Alþýðublaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TÍMAMÓTADÓMUR & HUGLEIÐINGAR
Þriðjudagur 25. janúar 1994
MMDMrHDIÐ
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
PALLBORÐIÐ: Pétur Bjarnason skrifar
Hugleiðingar
- í tilefni draga að ályktun flokksstjórnar
Alþýðuflokksins frá „sjávarútvegsnefnd“ flokksins
Tímamótadómur
Dómur Hæstaréttar í svokölluðu skinkumáli markar tímamót í
íslenskum innflutningsmálum. Rétturinn ógilti úrskurð íjár-
málaráðherra frá í haust um synjun Hagkaups á tollafgreiðslu á
soðinni svínaskinku frá Danmörku. Meirihluti dómsins taldi að
ákvæði búvörulaga frá árinu 1985 fælu ekki í sér sjálfstæða tak-
mörkun Framleiðsluráðs landbúnaðarins á innflutningi búvara.
Dómur Hæstaréttar tekur af öll tvímæli um, að með lögum frá
1992 hefur innflutningur umræddrar kjötvöru verið gefinn fijáls
og ekkert í lögum eða millirikjasamningum bannar hann. Tak-
markanir á innflutningi samkvæmt öðrum lagaákvæðum eru
ekki Iengur í gildi. Dómur Hæstaréttar sannar, að ekki aðeins
höfðu Hagkaupsmenn rétt fyrir sér heldur einnig bæði viðskipta-
ráðherra og utanríkisráðherra sem héldu fram þeim sjónarmið-
um sem varð að niðurstöðu Hæstaréttar. Þessi dómur er því mik-
ill sigur fyrir þessi tvö ráðuneyti og sjónarmið Alþýðuflokksins
en tveir ráðherrar flokksins fara með umgetin ráðuneyti. Dómur-
inn er hins vegar áfall fyrir landbúnaðarráðherra sem héll hinu
.gagnstæða fram og miðað við niðurstöðu Hæstaréttar fór land-
búnaðarráðherra ekki að lögum er hann bannaði innflutning
svínakjötsins.
Kjami þessa máls er sá, að þama tókust á fulltrúar hins spillta
og staðnaða landbúnaðarkerfis annars vegar og fulltrúar opnun-
ar, frelsis og markaðssamkeppni hins vegar. Hingað til hefur hið
staðnaða landbúnaðarkerfi verið ofan á, í skjóli reglugerða og
lagaákvæða sem meirihluti Alþingis hefur jafnan stutt. Almenn-
ingsálitinu hefur verið haldið niðri með ógnum um smitsjúk-
dóma frá útlöndum, atvinnuleysi bænda og útrýmingu íslenskra
búvömframleiðslu. Islenskir skattgreiðendur og neytendur hafa
þurft að greiða fyrir hið sjúka landbúnaðarkerfi, sem með tíman-
um hefur ekki aðeins gengið að bændastéttinni hálfdauðri held-
ur sprengt upp matvöruverð á íslandi og skapað stórfelldan fjár-
lagahalla á ári hverju.
Alþýðuflokkurinn hefur markvisst barist gegn hinu spillta land-
búnaðarkerfl allt frá ámm Viðreisnarstjómarinnar á sjöunda ára-
tugnum. Sú barátta hefur verið háð gegn framsóknarmönnum
allra flokka; barátta sem hefur verið Iöng og erfið og kostað AI-
þýðuflokkinn talsvert fylgistap gegnum tíðina. Smám saman
hefur fólkinu í landinu orðið ljós rangfærslumar og ósannindin í
áróðri þeirra sem vetja óbreytt landbúnaðarkerfi. Viðhorfsbreyt-
ingin hefur komið hægt og sígandi. Nýir verslunarhættir, meiri
tengsl íslendinga við umheiminn og aukinn skilningur almenn-
ings á verðsamanburð á matvöram erlendis og hérlendis, vakn-
ing neytenda og skattgreiðenda og sleitulaus barátta Alþýðu-
flokksins í ríkisstjóm í rúm sex ár: Allt hefur þetta borið árang-
ur. Loks hillir undir nýjan tíma. Loks virðist gamla haftatíminn
vera að kveðja. Dómurinn í skinkumálinu í Hæstarétti er ein
varðan á hinni löngu leið.
Því miður verður það að segjast um samstarfsflokk Alþýðu-
flokksins í ríkisstjóm, að ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum hafa
stutt óbreytt landbúnaðarkerfi að mestu. Núverandi ríkisstjóm
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur haft allar forsendur til
að breyta þjóðfélaginu til opnunar, markaðslögmála og nýrra at-
vinnuhátta. Framsóknarmenn Sjálfstæðisflokksins hafa því mið-
ur tafið fyrir þessari framþróun. Viðbrögð tveggja ráðherra
Sjálfstæðisflokksins við dómi Hæstaréttar em fráleit. Landbún-
aðarráðherra fór að telja dómara í héraðsdómi og Hæstarétti,
hveijir væm með og móti samanlagt. Forsætisráðherra réðist
hins vegar ómaklega að Jóni Sigurðssyni fymim viðskiptaráð-
herra og núverandi Seðlabankastjóra ásakaði hann fyrir að hafa
Iætt lagafrumvarpi í gegnum Alþingi. Slík viðbrögð sæma ekki
ráðhermm þessarar ríkisstjómar og árétta aðeins það almenn-
ingsálit að ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum séu meira á bandi
sérhagsmuna en fijálsrar samkeppni. Það er hins vegar stað-
reynd að Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu um að opna hag-
kerfið, beijast fyrir afnámi hafta og einokunar og stuðla að rétt-
látara og lýðræðislegra þjóðfélagi.
Drög að ályktun
flokksstjómar Alþýðu-
flokksins sem „sjávarút-
vegsnefnd" flokksins
sendi frá sér í október
1993 hafa vakið athygli.
Drögin virðast koma frá
milliþinganefnd sem
kosin var til að vera full-
trúum flokksins í tví-
höfðanefndinni svoköll-
uðu til ráðuneytis. Held-
ur finnst mér farið frjáls-
lega með nafngift nefnd-
arinnar en alvarlegra er
að drögin virðast samin í
svipuðu hugsunarleysi.
Mig langar til þess að
gera nokkur atriði í drög-
unum að umtalsefni.
1. í drögunum er nú-
verandi aflamarkskerfi
hafnað og vísað til sið-
ferðilegrar og fjárhags-
legrar spillingar sem því
fylgir. Jafnframt er vísað
í umdeildar aðferðir ein-
stakra útgerða til þess að
láta sjómenn taka þátt í
kvótakaupum. Ekki er
gerð tilraun til þess að
útlista hvernig á að taka
á þeim vanda sem afla-
markskerfi er ætlað að
leysa.
í ályktun flokksstjóm-
ar þarf ekki eingöngu að
koma fram hvernig hlut-
imir eiga ekki að vera.
Það er ekki nóg að draga
fram í dagsljósið galla í
einu kerfi sem rökstuðn-
ing á að því þurfi að
hafna ef ekki er hægt að
benda á annað sem betur
tekur á þeim vandamál-
um sem við er að fást.
Tvíhöfðanefndin fór
mjög nákvæmlega yfir
þá valkosti sem þekktir
em til þess að stjóma
fiskveiðum. Aflamarks-
kerfi í svipaðri mynd og
við þekkjum það er ein-
faldlega öðmm valkost-
um betra. Reynsla hér á
landi bendir til þess og
reynsla annarra þjóða,
sem einhverjum árangri
hafa náð í að stjóma fisk-
veiðum bendir til þess
sama. Hitt er annað mál
að full nauðsyn er á að
sníða galla af núverandi
kvótakerfi og að því eiga
menn að beina sjónum
sínum en ekki að vísa
kerfinu út í hafsauga
meðan ekki er hægt að
benda á neitt betra. Þeir
gallar sem bent er á í
drögum nefndarinnar
em annars vegar tengdir
því að menn fái að „-
braska“ með hluti sem
þeir eiga ekki og hafa
aldrei greitt neitt fyrir og
hins vegar að menn
brjóti kjarasamninga í
skjóli kerfisins. Fyrra at-
riðið á að leysa með því
að láta menn greiða gjald
PÉTUR BJARNASON:
„Drög að ályktun jlokks-
stjórnar Alþýðuflokksins
sem „sjávarútvegsnefnd“
flokksins sendi frá sér í
október 1993 hafa vakið
athygli. Drögin virðast koma
frá milliþinganefnd sem
kosin var til að vera
fulltrúum flokksins í
tvíhöfðanefndinni
svokölluðu til ráðuneytis.
Heldur finnst mér farið
frjálslega með nafngift
nefndarinnar en alvarlegra
er að drögin virðast samin í
svipuðu hugsunarleysi...
Þau drög sem hér hefur
verið fjallað um eru rituð af
miklum ákafa og af heitri
trúarlegri sannfœringu um
réttmœtri eigin gagnrýni á
núverandi skipulag
fiskveiðistjórnunar...
Drögin geta varla vegna
annmarka sinna talist
umrœðugrundvöllur um
sjávarútvegsstefnu. “
fyrir heimildimar en hið
seinna á sama máta og
önnur brot á kjarasamn-
ingum. Þó finnst mér vel
koma til greina að
styrkja stöðu sjómanna
varðandi brot á kjara-
samningum með
ákveðnari löggjöf en nú
er í gildi.
2.1 drögunum er talið
eðlilegt að leyfa frjálsa
sókn í stofna sem ekki
hefur tekist að fiska í
samræmi við úthlutaðan
kvóta. Þetta finnst mér
forkastanleg skoðun.
Hafa höfundar draganna
ekki gert sér grein fyrir
því að ástæða þess að
ekki tekst að fiska út-
hlutaðan kvóta er sú að
minna er af fiskinum en
reiknað var með? Og
hvað er þá skynsamlegt
við að gefa sóknina
fijálsa og þar með að
auka hana? Auðvitað
ekkert. Við þær aðstæð-
ur á að minnka sóknina
og takmarka veiðar enn
frekar en ætlað var.
3. í drögunum er því
algjörlega hafnað að
setja krókaleyfisbáta á
aflamark. Aflaheimildir
smábáta hafa alla tíð ver-
ið fyrirferðarmesta
deilumálið í umræðum
um fiskveiðistjómun.
Tími er kominn til að
eitthvert vit færist í þá
umræðu. Fyrir það fyrsta
þá verður að taka það
fram að fyrir sjómann á
smábáti og útgerð báts-
ins skiptir það ekki máli
hvort hann fiskar sinn
afla eftir sóknarmarki
eða aflamarki. Fiskurinn
fæst á sömu slóðum og
fyrir hann fæst sama
verð óháð því eftir hvaða
kerfi er fiskað. Það sem
skiptir sjó- og útgerðar-
manninn máli er hve
mikið hann má fiska.
Andstaða þeirra, sem
hafa atvinnu af trillu-
veiðum, við aflamark er
fyrst og fremst tilkomin
vegna ótta um að afla-
kvóti verði rýrður; að
aflaheimildir verði
minnkaðar. Fyrir trillu-
karlinn sem byggir lífs-
afkomu sína á veiðum er
að öðm leyti miklu betra
að fá ákveðið aflamark
úthlutað og geta sótt sjó-
inn þegar það hentar
honum en ekki eftir ein-
hveijum ákveðnum
sóknardögum sem
ákveðnir em fyrirfram
að vemlegu leyti. Hins
vegar get ég vel skilið að
þeir sem hafa trilluveið-
ar að tómstundastarfi
geti vel fellt sig við
sóknartakmarkanir á
borð við þær sem rætt er
um. En þarf ekki að huga
frekar að þessu máli? Er
nokkuð komist hjá því
að takmarka afla smá-
báta? Verðum við ekki,
þrátt fyrir þær þmngnu
tilfinningar sem ráða af-
stöðu einstakra manna,
að ætla þessum flota
ákveðið magn? Eða ætla
menn að sjá til hvað
smábátaflotinn getur
veitt með þessuin sókn-
arreglum sem rætt er um
og draga síðan þann afla
frá úthlutun til annarra
sjómanna við Island?
Vilja þeir sem ekki
treysta sér til að styggja
háværan hóp trillukarla
ekki útskýra fyrir öðmm
sjómönnum þessa lands
hvers vegna veiði- og at-
vinnuréttur trillukarla er
heilagri en veiðiréttur
annarra sjómanna?
4. í drögunum er bent
á að engin fiskifræðilegu
rök séu fyrir því að
nauðsynlegt sé að tak-
marka veiðar á öngla.
Þessi fullyrðing er
makalaus og stenst ekki
nema að sá fiskur sem
tekin er á öngla lifi eðli-
legu lífi á eftir og taki
þátt í hrygningu eins og
ekkert hafi í skorist.
Þessu er auðvitað ekki
svo farið. Fiskur sem
drepst á handfæraveið-
um er jafn dauður og sá
fiskur sem drepst á tog-
veiðum. Fráfall þess
handfæraveidda hefur
því sömu áhrif á hrygn-
ingar- og veiðistofn og
fráfall þess togveidda.
Annað stenst engin rök,
(ef rök skipta einhveiju
máli).
Þau drög sem hér hef-
ur verið fjallað um em
rituð af miklum ákafa og
af heitri trúarlegri sann-
færingu um réttmætri
eigin gagnrýni á núver-
andi skipulag fiskveiði-
stjómunar. Þau leggja
hins vegar ekkert til
nema frelsi krókaleyfis-
báta til lítt heftra veiða
og vísa frekar í óljós um-
hverfismarkmið heldur
en mikilvægi þess að
sjávarútvegur standi
undir lífsafkomu okkar
og atvinnu fjölda fólks.
Drögin geta varla vegna
annmarka sinna talist
umræðugmndvöllur um
sjávarútvegsstefnu.
Akureyri,
19. janúar,
1994.
Hölundur er fiskifræðingur og
framkvæmdastjóri
Féiags rækju- og
hórpudiskframieiðenda.