Alþýðublaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. febrúar 1994 UMRÆÐAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 PALLBORÐIÐ: Jón Eggcrt Guðmundsson / Á þessari mynd má sjá jarövegseyðingu á íslandi samkvœmt úttekt OECD á stöðu umhverfismála á íslandi. Til glöggvunar má geta þess að stóru punktarnir á kortinu tákna sand á hreyfingu, skástrikin tákna sérstaklega mikla jarðvegseyðingu og litlu, þéttu punktarnir tákna nakið eða bert land. JÓN EGGERT GUÐMUNDSSON: „Síðan sauðkindin kom til landsins hefur íslenskur gróður verið á hraðri niðurleið. Þáttur mannsins hefur verið mikill í þessari gróður- eyðingu því hann byrjaði á því að höggva niður skóglendi til þess gera betra beitarland fyrir sauðkindina og einnig til þess að safna eldiviði til hitunar híbýla sinna. Það sem getur komið í veg fyrir þessa miklu gróðureyðingu er ekki eingöngu að reyna að bæta hana með ræktun heldur miklu fremur með niðurskurði búfjár og skipu- lagðri beitarstjórnun. Það hefur verið rætt um niðurskurð búfjár og skipulagða beitarstjórnun í fjöldamörg ár, en það sem stendur í veginum fyrir raunverulegum ár- angri á þessu sviði, er sá vandi sem hvílir á stjórnmálamönnum; at- kvæði gilda meira úti á landi en í höfuðborginni.“ Á íslandi var land hulið við landnám með um 25% skóglendi og yfir 50% af landinu var gras- lendi. Nú eru þessar tölur miklu lægri og hlutfall á milli gróðurlendis og auðnar er enn að aukast, þrátt fyrir geysilegt átak Landgræðslunnar, Skóg- ræktar ríkisins og fleiri samtaka, til þess að minnka það. Hlutverk hitastigs Með rannsóknum á plöntusteingervingum og jarðfræðilegum rann- sóknunt er nú hægt að sjá hvemig veður hefur verið fyrir landnám og einnig hvemig gróðurfar hefur verið á hinum ýmsu tím- um. Á þennan hátt er búið að finna það út, að gróð- urinn hefur verið hér eins, í töluverðan tíma áður en landnám hófst. Þannig sést að hitastig hefur lítið eða ekkert að segja um eyðingu skóglendis hér á landi. Maðurinn og sauðkindin Eini ákveðni þátturinn sem hægt er að benda á sem orsök góðureyðingar er maðurinn sjálfur og sauðkindin sem fyrstu íbúamir tóku með sér til Islands. Sfðan sauðkindin kom til landsins hefur íslensk- ur gróður verið á hraðri niðurleið. Þáttur manns- ins hefur verið mikill í þessari gróðureyðingu því hann byijaði á því að höggva niður skóglendi til þess gera betra beitarland fyrir sauðkindina og einn- ig til þess að safna eldi- viði til hitunar híbýla sinna. Það sem getur komið í veg fyrir þessa miklu gróðureyðingu er ekki eingöngu að reyna að bæta hana með ræktun heldur miklu fremur með niðurskurði búfjár og skipulagðri beitarstjórn- un. Brevtt vægi atkvæða Það hefur verið rætt um niðurskurð búfjár og skipulagða beitarstjómun í fjöldamörg ár, en það sem stendur í veginum fyrir raunverulegum ár- angri á þessu sviði, er sá vandi sem hvílir á stjóm- málamönnum; atkvæði gilda meira úti á landi en í höfuðborginni. Þetta gerir það að verk- um að stjómmálamenn- imir reyna halda bændunr góðum til að halda í at- kvæði sín. Á meðan þetta kerfi er eins og það er, þá er vandi á ferðum, og mjög hæpið að hægt verði að bjarga gróðri landsins frá því að verða étinn, og landið látið fjúka buri. En athugum eina mikil- væga staðreynd: Allt þetta getur lagast með breyttu vægi atkvæða frá því sem það er í dag. Hveriir eru sökudólgarnir? Fram til þessa höfum horft allt of mikið á söku- dólga í þessu gróðureyð- ingarmáli. Eiginlega er- uin við öll sökudólgar í þessum máli - en ekki bændur einir sér, því það vissi engin um þennan skaða fyrr en hann var orðinn of mikill. Við eigum að horfa til framtíðar og leysa vanda- málið á framtíðargmnd- velli og leggja ntesta áherslu á beitarstjómun búfjár, hvort það em sauðkindur eða hestar. Hættum að reyna klína ástandinu á ákveðnar per- sónur eða hagsmunahópa, tökum frekar höndunt saman og gemm eitthvað í málinu. íslensk náttúra íslensk náttúra er það sem við Islendingar get- um stært okkur af. Hún hefur gert land okkar að vinsælum ferðamanna- stað í gegnum árin og á eflir að laða fleiri ferða- menn að þegar fram líða stundir og rétt verður haldið á markaðsetningar- spilunum. Það sem útlendingar sækjast eftir þegar þeir vilja heimsækja Island, er hrein og óspillt náttúra, sem er að verða óþekkt í öðmm löndum Evrópu, þar sem iðnvæðingin hef- ur náð betri fótfestu en hér. Til þess að geta haldið áfram að markaðssetja okkur sem þjóð er býr í hreinu og ómenguðu landi, þá verðum við að halda náttúmnni bæði hreinni og óspilltri. Óbreytt og ósnortið Það sem átt er við með óspilltri náttúm er að líf- ríki hennar sé haldið óbreyttu og ósnortnu. Margar framkvæmdir sem gerðar hafa verið fram til dagsins í dag, hafa spillt íslenskri nátt- úm á margan hátt. Til dæmis hafa mýrar verið framræstar kringum allt land og var það að frumkvæði stjómvalda. Hver bóndi sem framræsti mýrlendi og gróf skurði til að gera beitarland, fékk til þess peninga. Friðlýsing dýrategunaa En það sem menn gerðu sér ekki grein fyrir á þessunt u'ma var að ýmsar fuglategundir, eins og til dæmis flórgoðinn, gerðu hreiður sín í mýr- lendi. Nú er flórgoðinn þar af leiðandi í útrýming- arhættu vegna þess að bú- ið er að eyðileggja varp- svæði hans. Fá varpsvæði em eftir fyrir þessa fuglategund en þau fáu sem eftir em, em nú friðlýst. Nú er unnið í þessum málum og búið að friðlýsa fleiri fuglateg- undir eins og til dæmis skutulönd, sæuglu, fjöm- spóa og fleiri. Friðlýsing íslenskra dýrategunda í útrýming- arhættu, er því eitt af þvf sem við getum gert til þess að halda landinu óspilltu. Friðlýsing dýra- tegunda í útrýmingar- hættu er þó neyðarúrræði sem er lagfæring eftir að skaðinn er skeður. Umhverfismat fari fram Fyrirbyggjandi aðgerð- ir - forvamir - er það eina sem dugir sé litið til fram- tíðar. Það er þess vegna sem á að gera umhverfis- mat þegar fyrirtæki em sett á laggimar og taka til- lit til umhverfisaðstæðna á hveiju svæði fyrir sig, áður en staðsetning fyrir- tækisins er ákveðin, og ntinnka þannig áhættuna á röskun sem bygging þess getur haft í för með sér. Ennfremur eigum við að leggja fram umhverfis- mat þegar skipulagsbreyt- ingar em gerðar á ákveðn- um svæðum, eins og til dæmis flugvöllum. Mörg dæmi em um skipulags- leysi og röskun vegna vöntunar á slíkri mati og oft er ekki hlustað á rétta aðila þegar ákvarðanir em teknar og skipulag undir- búið. Ef við gemm það ekki þá fer náttúran að láta á sjá og þá þýðir ekk- ert fyrir okkur Islendinga að markaðssetja ísland sem óspillt land. Lífræn ræktun Jafnframt má benda á röskun og beitarstjómun í sambandi við reglur um lífræna ræktun. Lífræn ræktun, er ræktun sem sett em mjög ströng skilyrði. Þar má nefna að lífræn ræktun verður að uppfylla þær kröfur að landbúnað- urinn sé án alls ónáttúm- legs áburðar. En það er ekki það eina sem felst í lífrænni rækt- un. Það sem felst einnig í henni er að uppfylla þarf ströng skilyrði um að jarðröskun eigi sér ekki stað þegar fé er haft á beit og að fullrar beitarstjóm- unar sé gætt. Þess vegna verða bændur og stjóm- völd að fullmóta skipulag, um hvemig beit á að eiga sér stað, því annars getum við ekki gengið inn í lukkupott lífrænnar rækt- unar. Höfundur er varaformaður umhverfismálanefndar Sambands ungra jafnaðarmanna og nemi í líffræði við Háskóla íslands. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Hjá embætti ríkisskattstjóra leitum við eftir duglegum, fjölhæfum og liprum starfsmönnum í eftirtalin störf: Ritari og afgreiðslufulltrúi á þjónustusviði í starfi ritara er gert ráð fyrir góðri tölvuþekkingu með áherslu á ritvinnslu (Word) auk annarra almennra ritarastarfa sem skiptast á ýmis svið embættisins eftir þörfum. Starf afgreiðslufulltrúa felst meðal annars í afgreiðslu skattkorta, afleysingum í móttöku og á síma auk annarra tilfallandi starfa. Bæði störfin eru fjölbreytt og aðstaða góð. Umsóknir sendist embætti ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, fyrir 21. febrúar nk. MALEFNIN RAÐA! Málefnahópur um fjölskyldu- og velferðarmál Málefnahópur Alþýðuflokksins um fjölskyldu- og vel- ferðarmál kemur saman til fundar í Rósinni við Hverf- isgötu í Reykjavík, mánudaginn 21. febrúar klukkan 17.00. Vertu með og hafðu áhrif á jafnaðarstefnuna. FJ ÖLMENNUM!!! Oddvitar. ALÞYÐUFLOKKURINN AUSTURLANDI Finidiir í Valaskjálf á Egilsstöðum Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands - boðar til fundar á Egilsstöðum. Fundurinn verður haldinn fímmtudaginn 17. febrúar í Hótel Valaskjálf og hefst hann klukkan 20.30. Á fundinn mætir Rannveig Guð- mundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Alþýðuflokksins. Ræðir hún um stöðu flokksins, rík- isstjórnarsamstartið og landsmálin almennt. Einnig mætir á fundinn Sigurður Eðvarð Arnórsson, erindreki AI- þýðuflokksins, og ræðir hann um undirbúning vegna komandi sveit- arstjórnarkosninga og gerir grein fyrir ýmsu sem á döfínni er í þeim efnum. Rannveig. Sigurður Eðvarð. Jafnaðarmenn á Austfjiirðum eru eindregið hvattir til að mæta og eiga kvöldstund með þessum gestum, bera fram fyrirspurnir og nota þetta tækifæri sem gefst heima í héraði til almennra skoðanaskipta um flokksstarfíð. Framkvœmdastjórn Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.