Alþýðublaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKOÐANIR Miðvikudagur 16. febrúar 1994 miYmumni HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hið breytilega bakland flokkanna Mikil pólitísk umskipti virðast framundan í íslensku þjóðfélagi. Gamla flokkakerfíð hefur verið ótrúlega lífsseigt miðað við hin- ar rniklu og öru breytingar sem átt hafa sér stað samfélaginu á þessari öld. Helstu skýringar á úthaldi flokkakerfísins em þær, að mismunandi hagsmunahópar hafa flykkt sér um einstaka flokka og myndað svonefnt bakland hans. Stærstu hagsmunahópamir hafa verið kringum Sjálfstæðis- flokkinn; atvinnurekendur, útgerðarmenn, bændur að hluta, verslunarstéttin svo eitthvað sé nefnt. Sérhagsmunahópar Iand- búnaðarins og hinna dreifðu byggða hafa leitað til Framsóknar- flokksins en verkalýðshreyfingin og menntamenn hafa gegnum tíðina leitað ásjár hjá Alþýðubandalaginu. Alþýðuflokkurinn hefur haft þá sérstöðu meðal sósíaldemókratískra flokka á Norð- urlöndum að hafa misst nær öll ítök í verkalýðshreyfingunni á íjórða áratugnum. Þetta hefur haft þau áhrif að Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft það bakland og þar af leiðandi það fylgi, völd og áhrif sem aðrir sósíaldemókratískir flokkar í nágrannalöndunum. Hins vegar hefur sambandsleysið við verkalýðshreyfinguna allt frá milli- stríðsámnum gefíð Alþýðuflokknum ákveðið pólitískt frelsi sem hefur gert það að verkum að hann hefur verið helsti hugmynda- smiður pólitískra viðhorfa og boðberi nýrra tíma í íslenskri pól- itík. Margir flokkar hafa gengið í hugmyndasmiðju Alþýðuflokks- ins og stolið þaðan hugmyndum. Þannig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn að stómm hluta hnuplað hugmyndum jafnaðarmanna um velferðarkerfið ásamt mörgum hugmyndum um frjálsa við- skiptahætti og opnun landsins. Margir hópar innan Sjálfstæðis- flokksins hafa þó veitt slíkum hugmyndum viðnám í ljósi sinna sérhagsmuna. Alþýðubandalagið hefur í æ ríkari mæli gert tilraunir til að gera hugmyndir Alþýðuflokksins að sinum. Á síðustu ámm hafa þessar tilraunir aukist. Eftir fall kommúnismans í Sovétríkjunum hafa alþýðubandalagsmenn verið á harða hlaupum frá sinni fyrri stefnu og gert ítrekaðar tilraunir að fá sig viðurkennda sem jafn- aðarmenn. Þetta brotthlaup alþýðubandalagsmanna frá fortíð sinni er dæmigert fyrir þá kreppu sem stjómmálaflokkar landsins standa nú frammi fyrir. Hinar miklu umbreytingar sem átt hafa sér stað í heiminum á undanfömum ámm, endalok kalda stríðsins, uppbygging evr- ópsku efnhagsheildarinnar, víðtækir alþjóðlegir viðskiptasamn- ingar líkt og GATT, hafa þegar haft mikil áhrif á innri byggingu þjóðlanda og þar er ísland ekki undanskilið. Þessar innri um- breytingar hafa þegar haft mikil áhrif á bakland stjómmálaflokk- anna á Islandi og munu hafa enn meiri áhrif á næstu misserum og ámm. Hmn SÍS og minnkandi veldi kaupfélaganna samfara breyttum högum bænda og afnám styrkjakerfis í landbúnaði hefur höggv- ið djúpt í bakland Framsóknarflokksins. Aukið sjálfstæði laun- þegahreyfingarinnar frá pólitískum flokkstengslum hefur óneit- anlega dreift baklandi Alþýðubandalagsins. Opnun hagkerfisins, afnám vemdar í verslun, inn- og útflutningi samfara aukinni samkeppni hefur minnkað ítök Sjálfstæðisflokksins í sérhags- munahópum. Kvennalistinn gengdi ákveðnu pólitísku hlutverki fyrir rúmum áratug. í dag þegar jafnrétti kynjanna er ekki lengur deilumál, heldur sjálfgefinn vemleiki, er bakland flokksins ekki héldur lengur sjálfgefinn. Hugmyndir og baráttumál Alþýðuflokksins hafa ræst, eitt af öðm. Hvort sú staðreynd styrki gengi flokksins er óvíst. Alþýðu- flokkurinn, jafn baklandslaus og hann hefur verið allt frá íjórða áratugnum, hefur hins vegar allt að vinna. Hugmyndimar hafa verið hið eina sanna bakland Alþýðuflokksins og þær vinna stöðugt á. ÖNNUR SJÓNARMIÐ SYSTURNAR ítímantinu GEÐHJÁLP birtist nýlega grein með ofangreindri fyrimgn. Höfundur er BRAGl SKÚLASON, sjúkrahúsprestur við Ríkisspúalana. Hann hefur unnið með NÝRRIDÖGVN, samtökum um sorg og sorgar- viðbrögð íReykjavtk. I grein- inni fjallar Bragi um áleitíð efni og fer efni hennar hér á eftir: Undanfarin ár hef ég unnið með fjölda syrgjenda bæði sem sjúkrahúsprestur á Ríkisspítölunum og á vettvangi Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð í Reykjavík. í þessari vinnu hefur mér orðið ljóst, að syrgjendur þurfa á víðtækari stuðningi að halda en nú er veittur og á þetta við bæði inni á stofnunum og úti í samfé- laginu. Það er allt of al- gengt, að viðhorfið sé: „- Hringdu til mín þegar þér líður illa,“ þegar það er vit- að, að eitt það fyrsta, sem syrgjandinn glatar er frum- kvæði að samskiptum. Auk þessu eru ýmis tilbrigði sorgarinnar ekki viður- kennd, eða lokað á þau. Þar má nefna að lítill stuðning- ur er veittur þeim mæðrum, sem missa fóstur. Fáir sinna þeim aðila, sem valdur er að slysi, ég tala nú ekki um, ef hann/hún var undir áhrif- um vímuefna, þegar slysið átti sér stað. Astarsorg er oft mætt með viðhorfinu: „Það eru fleiri ftskar í sjón- um.“ Hvað er sorg? Sorg er eðlileg viðbrögð við missi. Missir á sér ekki einvörðungu stað, þegar einhver deyr. Við syrgjum líka eftir skilnað, slys og eftir annað mótlæti í líftnu. Sorginni fylgja margvís- legar tilfinningar. Við verð- um fyrir áfalli, finnum fyrir reiði, þunglyndi, vonbrigð- um, örvæntingu, afneitun, tómleika, söknuði, svo nokkuð sé nefnt. í tengslum við sorgina er talað um sorgarferli, en það felur í sér för einstaklings- ins um land sorgarinnar. Þótt við sem einstaklingar séum ólík hvert öðru, þá er afar margt sameiginlegt í sorgarviðbrögðum okkar. En það, hvemig hver og einn fer í gegnum sorgar- ferlið, er einstaklingsbund- ið. Þegar ferill sorgarinnar er skoðaður er oft erfitt að greina, hvar hann hefst og hvar hann endar. Við bjóð- um sorginni heim, þegar við bindumst tilfinninga- böndum. Oft er sagt, að sorg og gleði séu systur. Við getum ekki búist við að komast í gegnum lífið án þess að verða fyrir sorg. Fjölskyldusaga og Ieyndarmál Fyrri reynsla ÍJölskyld- unnar af missi blandast oft saman við nýja reynslu. Jafnvel eru dæmi um það, að fólk hafi ekki getað syrgt strax, því eitthvað var óuppgert frá eldra áfalli, jafnvel annars konar áfalli. I flestum íjölskyldum eru einhver „fjölskyldu- leyndarmál", sem mörg tengjast erfiðum tíma í fjöl- skyldunni. Þetta getur til dæmis verið tengt erfiðleik- unt í hjónabandi foreldra, vímuefnavanda, sorg, sem ekki má tala um. Mikilvægt er vegna komandi kyn- slóða, að einhvem tíma fari fram heiðarleg úttekt á þessum málum, því að böm læra hvað má og hvað má ekki í þessum efnum af for- eldrum sínum. Tjáning sorgar okkar er nátengd því, hvemig við höfum séð hana tjáða í fjölskyldu okk- ar. Það skiptir máli hver fjölskyldu- eða samfélags- viðhorf til dauðans eða missisins eru. Aðstæður á sorgarstundu skipta líka máli. Og ennfremur skiptir máli hvaða þroskaverkefni fjölskyldan er að vinna á þeim tíma, þegar missirinn átti sér stað. Nánustu stuðningsaðilar Til hvers ætlast syrgj- endur af hendi vina og fjöl- skyldumeðlima? Hvað eiga þeir að gera? Hvað eiga þeir að segja? Mikilvægast er, að þeir séu einlægir og óhræddir við að sýna eigin vanmátt. Samt er mikilvægt, að þeir sýni frumkvæði gagnvart syrgjandanum, fari eins fljótt til syrgjandans og mögulegt er, taki með sér blómvönd og eitthvað með kaffinu. Ef nokkur tími líð- ur þar til farið er í heim- sókn, þá er mikilvægt að hringja, hafa samband. Þá skiptir ekki miklu máli, hvað sagt er, hins vegar er mikilvægt, að votta samúð sína. Snerting er mjög mikilvæg, svo og nærvera. Ekki draga úr mikilvægi missisins og ekki gefa lof- orð, sem ekki er mögulegt að standa við. Það er eðli- legt, að finna fyrir óöryggi gagnvart því, að standa frammi fyrir vini sínum eða ættingja í sorg. En ef veita á stuðning, þá er mikilvægt, að sýna frumkvæði: Eiga frumkvæði að gönguferð, matarboði, að því að hittast, sérstaklega um helgar. Ekki hika við að segja nafn þess, sem er dáinn. Og ekki gleyma því, að sorgarferlið stendur yfir í langan tíma og nálægum stuðningsaðil- um fækkar oft, þegar frá líður. Fagaðilar í þessum hópi eru prest- ar, læknar, hjúkrunarfólk, sálfræðingar, lögreglu- menn, kennarar, fóstrur, sjúkraflutningamenn, hjálparsveitarfólk og fleiri. Þegar unnið er með skjólstæðingum, sem hafa misst, þá er mikilvægt að átta sig á því, hvemig eigin reynsla og tilfinningar geta haft áhrif á þessa vinnu. Með þessu vil ég benda á, að við þessar aðstæður er það áfaíl skjólstæðingsins, tilfinningar hans/hennar, reyns'ta hans/hennar, sem vinnan á að miðast við. Hins vegar nýtist sjálfs- þekking og reynsla fagaðil- ans vel, ef hann/hún er búin að flokka þessa reynslu og sjá, með hverjum hætti hún hefur mótað fagaðilann sem manneskju annars veg- ar, og sent fagmanneskju hins vegar. Við þessar aðstæður skipta landamærin milli fagaðilans og skjólstæð- ingsins miklu máli, gagn- kvæm virðing og gagn- kvæm ábyrgð. Hjálparaðil- inn er ekki að „bjarga" skjólstæðingnum, heldur að hjálpa honum/henni til sjálfshjálpar. Þegar andlát er tilkynnt, þá er mikilvægt að hafa í huga eftirfarandi: Andlátsfregn þarf að ber- ast eins fljótt og mögulegt er. Andlátsfregn á helst að flytja syrgjanda augliti til auglitis. Andlátsfregn á að vera skilmerkileg og skýr og rétt farið með staðreyndir. Þegar komið er til syrgj- anda, þá er rétt að veita stuttan aðdraganda að and- Iátsfregninni. Mikilvægt er að tryggja einhverja eftirfylgd. Taka lífínu á raunhæfan hátt Eins og komið hefur fram, þá kemur sorg ekki einvörðungu fram við missi í dauða. Segja má, að lífið á enda séum við sífellt að takast á við missi af ýmsu tagi. Ástæða er til að víkja sér ekki undan slíkum verk- efnum, þar sem annars bíða þau þar til tími vinnst til. Kanski kemur sá tími mitt í öðrum missi og gerir þá hinn síðari flóknari í úr- vinnslu en ella. Missir og sorg tengjast stórum breytingatímabilum ævi okkar. Það, hversu vel okkur tekst að aðlagast breyttum aðstæðum veltur að stórum hluta á því, hversu góðan tíma við ætl- um okkur til að kveðja vel. Við blekkjum okkur ef við höldum, að ekkert komi fyrir okkur og okkar. Samt felur það ekki í sér, að fara í gegnum lífið með fótinn á bremsunni vegna óttans við það, sem gæti gerst. En það er mikilvægt að taka á líf- inu á raunhæfan hátt, raun- verulega. Annars verður líf okkar skert. Við mótumst af þeim forsendum, sem mikilvægt fólk í lífi okkar gefur okkur. Og við gefum þeim. Og þegar það kveður og samskipti eru ekki leng- ur möguleg, þá syrgjum við. BRAGISKÚLASON: Undanfarin ár hef ég unnið með fjölda syrgjenda bæði sem sjúkrahúsprestur á Ríkisspítölunum og á vettvangi Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík. I þessari vinnu hefur mér orðið ljóst, að syrgjendur þurfa á víðtækari stuðningi að halda en nú er veittur og á þetta við bæði inni á stofnunum og úti í samfélaginu. Það er allt of algengt, að viðhorfíð sé: „Hringdu til mín þegar þér líður illa,“ þegar það er vitað, að eitt það fyrsta, sem syrgjandinn glatar er frumkvæði að samskiptum. Auk þessu eru ýmis tilbrigði sorgarinnar ekki viðurkennd, eða lokað á þau. Þar má nefna að lítill stuðningur er veittur þeim mæðrum, sem missa fóstur. Fáir sinna þeim aðila, sem valdur er að slysi, ég tala nú ekki um, ef hann/hún var undir áhrifum vímuefna, þegar slysið átti sér stað. Ástarsorg er oft mætt með viðhorfínu: „Það eru fleiri fiskar í sjónum.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.