Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 2. febrúar 1994 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140 Gegn óréttlæti, spillingu og stöðnun Flokksstjómarfundur Alþýðuflokksins um helgina sam- þykkti harðorða ályktun gegn núverandi stefnu í stjómun fískveiða. Ályktun flokksstjómar Alþýðuflokksins er stríðsyfirlýsing gegn fjárhagslegri og siðferðislegri spill- ingu kvótakerfisins. ✓ I ályktun flokksstjómar segir meðal annars: „Leiguliða- kerfi þar sem braskað er með lífsafkomu einstakiinga og jafnvel heilla byggðarlaga tilheyrir annarri þjóðfélagsgerð en við búum við á ofanverðri 20. öldinni. Þess vegna lýsir flokksstjóm Alþýðuflokksins því yfir, að stefna beri að gjörbreytingu á fiskveiðistjómuninni. Sem fyrsta skref tel- ur flokksstjórnin eðlilegt að kannað verði sérstaklega hvort gefa eigi veiðar fijálsar í þá stofna sem ekki hefur tekist að ná áætluðum afla.“ Flokksstjómin áréttaði einnig í ályktun sinni þá afstöðu Alþýðuflokksins, að veiðileyfagjaldi verði komið á. Al- þýðuflokkurinn hefur einn íslenskra stjómmálaflokka bar- ist fyrir veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjaldið hefur verið eitt helsta baráttumál Alþýðuflokksins undanfarin ár og reynd- ar fest í stefnuskrá flokksins. í ályktun flokksstjómar segir meðal annars um veiðileyfagjaldið: „Óþolandi er að ákveðnum hópi manna eða fyrirtækja sé úthlutuð helsta auðlind þjóðarinnar endurgjaldslaust, en síðan sé þeim heimilt að ráðskast með þessa sameign allra landsmanna eins og um séreign væri að ræða.“ ✓ I ályktuninni er áréttað að nýafstaðið verkfall sjómanna opinberi vel hvers konar stjómun fiskveiða íslendingar búi við. Flokksstjóm Alþýðuflokksins lýsir yfir stuðningi við baráttu sjómanna fyrir breytingum á stjómkerfi fiskveiða. Flokksstjóm Alþýðuflokksins hafnar einnig alfarið í álykt- un sinni að setja svonefnda krókaleyfisbáta á aflamark eins og gert er ráð íyrir í gildandi lögum. í ályktuninni segir: „Að draga úr veiðum með vistvænum veiðarfæmm er í hróplegu ósamræmi við þá viðleitni að gera ísland að fyr- irmyndarríki í umhverfismálum. Það er líka í fullkominni andstöðu við þá grundvallarstefnu að virða beri hefðbund- inn forgangsrétt þeirra íbúa sem næst fiskimiðunum liggja til nýtingar þeirra. Þá má benda á, að hæpin ffæðileg rök em fyrir því að nauðsynlegt sé að takmarka veiðar á öngla enda er þróunin sú víða í kringum okkur að önglaveiðar em að mestu ftjálsar meðan aðrar veiðar em takmarkaðar." s Alyktun flokksstjómar Alþýðuflokksins um stjómun fisk- veiða er skýr og ótvíræð: Alþýðuflokkurinn hafnar þeirri spillingu og óréttlæti sem núverandi kvótakerfi býður upp á. Alþýðuflokkurinn mun beijast af öllu afli gegn því að fá- ir sægreifar fái að ausa endurgjaldslaust úr helstu auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum, og ráðskast með sameiginlega eign þjóðarinnar eins og séreign. Alþýðuflokkurinn telur nauðsynlegt, að hlúð sé að vistvænum veiðum og íslend- ingar séu öðmm þjóðum fordæmi í þeim efnum. Alþýðu- flokkurinn er einnig þeirrar skoðunar að núverandi fyrir- komulag fiskveiða sé úrelt og tilheyri annarri þjóðfélags- gerð og öðmm tíma en við lifúm á. Alþýðuflokkurinn hefur með ályktun sinni áréttað stefnu sína í þessum málaflokki og sagt óréttlæti, spillingu og stöðnun í stjómun fiskveiða stríð á hendur. PALLBORÐIÐ: Pétur Bjarnason skrifar Umræður um sjávarútvegsmál og ályktun flokksstjórnar Grein sem ég skrifaði í Alþýðublaðið mið- vikudaginn 26. janúar síðastliðinn hefurorðið til- efiti tveggja greina í Alþýðublaðið. Fyrri athuga- semdin birtist í leiðara blaðsins daginn eftir en hin síðari, sem voru nokkur kveðjuorð til mín frá Emi Pálssyni, á föstudag. Af þessum tilefnum og í tilefni af samþykkt flokksstjómar um sjávarút- vegsmál langar mig enn á ný tjá mig um málið, þótt ég geri mér grein fyrir að eyru séu almennt farin að dofna þegar sjávarútvegsmál ber á góma. Um áreiðanleika fiskifræðinnar Eg hygg að við lestur þessara greina sem vitn- að er til hér að framan megi finna mun á mínu viðhorfi til fiskifræði og fiskifræðinga og á við- horfi höfunda hinna pistlanna. Mér er það ljóst eins og Erni Pálssyni og leiðarahöfundi að fiski- fræðin er ekki óskeikul fræðigrein. Mér er líka ljóst að rétt eins og í öðmm fræðigreinum er ver- ið að tala um líkur á að þetta eða hitt gerist að gefnum ákveðnum forsendum, sem sífellt er reynt að gera áreiðanlegri. Eg vil hins vegar halda því fram að okkur sé tryggara að fara eftir því sem best er vitað um vöxt og viðgang fiski- stofna, en mér virðist að þeir höfundar sem ég hér vísa til telji að óvissa um áhrif sunnanáttar á nýliðun eða bollaleggingar (tómstunda?)trillu- karls sem stundar síldveiðar sér til viðurværis séu nægileg rök til þess að láta álit fiskifræðinga lönd og leið. Það hefur verið mikið gert úr því að veður- fræðingar telji sig finna samband á milli veður- fars og nýliðunar. Það er bara gott að vita til þess að þeir ágætu ffæðimenn hafi tíma til þess að sökkva sér niður í áhugavert tómstundagaman. En mér er engu að síður spurn, ef náttúmfyrir- brigði eins og sunnanáttin eða jökulhlaup, sem einnig hafa verið nefnd, hafa mikið að segja varðandi nýliðun, hvemig á að bregðast við. Ætla menn þá að breyta sunnanáttinni sér í hag? Ætla menn að hafa jákvæð áhrif á hlaup jökul- ánna? Eða em þessi áhrif náttúmnnar rök fyrir því að standa bara eins og glópar, fiska af kappi og horfa á fiskistofnana eyðast? Mér er nær að halda að menn hugsi svo. En ætli þeir, sem ekki hafa ánetjast staðreyndarblindu af trúarlegum toga og hugsa málið af gaumgæfni verði ekki sammála helstu fræðimönnum heimsins á sviði fiskifræði að svarið sé að hafa stóran hrygningar- stofti með mikilli aldursdreifingu. Eg er ekkert að gera lítið úr skoðunum athuguls trillukarls, sem telur sig finna samhengi á milli síldargengd- ar og ýsuskorts. Eg er bara ekki sammála Emi eins og hann gefur í skyn að þá eigi að veiða meira og bíða eftir því að það komi í ljós hver hafi rétt fyrir sér. Mér finnst að þá eigi að leggja meira í rannsóknir á fyrirbrigðinu en láta vafann koma fiskinum til góða meðan vafinn er fyrir hendi. Öm Pálsson, leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins og margir fleiri sem látið hafa í ljós sína skoðun á málinu verða að gera sér grein fýrir því að verði of langt gengið í nýtingu fiskistofns, þá getur hann hrunið endanlega. Þá verður það létt í vasa að segja bara „afsakið ég hélt að þetta væri í lagi“. Samlíking Amar á heilögum kúm í Ind- landi og íslensku sumargotssfldinni er því ekki sérlega viðeigandi. Öm bendir sigri hrósandi á Barentshafið, sem dæmi um hvar fiskifræðingum hefúr mistekist. Þar fannst varla þorskur fyrir nokkrum ámm en nú er allt fullt af þorski. Öm gat varla verið óheppnari með dæmi. Norski fiskiffæðingurinn Odd Nakken var hér á ferð á haustdögum og hélt sérstakan fræðslufund um þorskstofninn í Bar- entshafi í tilefni þess að vandamálin þar hafa mikið verið í umræðu hér á landi og oft rangtúlk- uð. Það vakti eftirtekt að þeir „spekingar" hér á landi, sem hæst hafa galað um ástandið þar, töldu sig ekkert erindi eiga á þann fund.Ængu að síður fór Odd Nakken afar nákvæmlega yfir þær að- gerðir sem gripið var til og útskýrði hvemig tókst að ná stofninum svo upp, meðal annars með nán- ast algerri friðun, að þar er nú allt „fullt af fiski“ eins og Öm kemst að orði. Fjórða hvert kfló sem þar veiðist nú - þar með talinn afli íslensku tog- aranna í Smugunni, sem uppskera nú ríkulega það sem Norðmenn og Rússar sáðu - er hins vegar 83-árgangurinn og þar með sá fiskur sem íslensku „spekingamir“ töldu að ætti að grisja vegna fæðuskorts. Allir em nú fegnir að Jteirri nýstárlegu „fiskifræði" var ekki beitt, en engu að síður er grisjun enn predikuð hér á landi - og enn sperra menn eyrun. Ég er ekki í nokkmm vafa um að öll sú reynsla sem við getum viðað að okkur bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar bendir til þess að við PÉTUR BJARNASON: / „Eg er hins vegar einnig sannfærður um að við kom- um ekki til með að geta hald- ið uppi þeim lífskjörum sem við höfum vanist hér á landi nema að við náum að tak- marka veiðar hér við land í samræmi við afrakstursgetu fískistofnanna, að við náum að reka veiðarnar á eins hag- kvæman hátt og unnt er, að við getum tryggt frekari öfl- un hráefnis með fískeldi og að við aukum vinnsluvirði sjávarafurða. Umræður um sjávarútveg hafa ekki tekið mið af þessu og sú maka- Iausa ályktun sem samþykkt var á flokkstjórnarfundi flokksins í dag gefur ekki miklar vonir um að Alþýðu- flokkurinn gefi tón sem nýt- ist sem veganesti inn í fram- tíðina. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hvers má þá að vænta af öðrum flokkum fyrst Alþýðuflokkurinn bregst svona?“ eigum að fara okkur varlega og láta fiskistofnana njóta vafans. Við getum haft áhrif á veiðina en ekki sunnanáttina jafnvel þótt hún hafi mikil áhrif. Og við eigum að horfa á það blákalt að við þurfum að takmarka veiðina. Við eigum líka að veiða fiskinn stærri en við gerum nú og við get- um veitt hann á hagkvæmari hátt ef sókn og af- rakstursgeta stofnanna eru betur stillt saman. Fiskstjórnunarkerfið Ef takmarka á sókn og lækka kostnað við sjó- sókn þá hafa verið leidd að því mikilvæg rök að aflamarkskerfi í svipuðum dúr og við búum við dugar best til þess. Reynsla okkar og annarra þjóða bendir til þess sama. í fyrmefndri grein minni setti ég ffam þá skoðun að sé það gefið að kvóti trillukarls verði ekki skertur sé það hent- ugra fyrir hann að fá veiðileyfi úthlutað í afla- kvóta heldur en í sóknardögum. Ekki gerði Öm athugasemd við þá skoðun, enda finnst mér flest- ir trillukarlar sem ég hef rætt við vera sömu skoð- unar. Þess vegna finnst mér, í Ijósi þess sem hér er sagt, gegna furðu að orka þeirra sem mest hafa sig í frammi skuli frekar vera eytt í að beijast gegn kvótakerfinu í heild í stað þess að berjast gegn göllum þess, sérstaklega þegar þess er gætt að það er ekki boðið upp á annan valkost. Ég sé ekki aðra skýringu á því en að aflaleysi og sú óár- an sem því er samfara hafi valdið múgsefjun af áður óþekktri stærðargráðu hér á landi, sem veld- ur því að rök mega sín einskis. Á þau er ekki hlustað og um þau er ekki hugsað. Ályktun flokksstjómar Alþýðuflokksins sem kynnt var í dag bendir að minnsta kosti til þess. Veiðar smábáta Það er mikill misskilningur hjá Emi Pálssyni að ég hafi verið með veiðar smábáta í huga í upp- hafsorðum mínum í fyrmefndri grein. Ég hef al- veg trú á þvf að rekstur smábáta sé hagkvæmur og sá útgerðarflokkur hafi alla möguleika á að spjara sig í samkeppni við aðra útgerðarflokka. Ég hef líka trú á því að rétt sé að auka heimildir smábáta umfram það sem núverandi lög kveða á um. Ég stóð að því ásamt öðmm félögum flokks- ins í tvíhöfðanefndinni að gera þessum útgerðar- flokki hærra undir höfði en kveður á um í núver- andi lögum, og þeir sem hafa kynnt sér skýrslu tvíhöfðanefndar hafa komist að því að í nefnd- inni var ágreiningur um hvort ekki væri gengið of langt í því tilliti. Ég tel líka að fyrir trillukarla sem afla vel sé það mikilvægt að geta bætt við veiðiheimildir sínar með kaupum á kvóta og því séu þeir sem atvinnu hafa af trilluveiðum miklu betur setlir í kvótakerfi en banndagakerfi. Hinir sem hafa trilluveiðar að tómstundastarfi kemur úthlutaðir sóknaidagar kannski betur og ein- hvem veginn finnst mér að þeir hafi meiri.áhrif á áherslur Landsambands smábátaeigenda en hinir sem stunda trilluveiðar sem aðalstarf. Tvær at- hugasemdir verð ég hins vegar að gera við mál- flutning Amars Pálssonar. Annars vegar tek ég ekki undir það að veiðar smábáta hafi engin áhrif á hvað öðmm er úthlutað. Heildaraflamagnið er ákveðið og síðan verður að draga frá þann afla sem áætla má að veiðist utan aflamarks áður en afla er skipt á milli hinna. Það er alveg sama hvaða orð em höfðu um þetta og hvaða form er á úthlutuninni. Þessu getur ekki á annan hátt verið varið. Hitt tek ég heldur ekki undir þegar Öm Pálsson segir að aukinn afli smábáta sé tekin út á landi. í skýrslu tvíhöfðanefndar kemur fram að Qölgun smábáta hefur orðið mest á Reykjavíkur- svæðinu. Vægi þess svæðis í afla er því að aukast vegna afla smábáta en veiðiheimildir lands- byggðarinnar að minnka. Það em því veigalítil rök fyrir auknum veiðiheimildum smábáta að þær auki hag landsbyggðarinnar. Staða okkar í sjávarútvegsmálum Umræður um sjávarútvegsmál á Islandi hafa verið afar einhæfar. Aðgerðir okkar í sjávarút- vegsmálum hafa einkennst af því að við emm veiðiþjóð og kunnum lítið annað. Áhersla á rann- sóknir og nýsköpun er til dæmis svo li'til að við skipum okkur helst á bekk með Tyrklandi og Portúgal, sem við að öðm leyti bemm okkur lítt saman við í efnahagslegu tilliti. Ég deili þeirri skoðun með Emi Pálssyni að kaup frystitogara hafa farið langt fram úr því sem skynsamlegt er og ég er sannfærður um að stærðardreifing flot- ans er röng. Ég er hins vegar einnig sannfærður um að við komum ekki til með að geta haldið uppi þeim lífskjömm sem við höfum vanist hér á landi nema að við náum að takmarka veiðar hér við land í samræmi við afrakstursgetu fiskistofn- anna, að við náum að reka veiðamar á eins hag- kvæman hátt og unnt er, að við getum tryggt frekari öflun hráefnis með fiskeldi og að við auk- um vinnsluvirði sjávarafiirða. Umræður um sjáv- arútveg hafa ekki tekið mið af þessu og sú maka- lausa ályktun sem samþykkt var á flokkstjómar- fundi flokksins í dag gefúr ekki miklar vonir um að Alþýðuflokkurinn gefi tón sem nýtist sem veganesti inn í firamtíðina. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hvers má þá að vænta af öðmm flokkum fyrst Alþýðuflokkurinn bregst svona? Akureyri, 29.janúar, 1994 PS. Ég vil taka það fram að þrátt fyrir að ég gegni stöðu framkvæmdastjóra Éélags rækju- og hörpudiskframleiðenda em skoðanir þær sem ég hér set ffam og hef sett fram í Alþýðublaðinu að undanfömu mínar eigin en ekki féíagsins. Höfundur er sjávarútvegsfræöingur og framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.