef tíl vill þrælauppreisn Spartakusar í Rómaveldi hinu foma. Og allir vita hvemig fór fyrir Spartak- usi. Þegar Island varð fullvalda 1918, hafði hins vegar engin sjálfstæðishetja verið fest upp á kross. Uppreisn gúlagsins í norðri virtist ætla að heppn- ast. Það var á þessu stigi málsins sem framsóknar- mennimir undir f o r y s t u Hriflu-Jónasar komu til skjal- anna. Jónas, jafn snjall og hann var, sá strax í hendi sér, að ekkert er auðveldara en að umbreyta nýfijálsum ný- lenduföngum í þjóðernissinn- aða fanga. Og þar með hófst upphafið að fangelsis- stefnu Fram- sóknar. í gúlagi Framsóknar Hin fullvalda íslenska þjóð var færð undir höft, einokun, innflutnings- bönn, útflutn- ingsbönn, mið- stýrða ríkis- framleiðslu, skömmtunar- kerfi, kommiss- araveldi og al- ræði kaupfélaga og samvinnu- veldis. Blindaðir af þjóðernisvímu, kokgleyptu fangamir hið nýja agn og töldu sér trú um að fangelsis- hliðin hefðu opnast. Þegar þjóðin varð sjálfstætt lýð- veldi 1944, drógu fangamir fánann sinn að hún meðan að ameríski og breski hemáms- herinn horfði annars hugar á. Að loknu stríði var gerður vam- arsamningur við Bandaríkin sem pössuðu að enginn réðist á gúlagið. Þeir vom með öðr- um orðum vald- ir sem fanga- verðir af hinum nýfrjálsu og sjálfstæðu föngum. Tíminn leið og viðreisnar- stjómimar opn- uðu smárifu á gaddavírsgirð- ingu gúlagsins sem ráðamenn Framsóknarára- tuganna lokuðu í hasti í upphafi áttunda áratug- arins og allt til dagsins í dag er Viðeyjarstjórn- in hefur opnað fangelsishliðin um þessi ára- mót í hálfa gátt. Hátalarar Fram- sóknar glymja þó enn á hrædd- um og þjáðum föngunum að ganga ekki út fyrir fangelsis- hliðin. Skilja menn nú, hvers konar söguspekingur og vitringur Zhírínovskí er? Hvemig væri að fá manninn sem næsta ferða- málastjóra gúl- gasins í norðri? Rökstólar þessir voru birtir í síðasta Alþyðublaði ársins 1993 og eru endur- birtir hér vegna villna sem urðu þá við vinnslu þeirra. I I SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA I I I I | Sambands- ! stjórnarfundur | Sambandsstjórnarfundur I Sambands ungra | jafnaðarmanna I verður haldlnn J laugardaginn 8. janúar 1994 ■ klukkan 14.00 að Borgartúni 6 I í Reykjavík - Rúgbrauðsgerðinni. I I Dagskrá fundarins er á þessa leið: I J 1. Skýrsla sijómar. I 2. Kosning í embœtti innan SUJ. | 3. Efling FUJ-félaganna. • • I 4. Onnur mál. Athugið! Um kvöldið verður hóf á vegum Sigurðar Péturssonar, formanns Sambands ungra jafnaðarmanna. Gleðin verður í Rósinni og hefst klukkan 21.00. x JLíJLI LJ xx xx% vj • Nánari upplýsingar gefur Magnús Árni Magnússon á skrifstofu SUJ, sími 91-29244. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.