Alþýðublaðið - 16.02.1994, Síða 8

Alþýðublaðið - 16.02.1994, Síða 8
S A M ,T O K UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU Björgvin upplýsingar og skráning stofnenda s: 95-22710 (kl. 17-19) MHBUBLMÐ S A M T O K UM AÐSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda Björgvin S! 95-22710 Ikl. 17-19) Miðvikudagur 16. febrúar 1994 26. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Tilboð í brú yfír Jökulsá á Brú: HAGSTÆÐU TILBOÐIHAFNAÐ VEGNA UTLITS I greinargerð segir að brúarstæðið verði líklega vinsæll áningarstaður ferðamanna í framtíðinni, enda vel í sveit sett á hringveginum. Bent er á að brúarstæðið sé eitt hið elsta á landinu og af þeim sökum þyki mikilvægt að útlit brúarinnar verði eins og best verði á kosið Vegagerð ríkisins hafnaði frávikstilboði sem ístak hf. gerði í byggingu brúar yfir Jök- ulsá á Brú undir lok janúar síðastliðins. Var tilboðið þó um 10 milljón krónum lægra en það til- þoð sem næst kom og Istak átti einnig. Þetta lága tilboð var í stál- grindarbrú úr hægtryðgandi stáii með steyptu gólfi úr for- steyptum einingum, segir í Framkvæmdafréttum Vega- gerðarinnar. Millistöplar voru úr V- laga stáli. En tilboðinu var hafnað af fegurðarástæðum, en gengið til samninga við Istak á grundvelli hærra tilboðs fyrir- tækisins. I greinargerð segir að útlit grindarbrúarinnar geti varla talist viðsættanlegt út frá fag- urfræðinni. Nýja brúin verður hæsta brú á landinu, um það bil 30 metra ofan við vatns- borð árinnar. Slík mannvirki draga gjaman að sér athygli vegfarenda. Brúin kemur til með að blasa við af veginum beggja vegna því vegurinn liggur í mjúkum sveig að henni. Frá veginum út í Jök- ulsárhlíð sést hún hinsvegar beint frá hlið. Segir í greinar- gerðinni, sem Baldvin Einars- son verkfræðingur samdi, að brúarstæðið verði líklega vin- sæll áningarstaður ferða- manna f framtíðinni, enda vel í sveit sett á hringveginum. Einnig er bent á að brúarstæð- ið er eitt hið elsta á landinu. Af þeim sökum þyki mikil- vægt að útlit brúarinnar verði eins og best verði á kosið og að brúin falli vel að umhverfi sínu. Bogabrúin sem boðin var út þyki uppfylla öll skilyrði varðandi útlit. Bogabrýr þyki almennt fallegar, sérstaklega í gljúfrum þar sem bogaformið fær að njóta sín til fulls. Þá sé brúin með sama formi og gamla brúin sem var byggð 1931. „Grindabrýr hafa aidrei þótt fallegar og er tillagan í frávikstilboðinu þar engin undantekning", segir í grein- argerð Baldvins Einarssonar. Stjórnandinn - Dietfried Bernet, sem nú gerir stóra hluti eftir langa jjarveru vegna veikinda. Einleikarinn - Einar Jó- hannesson, sem gestir á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands þekkja af góðu. Vor í lofti á tónleikum Sinfóníunnar annað kvöld: Dáður austurrískur STJÓRNANDI Austurríski hljómsveitarstjórinn Dietfried Bernet mun stjóma Sinfóníuhljómsveit Islands á tónleikunum annað kvöld. Hann hleypur í skarðið fyrir bandarískan starfsbróður sinn, Maximiano Valdes, en hann átti ekki hcimangengt. Bemct þurfti að leggja hljómsveitastjóm á hilluna sökum heilsubrests tæplega þrítugur að aldri, en um það leyti var feriil hans óvenju glæsilegur. Stíirfaði hann þá við bæði óperuhúsin í Vínarborg, auk þess að vera tónlistarstjóri í Maittz í Þýskalandi. Eftir að Bernet náði heilsu á ný hefur hver stórviðburðurinn rekið ann- an í ferli hans. Einleikari á lónleikunum annað kvöld er Einar Jó- hannesson, 1. klarinettuleikari Sinfóníuhljómsveitar- innar og tónleikagestum að góðu kunnur. Einar er vel menntaður og hefur starfað og numið erlendis, auk þess sem hann hefur farið í tónleikaferðir víða um heini og oft Ilutt verk sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hann. Hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leik sinn. Tónleikamir hefjast með forleiknum að óperu We- bers, Töfraskyttunni; þá tekur við klarinettukonsert nr. 1 cftir Weber og loks Sinfónia nr. 1 eftir Robert Schu- mann, Vorsinfónían, sem er við hæfi nú, þegar menn I'ara að huga að nýju vori, sem vonandi er handan við homið. • » FJAROFLUNARDAGUR RAUÐA KROSSINS OSKUDAGUR ' er hefðbundinn fjáröflunardagur Rauða kross deildanna. Á hveiju ári síðan 1925 hafa börn og unglingar aðstoðað Rauða krossinn við landssöfnun þennan dag. í ár bjóða sölubörnin áletraða penna til sölu sem kosta 200 krónur og stendur salan fram að næstu helgi. Fénu sem safnast er varið til mannúðar- og þjóðþrifamála á vegum Rauða kross deildanna sem eru 50 talsins. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum og styrkja þannig innanlandsstarf Rauða kross Islands á sjötugasta afmælisári hans. + Rauöi kross Islands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 Sölubörn athugið: Afhending penna fer fram í öllum félagsmiðstöðunr í Reykjavík, hjá URKI R Þingholtsstræti 3, félagsmiðstöðinni Vitanum Hafnarfirði og Bólinu í Mosfellsbæ.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.