Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐTAL Miðvikudagur 2. febrúar 1994 Kynning Alþýðublaðsins á frambjóðendum Alþýðuflokksins í kjöri á sameiginlegan lista til borgarstjórnarkosninga ÞORLÁKUR HELGASON gefur kost á sér í 4. og 9. sæti sameiginlegs framboðs til borgarstjórnar Reykjavíkur en sækist eftir 4. sætinu - Þorlákur segir sameiginlega framboðið hafa góðan byr og miklar væntingar bundnar við það Þorlákur Helgason ásamt eiginkonu sinni Kristjönu Sigmundsdóttur. „Það er vor í lofti! Sameiginlegt framboð Alþýðuflokksins og annarra flokka íReykjavík hefurgóðan byr ogþað eru miklar vœntingar bundn- ar við nýja stjórn borgarinnar“ segir Þorlákur Helgason, formaður Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur. „Það mun margt koma sjálfstœðismönn- um á óvart, þegar við tökum til eftir þá, náum við meirihluta. Við mun- um stjórna í anda frjálslyndis og með jöfnuð að leiðarljósi. Borgarbúar verða kallaðir til verka með beinum hœtti og kjörnir borgarfulltrúar munu bera ábyrgð í þeim málaflokkum sem þeir eru í forsvari fyrir,“ Segir Þorlákur. Alþýðublaðsmynd/EinarÓlason „Það er vor í lofti! Sam- eiginlegt framboð Alþýðu- flokksins og annarra flokka í Reykjavík hefur góðan byr og það eru miklar vænting- ar bundnar við nýja stjórn borgarinnar,“ segir Þorlák- ur Helgason, formaður AI- þýðuflokksfélags Reykja- víkur. „Það mun margt koma sjálfstæðismönnum á óvart, þegar við tökum til eftir þá, náum við meiri- hluta. Við munum stjórna í anda frjálslyndis og með jöfnuð að leiðarljósi. Borg- arbúar verða kallaöir til verka með beinum hætti og kjörnir borgarfulitrúar munu bera ábyrgð í þeim málaflokkum sem þeir eru í forsvari fyrir.“ Þorlákur sækist eftir 4. sætinu á sam- eiginlega listanum, en býð- ur sig fram í 4. og 9. sætið. Þorlákur Helgason hefur unnið lengi á vettvangi jafn- aðarstefnunnar. „Ég held að grunnhug- myndir jafnaðarstefnunnar séu eins og móðurmjólkin. Þú drekkur þær í þig og síðan fylgja þær þér ævilangt. A vissu aldursskeiði geturðu dmkkið það mikið af þeim að þú eigir erfitt með að kyngja öðm samtímis. Réttlæti, virð- ing, samvinna, ábyrgð, jöfn- uður ... allt em þetta gmnnar á meiði nútímastefnu jafnað- armanna,“ segir Þorlákur um pólitískar skoðanir sínar og bætir við. ,,Ef við störfum í þeim anda að borgarmálunum kvíði ég engu um framtíð borgarinnar okkar.“ Spennandi ogKrefjandi! Þorlákur er sem fyrr segir enginn nýgræðingur í starfi Alþýðuflokksins. Hann hefur undanfarið til að mynda gegnt starfi formanns Alþýðu- flokksfélagsins í Reykjavík. Að hans áeggjan störfuðu málefnahópar á vegum fé- lagsins í Reykjavík og með sameiginlegu átaki Alþýðu- flokksfélagsins og Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík var framkvæmda- stjóm Alþýðuflokksins hvött til að kalla fleiri til starfa í flokknum til að sinna stefiiu- mótun í einstökum mála- flokkum. Það var gert og mál- efnahópar Alþýðuflokksins settir á fót. Þorlákur er nú for- maður í skólamálahópi Al- þýðuflokksins. Kannski ástríða - Hvað rekur ,Jélagsver- ur“ eins og Þorlák í fram- boð? „Ég held að þetta sé köllun, kannski ástríða, en ég gæti þetta ekki og myndi aldrei gefa kost á mér ef ég ætti ekki yfirmáta góða konu og fjöl- skyldu sem styður mig. Ég hef áður verið með í framboð- um. Allt frá því að ég studdi Vilmund á sínum tíma og við brölluðum margt saman. Mér finnst ég hafa ýmislegt tií málanna að leggja til að stuðla að því að bæta kjör borgarbúa og efla veg jafnað- arstefnunnar. Þess vegna býð ég mig fram. Ég hef menntun í hagfræði og félagsfræðum, hef kennt og unnið við skóla- stjómun í mörg ár. Hef unnið sjálfstætt sem blaðamaður og fyrir Alþýðuflokkinn, einnig sem blaðamaður á Alþýðu- blaðinu, sem sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu og nú í menntamálaráðuneytinu. Þá er ég meðeigandi í teiknistofu og vinn að því að flytja út þekkingu. Ég hef ýmislegt á samvisk- unni í félagsmálum allt ffá því að ég var formaður í nem- endafélagi Menntaskólans í Reykjavík ári á eftir Vilmundi en ári á undan Davíð! Auk beinnar þátttöku sem formað- ur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, sit ég meðal annars í stjóm Neytendasam- takanna, húsnæðissamvinnu- félagsins Búseta í Reykjavík og er formaður í norrænni stjómamefnd um fræðslumál. Mér finnst kallið komið. Það væri spennandi að takast á við krefjandi verkefni í sam- vinnu við aðra jafnaðarmenn og félagshyggjufólk. Nái Al- þýðuflokkurinn tveimur sæt- um inn í borgarstjóm opnast stórkostleg tækifæri fyrir okkur að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar. Ég vil takast á við það verk.“ Gegn atvinnuleysi ,>Jáum við meirihluta í borgarstjóm mundi ég vilja leggja áherslu á nokkra punkta: I fyrsta lagi verður að leggja til atlögu við atvinnu- leysið í borginni. Borgar- stjóm getur ekki setið aðgerð- arlaus. Þetta verður að vera samvinnuverkefhi fleiri aðila, en borgin á að hafa frum- kvæði. Atvinnuleysið er ekki bara spuming um vinnu. At- vinnuleysið er í mörgum til- vikum fjölskylduhamileikur. Komist ég að til áhrifa mun ég af öllum mætti beina að- gerðum borgarinnar að því að auka atvinnu. Sumt tíma- bundið en annað til lengri tíma litið. Hér þarf ekki í öll- um tilvikum að vera um að ræða útgjaldafrekar aðgerðir. Ég nefni nokkur dæmi um tímabundnar aðgerðir sem myndu slá á atvinnu- leysið samstundis: (a) Ráða ber fleiri starfs- menn til borgarinnar tíma- bundið og taka af yfirvinnu- kvóta borgarinnar í þeim efn- um. (b) Auka ber eftirmenntun starfsmanna og ráða fólk tímabundið í stað þeirra sem eru á námskeiðum. Ég þekki til áhrifa slíkra verka úr Sví- þjóð þar sem þetta hefur verið gert með góðum árangri. (c) I stað atvinnuleysisbóta kæmi vinna. Borgin myndi leggja til það sem upp á vant- aði að fjármagna vinnuna. Þegar litið er til lengri tíma ber ekki síst að gefa gaum að atvinnugreinum sem hafa í för með sér útflutning. Við eigum ekki að slá hendi á móti þeim sem vilja fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Ég tel líka að við eigum að bæta rekstrargrundvöll vissra at- vinnugreina sem búa við slæm skilyrði í dag og óeðli- lega samkeppnisaðstöðu. Þar á ég sérstaklega við iðnaðinn. Ég tel einnig að borgin geti gert enn betur í sambandi við ferðamál. Erlendir ferðamenn dvelja of stuttan tíma í Reykjavík. Ferðamennskan er í mínum huga dæmi um at- vinnugrein þar sem ekki þarf að taka mikla áhættu og þar sem hægt er að nýta sér ffurn- kvæði einstaklingsins." Gamla fólkið á að búa áfram í hverfínu sínu „Það er að mörgu að hyggja í umönnunarmálum. Mér finnst að böm og eldri borgar hafi einkum orðið út- undan. Margir aldraðir eiga mjög erfitt og það er smánarlegt hvemig aldraðir geta einangr- ast í okkar litla þjóðfélagi. Langir biðlistar em á hjúkr- unar- og vistheimili og víða búa aldraðir við ömurlegar aðstæður. Ég bind miklar vonir við útfærslu hugmynda okkar á sameiginlega listan- um um grenndarlýðræðið. Eðlilegast er að í hveiju hverfi komi vistunarúrræði fyrir fólk í hverfinu sem ekki getur ver- ið eitt heima. Þar standa hús auð sem gætu orðið hjúkmn- arheimili eða sambýli. Ég er ekki hrifinn af því að flytja fólk í önnur hverfi. Gömlu grannamir em víðs fjarri og jafnvel makinn situr eftir og getur ekki komið að heim- sækja ástvin sinn. Ég tek þetta sem dæmi um úrræði. Það má færa mikið af þjónustu út í hverfin og láta þá sem þar búa ráða um form- ið. Við þekkjum vel foreldra- rekin dagheimili svo að dæmi sé tekið. Borgin þarf ekki að reka allt sjálf. Það er auðvelt að framselja rekstur til einka- aðila. Til dæmis til hverfa- samtaka. Skólinn stendur mér nærri. Tilraun borgarinnar með svo- kallaðan heilsdagsskóla leysir nokkum vanda. Bömin fá pössun en hugmyndin á ekki margt skylt við einsetinn skóla. Heilsdagsskólinn leysir ef vill bráðan vanda ýmissa foreldra, en hann má ekki verða á kostnað bamanna. Stefna ber að því að einsetja skóla og ég mun leggja til að það verði eitt af forgangs- verkefnum sameinaða listans okkar. Að mörgu er að hyggja í skólamálum. Skólinn er orð- inn eins og annað heimili og foreldramir eiga því að gera jafn miklar kröfur til skólanna og til heimilanna. Ég vil tengja skólann betur atvinnulífinu. Tilraunir sem nú em gerðar á vegum menntamálaráðuneytisins, Iðnskólans í Reykjavík og prentiðnaðarins um samvinnu í iðnnámi lofar góðu. Við þurfum að gera enn betur og þar á borgin að hafa frum- kvæði. Borgin á einnig að hafa ífumkvæði að því að móta þá skólastefnu sem hér á að ríkja í framtíðinni. Það er frábærlega unnið í mörgum skólum, en starfs- skilyrði em ekki alls staðar upp á það besta. Ég vil gera miklar kröfur til kennara, en það þarf þá að sjá til þess að þeir geti sinnt kennslunni við eðlilegar aðstæður og boðleg starfskjör. Þar sem liggur fyr- ir að gmnnskólinn flytjist til sveitarfélaganna á næstunni verður borgin að gera betur og búa sig undir flutninginn. Það væri spennandi að koma að þeim verkum á vordög- um,“ segir Þorlákur. Ekki lengur í reikning hjá borgarbúum Þorlákur hefur gagnrýnt mjög framkvæmdir á vegum borgarinnar, ekki síst það að einstaka verktökum séu færð verkefni á silfúrfati. ,,Ég geri ráð fyrir því að ná- um við meirihluta í borgar- stjóm verði tekið fyrir þá ós- vinnu að fyrirtæki verði í reikning hjá borgarbúum eins og tíðkast hefur fyrir velunn- ara Sjálfstæðisflokksins. Mig langar að taka eitt dænú: Byggingarfyrirtækið Ár- mannsfell hefur byggt margar íbúðir fyrir aldraða á vegum borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa varið það hvers vegna ekki hafi ver- ið um útboð að ræða. Ár- mannsfell hefur ráðið því sjálft hver kostnaður var af byggingunum. Ármannsfell er hins vegar að byggja yfir aldraða á Selfossi og treysta sér þar að bjóða um 30% und- ir kostnaðaráætlun. Þessu verður vonandi breytt. Allir eiga að sitja við sama borð um verklegar framkvæmdir hjá borginni." Hjónaskilnaður af ráðhúsi! „Monthallimar em sérfyr- irbæri og vitna um siðleysi og ótrúlegt ábyrgðarleysi. Ef venjuleg fjölskylda hefði leyft sér að bmðla eins og gert hefur verið í ráðhúsi og fleiri framkvæmdum væri hjóna- skilnaður yfirvofandi! Mark- ús Öm tók við vandræðabúi og hefur átt erfitt uppdráttar. Það var bjamargreiði hjá Davíð að setja hann í stólinn. Enn ein monthöllin á nú að rísa undir vegg Landsbóka- safnsins. Þar láta borgaryfirvöld sér fátt um finnast og hlusta ekki á raddimar í grasrótinni, borg- arana sjálfa, sem vilja ekki sjá klúður eins og þessi ffam- kvæmd mun án efa verða. Svona delluframkvæmdir vil ég að verði stöðvaðar áður en slysið er orðið“. Grunnurinn er fólkið sjálft „Ég sé það í skrifum próf- kjörskandídata Sjálfstæðis- „Foreldrar mínir Gunnþóra Krist- mundsdóttir og Helgi Þorláksson voru nýbúar í Vog- unum, þar sem ég fæddist 1948. Lang- holtsskóli og Voga- skóli vistuðu mig en pabbi var skóla- stjóri í Vogaskóla, sem var fyrsti sam- felldi grunnskóli landsins. 1965 tók ég gagnfræðapróf í Danmörku og eftir skólagöngu í gamla MR lærði ég hag- fræði og félagsfræði í Svíþjóð, gifti mig og eignaðist barn, en skildi eftir nokkurra ára sambúð. Kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð í 6 ár en hélt á Selfoss þeg- ar framhaldsskóli var stofnaður þar 1981. Þar kynntist ég konu minni Kristjönu Sig- mundsdóttur sem nú er yfirmaður vistunarsviðs aldr- aðra hjá Reykjavík- urborg. Kristjana var ekkja með þrjú börn, svo að nú eig- um við fjórar dæt- urnar og tvö barna- börn.“ flokksins að þeir hafa miklar áhyggjur af ffamboði hinna flokkanna. Ég held að það sé rétt mat þeirra, því að það verður brot- ið blað með nýja framboðinu. Það mun koma f ljós að við eigum margt sameiginlegt og það er engum holll að telja sig vera áskrifanda að stjóm borgarinnar. Málin sem við verðum að taka á blasa alis staðar við okkur. Hæst ber atvinnumál- in. Við Iítum til framtíðar og verðum að byggja atvinnulíf upp á nýjum gmnni. Við verðum tií dæmis að efla vemlega rannsóknir og hika ekki við að leggja á ný mið. Ég vænti þess að forsvars- menn í iðnaði og sjávarút- vegi, í menntamálum eins og Háskóla Islands og tækni- skólum og fleiri og fleiri taki höndum saman um uppbygg- inguna. Gmnnurinn að öllu er fólk- ið sjálft. Að við trúum því að við getum og að hver axli þá ábyrgð sem honum ber.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.