Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. febrúar 1994 VIÐTAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Kynning Alþýðublaðsins á frambjóðendum Alþýðuflokksins í kjöri á sameiginlegan lista til borgarstjórnarkosninga BOLLIRUNÓLFUR VALGARÐSSON gefur kost á sér í 9. sæti sameiginlegs framobðs til borgarstjórnar Reykjavíkur - Bolli Runólfur býður sig fram sem talsmaður yngra fólksins í borginni Nýjar og betri áherslur „Styrkleiki þessa framboðs Jyrir kjósendur, íbúa Reykjavíkur, er fólginn í að það mun leggja nýjar og betri áherslur áýmsa þá hluti sem ídag brenna á Reykvíkingum íýms- um málum. Forgangsröð verkefna mun verða með allt öðrum hœtti en verið hefur,“ segir Bolli Runólfur Valgarðsson. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „Ég dreg enga dul á að það er ekki langt síðan að ég var því gjörsamlega mót- fallinn að Alþýðuflokkur- inn tæki þátt í sameiginlegu prófkjöri eða biðlaði til slíks lista. Þá var enginn mögu- leiki sýnilegur til að vinna á þeim grundvelli og ég var mótfallinn því að við vær- um eins og stafkerlingar utaní hinum að „biðja um að fá að vera með.“ Hinir flokkarnir fjórir voru tví- stígandi og sumir búnir að lýsa yfir andstöðu gegn siíku framboði. En allt er breytingum undirorpið og skoðanir og viðhorf geta breyst. Og þetta hefur gerst með sameiginlegt framboð. Ég tel að mál hafi öll æxlast til betri vegar og sé fram á að Sjálfstæðismenn missi nú meirihluta sinn í borgar- stjórn Reykjavíkur. Það var tími til kominn“, segir Bolli Runólfur Valgarðsson, for- maður Félags ungra jafnað- armanna í Reykjavík og varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Kemur úr blómabænum Bolli Runólfur gefur kost á sér í kjöri Alþýðuflokksfólks í borginni á frambjóðendum flokksins á sameiginlega list- ann, sem sendur verður fram í borgarstjómarkosningunum í vor. Bolli Runólfur Valgarðs- son er fæddur í Hveragerði 18. desember 1961, sonur hjónanna Valgarðs Runólfs- sonar, fyrrum skólastjóra, og konu hans, Asdísar Kjartans- dóttur. Systkinin eru þrjú tals- ins, en auk þess áttu þau hálf- bróður í Ameríku, sem nú er látinn. Bolli Runólfur átti góða bemsku í hinum vina- lega blómabæ Suðurlands- undirlendisins. „Það var gott að alast upp í Hveragerði. Þetta er bær sem er svo gjör- ólíkur hefðbundnum íslensk- um bæjum. Meðan vinir okk- ar í Þorlákshöfn fóm að vinna þetta 11 ára gamlir í frystihús- inu, fómm við í vinnu í gróð- urhúsunum. Andinn í bæjar- líftnu hjá okkur var og er líka allur annar en gerist og geng- ur í sjávarþorpunum", segir hann. Lagði gjörva hönd á margt Bolli Runólfur yfirgaf for- eldrahúsin ungur, aðeins 16 ára gamall, og settist að hjá ömmu sinni í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf ffá Menntaskólanum við Hamra- hlið og þaðan lá leiðin í Há- skóla Islands þar sem hann lauk BA-prófi frá heimspeki- deild. A þessum ámm lagði hann gjörva hönd á marga hluti til sjós og lands. Hann starfaði hjá Ingvari Helgasyni við heildverslun og bílasölu, sigldi eitt sumar hjá Eimskip, vann á hestaleigu í Ölfusinu, vann við virkjanir, þar á meðal Sultartangavirkj- un, í vegagerð svo eitthvað sé nefnt. Að námi í háskóla loknu tók hann til við kennslu í Hveragerði, og síðar í Þor- lákshöfn og á Laugum í Dala- sýslu. Þá vann Bolli Runólfur við fjölmiðlun af ýmsu tagi. Hann vann hjá Stöð 2 og Bylgjunni sem fréttamaður, gerði tónlistarþætti á Rás I, meðal annars um Manu Cal- las; hann vann fyrir fræðslu- og skemmtideild að bók- menntaþáttum um ævintýri og fornsögur; og gerði 6 þætti fyrir Rás 2 um Spilverk þjóð- anna. Hann starfar í dag sem blaðamaður hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði. Olafur Rasnar flæmdi frá „Heima í Hveragerði gátu spunnist upp talsvert fjömgar og á köflum heitar umræður um pólitík. Kjartan, eldri bróðir minn, var ákafur vinstrimaður, sannkallaður byltingarsinni, og það ekki átti upp á pallborðið hjá for- eldrum okkar. Sjálfur hafði ég engin afskipti af pólitík fyrr en bróður mínum tókst að plata mig inn í Alþýðubanda- lagið. Sú vera mín varð stutt. Ég mætti eitt sinn á kosn- ingafund með allmikla glýju í augum. Þar hélt tölu formað- urinn Ólafur Ragnar sem ég hafði talsverða trú á. Það fór hinsvegar svo að hann gekk hreinlega fram af mér með málflutningi sínum og hreint út sagt ótrúlegu skítkasti í garð Jóns Sigurðssonar sam- ráðherra síns sem þá var. Það furðulegasta af öllu var að Ól- afur Ragnar var á þessum tíma að reyna að semja við krata um áframhaldandi sam- vinnu í ríkisstjóm! Ég gekk út af þessum fundi - og útúr Al- þýðubandalaginu. Skítkast eins og þetta hef ég aldrei kunnað við. Ég sendi Alþýðu- bandalaginu harðort bréf, og enda þótt flokkskontórinn hringdi í mig og reyndi að róa mig, þá varð mér ekki hagg- að. Ég gekk síðan í Alþýðu- flokkinn daginn eftir og fann þar réttan gmndvöll fyrir lífs- skoðun mína. Annars var það mér lærdómsríkt að skoða Al- þýðubandalagið innanfrá. Þar var engin pólitísk samstaða um eitt eða neitt og formaður- inn í vandamálum gagnvart ýmsum þungavigtarmönnum og bréfsneffsku kompaníi sem öllu réð“, segir Bolli Runólfur. Óttastekki ágreining En hann segist ekki hafa áhyggjur af alþýðubandalags- mönnum í samstarfi í borgar- stjóm Reykjavíkur. Bolli Runólfur segir að vissulega megi vænta þess að borgar- fulltrúar sameiginlegs lista verði ekki ævinlega sammála um alla hluti, ekki fremur en meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm nú. Hinsvegar séu málefnin og afstaða til þeirra afar keimlík hjá öllum flokkunum. Þar fyrir utan sé reiknað með að starfandi verði stórt borgarmálaráð, sem muni leysa ágreinings- efni, komi þau yfirleitt upp. „Styrkleiki þessa framboðs fyrir kjósendur, íbúa Reykja- víkur, er fólginn í að það mun leggja nýjar og betri áherslur á ýmsa þá hluti sem í dag brenna á Reykvíkingum í ýmsum málum. Forgangsröð verkefna mun verða með allt öðmm hætti en verið hefur hjá Sjálfstæðismönnum og samstarfið við borgarbúa án efa mun betra en það er í dag. Menn eiga að komast í nánara samband við borgarfulltrúá, og þeir eiga líka að vera í takt við borgarbúa og það sem þeir em að hugsa. Mér finnst að borgarfulltrúar eigi að vera fulltrúar litla mannsins á göt- unni. Albert hefur ekkert einkaleyfi á slíku“, segif hann. Talsmaður unga fólksins í borgarstjóm Við spyrjum viðmælenda okkar um það hverra fulltrúi hann myndi verða í borgar- stjóm, ef til kæmi. ,JÉg mundi þá fyrst og fremst vilja verða talsmaður unga fólksins í borginni. Þá er ég ekki að tala um íþrótta- hreyfinguna sérstaklega, hún á sér svo marga málsvara út um allt þjóðfélagið. Það er ekki allt ungt fólk á kafi í íþróttum, og það á sér engan talsmann. Og það er greini- legt að til starfa í borgarstjóm koma ekki margir fulltrúar af ungu kynslóðinni. Ég vil verða umboðsmaður þessa fólks í borgarstjóm og vildi hafa gott samband við það fólk og bjóða stöðuga viðtals- tíma þannig að hægt yrði að ná í mig hvar og hvenær sem er til að ræða hin ýmsu vanda- mál.“ Ógnvekjandi fjarmálarugl En hvaða mál em það sem væntanlegur meirihluti sam- einaðs lista kemur til með að kljást við? Eða er núverandi borgarstjómarmeirihluti ekki einmitt með miklum ágæt- um...? „Það er öðm nær að hann sé góður. Stjóm borgarinnar hefur verið afar slök á undan- fomum missemm og ámm. Það sem alltaf skiptir sköpum er stjóm fjármálanna. A því sviði hefur Sjálfstæðisflokk- urinn ævinlega talið sig öðr- um fremri. Það er auðvitað hið mesta mgl. Hér í Reykja- vík hafa verið reistir minnis- varðar á sfðustu ámm. Það hefur verið farið ótrúlega frjálslega með fé skattborgar- anna. Eigið fé borgarinnar var til skamms tíma 3 milljarðar króna. I dag er ciginfjárstaðan hmnin gjörsamlega, er mfnus 3 milljarðar, og jafnvel enn verri, því nýlega tók borgin milljarð að láni. Þessi breytta staða þýðir að í stað þess að hver borgarbúi ætti 30 þús- und, þá skuldar hann nú 30 þúsund krónur vegna ýmissa óheillaverka borgarstjómar- innar. Munurinn á þessu tven- nu em 60 þúsund krónur á hvem einasta Reykvíking, ungan sem gamlan. Tökum bara nýleg dæmi. Perlan gæti aldrei ein og sér borið sig. Þar er borgin dæmd til að reka eldhús sjálfstæðs veitingamanns um aldur og ævi. Ráðhússævintýrið kost- aði Reykvíkinga Ijórfalt meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Fagmenn sem unnu við Ingólfstorg áttu ekki orð til að lýsa þeim uppákom- um sem þeir þurftu að horfa upp á. Verið var að hanna verkið um leið og það var unnið, jafnvel eftir að búið var að gera hlutina. Þá var gripið til niðurrifs og endur- uppbyggingar. Mér sýnist að héma fyrir utan Alþýðuhúsið sé enn eitt dæmið, Amarhóll- inn, einföld framkvæmd sem nú þegar er orðin fokdýr vegna skipulagsleysis. Aætl- anir borgarinnar em á algjör- um brauðfótum, þar em að verki menn sem ekki vita við verkbyrjun hvað þeir em að gera“. Tekið við bágum búskap En margir halda að Sjálf- stæðisflokkurinn sé réttborinn erfingi Reykjavfkur. Að aðrir stjómi borginni sé nánast að ögra náttúruöflunum. Bolli Runólfur Valgarðsson er ann- arrar skoðunar. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi getað stjórnað þegar þeir höfðu full- ar hendur fjár. það geti hver sem er. Þegar þeir hafa sól- undað öllum sjóðum og em að gerast stórskuldarar er gripið til þess ráðs að taka stór lán. „Þetta er auðvitað eins og dóp fyrir fíkilinn, deyfilyf tii að halda fólkinu góðu. Fólk- inu er ætlað að skoða minnis- varðana og halda að allt sé í góðu gengi. Það er einmitt þetta sem sameiginlegi listinn þarf að taka á fyrst af öllu, nái hann meirihluta í borgar- stjóm, sem allar líkur benda einmitt til í dag. Sameiginlegi listinn mun eflaust taka við afar slæmu búi og þarf að vanda mjög til áætlanagerðar og vinda ofan af skuldahala borgarinnar." Atvinnumál borgarbúa em í megnasta ólagi. Á höfuð- borgarsvæðinu missir fjöl- skylda fyrirvinnu sína á 12 mínútna fresti. Ástandið er nánast uggvænlegt. Bolli Runólfur segir að núverandi borgarstjómarmeirihluti hafi sinnt atvinnumálum afar slæ- lega. Taka þarf á atvinnumálunum „Sameiginlegi listinn mun án nokkurs efa leggja ofur- þunga á atvinnumálin og upp>- byggingu nýrra fyrirtækja sem og að skapa hinum sem enn em eftir eðlilegan starfs- gmndvöll, þannig að þau megi starfa áfram og veita fólki atvinnu. Ég tel nauðsyn- legt að fyrirtækjum verði hjálpað á ýmsa lund, meðal annars með ívilnunum af ýmsu tagi upp að vissu marki. Ég er þess fullviss að ýmis- legt má gera til að auka verk- efnin í borginni. Þar get ég nefnt sæstrengsverksmiðjuna ásamt tilheyrandi hafnarfram- kvæmdum. Þar gefst okkur möguleiki á að eignast full- komnustu verksmiðju heims á því sviði, verksmiðju sem án efa gæti náð forskoti í sam- keppninni og umtalsverðum viðskiptum víða um veröld. Vinnan við uppbygginguna yrði mikil og störf við verk- smiðjuna sömuleiðis, þegai' hún yrði að veruleika. Þá tel ég að ný og öflug borgarstjóm mundi einbeita sér að því að markaðssetja Reykjavíkur- höfn sem umskipunarhöfn milli Evrópu og Ameríku. Hér er að finna góðan tækja- kost og ágæta hafnaraðstöðu. Auk þess er kominn upp vísir að fríhafnarsvæði á vegum Tollvörugeymslunnar sem gæti orðið mikil atvinnubót, ef að því máli er unnið á veg- um borgarinnar". Á að leyfa ljótar húsbyggingar? Bolli Runólfur segist líka hafa áhuga á útliti borgarinn- ar. Erlendir gestir sem hingað korna og hafa vit á húsbygg- ingalist eru ekki ýkja hrifnir af húsum almennt í borginni. Hann bendir á hús Bræðranna Ormsson við Lágmúla sem dæmi um hörmulegt slys í húsbyggingalist. Við hlið þess húss er annað risið, sem ber hönnuðum sínum aðra og betri sögu. „Það er staðreynd að hér er of mikið af ljótum húsum. Borgaryfirvöld láta sér sæma að samþykkja nánast hvaða teikningu sem er. Það er ekk- ert sjálfgefið að menn fái að reisa hús eftir hvaða teikningu sem er, og þannig er það ekki í öðrum löndum. Borgaryfir- völd þurfa einmitt að hafa sitt að segja í þessum efnum, og hreinlega hafna því að sam- þykkja smíði ljótra bygg- inga“, segir hann og einnig að borgaryfirvöld hafi ekki grænan grun um vilja borgar- búa sjálfra í þessum efnum, - kæri sig hreinlega ekki um að vita það. _ „Það er undarlegt að borgin skuli til dæmis leyfa bygg- ingu á hæstaréttarhúsi á pínu- lítilli lóð milli Amarhvols og Landsbókasafnsins. Ég er ekki í vafa um að borgarbúum er þessi staðsetning þvert um geð. Fólk er hinsvegar hætt að þora að mótmæla ákvörðun- um borgaryfirvalda. Betra væri að borgarstjóm tæki yfir- völd í Kópavogi sér til fyrir- myndar, þau hafa þó ákveðið að láta af fyrirhuguðum fram- kvæmdum við golfvöll í Fossvogsdal, - vegna þrýst- ings íbúanna. í þessu tilliti er núverandi meirihluti borgar- stjómar í sínum pýramída, tengslalaus með öllu við um- bjóðendur sína, kjósendur“, segir Bolli Runólfur Val- garðsson, Bolli Runólfur sagði að lokum að hann bindi vonir við að fá brautargengi til að skipa 9. sæti sameiginlega listans. Hann benti á að hann yrði þarmeð væntanlega varaborg- arfulltrúi, og þá meira og minna inni í borgarstjóm, Hann yrði þá væntanlega eini fulltrúi ungra Reykvíkinga í borgarstjóm. Einmitt unga fólkið þarfnaðist síns fulltrúa. Sagðist Bolli Runólfur vonast til að Alþýðuflokksfólk í Reykjavík sýndi honum traust til að ná til níunda sætisins. „Ég hef gefið flokknum allar mfnar frístundir um margra ára skeið, svo mjög að mörg- um þykir nóg um, ekki síst minni litlu fjölskyldu. En ég er tilbúinn til að þjóna flokkn- um áfram af öllum þeim krafti sem ég hef yfir að ráða, og því býð ég mig fram til allra góðra verka í borgarstjóm- inni“, sagði Bolli Runólfur Valgarðsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.