Alþýðublaðið - 25.01.1994, Side 8
ÍS A ffl J © K)
UM ADSKILHAÐ RÍKIS OG KIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
^Bjáfflvin s: 95-22710 iki,
ÍS A M T Ö kI
UM APSKILNflP RÍKIS OG KIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
^Bjórgvin s: 95-22710 Ikl. 17-19) J
Þriðjudagur 25. janúar 1994
13. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR
LEIKLIST: Arnór Benónýsson skrifar
Skuggi af seið
SEIÐUR SKUGGANNA: „Leiksýning
sem borin er uppi af list leikaranna, en
líður nokkuð fyrir þunglamalega og flata
byggingu leikritsins, “ segir Arnór Be-
nónýsson í leikdómi sínum. Hér að ofan
má sjá Pálma Gestsson, Helga Skúlason
og Hilmar Jónsson í hlutverkum sínum.
Þjóðleikhússmynd / Grímur Bjamason
Verkefni: Seiður
skugganna
Höfundur: Lars Norén
Þýðing: Hallgrímur H.
Helgason
Tónlist: Árni Harðarson
Lýsing: Ásmundur
Karlsson
Leikmynd og búningar:
Sigurjón Jóhannsson
Leikstjórn: Andrés
Sigurvinsson
Sýningarstaður: Þjóð-
leikhúsið - Litla sviðið
Viðfangsefni höfundarins
í þessu verki eru skuggar, og
það svo mjög að segja má að
verkið sjálft sé aðeins
skuggi af öðru verki, Dag-
leiðinni löngu inn í nótt eftir
Eugene O’Neill. En skugg-
ar eru vandmeðfarin kvik-
indi og það kemur í Ijós í
þessari sýningu. Þó verkið
hafi margt það til að bera,
sem prýða má gott leikrit, er
skuggaspil þess svo fyrir-
ferðarmikið að það er ekki
heiglum hent að færa það
áhorfendum; hrífa þá með í
dansinn.
A þeim tímapunkti er höf-
undurinn velur að brjótast
inn í líf O’Neill fjölskyld-
unnar er svo komið að ein-
staklingamir eru aðeins
orðnir skuggar af sjálfum
sér: Eugene eldri, ófær um
að skrifa, ófær um að elska,
ófær um að drekka og lifír í
skugga fortíðarinnar. Carl-
otta fangi manns síns,
frægðar hans og miskunnar-
leysis, grimmdin og skepnu-
skapurinn aðferð þeirra til
tjáskipta, í senn flóttaleið
þeirra og fangelsi. Synimir
Eugene yngri og Shane hafa
alla tíð lifað í skugga föður
síns og hafa fyrir löngu
misst fótanna og flúið inn f
myrkur eiturffknarinnar og
koma til sögunnar, sem
veikir skuggar sjálfs sín,
raunar í þann veginn að
mást út. Og síðan undir, yfir
og allt í kring dansa svipir
fortíðarinnar, móðir, faðir,
bróðir, heimilishundur og
fleira gott fólk. Ur jressum
herjans miðilsfundi þarf síð-
an að gera leiksýningu, sem
kemur áhorfandanum við.
„I góðri list er einhver
óræður seiður, einhver sír-
enusöngur sem laðar og erf-
itt er að leiða hjá sér“, segir
Arni Ibsen í ágætri grein í
leikskrá. Víst get ég verið
honum sammála um það og
það er einmitt þessi seiður,
sem maður saknar í annars
ágætri sýningu. Ástæðuna
fyrir fjarvem þessa seiðs er
ckki svo auðvelt að greina.
Ef til vill liggur hún jró fyrst
og fremst í verkinu sjálfu.
Það er eins og höfundurinn
gleymi því. að svo rammur
getur seiður skugganna orð-
ið, að þeir laði mann hraðar
en auga á festir inn í svo
bleksvart þrúgandi myrkur
að ekki sjái lengur skil ljóss
og skugga. En það er nú
einu sinni svo að ljósið er
skugganum nauðsynlegt.
Kannski er það þessi skortur
á mótsögnum, sem er veik-
leiki verksins. Þar er enga
von eða gleði að fínna, held-
ur aðeins vonleysi og sorg, I
sífellu málað með svörtu of-
an í svart. Fyrir vikið verður
framvindan heldur tilbreyt-
ingarlítil og fátt um óvænt
atvik er draga að sér athygli
áhorfandans. Ekki bætir úr
skák að verkið er óhemju
langt, raunar er niér skapi
næst að segja langt leikrit
um langt leikrit búið og
basta.
Leikstjóranum er auðvit-
að vorkunn að vinna úr slíku
verki áhugaverða og spenn-
andi sýningu. Þó held ég að
Andrés Sigurvinsson hefði
að skaðlausu mátt sýna
meiri kjark t útstrikunum til
dæmis í einræðum verksins,
sem urðu oft mjtig eintóna
og bmtu niður framvindu
verksins, án jress að færa því
nýja dýpt. Eins hefði hann
mátt huga betur að uppbrot-
um og hraðabreytingum til
að Iaða fram og undirstrika
þau átök, sem þrátt fyrir allt
sjóða undir í þessu ríki sorg-
arinnar. Þannig má skrifa á
hans reikning að hljómfall
sýningarinnar er tilbreyting-
arlítið og eintóna og gaman
hefði verið að sjá hann
ganga meira á hólm við text-
ann, vinna gegn honum í
stað þess að dragast með inn
í þetta tilgangslausa sænska
þunglyndi. Um vinnu hans
með leikurunum er allt aðra
sögu að segja, þar hefur
honunr tekist vel upp. Enda
hefur hann margsýnt það á
undanfömum ámm að þar er
hann á heimavelli.
Helga ISachmann leikur
Carlottu og gerir það af-
burða vel. Helga hefur yfir
að ráða einstæðum hæfi-
leika til að brjóta upp texta
þar sent þess er síst von og
undirstrika þannig og laða
fram þá tilfinningu, sem að
baki liggur. Þessi hæfileiki
nýtist henni vel í þessari
sýningu, ekki síst mein-
hæðnum og eiturkrydduð-
um athugasemdum Carlottu
um getuleysi manns síns til
ásta og skrifta. Og kemur
vel til skila þeirri kvöl og
grimmd, sem að baki býr.
Eg hef aldrei séð Helgu gera
betur en í þessu hlutverki.
Helgi Skúlason leikur
Eugene eldri og sýnir okkur
listavel hvemig ífábær og
þroskaður leikari meðhöndl-
ar hlutverk sem frá höfund-
arins hendi er fremur rýrt og
lítið gefandi.
Eugene yngri er leikinn af
Pálma Gestssyni og gerir
hann þessari skel af manni
góð skil. Hann hvílir vel í
hlutverkinu og leikur af lát-
leysi og auðmýkt, sem
stundum hefur skort í verk
hans. Ef til vill er þama upp-
taktur að nýjum kafla í ferli,
Pálma sem gaman væri að
sjá hann þróa áfram.
Hilmar Jónsson leikur
Shane eiturlyfjasjúkling og
gufu og skapar úr honum
mjög eftirminnilega per-
sónu. Hilmar sýnir í þessu
erfiða hlutverki að hann er
leikari sem mikið er til lista
lagt. Oskandi er að leikhúsið
gefi honum tækifæri til að
þróast í list sinni. Víst er, að
getan og hæfileikamir eru
fyrir hendi.
Valgeir Skagfjörð leikur
Saki þjón þeirra hjóna og
gerir það tilgerðarlaust og
snyrtilega svo ekki verður á
betra kosið.
Raunar er vinna leikar-
anna svo vel af hendi leyst
að aftur og aftur hillir undir
þann seið, sem að framan
getur og gerir það að verk-
um að leikhúsáhugafólk ætti
ekki að láta þessa sýningu
fram hjá sér fara.
Leikmynd og búningar
Sigurjóns Jóhannssonar
em ofur raunsæ og fag-
mannlega unnin sem slík.
Heldur fannst mér þó bú-
slóðar dinglum danglið í
loftinu of aukið, ef til vill
hefur það átt að undirstrika
nærvem skugga fortíðarinn-
ar, en jress er engin þörf.
Þeir em hinir yfirþyrmandi
heiðursgestir í þessu partíi,
sem ekki em viðstaddir.
Lýsing Ásmundar
Karlssonar er hlutlaus,
bætir engu við né dregur úr.
Hefði að ósekju mátt nota
hana meira til uppbrota og
aðhalds fyrir sýninguna.
Tónlist Árna Harðar-
sonar undirstrikar þann
andblæ sem í sýningunni
býr og er ágæt sem slík.
Þýðing Hallgríms H.
Helgasonar er lipur og leik-
leg, en einstaka orð hljóm-
uðu þó dáh'tið fyrnd í cyrum.
Niðurstaða: Leiksýning
sem borin er uppi af list leik-
aranna, en líður nokkuð fyr-
ir þunglamalega og fiata
byggingu leikritsins.
PALLBORÐIÐ: Jóhanna Sigurðardóttir skrifar
og viimumarkaðurinn
Með gildistöku samnings-
ins um Evrópskt elnahags-
svæði hafa orðið nokkrar
breytingar á sumum þeim
málaflokkum sem heyra undir
félagsmálaráðuneytið og á það
einkanlega við um vinnu-
markaðs- og vinnuvemdar-
málin.
Frjáls atvinnu- og búsetu-
réttur innan Evrópska efna-
hagssvæðisins felur f sér svip-
aða breytingu og þegar við Is-
lendingar gerðumst aðilar að
norræna vinnumarkaðnum ár-
ið 1982, en þó er frelsið tak-
markaðra og bundið því að
viðkomandi fái atvinnu, þar
sem öll réttindi byggjast á
vinnunni en eins og kunnugt
er hafa Norðurlandabúar getað
tekið sér búsetu á hinum Norð-
urlöndunum án þess að upp-
fylla aðrar forsendur en þjóð-
emiskröfur. íslendingar geta
nú farið til hvaða lands sem er
sem tilheyrif Evrópska efna-
hagssvæðinu og leitað sér að
atvinnu. Atvinnuleitin má taka
allt að þtjá mánuði. Á þeim
tíma á fólk ekki rétt á neinni
félagslegri aðstoð heldur ein-
ungis þjónustu vinnumiðlana
á sama hátt og aðrir íbúar
landsins.
Atvinnulausir landsmenn
eiga rétt á því að fá atvinnu-
leysisbætur sína greiddar út í
landinu sem þeir búa í og leita
sér að atvinnu. Þetta er mjög
mikil breyting því kröfur ís-
lenskra laga um vikulega
skráningu atvinnulausra hafa
gert fólki nánast ókleift að fara
í atvinnuleit til útlanda öðm
vísi en að missa atvinnuleysis-
bætur.
Með atvinnu koma öll fé-
lagsleg réttindi i viðkomandi
ríki. Þannig að íslendingur
sem fær til dæmis vinnu í
Þýskalandi á sama rétt og inn-
lendir til almannatrygginga,
félagslegrar aðstoðar og hús-
næðis, svo dæmi séu tekin.
I þessu sambandi má minna
á að fólk á rétt á að próf séu
viðurkennd á þeirn sviðum þar
sem samningar hafa tekist, en
gríðarlega mikið starf hefur
verið unnið á undanfömum ár-
um við að samræma þær lág-
markskröfur sem gerðar eru
uni menntun í fjölmörgum
starfsgreinum.
Vinnumarkaður
Við íslendingar höfum lög
sem kvaða fortakalaust á um
það að samningar aðila vinnu-
markaðarins um kaup og kjör
séu uin lágmarkslaun. Það sé
því óheimilt að greiða lægri
laun en kjarasamningar kveða
á um. Þetta gildir óháð kyni og
óháð þjóðemi. Það er þýðing-
armikið fyrir þá íslendinga
sem hyggjast notfæra sér at-
vinnu- og búsetufrelsið að á
evrópska efnahagssvæðinu
em öll ákvæði í kjarasamning-
um eða einstaklingsbundnum
samningum ógild ef þau mæla
fyrir um mismunun launþega
sem koma frá öðmm ríkjum
sem eiga aðild að samningn-
um um EES. Þetta á við hvort
heldur fjallað er um aðgang að
vinnu, laun, launakjör og upp-
sögn. Þessir aðilar skulu einn-
ig hafa sama aðgang að starfs-
menntun og endurmenntun
sem er í boði fyrir launþega
viðkomandi lands.
Það má segja að Evrópska
efnahagssvæðið opni íslensk-
um launþegum leið inn á
vinnumarkaðinn í Evrópu og
um leið ríkisborgumm á þvf
svæði inn í íslenskan vinnu-
markað. Það er mikilvægt að
við íslendingar séum okkur
meðvituð um það að samning-
urinn felur bæði í sér skyldur
og réttindi. Þeir erlendu borg-
arar sem koma inn á okkar
vinnumarkað eiga þar sama
rétt og innlendir. Það er ástæða
til að minna á þetta vegna þess
að við höfum fram til þessa
haft lög sem hafa gert hinn er-
lenda borgara ákaflega réttlít-
inn og í reynd háðan sínum at-
vinnurekanda. Eftirleiðis
munu útlendingar sem falla
undir samninginn geta skipt
um vinnu á sama hátt og Is-
lendingar og átt sama rétt á fé-
lagslegri aðstoð hérlendis og
sama gildir um fjölskyldu við-
komandi. Þetta kallar á
ákveðna hugarfarsbreytingu
hjá okkur íslendingum ekki
síst þegar vlð berjumst við at-
vinnuleysi. Ég vil hins vegar
minna á að í samningnuin er
öryggisákvæði sem gerir okk-
ur kleift að grípa til aðgerða ef
fjöldi útlendinga hefur í för
með sér verulega röskun hér
innanlands.
I tengslum við EES-samn-
inginn voru lög fyrir Alþingi
tvö fmmvörp sem hafa verið
lögfest um rétt launþega. Ann-
að er um hópuppsagnir og hin
lögin em um vemd launþega
við eigendaskipti að fyrirtækj-
um, atvinnurekstri eða hluta
atvinnurekstrar. Hér er um ný-
niæli að ræða sem kveða með-
al annars á um aukið samráð
stjómenda við launþega og
samtök þeirra og hins vegar
tryggja þau það að eigenda-
skipti ein sér geta ekki verið
ástæða uppsagnar starfsfólks.
Ég vænti þess að íslenskir
launþegar muni njóta góðs af
þessum lögum.
í tengsluin við EES er gert
ráð fyrir mun ítarlegri töl-
fræðilegum upplýsingum um
vinnumarkaðinn og sérstak-
lega varðandi fyrsta starf er-
lendra borgara í EES-rfki.
Þetta tek ég að muni auka vitn-
eskju okkar uni íslenska
vinnumarkaðinn.
Vinnuvernd
Samningurinn felur í sér
fjölmargar reglur á sviði
vinnuvemdar. Þær hafa ekki
kallað á breytingar á lögunum
um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum. Hins
vegar þarf stjóm Vinnueftir-
litsins að bæta við fjölmörgum
nýjum reglum og ýmsar
tæknilegar reglur hafa verið
endurskoðaðar. Á sumum
sviðum em reglur EES strang-
ari en reglur Vinnueftirlitsins
og er þeim þá breytt til sam-
ræmis. Á öðmm sviðum gerir
Vinnueftirlitið strangari kröfur
og munu þær reglur áfram
gilda. Ekki er ætlunin að sam-
ræma niður á við. Þau lönd
sem gera strangari kröfur en
lágmarksreglur ákveða sjálf
hvort þau vilji láta þær standa.
Markmiðið er að bæta og auka
vinnuvemd. Dæmi um þetta
em reglur varðandi vinnu
kvenna á meðgöngutíma.
Jafnrétti kynjanna
Þriðja sviðið sem ég vil geta
um að EES-samningurinn nái
til em jafnréttismál. Þau ríki
sem eiga aðild að EES em
ákaflega misjafnlega á vegi
stödd hvað varðar jafnrétti
kynjanna. í samningnum er
kveðið á um það að stuðla
skuli að því að meginreglan
um jafnrétti karla og kvenna
verði virt með því að fram-
kvæma ýmsar reglur sem sett-
ar hafa verið. Dómstóll Evr-
ópubandalagsins hefur fjallað
um nokkrar kæmr vegna
meintra brota á þessu ákvæði.
Reglur EES hafa ekki kallað á
breytingar á lögum um jafna
stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna, enda jafnrétti lögum
samkvæmt hér á landi. Ég tel
það hins vegar þýðingarmikið
að tekið verður tillit til þeirra
dóma sem kveðnir hafa verið
upp hjá dómstól EB einkum
varðandi launakæmr.
Mikilvægasta reglan á
þessu sviði er tilskipun um
samræmingu laga aðildarríkja
EB varðandi gmndvallarregl-
una um jöfn laun fyrir jafn-
verðmæt störf. Þar cr meðal
annars að fínna tvö mikilvæg
ákvæði. Því er beint til aðildar-
ríkjanna að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til að hægt sé að
lýsa dauð og ómerk ákvæði í
kjarasamningum sein brjóta í
bága við gmndvallarregluna
um jöfn laun. Þar er þvf beint
til aðildarríkjanna að þau
vemdi þann sem höfðar mál á
grundvelli reglunnar um jöfn
laun fyrir því að honum verði
sagt upp starfi. Markntið þess-
ara ákvæða er að tryggja sömu
samningsstöðu aðila. Ákvæð-
in taka til fleiri sviða en ein-
ungis kjarasamninga svo sem
vinnu, starfsmenntunar og
stöðuhækkana' og vinnuskil-
yrða.
Höfundur er félagsmálarádherra.
Fyrirhugað varað grein þessi birtist i
EES-blaði Alþýðublaðsins síðastliðinn
föstudag. Þvi miður seinkaði komu
greinarínnar til blaðsins og þviþurfti
hún að biða dagsirís i dag.