Alþýðublaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. janúar 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
MANNTAL, RÍKISSJÓÐUR & STUTTFRÉTTiR
Yfír 17 þúsund Islendingar
eru með lögheimili erlendis
- Þar af eru rúmlega fimm þúsund íslendingar með lögheimili í Svíþjóð
íslenskir ríkisborgarar
með lögheimili erlendis voru
17.567 talsins 1. desember
síðast liðinn samkvæmt skrá
Hagstofunnar. Þar af voru
15.305 fæddir á íslandi. Af
einstökum löndum voru flest-
ir Islendingar erlendis með
lögheimili í Svíþjóð eða 5.170.
Islendingar með lögheimili í
Danmörku voru 3.357 og
3.261 áttu lögheimili í Banda-
ríkjunum.
Hagstofan gerir marga fyrir-
vara við þessar tölur. I tölumar
vantar til að mynda alla sem
fluttust til útlanda 1952 eða fyrr
og eru enn á lífi.
Árið 1993 em liðin 41 ár frá
stofntíma þjóðskrár og hefur þá
þessu fólki fækkað mikið, en
miklu munar hér fr á 1965 þegar
íslenskir ríkisborgarar með lög-
heimili erlendis vom skráðir
2.558. íslendingum erlendis
fjölgar því minna hlutfallslega
ár frá ári en þessar tölur sína.
Þá er það undir hælinn lagt,
hvort hingað berst vitneskja um
andlát fslendinga, sem sest hafa
að í útlöndum. Á það einkum
við um þá sem tengjast fjöl-
skylduböndum þar. Af þessum
sökum gætir nokkurrar oftaln-
ingar á Islendingum erlendis.
Á tölu íslenskra ríkisborgara
vantar trúlega allstóran hluta
bama, sem hafa fæðst erlendis,
en hafa íslenskt ríkisfang að ís-
lenskum lögum. Á þetta sér-
staklega við utan Norðurlanda
og að einhveiju leyti þar líka,
en þaðan berst þó nokkuð af til-
kynningum um fæðingu bama
með íslensku ríkisfangi. Mann-
fjöldaskýrslur frá Svíþjóð sýna
að á 19 ámm, 1974-1992,
fæddust þar 1.577 böm er töld-
ust hafa fslenskan ríkisborgara-
rétt eftir sænskum lögum.
Flestir búa á
Norðurlöndum
íslendingar missa íslenskt
ríkisfang, ef þeir öðlast erlend-
an ríkisborgararétt vegna eigin
umsóknar. Tilkynningar um
breytt ríkisfang Islendinga em
sendar frá Danmörku og Nor-
egi en koma að jafnaði ekki
annars staðar að. Munu því all-
nokkrir einstaklingar ranglega
taldir fslenskir ríkisborgarar í
þjóðskrá, til dæmis þeir sem em
skráðir með lögheimili í Sví-
þjóð og Bandaríkjunum.
Af þeim 17.567 íslendingum
sem áttu lögheimili erlendis 1.
desember sfðast liðinn búa
11.111 á Norðurlöndum. Lög-
heimili í öðmrn Evrópulöndum
áttu 2.159, í Ameríku 3.759, í
Afríku 74, í Asíu 93 og í Ástral-
íu 315.
Þeir sem fara til útlanda til at-
vinnudvalar flytja að jafnaði
lögheimili sitt til viðkomandi
lands en námsmenn halda sínu
lögheimili á Islandi nema þeir
sem fara til náms á Norðurlönd-
um og leggja ífam samnoiTænt
flutningsvottorð.
Afkoma ríkissjóðs 1993
Rekstrarhallinn á árinu
nam 9,5 milljörðum króna
- Frávik frá fjárlögum er 3,2 milljarðar króna
Bráðabirgðatölur um af-
komu ríkissjóðs á síðasta ári
liggja nú fyrir. Kekstrarhalli
nam 9,5 milljörðum eða 2,4%
af landsframleiðslu. Þetta er
mun betri útkoma en fyrri
áætlanir bentu til og ef ekki
hefðu komið til sérstakar
skuldbindingar í tengslum
við kjarasamninga og aukið
atvinnuleysi væri útkoman
nánast á áætlun fjárlaga.
Frávik frá fjárlögum er 3,2
milljarðar.
Hrein lánstjárþötf ríkissjóðs,
en það er sú fjárhæð sem ríkis-
sjóður þarf að taka að láni til að
fjármagna halla á rekstri og út-
streymi á lánareikningum, nam
10,6 milljörðum króna í fyrra.
Frávik frá íjárlögum er talsvert
minna en fram kemur í tekjum
og gjöldum, eða tæplega 1,7
milljarðar, en það má rekja til
minna útstreymis í lánareikn-
ingum en áætlað var.
Árið 1993 var lánsfjár ríkis-
sjóðs í fyrsta sinn alfarið aflað á
markaði þar sem ekki var leng-
ur heimilt að fjármagna halla-
rekstur með yfirdrætti Seðla-
banka, segir í upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir
þetta fóru vextir innanlands
lækkandi og voru f lok ársins
lægri en verið hefur um árabil.
Þannig lækkaði raunávöxtun
spariskírteina úr 7,7% í upphafi
árs í 4,9% í árslok og nafn-
ávöxtun ríkisvíxla lækkaði úr
12% Í5,4%.
Útgjöldin
112,8 milljarðar
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið
1993 námu 112,8 milljörðum
króna, eða 1,8 milljörðum um-
fram fjárlög. Frávikið má að
mestu rekja til ákvarðana
stjómvalda um r.ý útgjöld í
tengslum við kjarasamningana
og aukinna greiðslna atvinnu-
leysisbóta. Hins vegar hefur
tekist að halda öðrum útgjöld-
um að mestu innan ramma fjár-
laga.
Utgjöld ríkissjóðs hækka lít-
illega að raungildi milli áranna
1992 og 1993, eða um 0,6 millj-
arða króna. Aukningin kemur
einkum fram í vaxtagreiðslum
og framlögum til fjárfestinga
og viðhalds, en þau voru hækk-
uð sérstaklega til að hamla gegn
atvinnuleysi. Þá hækka rekstr-
arútgjöld nokkuð vegna kjara-
samninga. Á móti vegur lækk-
un annarra framlaga, til dæmis
til landbúnaðar.
Tekiur
103,3 mílljarðar
Heildartekjur ríkissjóðs árið
1993 námu 103,3 milljörðum
króna, en það er nánast sama
krónutala og árið 1992. Þessi
niðurstaða er hins vegar 1,4
milljörðum króna undir áætlun
fjárlaga. Það má einkum rekja
til ákvarðana um lækkun skatta
til að greiða fyrir gerð kjara-
samninga síðast liðið vor,
áhrifa aukins atvinnuleysis á
tekjuþróun í landinu og minni
tekna af sölu eigna en fjárlög
gerðu ráð fyrir.
Heildartekjur ríkissjóðs
lækkuðu að raungildi um 1,6
milljarða króna árið 1993, en
skatttekjur lækka um 0,8 millj-
arða. Hlutfall skatttekna af
landsframleiðslu lækkar úr
25,1% árið 1992 í 24,6% árið
1993, eða um 0,5%.
Umskipti í
ríkisfjármálum
Á sfðustu tveimur árum hafa
orðið umskipti f ríkisfjármál-
um. Aðhald og spamaður í
rekstri hefúr stóraukist. Jafn-
framt hefur verið tekið á ýms-
um kerfislægum vandamálum á
útgjaldahlið (sjúkratrygging-
um, greiðslum til landbúnaðar
og fleira). Skuldbindingar
stjómvalda til að greiða fyrir
gerð hóflegra kjarasamninga og
stuðla þannig að auknum stöð-
ugleika í efnahagslífinu hafa
hins vegar raskað áformum
fjárlaga. Þetta ásamt áhrifum
aukins atvinnuleysis og efna-
hagssamsdráttar er meginskýr-
ingin á því hvers vegna halli
ríkissjóðs hefur orðið meiri en
fjárlög gerðu ráð fyrir.
Þrátt fyrir langvarandi halla-
rekstur á ríkissjóði er staðan hér
á landi skárri en í mörgum ná-
grannaríkjanna. Þannig er sam-
anlagður halli á rekstri ríkis og
sveitarfélaga í Evrópuríkjum
OECD talinn hafa numið um
6,3% af landsframleiðslu árið
1993. (Vegna mismunandi
vægis ríkis og sveitarfélaga eft-
ir löndum verður að skoða
heildartölur fyrir opinbera bú-
skapinn). Á Norðurlöndunum
er hallinn 9,2% af landsfram-
leiðslu. Hér á landi er hallinn
mun minni eða tæplega 3%.
Frekari umfjöllun um út-
komu ársins 1993, jafnt tekju-
hlið, gjaldahlið og lánahreyf-
ingar, verður að finna í skýrslu
fjármálaráðuneytis sem ráð-
herra leggur fram á Alþingi síð-
ari hluta febrúarmánaðar. Þá
verður einnig fjallað um láns-
ljárþörf annarra opinberra aðila
áárinu 1993.
Línurit: Efnahagsskrifstota
fjármálaráðuneytisins.
STIJTTFRMTIR
Tónskóli Sigursveins kaupir Engjateig 1
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar hefur kcypt eignina Engjateig 1 af Slátuifé-
lagi Suðurlands. Þar vcrður framtíðaraðsetur tónskólans og leysir af hólmi húsnæðið
að Hellusundi 7. Afhending hússins við Engjateig fer fram á miðju ári 1996 og gert
ráð fyrir að kennsla hefjist þar það haust. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris, samtals
1.592 fermetrar. Tónskóli Sigursveins var stofnaður 1964 og verður því 30 ára á þessu
ári. Um 650 nemendur eru við skólann og kennarar 66 auk skólastjóra.
ENGJATEIGUR1 -þar verður aðsetur Tónskóla Sigursveins frá og með hausti 1996.
Aumingja Óli enn á ferð
Samskipti Ólafs Jóhannessonar, hins dáða sjónvarpsfréttamanns og veiðifrömuðar,
við hunda landsins, eru sífellt höfð í flimtingum. Eitt sinn skaut hann hund í myrkri
eins og ntargir muna. Núna segir hann firá þvf í veiðiblaði sínu að fluga sem hann ger-
ir og er fiskin mjög, Collie Dog, er einmitt úr hárum hunda. Til þessa þarf sérstök hár,
og þá er það spumingin hvemig þeirra er aflað. Ólafur segir svo: „En eftir veiðiferð-
ina í Hofsá get ég játað að ég keypti mér skæri sem fóru vel í vasa og gimilegt bein.
Ég hef líka, st'ðan í sumar, verið tíður gestur úti á Geirsnefi og í Heiðmörk, þar sem
hundaeigendur sleppa dýmnum gjaman lausum. ég hef líka sést klappa þessum dýr-
um, reyndar bara af einni tegund. Hundamir hafa verið mjög ánægðir með beinið en
við eigenduma hef ég ekki lalað. Sektarsvipurinn gæti komið upp um mig“, segir Ól-
afur veiðimaður.
Biskup vísiteraöi í Kópavogi
Á sunnudaginn vísiteraði Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, í Kópavogi með
messum í Kópavogskirkju og í Hjollakirkju. Fyrirhugaðar em messur biskups í öðr-
um kirkjum í Reykjavíkurprófastsdœmi í febrúar og rnars. Þá mun biskup vísitera
ýmsar stofnanir innan prestakallanna, dvalarheimili aldraðra, skóla og fleiri, meðal
annars mun hann koma við í Sundlaug Kópavogs á fimmtudaginn kemur, svo fátt eitt
sé nefnt. Hér er um að ræða fyrstu biskupsvísitasíuna í prófastsdæminu ífá því það var
stofnað 1940.
Aðstoða einstæða foreldra við skatt-
framtöl
Það er að renna upp sá kvíðvænlegi tími þegar gera þarf skattframtölin. Félag ein-
stœðra foreldra hefur ákveðið að bjóða upp á aðstoð við félagsmenn sína, sem þess
þurfa með. Félagsmenn hafa spurst fyrir um þessa þjónustu eftir að Skattstofan í
Reykjavík hefur hætt slíkri aðstoð.
Metsala á svínakjöti í desember
Sala á svínakjöti jókst um þriðjung í desember síðastliðnum í samanburði við jóla-
mánuðinn árið 1992. Desembersala í mcðalári er nálægt 290 tonnum en í nýliðnum
desember jókst hún um 100 tonn og varð 390 tonn. Á síðasta ári jókst sala á svínakjöti
um 7,5% miðað við árið á undan. Söluaukninguna má rekja til verðlækkana síðari
hluta ársins 1993. Birgðir svínakjöts minnkuðu við þetta umtalsvert, en þær voru
orðnar þær mestu í fimm ár undir mánaðamótin október- nóvember.
Tónleikar í óperunni í kvöld
Þær Hrafnhildur Guðmundsdóttir, messósópran, og Guðríður Sigurðardóttir, pí-
anóleikari, munu koma fram á tónleikum Styrktarfélags íslensku Óperunnar í kvöld
klukkan 20.30. Á efnisskránni eni íslensk þjóðlög í útsetningum Fedinands Reuters
og Sveinbjörns Sveinbjömssonar, ljóðasöngflokkurinn Frauneliebe und Leben
effir Robert Schumann, sönglög eftir Granados, Satie og Hahn og óperuaríur eftir
Gounod og Mozart.
íslensk Ijóðskáld í Englandi
Komnar eru út á ensku f ritröð Greyhound Press
sem helguð er íslenskum bókmenntum, tvær
fyrstu bækumar. Það eru ljóð Lindu Vilhjálms-
dóttur og Sjón - Sigurjóns B. Sigurðarsonar.
Væntanleg er á enskan markað bók með Ijóðum 8
ljóðskálda og ráðgerð útgáfa á íslenskum skáld-
sögum á næstu misserum. Bók Lindu heitir
Mona Lisa, en Sjón Night of the Lemon.
"—u—*—i---------;-----;---rrr~r::-:——-►
' liœkur Sjón, eða Siguijóns B. Sigurðssonar, eins og
hann lieitir Jiillu nafni, og Lindu Vilhjálnisrióttur,
komnar út á ensku.