Alþýðublaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 1
Kærkomin atvinna hjá GRANDA HF. næstu vikumar:
LOÐNUFRVSTING
allan sólarhrmrám
Grandi hf. vinnur nú að
loðnufrystingu með tveim-
ur 85 manna vöktum sól-
arhringinn út. Þegar Al-
þýðublaðið hafði tal af
Steindóri Gunnarssyni,
verkstjóra hjá Granda í
gær, var búið að vinna við
frystinguna í rúman sólar-
hring. Sagði Steindór að
vinnan gengi vel, og reikn-
að með að afköstin verði
150 tonn á sólarhring.
Framleiðslan á frystri
hrognafylltri loðnu var 510
tonn hjá Granda í fyrra, en
Steindór sagði að nú væri
stefnt að 1.000 tonna fram-
leiðslu.
Fyrirtækið lagði mikið fé
í nýjan og bættan búnað í
gamla BÚR- húsinu við
Grandagarð þar sem fryst-
ingin fer fram. Þar eru nýir
flokkarar, vinnslulínur og
meira frystirými en fyrr.
Þetta framtak þýðir að hægt
er að bjóða fjölmörg störf
um tíma.
Steindór sagði að menn
hefðu allar klær úti til að
verða sér úti um gott hrá-
efni. Það virtist ætla að tak-
ast að tryggja samfellda
vinnu, enda fá sjómennimir
3-4 sinnum hærra verð fyrir
loðnu sem er hæf til fryst-
ingar. Útflutningsverðmæt-
ið er síðan margfalt þegar
loðnan er fryst miðað við að
hún sé brædd, enda verðlag
á markaðnum afar hagstætt
um þessar mundir.
Unnið við eina vinnslulínuna í Granda í gœrdag, vinnslan gengur að
óskum og reiknað með 150 tonna afköstum á sólarhring, utinið er á
tveimur 12 tima vöktum. Alþýðublaösmynd/Einar Ólason
Reiknað er með að loðnu-
frysting hjá Granda standi í
2-3 vikur. Steindór var
spurður hvort til greina
kæmi að fyrsta eða salta síld
í þeirri aðstöðu sem sköpuð
hefur verið vestur á Granda.
Steindór sagði að sér litist
vel á að það yrði kannað
betur.
„Viljum fá fleiri;
konur í virkt starf“
- segir Magnús Árni Magnússon, formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna. SUJ ákvað á málefnaráðstefnu
sinni um síðustu helgi, „SUJ brýnir sverðin“, að
taka upp kynjakvóta í nefndir og ráð
Um 9.500 manns voru skráðir
atvinnulausir í janúarmánuði
Mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í janúar eða 7,7%
- Búist við talsverðri fækkun atvinnuleysisdaga í febrúar
Atvinnuleysisdagar í
janúar voru fleiri en áð-
ur hefur þekkst í þeim
mánuði eða liðlega 206
þúsund á landinu öllu.
Þetta jafngildir því að
9.515 manns hafl að
meðaltali verið á at-
vinnulcysisskrá í mánuð-
inum. Þar af eru 4.507
karlar og 5.008 konur.
Þessar tölur jafngilda
7,7% ' uf áætluðum
mannafla á vinnumark-
aði samkvæmt spá Þjóð-
hagsstofnunar. Búast má
við talsverðri fækkun at-
vinnuleysisdaga í febrú-
ar.
Samkvæmt yíirliti
vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins
voru 9.671 manns á at-
vinnuleysisskrá á landinu
öllu síðasta virkan dag
janúarmánaðar. Það er 11
færri en í lok desember.
Atvinnuleysi nær jafnan
hámarki í janúar en hefur
þó aldrei mælst jafn mikið
áður. Skýringar á þessu
mikia atvinnuleysi í janúar
nú eru fyrst og fremst
sveiflur í sjávarútvegi
vegna sjómannaverkfalls-
ins sem hefur veruleg áhrif
allan mánuðinn þar sem
nokkum tíma hefur tekið
að koma atvinnulífinu í
fullan gang aftur. Þá var
slæmt tíðarfar til sjósóknar
seinni hluta janúar og allur
botnfisks- og loðnuafli var
með minnsta móti í janúar.
Þó þessar breytingar séu
að lang stærstum hluta
tengdar sjávarútvegi, þá
vegur aukning atvinnu-
leysis í öðmm greinum
eins og í verslun og meðal
ýmissa hópa iðnaðar-
manna og verkat'ólks einn-
ig þungt.
Skráð atvinnuleysi í
janúarmánuði skiptist
þannig milli kynja yfir
landið allt að atvinnuleysi
meðal kvenna var 9,7% en
6,2% meðal karla. Að
meðaltali vom um 45% at-
vinnulausra á höfuðborg-
arsvæðinu og 55% á lands-
byggðinni. A Norðurlandi
eystra vom 16% atvinnu-
lausra að meðaltali, 9% á
Austurlandi, 8% á Suður-
landi, 7% á Suðumesjum,
Norðurlandi vestra og á
Vesturlandi hveiju um sig
en 2% á Vestfjörðum.
Óvissa í
atvinnulífi
Búast má við talsverðri
fækkun atvinnuleysisdaga
í febrúar, þegar áþað er lit-
ið að áhrif sjómannaverk-
fallsins hafa að mestu fjar-
að út og sjávarútvegur
ekki síst loðnuvertíð kom-
in meira í gang. Hins veg-
ar benda breytingar á
fjölda atvinnulausra í lok
mánaðar til að atvinnu-
leysi kunni að aukast á
höfuðborgarsvæðinu,
Vesturlandi og Vestfjörð-
um ekki síst með tilliti til
samdráttar í þorskveiðum.
Talsvert ætti að draga úr
atvinnuleysi annars staðar
og að tiltölu meira meðal
kvenna en karla. Atvinnu-
lausum í lok febrúarmán-
aðar ætti einnig að fækka
talsvert miðað við lok
janúannánaðar.
Mikil óvissa er í at-
vinnulífinu vegna sveiflu-
þátta í sjávarútvegi og erf-
itt að vega áhrif verkfalls-
ins og fleiri þátta í öðmm
atvinnugreinum á fram-
vinduna. Líklegt er að at-
vinnuleysið geli farið
nokkuð niður fyrir 7% í
febmar ef ekki verður um-
talsverð aukning atvinnu-
leysis á höfuðborgarsvæð-
inu.
hundruð milljóna velta ef markaðsöflun í Evrópu gengur vel
„Það var í gildi kynja-
kvóti í nefndir og ráð hjá
Alþýðuflokknum frá 1986
en féll úr gildi af einhverj-
um orsökum á síðasta
flokksþingi. Við í Sam-
bandi ungra jafnaðar-
manna viljum fá fleiri kon-
ur í virkt starf og okkur
vantar einnig fleiri konur.
Eina leiðin til að tryggja
framgang kvenna innan
SUJ virðist vera að taka
upp kynjakvóta og það
munum við gera,“ sagði
Magnús Árni Magnússon
formaður SUJ í samtali við
Alþýðublaðið.
Á málefnaráðstefnu SUJ
um síðustu helgi var sam-
þykkt ályktun um jafnréttis-
Magnús Arni Magnússon, for-
maður SUJ: „Eina leiðin til að
tryggja framgang krenna innan
SUJ virðist vera að taka upp
kynjakvóta og það munum við
gera.“
mál innan sambandsins. Þar
er samþykkt að hafa þá
vinnureglu að í nefndum og
ráðum á vegum sambandsins
sé kynjakvóti upp á að
minnsta kosti 40% konur séu
á móti 60% körlum. Mark-
miðið er að taka þessa vinnu-
reglu inn í lög SUJ á sam-
bandsþingi þess næsta haust.
I ályktuninni segir að nú
þegar skuli helja vinnu sem
miði að því að fá konur í
stórum stíl til starfa innan
SUJ.
Ungir jafnaðarmenn eru
óhressir með áhrifaleysi
kvenna innan Alþýðuflokks-
ins og hyggjast stíga þetta
fyrsta skref til að koma
kynjakvóta á innan flokksins
á nýjan leik. Þeir telja það
grundvallaratriði að slíkur
kvóti gildi einkurn og sér í
lagi á framboðslistum
ilokksins svo jafnvægi náist
innan hans.
Tveir 40 feta gámar af ís-
lenskum kattasandi eru
þessa dagana að fara í skip
til Evrópu. Hér er um að
ræða nýstárlega framleiðslu
og útflutning ungs fyrirtæk-
is, Vikurs hf., sem er til húsa
í gömlu síldarvcrksmiðj-
unni að Kletti við Klepps-
veg í Reykjavík.
Fyrirtækið hóf að starfa í
júní á síðasta ári, en fékk ekki
námaleyfi fyrr en í október,
enda þótt gnótt sé eldíjalla-
vikurs í landinu. Framleiðsla
á kattasandi er hafin og eru
nýttar í því skyni hluti gam-
alla véla Faxamjöls hf. og
húsnæði verksmiðjunnar,
sem er í eigu Reykjavíkur-
borgar.
Hjá Vikri hf. starfa á milli'
15 og 20 manns. Hér er um
þróunarstarf að ræða og bíða
menn spenntir eftir viðtökum
markaðarins á íslenskum katt-
asandi, sem unninn er úr
Hekluvikri, sem þurrkaður
hefur verið og hreinsaður f
verksmiðjunni.
Alþýðublaðið hefur það
eftir starfsfólki í Vikri hf. að
hér gæti orðið um að ræða
framleiðslu upp á nokkur
hundruð milljónir króna,
gangi markaðssetning vel í
Evrópu. Kattasandur hefur til
þessa verið fluttur inn og
seldur hér í kjörbúðum. Um
er því að ræða nokkurn gjald-
eyrisspamað auk gjaldeyris-
öfiunar seljist sandurinn vel.
Framleiðslan þykir lofa mjög
góðu, sandurinn er rakadræg-
ur vel og seldur í góðum um-
búðum.