Alþýðublaðið - 25.01.1994, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 25.01.1994, Qupperneq 5
Þriðjudagur 25. janúar 1994 VIÐTAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Kynning Alþýðublaðsins á frambjóðendum flokksins í kjöri á sameiginlegan lista til borgarstjórnarkosninga GUNNAR GISSURARSON stefnir á 4. eða 9. sæti sameiginlegs framboðs til borgarstjórnar Reykjavíkur - Gunnar hefur kynnst af eigin raun atvinnumálum og húsnæðismálum Reykvíkinga og segir AÆTLANAGERÐ BORGARINNARIMOLUM „Stjórnun borgarinn- ar og velmegun íbúa hennar snýst ekki um stórar og glæstar haiiir eða fallega minnisvarða. Hún snýst fyrst og síðast um fólk, - fólkið sem byggir þessa góðu borg, Reykjavík“, segir Gunn- ar Gissurarson, 44 ára tæknifræðingur, fram- bjóðandi í kjöri Alþýðu- flokksfólks á lista til þeirra sæta sem flokkur- inn mun skipa á hinum sigurstrangiega sameig- inlega lista minnihluta- flokkanna í borgar- stjórn. Alþýðublaðið tók Gunnar Gissurarson tali í gær. Gunnar Gissurarson er jafnaðarmaður fram í fing- urgóma og hefur starfað fyrir flokkinn allt frá unga aldri. Hann sat í stjómum Félaga ungra jafnaðar- manna og Sambands ungra jafnaðarmanna og um hríð var hann varafonnaður Æskulýðssambands Is- lands. Þá sat Gunnar í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og í flokks- stjóm. Hann hefur einnig setið í Sambandsstjóm Landssambands iðnaðar- manna og er nú varafor- maður stjómar Rann- sóknastofnunar bygging- ariðnaðarins og varamaður í byggingamefnd Reykja- víkur og formaður Félags íslenskra húshlutafram- leiðenda. Ungur lærði Gunnar húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík, varð meistari í sinni iðn og bætti við sig tæknifræði hér heima við Tækniskóla Islands. Eftir námið hóf hann störf sem rekstrarstjóri tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkis- ins í fimm ár og önnur fimm ár hjá Byggung í Garðabæ. Hann þekkir þvr af eigin raun það sem nefnt hefur verið byggingabasl hjá ungu fólki. I starfi sínu annaðist hann meðal ann- ars um byggingu 1000 leiguíbúða á vegum Hús- næðisstofnunar og fór víða um landið meðan á bygg- ingu þeirra stóð. Til starfa í Tansaníu Árið 1980 var merkilegt ár hjá fjölskyldu Gunnars Gissurarsonar. Þá ákvað hann og fjölskylda hans, Hulda Kristinsdóttir, og synir þeirra tveir, Kristinn Már, nú 25 ára, og Gissur Öm, 20 ára, að halda til Tansaníu í Afríku. Þar hafði Gunnar fengið starf við verkefni á vegum danska utanríkisráðuneyt- isins við rekstrarráðgjöf í landinu. „Það vom 10 störf í boði og 550 Norðurlandabúar - samanber að Ráðhús sem átti að kosta 700-800 milljónir kostaði fjórum sinnum meira Gunnar Gissurarson ásamtkonu sinni, Huldu Kristinsdóttur, og tvíbur- unum Onnu Lilju og Evu Björk. Þau hjón eiga tvo uppkomna syni, Kristin Má, 25 ára, sem er við nám í hagfrœði í Trier í Þýskalandi, og Gissur Örn, 20 ára, nema íframhaldsskóla. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason. sóttu um. Það æxlaðist svo að ég var ráðinn ásamt mági mínum Braga Ragn- arssyni. Það varð svo úr að við ákváðum að taka þessu tilboði, enda þótt það væri vissulega erfið ákvörðun. En við sjáum ekki eftir þessum þrem ámm sem við vomm í Tansaníu. Þama suður frá starfaði ég að rekstrarráðgjöf og aðstoðaði við að byggja upp hverskonar starfsemi sem gæti komið íbúunum til góða. Vandamálin í landinu vom mörg eins og títt er um þróunarlöndin. Hugsunarháttur fólksins er allt annar en við eigum að venjast og hlutirnir taka miklu lengri tíma en við eigum von á. En þetta var lærdómsrík og ævintýraleg dvöl meðal góðs og elsku- legs fólks. Þessi lífsreynsla leiddi okkur líka fyrir sjónir hversu gott við höfum það á íslandi, og hversu ríkir við emm íslendingar, mið- að við stóran hluta heims- ins. Fólkið er fátækt í Tansaníu, en það er gott fólk og lífsglatt og þama eignuðumst við marga góða vini. f landinu bjuggu um það bil 10 af hundraði í borgum og bæjum, en aðr- ir í sveitum. Aðeins um 5% landsmanna em svo- kallaðir valdhafar, fólk sem hefur það miklu betra en aðrir landsmenn“. Til starfa á heimavellinum á ný Eftir heimkomuna til ís- lands stækkaði ijölskylda þeirra Gunnars og Huldu svo um munaði, því 11 mánuðum eftir að heim var komið fæddust tvíburat- elpumar Anna Lilja og Eva Björk, sem nú em 9 ára gamlar. Nú tóku við störf hjá Gluggasmiðjunni, fyrir- tækinu sem Gissur Símon- arson, faðir Gunnars stofn- aði á sínum tíma, fyrirtæki sem boðið hefur upp á fjöldamörg störf í bygg- ingariðnaði og þjónustu. Síðastliðin 10 ár hefur Gunnar ásamt Símoni bróður sínum rekið Gluggasmiðjuna. Á síð- ustu misserum hefur bygg- ingariðnaðurinn verið í lægð og bryddað á at- vinnuleysi. Gunnar sagði í viðtalinu að sér væri engin launung á því að of margir sam- borgarar okkar lifðu í dag við kröpp kjör, ekki síst nú, þegar atvinnuleysið hefur látið á sér kræla og hefur stigmagnast á stutt- um tíma. Gunnar Gissurarson þekkir af eigin raun vanda- málin sem fylgja atvinnu- leysinu. „Það er jafn erfitt fyrir atvinnurekandann og starfsmanninn, þegar kem- ur til uppsagnar. Það em þung spor, en því miður ekki annað að gera. Mér hefur oft gramist það að horfa uppá ríkt sveitarfélag eins og Reykjavík, þegar það gerir stórinnkaup á ýmsum iðnvarningi er- lendis, þegar ljóst er að hægt er að fá vömna á inn- lendum markaði, jafngóða og á svipuðu verði“, segir Gunnar. „Oftast sýnist manni að ráðamenn tali um íslenskan iðnað eins og hvert annað gæluverkefni sem í raun hafi litla þýð- ingu. Þetta gera menn sem reikna ekki dæmin sín heima. Það em nefnilega fleiri þættir mikils virði en fiskurinn einn og sér. Menn verða að muna að spamaður í innflutningi er jafngildi gjaldeyrisöflunar. íslensk vinna þýðir að starfsmenn greiða skatta og þurfa ekki atvinnuleys- isbætur. Vemlegur hluti vömverðsins myndast í sköttum og álögum á fyrir- tækið sem framleiðir vör- una, það rennur til ríkis og sveitarfélaga. Þannig get ég nefnt sem dæmi úr tré- smíði að fjórðungur að- fanganna er erlendur, en þrír ljórðu af verðinu myndast hér innanlands. Af þessum hluta fá ríki og bær 25% til 30% til baka“, segir Gunnar. Fjárfestíngarfyllerí Gunnar Gissurarson segir að atvinnuleysið sé að hluta til okkar eigið til- búna böl. Atvinnustigið megi styrkja og bæta stór- um ef ný stefna yrði tekin upp gagnvart iðnaði og þjónustu, til dæmis ef stór kaupandi eins og Reykja- víkurborg tæki að kaupa innlent í stað erlends. „Þegar byggðar em hall- ir eins og Ráðhúsið og Perlan, fer stór hluti kostn- aðarins í erlénd aðföng af ýmsu tagi, en tiltölulega lítið í innlendan kostnað. Aðra sögu er að segja af byggingu á íbúðarhús- næði. Slíkar byggingar em mun vinnuaflsfrekari á innlendum markaði og skapa því fleiri störf. Ég tel að fresta hefði mátt bygg- ingu Perlunnar og Ráð- hússins meðan mesta þenslan var á bygginga- markaði. Á sama tíma og ráðist var í þessi gæluverk- efni, vantaði tilfinnanlega íbúðir fyrir unga sem aldna. Perlan og Ráðhúsið nýtast fáum borgarbúum, þessar byggingar em mest fyrir augað. Enn á ný virt- ist borgarstjómarmeiri- hlutinn ætla á fjárfesting- arfyllerí, þegar ráðast átti í endurreisn Korpúlfsstaða. Það var fyrst og fremst fyr- ir þrýsting fulltrúa Nýs vettvangs að sú vitleysa var stöðvuð“, segir Gunn- ar. Bor^arsjóður - privateign? „Hvað eftir annað kem- ur það í ljós að sjálfstæðis- rnenn líta á borgarsjóð sem sína prívateign, sem komi skattgreiðendum lítið við. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Það á ekki lengur að vera eins og nátt- úmlögmál að sjálfstæðis- menn ráðskist með fé fólksins í framkvæmdir sem enginn hefur beðið um, og gagnast ekki nema sárafáum einstaklingum. Hér verður að gera breyt- ingu á. Borgarbúar eiga heimtingu á að útsvömm þeirra sé varið í þeirra eig- in þágu, en ekki í hags- munagæslu Sjálfstæðis- flokksins og í þágu þeirra sem vinna á hans vegurn við fámennislýðræði þar sem enginn þorir að taka sjálfstæða ákvörðun nema skipun berist ofan frá“, sagði Gunnar. „Eitt af helstu verkefn- um borgarstjórnar er að deila út því fjármagni sem er til ráðstöfunar úr borgar- sjóði. Það verður að vanda til þessarar skiptingar og tryggja þarf að fjármagnið verði borgarbúum til sem allra mestrar hagsældar og því réttlátlega deilt niður á verkefni þar sem þörfin er mest. Því skiptir það máli hveijir veljast i þessi störf og hvaða áherslur borgar- fulltrúar hafa í þeim efn- um. Biðlistar af ýmsu tagi em ekkert náttúmlögmál. Þetta er ofur eðlilega spurning um forgangs- verkefni. Nú hafa tekjur borgarinnai' dregist saman á síðustu ámm. Þá er eina leiðin til að snúa þessari þróun við að efla atvinnu- lífið og aðstoða við upp- byggingu þess. Atvinnu- rekstrinum í borginni þarf að skapa eðlileg rekstrar- skilyrði og kosta nokkm til að svo megi verða. Sú fjár- festing mun skila sér til baka með vöxtum og vaxtavöxtum. Hér þarf ný- sköpun atvinnulífs og al- mennra atvinnuuppbygg- ingu. Hvert og eitt einasta nýtt starf er gulls ígildi. Ég veit að tækifæri okkar í dag em ótalmörg, ekki síst eftir að landið er orðið hluti af hinu Evrópska efnahagssvæði“, sagði Gunnar. Stórbæta þarf áætlanagerð „Ég legg þunga áherslu á að við stjómun borgar- innar verði áætlanagerð og framkvæmdir stórlega bættar. Það er undarlegt til þess að hugsa að Ráðhúsið sem Davíð Oddsson sagði mönnum að kæmi til með að kosta 700 til 800 millj- ónir króna, köStaði 3000 milljónir, þegar upp var staðið. Menn sem gerðu svona áætlanir fyrir einka- fyrirtæki fengju áreiðan- lega pokann sinn“. Skilur ekki frjálshyggjuna Við spurðum Gunnar hvort það væri ekki eðli- legra að hann hefði klæðst Heimdallarbúningi á unga aldri, eða gengið í Vörð og látið af þeim kæk að hugsa um stjómmál á gmndvelli jafnaðarstefnunnar. Gunnar hlær og segir: „Það er ekkert náttúmlög- mál að þeir sem stjóma fyrirtækjum landsins séu sjálfstæðismenn. Sem bet- ur fer ekki. Afkoma þjóð- arinnar byggist fyrst og fremst á því að starfandi séu fyriitæki, sem hafa í þjónustu sinni starfsmenn, sem tækifæri hafa á að fá góð laun til að framfleyta sér og ljölskyldu sinni. Sem betur fer em margir innan raða jafnaðarmanna stjórnendur eigin fyrir- tækja, ekki síst minni fyrir- tækja og meðalstóna. Áreiðanlega em þeir sam- mála mér um það að gangi reksturinn vel, þá eigi starfsfólk að njóta þess á einn eða annan veg. Það er allavega mín hugsun. Enda þótt ég eigi hlutdeild í rekstri fyrirtækis, gæti ég aldrei gefist á hönd þeim hugsunarhætti sem heltek- ið hefur Sjálfstæðisflokk- inn, fijálshyggjunni, ég hreinlega skil ekki slíkan hugsunarhátt. Sú stefna miðar að því að þeir sterku verði sterkari og þeir veiku veikari. Þetta hefur mér alla tíð fundist ljót hugsun. Nú skilst mér að innan Sjálfstæðisflokksins sé obbinn af atkvæðunum sannir jafnaðarmenn í hjarta sínu. Það er í raun óeðlilegt traust sem flokk- urinn sá hefur fengið gegn- um árin sem „flokkur allra landsmanna". Það fær varla staðist að almúgafólk styðji þann flokk með at- kvæði sínu eins og gert hefur verið. Nú ætti þetta fólk að flykkjast um sam- eiginlega listann sem boð- inn verður fram við borg- arstjórnarkosningamar í maí. Ég er ekki í nokkmm vafa um að atkvæði greidd þeim lista munu skila sér í mun betur rekinni borg. Þá verður lögð áhersla á að peningar skattgreiðenda skili sér í atvinnuuppbygg- ingu, og í framkvæmdum sem stuðla að því að það verður betra að búa í Reykjavík en nokkm sinni fyrr. Þá verður gengið í það að útrýma hvimleiðum biðlistum, sem hvarvetna blasa við, í húsbygginga- málum, öldmnarmálum, dagheimilismálum, heima- þjónusm, á ég að telja upp fleira“, sagði Gunnar Giss- urarson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.