Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI & STEFÁN FRÁ HOFSÓSI Miðvikudagur 5. janúar 1994 IMMIUIIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Alþjóðlegar alvörustjörnur og heimatilbúnar stórstjörnur Björk Guðmundsdóttir söngkona er í óða önn að leggja heiminn að fótum sér. Sífelltbætist á frægð hennar á alþjóðavettvangi. Alþýðu- blaðið greindi frá því á forsíðu í gær, að gagnrýnendur bresku stór- blaðanna The Sunday Times og The Observer, hafa bæði kosið Björku besta popplistamann ársins. íslendingar gera sér kannski ekki grein fyrir því hversu mikil upphefð það er að hljóta fyrstu verðlaun þessara risablaða í Bretlandi í áramótauppgjöri þeirra. Heimsfrægar stjömur telja slíka nafnbót mikilvæga vörðu á frama- brautinni í alþjóðlegum listaheimi. ✓ Islendingar, vegna einangrunar og fákunnáttu sinnar um alþjóðleg málefni, hafa sjaldnast megnað að greina kjamann frá hisminu þeg- ar upphefð að utan er annars vegar. Minni spámenn í íslenskum listaheimi hafa notfært sér þetta þekkingarleysi landans. Hljóti þeir nokkur vinsamleg orð í einhverjum erlendum sveitablöðum, er það þegar orðið fyrir þeirra eigin tilverknað að stórfrétt á íslandi. Oft- sinnis blasa við íslenskum blaðalesendum feitleitraðar fyrirsagnir af „listsigmm“ íslenskra listamanna á erlendum vettvangi. Við nánari skoðun em flestallir „listsigramir“ þess eðlis, að hinn alþjóðlegi listaheimur hefur ekki hugmynd um meinta snilld viðkomandi lista- manns frá íslandi. Þar að auki er neikvæðu gagnrýninni sem birtist um íslenska listamenn erlendis ávallt sópað undir teppið og birtist sjaldnast íslenskum blaðalesendum. Það er sama hvert er litið: Fréttir af þýðingum á íslenskum skáld- verkum á erlendum tungumálum er slegið upp sem heimsfréttum, þótt þessar þýðingar séu lesnar af nokkmm tugum, í mesta lagi ör- fáum hundmð erlendra lesenda. Islenskar kvikmyndir em margar hveijar gerðar að alþjóðlegum snilldarverkum þótt sannleikurinn sé sá, að nokkrar hræður sjái myndina í einhveijum smásölum á af- skekktri kvikmyndahátíð. Meintir íslenskir stórsöngvarar frá Is- landi leggja hveija álfuna á fætur annarri undir sig þótt alþjóðlegur markaður hafi ekki hugmynd um það, heldur aðeins íslenskir blaða- lesendur. Auðvitað em til undantekningar frá þessari reglu. Halldór Laxness, ein undantekningin frá blekkingarreglu íslenskra lista- manna, skapaði Garðar Hólm, holdtekninguna fyrir listblekking- una; stórsöngvarann sem Frónbúar héldu að hafði skapað sér al- þjóðlega frægð en enginn hafði heyrt syngja. Onnur undantekning er Björk Guðmundsdóttir. Hennar frægð er óumdeilanleg. Vera má að íslendingar séu orðnir svo mglaðir af öll- um blekkingarleik íslenskra listamanna, að þeir geri ekki greinar- mun á skandinavískum héraðsblöðum og bresku stórblöðunum. AI- þýðublaðið fullyrðir, að enginn íslenskur listamaður - og að þeim öllum ólöstuðum - hafi komist með tæmar þar sem hælar Bjarkar em í dag. Hún er mesti og frægasti sendiherra landsins hingað til. Og það ánægjulega er, að Björk er rétt að hefja sinn frægðarferil. Alþýðublaðið spáir því að á næstu misserum verði Björk enn meira heimsnafn en hún þegar er orðin. Hún mun verða ein af stærstu listastjömum heimsins sem sama áframhaldi. I raun er Björk þegar orðin alltof stór fyrir molbúaskilning landans. Kannski einmitt þess vegna og vegna hógværðar hennar sem listamanns, hafa íslending- ar ekki skynjað hve hátt stjama hennar skín á alþjóðlegum lista- himni. Við bætist hið hefðbundna listasnobb Frónbúans. Þeir sem stjóma lögum og lofum í íslenskum listaheimi em yfirleitt þröngsýnir lista- snobbarar. Flestir em þeir hafnir yfir poppið. Meðan íslensku stór- stjömurnar em að syngja ópemaríur fyrri alda fyrir hveija aðra í lokuðum, rikisstyrktum listaheimi íslands, heldur hin eiginlega list- sköpun áfram utan þeirra stöðnuðu umdæma. Björk er besta dæm- ið um þetta. Hún semur bæði texta og lög og flytur: Hún er í senn skapandi og túlkandi listamaður. Fmmleiki hennar og útgeislun hefur lagt allan heiminn að fótum hennar. Á sama tíma gráta ís- lensku stórstjömumar með úrklippumar úr erlendu afdalapressunni um meiri ríkisstyrk til að halda áfram ófmmleik sínum og vangetu. PALLBORÐIÐ: STEFAN GUNNARSSON SKRIFAR EGGJA-GRIMUR OG ALÞÝÐUFLOKKURINN Eggja-Grímur lét sig hafa það að síga lofthræddur og skjálf- andi af ótta í þrítugt bjargið. En hann lifði það af; kom með fulla vasa af vormetinu úr bjarginu, og kenndi aldrei sighræðslu framar. Á endanum stóð hann uppi sem annálaður sigmaður, sem menn gátu ævin- lega reitt sig á að afl- aði matar þegar allt annað þraut. Þá seig Eggja-Grímur og sótti fugl og egg; pilturinn sem áður þorði ekki einu sinni að stíga framá bjargbrúnina, hvað þá að líta niður. Sigmaðurinn að vestan Ég hafði aldrei heyrt söguna af Eggja— Grími fyrr en ég las áramótagrein for- mannsins sem birtist í Alþýðublaðinu á gamlársdag. Ég var ekki alveg viss um hvert formaðurinn var að leiða okkur; þannig eiga líka djúpar dæmi- sögur að vera, og ára- mótatextar formanns- ins fylgja þeirri hefði vestfírska galdra- manna að vera marg- ræðir. Það eru kannski ekki mannasiðir að ætla sér að leggja út af prédikunum prest- anna. En við í sveit- inni höfum ekki alltaf á hreinu hvað er kurt- eisi með höfðingjum. Og satt að segja hefur dæmisaga formanns- ins leitað nokkuð sterkt á mig síðustu dægur, kannski af því ég hef verið minntur á hana þegar Drangey, höfuðprýði okkar Flofsæsinga, hefur ris- ið í nýársstillunum uppúr sjónum héma framanvið. Drangey var nefnilega um aldir forðabúr okkar Skag- firðinga, en það var nú með björgin í henni einsog hamra Vest- fjarða: Það þurfti hug- aða menn til að síga og sækja fenginn. Ætli Alþýðuflokk- urinn hafí nokkum tímann eignast eins kjarkaðan sigmann og Jón Baldvin? Ósjálfr- átt leitar hugurinn aft- ur til síðustu áratuga. Ég var að komast til pólitísks vits í þann mund sem blessuð Viðreisnin var að kveðja, södd lífdaga. Þá tók nú heldur að sneiðast um forðann, og fáir sem þorðu í bjargið. Það er ekki of- sagt, að í kjölfar Við- reisnarinnar hafí Al- þýðuflokknum næst- um því verið úthýst úr íslenskum stjómmál- um með sameinuðu átaki hinna flokkanna. Allt fram til ársins 1987 var flokkurinn einsog sigmaður, sem ekki þorði að síga; lafði utan ríkisstjóma, áhrifalaus og einskis metinn. Þá tel ég ekki með heldur gæfulausa ríkisstjóm sem við átt- um þátt í. Á þessum ámm var Alþýðuflokkurinn í lífsháska. Það lá við að hinum flokkunum tækist það markmið að þurrka hann út. En það var gæfa flokksins, að hann eignaðist - næstum því á einni nóttu - vestfírskan sigmann, sem einsog Eggja-Grímur, lagði í bjargið. Það var Jón Baldvin sem bjargaði í rauninni Alþýðu- flokknum. Hann þorði. Hann fór í fræga herför um Is- land og byggði upp Alþýðuflokkinn; laðaði til liðs við hann viðurkennda atgervis- menn úr öðrum grein- um þjóðlífsins, og hik- aði ekki við að leiða undir þá sína eigin klára, einsog þegar hann fómaði fyrsta sætinu í Reykjavík undir núverandi bankastjóra í Helsinki. Ætli hafí ekki þurft svipað hugrekki til þess og þegar Eggja-Grímui' renndi sér í bjargið í fyrsta sinnið? En það hreif. Sig- maðurinn að vestan braut Alþýðuflokkn- um aftur leið inn í stjómmál Islands; hann lagði undir, og vann. En hver naut sigursins? Allur flokk- urinn. Síðan hefur Al- þýðuflokkurinn verið í ríkisstjóm, áhrifamesti stjórnmálaflokkurinn á Islandi, og úr sæti sveitamannsins á Hof- sósi líta þessi ár þann- ig út, að íslensk stjórn- mál á þeirn tíma hafi meira og minna snúist um Alþýðuflokkinn - og formann hans. Fleiri í vaðinn Nú er sótt að flokkn- um. Kannski ekki síst vegna þess að mörg- um svíða yfirburðir formannsins, sem hef- ur veitt foringjum ann- arra safnaða marga skráveifuna í stórorr- ustum síðustu missera. Og meðulin sem not- uð em sáust vel í ára- mótaskaupinu; þar vom þau vopnin notuð sem erfíðast er að skjalda sig gegn. En það má leggja út- af prédikuninni um Eggja-Grím og bjarg- sigið á fleiri vegu. Er ekki komið að Al- þýðuflokknum að síga í bjargið? Ég hef nú einsog sveitamanna er háttur staðið á jaðrinum og horft álengdar á bar- dagann, en kannski notið þess að fjarlægð- in gerir mér kleift að horfa yfír sviðið frá öðm og stærra sjónar- homi. Og mér fínnst satt að segja, að flokksmenn standi sig ansi illa í vöminni. Al- þýðuflokkurinn hefur undir forystu Jóns Baldvins náð ótrúlega góðum árangri síðustu árin. Ég nenni ekki að telja upp ávinningana nema í stikkorðum, - staðgreiðslubyltingin frá 1987, verðbólgu- draugurinn kveðinn niður, erlendar skuldir að minnka, húsnæðis- átakið, vaxtalækkun- in, EES - og landbún- aðarstefnunni gjörbylt með GATT. Og svo- sem margt fleira. Andspænis öllum þessum sigmm, sem aðrir flokkar myndu berja sér á brjóst yfir í sigurvímu, þá hanga jafnaðarmenn í keng, finnast þeir hafa áork- að litlu, - og fara á taugum í hvert einasta skipti sem kemur ný skoðanakönnun! Og það læðist að mér, að það kunni að vera samhengi á milli dap- urs gengis í skoðana- könnunum, og van- mats okkar sjálfra á öllum þeim áföngum sem flokkurinn hefur skilað sjálfum sér og þjóðinni á síðustu ár- um og misserum. Menn verða að meta sín eigin verk að verð- leikum, ef þeir ætla að hafa sjálfstraust. Og tapi þeir sjálfstraust- inu, þá tapa þeir líka trúnaðartrausti ann- arra. Alþýðuflokkurinn nær sér aldrei uppúr lægðinni nema flokks- menn skilji hvað hefur áunnist, og hafí kjark til að fara út og préd- ika. Þeir eiga ekki að hengja haus, heldur standa uppréttir, gleðj- ast yfir því sem vel hefur verið gert, - og segja þjóðinni það! Jafnaðarmenn eiga að taka Eggja-Grím sér til eftirdæmis, og sækja í sig kjark til að síga í bjargið, verja sinn flokk og sinn for- mann, ef á þarf að halda. Eggja-Grímur hefði aldrei sótt aflann í bjargið nema af því hann þorði að síga. Það sama gildir um Alþýðuflokkinn. Það gengur ekki til lang- frama að láta bara einn vera á vaðnum. Flokkur, sem þorir ekki að síga fær engin egg- Höfundur erformaður kjördœmisráðs Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands - á Norðurlandi vcstra. STEFÁN GUNNARS- SON: „Ég hefnú einsog sveita- manna er háttur staðið á jaðrin- um og horft álengdar á bardagann, en kannski notið þess að fjar- lœgðin gerir mér kleift að horfa yfir sviðið frá öðru og stœrra sjónar- horni. Og mér finnst satt að segja, að flokks- menn standi sig ansi illa í vörn- inni. Alþýðu- flokkurinn hef- ur undir forystu Jóns Baldvins náð ótrúlega góðum árangri síðustu árin. Ég nenniekkiað telja upp ávinn- ingana nema í stikkorðum, - staðgreiðslubylt- ingin frá 1987, verðbólgu- draugurinn kveðinn niður, erlendar skuldir að minnka, hús- nœðisátakið, vaxtalœkkunin, EES - og land- búnaðarstefn- unni gjörbylt með GATT. Og svosem margt fleira...Alþýðu- flokkurinn ncer sér aldrei uppúr lœgðinni nema flokksmenn skilji hvað hefur áunnist, og hafi kjark til að fara út og prédika. Þeir eiga ekki að hengja haus, heldur standa uppréttir, gleðj- ast yfir því sem vel hefur verið gert, - og segja þjóðinni það ! “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.