Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 1
Heimild veitt til að skuldbreyta lánum í vanskilum einstaklinga við Byggingarsjóð verkamanna og Byggingarsjóð ríkisins Skipulögð hjálparstarfsemi - segir Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins „Það má orða það svo að hcr gríp- um við til skipulegrar hjálparstarf- scmi“, sagði Sigurður E. Guðmunds- son, forstjóri Húsnæðisstofnunar rík- isins, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði að nýlega auglýstar Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík Prófkjör Prófkjör Alþýðuflokksfélaganna í Kevkjavík vcrður í Rósinni, félags- miðstöð jafnaðarmanna í Kcykjavík, Hverfisgötu 8-10, laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. fcbrúar. Báða dagana verður kosið frá klukk- an 13 til 19. - Tíu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjörinu: Bryndís Kristjánsdóttir, Bolli Runólfur Valgarðsson, Gunnar Gissurarson, Gunnar Xngi Gunnarsson, Gylfi Þ. Gfslason, Hlín Danfelsdóttir, Pétur Jónsson, Rúnar Geinnundsson, Skjöldur Þorgrímsson og Þorlákur Helgason. Bindandi kosning er í 4. og 9. sæti á santeiginlegum lista núverandi minni- lilutafiokka í borgarstjóm Reykjavíkur. aðgcrðir Húsnæðisstofnunar og lána- stofnana myndu trúlega gcra hundr- uðum fjiilskvldna í landinu lífið lctt- ara á næstu árum, fólki sem átt hcfur í basli mcð að fjármagna húsnæðis- kaup eða húsbyggingar. Húsnæðisstofitiun ríkisins hefur veitt heimild til að skuldbreyta megi vanskil- um einstaklinga við Byggingarsjóð verkamanna sem og hjá Byggingasjóði ríkisins. Samtals eru 350 milljónir króna, þar af 50 milljónir vegna Bygg- ingarsjóðs verkamanna, áætlaðar til þessa og gert ráð fyrir að skuldbreyt- ingalánin verði til alít að 15 ára. Helstu skilyrði fyrir skuldbreytingu em þau að lántakamir liafi Iækkað vem- lega í launum vegna atvinnuleysis, veikinda eða af öðmm óviðráðanlegum ástæðum; að vanskil stafi af kaupum á eigin Ijölskylduíbúð; að laun og eignir lántakanda séu innan ákveðinna marka samkvæmt ákvörðun Húsnæðisstofnun- ar; og að fyrir liggi staðfesting annarra lánastofnana, sem lántakandinn er einn- ig í vanskilum við, svo tryggt sé að skuldbreyting á vegum Húsnæðisstofn- unar beri tilætlaðan árangur fyrir lántak- andann. Vegna þessa máls hafa Húsnæðis- stofnun ríkisins, félagsmálaráðuneytið, bankar og sparisjóðir gert með sér sam- komulag í samstarfi við samtök lífeyris- sjóða um skuldbreytingar á þeirra veg- um. Er þeim ætlað að greiða úr greiðslu- vanda fólks, sem er í vanskilum með lán til tbúðarkaupa af þeim ástæðum sem fyrr voru tíundaðar. Einstaklingar sem óska eftir fyrir- greiðslu þessari eiga að snúa sér til þeirrar lánastofnunar þar sem vanskil þeirra eru mest, en sé aðeins um að ræða vanskil við Byggingarsjóð verkamanna skal fólk snúa sér til Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sigurður E. Guðmundsson sagði í gær að vanskil hefðu aldrei verið mikil hjá Húsnæðismálastofnun, fólk væri af- ar skilvíst og þeir væm í raun sárafáir sem ekki klámðu sig á að borga á gjald- daga. Innan kerfisins væm eigendur tugþúsunda íbúða og aðeins fáir sem ekki borga af lánum sínum á eðlilegan hátt. Vissulega væm nokkrir einstak- lingar sem ættu í verulegum vandamál- um, og einmitt þeim þyrfti að hjálpa. Kvaðst Sigurður haida að hér væri um nokkur hundmð einstaklinga að ræða. Sigurður sagði það ekkert nýtt að fólki í vanskilum væri hjálpað með skuldbreytingum. Fyrir nokkmm ámm hefði verið varið 6-7 milljörðum króna í þessu skyni. Aðspurður sagði Sigurður að -siík lán væm lánjDegum ekki með öllu hættulaus, þau gætu orðið einskon- ar framlenging á hengingarólinni, ef ekki væri farið að öllu með gát. Frambjóðendur * * • • • • i proikjon - Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Sigþór Ari Sigþórsson Stefnir á 6. sæti - prófkjörsins í Hafnarfírði Einsog sagt var frá hér í blaðinu í gær hcfur Al- þýðuflokkurinn í Hafnar- firði ákveðið að viðhafa op- ið prólkjör um skipan í cfstu 12 sæti A-Iistans við bæjarstjórnarkosningarn- ar næsta vor. Framboðs- frestur rann út á miðnætti síðastliðinn laugardag og kom þá í ljós alls höfðu 20 manns gefið kost á sér, 15 karlar og 15 konur. Próf- kjörið mun fara fram 26. og 27. febrúar næstkom- andi. Frambjóðcndumir eru cftirtaldir: Andrés Ásmundsson, Anna Marfa Guðmundsdótt- ir, Anna Kristín Jóhannes- dóttir, Ágústa Finnbogadótt- ir, Ámi Hjörleifsson, Bryn- hildur Birgisdóttir, Eyjólfur Sæmundsson, Guðbjöm Ól- afsson, Guðjón Sveinsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Gylfi Norðdahl, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Helga Hafdís Magnúsdóttir, Hrafn- hildur Jónsdóttir, Hrafnhild- ur Pálsdóttir, Inga Dóra Ing- vadóttir, Ingvar Viktorsson, Kristín List Malmberg, Magnús Ámason, Magnús Hafsteinsson, Ómar Smári Ármannsson, Sigfús Magn- ússon, Sigþór Ari Sigþórs- son, Steinunn Guðmunds- dóttir, Tryggvi Harðarson, Unnur Aðalbjörg Hauksdótt- ir, ValgerðurM. Guðmunds- dóttir, Þorlákur Oddsson, Þórdís Mósesdóttir og Þórir Jónsson. „Mín heistu áherslumál er að huldiö verði áfram þeirri uppbyggingu sem laðað hefur ungt fólk til Hafnarfjarðar. I þcim efn- um þarf til að mynda að lækka fasteignagjöld fyrir ungt og tekjulágt fólk sem er að koma scr þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Einn- ig vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu í skólamálum í bænum, ekki síst vegna flutnings þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélaga. Taka verður myndarlega á málefnum Flensborgar- skóla og móta þarf fram- tíðarstefnu í æskulýðsmál- um unglinga,“ segir Sigþór Ari Sigþórsson, 25 ára vcrkfræðingur. Hann býð- ur sig fram í. 6 sætið í próf- kjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. ,M öðrum áhersluatrið- um mínum má nefna um- hverfismálin. Eg vildi sjá umhverfismat fara fram við allar stærri framkvæmdir Hafnarfjarðar í framtíðinni og stefnt verði að vemdun útivistarsvæða í nágrenni bæjarins," sagði Sigþór Ari. Sigþór Ari hefur starfað innan Alþýðuflokksins um langt árabil þrátt fyrir ungan aldur eða allt frá árinu 1984. Hann var einnig afar virkur í félagsstarfi háskólanema á námstíma sfnum og gegndi þar fjölmörgum embættum fyrir RÖSKVU, samtök fé- lagshyggjufólks innan HÍ. Eiginkona hans er Þjóð- björg Gunnarsdóttir, nemi í iðnrekstrarfræði, dóttir þeirra er Þórhildur Guðný. Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla vcgna próf- kjörs Alþýðuflokksins fyrir borgarstjórnarkosningam- ar í Rcykjavík hófst í gær, þriðjudag. Þcir sem em félagar í al- þýðufiokksfélögunum f Reykjavík, eiga iögheimili f Reykjavik og cru 18 ára hafa rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu. Verður hægt að greiða atkvæði utan kjör- fundar á skrifstofum Alþýðu- flokksins f Alþýðultúsinu í Reykjavík, frá kl. 9 til 17, frá og með deginuni í dag, til og með fostudeginum 4. febrúar. FömJDAGSKVOLD: Þér veljíð forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr eftirtöldum réttum: Forréttir: ítölsk fiskisúpa með hvítlauksolíu-sósu og ristuðum brauásneiáum. Humar og siiungsfrauá með vanillu-saffransósu. Risarækjur með b'nversku sinnepi og íýiltri hrísgrjónarúllu. Pastarúliur fyiltar með kjúkiing og spínati. ÁMréttir: Nautahiyggur með grænpiparsósu og fylltri bakaðri kartöflu. Ofnbökuð grísasneið með hvítlauks-sinnepssósu, Fö^jtjdagskvölq og Laucjadagskvöld: gleður matargesti ogaðra sem mæta, {fyrra fallinu með söng og frábærum' gamanmálum föstudags og laugardagskvöid. iglahárpasta og spergilkáli. Kalkúnabringa með spínatjafningi, brauðbúáing og trönuberjasultu, ijambahyggur með rósmarin-smjörsósu, polenta og eggaldintumi. Gióðasteikt lúða með pasta og tómatbasiisósu, Eftirréttir: Grand Maraieí ísterta með vaniilusósu. Smjördeigshálfmáni fyiltur með epium, hnetum og rúsínum, bonnn fram meo kanih's. Hvítsúkkulaái og jarðaberja lagterta. Súkkuiaði pralín ís með súkkuiaáisósu. MatreiMumei.itari: liaukur VíðÍMtm SKEMMTUN, DaNS OGFjÖLBRE'tTT VAL AF ÞRIGGJA RÉTTA MATSEÐU, AÐEINS; Upplýsíngar og borðapantanir í síma: 689 686

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.