Alþýðublaðið - 23.02.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 23.02.1994, Side 1
Verð í iausasölu kr. 140 m/vsk Hvað þvða brevtingar búvörulaganna fvrir allan almenning? Þetta mál hefur mikið verið í umræðu en er þó ólióst í hugum flestra. Brevtingamar þvða að mati margra það. að ísland mun hverfa aftur til haf'tatíma framsóknar ef landbúnaðarráðherra nvtir heimildir sem honum eru ætlaðar til verðjöfnnnargjalda INNFLUTTAR KARTÖFLUR LUXUS? Landbúnaðarráð- herra er ætlað með breytingum Egils bónda Jónssonar á Seljavöllum á búvöru- lögum að fá rétt til að hafa stórfelld áhrif á innkaup og lífsvenjur íslenskra fjölskyldna. Breytt lög gera ráð fyrir að ráðherrann fái í hcndur alræðisvald til að Ieggja á verðjöfnun- argjöld á ýmsar algeng- ar neysluvörur svo hundruðum prósenta skiptir. Ráðhcrra átti að fá vald til að ákveða hvort og hvenær vörur sem flokkaðar eru sem landbúnaðarvörur væru fluttar inn. Einnig á hvaða verði þær vör- ur væru seldar neytend- um. Landbúnaðarnefnd sem Egill Jónsson stýrir vill breyta búvörufrum- varpinu á þann veg að það komi í staðinn fyrir fmmvarp ríkisstjómar- innar. Þar er um að ræða breytingar sem skila Is- iendingum nokkra ára- tugi aftur á bak, til þeirra tíma sem kenndir em við höft í innflutningi, en framsóknarmenn allra flokka hafa laðast mjög að haftatímanum og vilj- að innleiða hann að nýju. Samstarf þjóðanna Alþýðuflokkurinn hef- ur lagt ríka áherslu á sani- starf þjóðanna í alþjóð- legri verslun. Engum blandast hugur um að slíkt samstarf á eftir að verða þjóðinni til fram- dráttar. Fmntvarp Egils á Seljavöllum brýtur hins- vegar núverandi GATT- samning og ýmsa aðra milliríkjasamninga sem Island á aðild að. Fmmvarpi ríkisstjóm- arinnar er ætlað að tryggja óbreyttan inn- flutning landbúnaðarvara frá því sem var fyrir dónt Hæstaréttar á dögunum, en þar var staðfest að utanríkisráðherra lagði rétt mat á innflutning Hagkaups á skinku, eins og flestum er kunnugt. Síðan átti nefnd fimm ráðuneyta að endurskoða innflutningslöggjöfina með gildistöku GATT á næsta ári í huga. Fmmvarp landbúnað- arnefndar miðar hinsveg- ar að því að ákveða strax innflutningslöggjöfina eins og hún verður eftir gildistöku GATT-samn- ingsins. Mörgum blöskrar I þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að landbún- aðarráðherra geti beitt verðjöfnunargjöldum á þann veg að hann getur nánast skrúfað fyrir allan innflutning ýmissa mat- væla, sýnist honum svo, og beiti í því skyni óvægilegum verðjöfnun- argjöldum á matvælin. Þannig gæti ráðherr- ann þegar GATT tekur gildi lagt á verðjöfnunar- gjald, á tímabilinu 15. mars til 1. nóvember ár hvert, á kartöflur, 445% samkvæmt frumvaipi landbúnaðarnefndar; 517% á salathöfuð; 719% á sellerí; 649% á blónt; og 240% á tómata svo einhver dæmi séu tekin. Þá gæti ráðherrann lagt hressileg gjöld á ýmsar vörur sem ekki eru fluttar inn í dag. Nefnum dæmi: Svínakjöt fengi 538% verðjöfnunargjald; kjúk- lingar 467%; jógúrt 589%; smjör 674% og ostur 578%. Ljóst er að verðlag slíkra afurða yrði með slíkum eindæmum, að nánast enginn gæti keypt og innflutningur því úti- lokaður. Blöskrar mörg- um sá hugsunarháttur sem að baki liggur, því þeir telja að þjóðinni ríði á að komast f eins gott samband við markaði sína erlendis og kostur verður. Það gerist ekki með þessu móti að sögn talsmanna innflutnings, enda em vinaþjóðir okkar famar að kvarta undan „frönskum" aðgerðunt við íslensk tollhlið, sem útlendum þykja lokast á sama tíma og Islendingar vilja hrinda erlendunt tollmúrum. Úr30% uppí800% Fmmvarp Egils Jóns- sonar og nefndannanna hans gerir ráð fyrir vem- lega útvíkkuðum heim- ildum til verðjöfnunar frá því sem er í fmmvarpi ríkisstjómarinnar frá í desember. Þessar heim- ildir ná til allra landbún- aðarafurða sem jafnframt em framleiddar hér á landi, - en einnig til allra vara sem innihalda hrá- efni ættuð frá landbúnað- inunt, sem og allra til- svarandi vara sem keppa við landbúnaðarvömr. Ljóst er að gjöld sem lögð hafa verið á ýmsar erlendar landbúnaðarvör- ur hækka úr 30% sem hefur verið hámark sam- kvæmt tollalögum, upp í allt að 700 til 800% eftir gildistöku GATT, í sum- um tilvikum enn meira. Og landbúnaðarráð- herra er samkvæmt frum- vatpi landbúnaðamefnd- ar gefið vald til að fjalla um vömr sem innihalda landbúnaðarhráefni, en sá vöruflokkur er ærið stór. Innan hans má gera ráð fyrir vörum eins og pasta- réttum, pítsum, kexi og- sælgæti. Pastaréttir hafa á síðustu ntissemm átt gíf- urlegum vinsældum að fagna og em orðnir vem- leg samkeppni við inn- lenda matvælafram- leiðslu. Hætt er við að landbúnaðarráðherra yrði í lófa lagið að breyta þeim hollu matarvenjum nteð pennastriki einu saman. Hann gæti jafnvel gert poka með kartöflu- ílögum svo dýran að eng- inn keypti í búðinni sinnj, gert er ráð fyrir 306% gjaldi á „unnum kartöflu- vömm“ en þessi vara hef- ur verið hátolluð í 90% tollaflokki. Feigðarflan Egils Alþýðublaðið hefur rætt við ýmsa aðila innan verslunarinnar og eru menn sammála um að frumvarp Egils á Selja- völlunt sé hið mesta feigðarflan og gjörsam- lega úr takt við þá góðu verslunarstrauma sem nú leika um löndin. „Okkur líst sannarlega ekki á þetta. Það er ekki hollt að veita einum ráð- herra - slíkt ægivald“, sagði Friðrik Guðmunds- son, skrifstofustjóri hjá Mata hf., einum stærsta innflytjanda grænmetis á landinu, en það fyrirtæki á jafnframt góð viðskipti við íslenska bændur. Fyr- irtækið var i' fréttunum fyrir ekki löngu síðan, þegar bannaður var inn- flutningur á gúrkunt á þess vegum, vegna þess að innlendir framleiðend- ur töldu sig eiga nógar gúrkur fyrir ntarkaðinn. Fljótlega kom þó í ljós að þær gúrkur fyrirfundust hvergi og innflutningur loks leyfður með sem- ingi. „Maður þorir auðvitað ekki að hugsa þá hugsun til enda, ef verðjöfnunar- gjöld eins og þessi verða lögð á. En það er alveg Ijóst að slík gjöld mundu ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar", .sagði Frið- rik. Aðrir innflytjendur taka í saina streng og segja að nógu erfitt hafi reynst að sækja til land- búnaðarráðuneytisins þótt þetta bætist ekki við. GATTbreytiröUu Fjármálaráðherra hefur farið með tollamál, þar með talið verðjöfnunar- gjald, sem hann hefur lagt á margar þær vörur sem hingað eru fiuttar. Reyndar var Friðrik Sop- husson rétt nýbúinn að fá þessar heimildir í lögunt sem lóku gildi um síðustu áramót. Athygli má vekja á því að hvorugur stjómar- flokkurinn hefur boðað óheftan innfiutning á landbúnaðarvörum. Sam- komulag var um að end- urreisa til bráðabirgða bannheimildir landbún- aðarráðherra og veita honum heimildir til að leggja á takmörkuð verð- jöfnunargjöld. Stóra breytingin á ekki að verða fyrr en með til- komu GATT-samnings- ins. SAMSTARFSVERKEFNIÐ TÓNLIST FYRIR ALLA Se e* ce^0^ ,o$ 23. febrúar, kl. 20.00: Iþróttahúsinu v/ Vesturgötu 24. febrúar, kl. 20.00: íþróttahúsi Sólvallaskóla 26. febrúar, kl. 14.00: Iþróttahúsinu Digranesi Hljómsveitarstjóri: Juha Nikkola Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir 'xi Kynnir: Sverrir Guðjónsson Danshöfundur: David Greenall / Listdansflokkur æskunnar EFNISSKRÁ Richard Wagner: Forspil að 3. þætti Lohengrin Pjotr Tsjajkofskíj: Fiðlukonsert Sigvaldi Kaldalónslúts. P. P. P.: Á sprengisandi g Fjöldasöngur: Hver á sér fegra föðurland | O blessuð vertu sumarsól | Island ögrum skorið / Maurice Ravel: Bolero I SINFÓNÍU HLJÓMSVEITISLANDS “ Hl|ómsveit allra Islendinga OZZZoo

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.