Alþýðublaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Miðvikudagur 23. febrúar 1994
TÍÐINDI
Jafnaðarmenn með einn lista í sameinuðu
sveitarfélagi á Suðurnesjum
LISTA
- og hafa EKKI áhuga á bjóða fram
með öðrum flokkum
„Það verður sameigin-
legt framboð jafnaðar-
manna á þessu svæði sem
sameinað var, Keflavík,
Njarðvík og Höfnum. N-
listi félagshyggjufólks í
Njarðvík sendi alþýðu-
flokksfélögunum í Kefla-
vík og Njarðvík nýverið
bréf og óskaði þar eftir
viðræðum um sameigin-
legan lista á svipuðum
grunni og sameiginlegi
listinn í Reykjavík er.
Hin nýstofnaða stjórn
sameiginlegs fulltrúa-
ráðs jafnaðarmanna
hafnaði þessari málaleit-
an alfarið. Þetta er
reyndar athyglisvert bréf
frá N-listanum því þeir
eru nú í meirihlutasam-
starfi við Sjálfstæðis-
flokkinn í Njarðvík sem
tók klukkustund að
mynda eftir síðustu
kosningar. N- listinn hef-
ur greinilega fengið nóg
af samstarfi við sjálf-
stæðismenn. Alþýðu-
flokkurinn er stærsti
flokkurinn á þessu svæði
og við sáum ekki nokkra
ástæðu til að fara í sam-
eiginlegt framboð með
öðrum en jafnaðar-
mönnum,“ sagði Krist-
ján Gunnarsson, einn af
forystumönnum jafnað-
armanna á Suðurnesjum
í samtali við Alþýðublað-
ið í gær.
„Við erum mánuði
seinna á ferðinni en venju-
lega vegna sameiningai'
sveitarfélaganna en höfum
reyndar þegar ákveðið að
halda opið prófkjör þar
sem bindandi kosning
verður í fimm efstu sætin.
Alþýðuflokksfélögin í
KRISTJAN GUNNARSSON: „Alþýðuflokkurinn er stœrsti flokkurinn
á þessu svœði og við sáum ekki nokkra ástœðu til að fara í sameiginlegt
framboð með öðrum flokkum
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Keflavík og Njarðvík hafa
ekki enn verið sameinuð
en það verður á.næstunni.
Fyrsta skrefið var að
stofna sameiginlegt full-
trúaráð.
Við höfum haldið tvo
stóra sameiginlega fundi
og þar hefur verið gríðar-
leg stemmning og virki-
legur baráttuhugur í fólki.
Til marks um áhugann má
nefna að ekki færri en
fimmtán manns hafa lýst
yfir framboði í prófkjör-
inu. Við höfum enn ekki
ákveðið nákvæma tíma-
setningu á prófkjörið en
rætterum 19. mars,“ sagði
Kristján.
Á fundi fulltrúaráðsins
var kjörin stjóm ráðsins og
skipa hana Hjalti Örn Ól-
afsson formaður, Valgeir
Helgason varaformaður,
Guðmundur R.J. Guð-
mundsson ritari, Guð-
mundur Finnsson gjaldkeri
og Guðmundur Daníels-
son meðstjómandi.
Bj óða fram
Hér bjóðum við upp á mjög jjölbreyttan matseðil með
ítölsku ívafi, sagði Konráð Arnmundsson sem rekur
veitingahúsið Verdi að Suðurlandsbraut 14. Verdi er lík-
lega nýjasta veitingahúsið í borginni en er staðsett á
gamalkunnum stað á Suðurlandsbrautinni þar sem
Askur var lengi til húsa. Konráð lét vel af aðsókninni og
sagði gesti lýsa ánœgju með þœr fjölbreyttu veitingar
sem vœru í boði á hagstœðu verði. Opið er daglega frá
klukkan 11.30 til 22 en föstudags- og laugardagskvöld er
opið til klukkan 23. A myndinni er Konráð lengst til
liœgri en við hlið hans.Erna Sigurjónsdóttir og síðan
Guðmundur Þór Gunnarsson.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Aðalfundur Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar:
Y fir gripsmikið starf
á fyrsta starfsárinu
Fyrsti aðalfundur Jajn-
aðarmannafélags Eyja-
fjarðar eftir að félagið
var stofnað 'á síðasta ári
var haldinn laugardaginn
14. febrúar síðastliðinn.
Félagið var stofnað eftir
að jafnaðarmenn í Eyja-
firði höfðu ákveðið að
sameina kraftana og
Kvenfélag Alþýðuflokks-
ins á Akureyri og Al-
þýðuflokksfélag Akur-
eyrar sameinuðust.
Starfið á þessu fyrsta
starfsári hefur verið all
yfirgripsmikið, og mun
meira en með hinu eldra
fyrirkomulagi. Stjómar-
fundir vom haldnir flesta
mánuði starí'sársins og
bæjarmálafundir aðra
hvetja viku.
Ráðherrar fiokksins
heimsóttu félagið nokkr-
um sinnum á starfsárinu
og einnig stóð þingmaður
jafnaðannanna í kjör-
dæminu, Sigbjörn
Gunnarsson, ósjaldan
fyrir opnu húsi á laugar-
dagsmorgnum.
Hefðbundinn laufa-
brauðsskurður og laufa-
brauðssteiking (með rú-
sínuvelling í hádeginu)
var á sínum stað, og síðan
var haldinn basar sem
skilaði all vemlegum
tekjum. í tengslum við
þetta má einnig geta fjöl-
mcnns jólafundar en gest-
ir fundarins voru Sig-
hvatur Björgvinsson og
frú.
Sama dag og Sighvatur
var í heimsókn var haldið
á Akureyri þing kjör-
dæmisráðs Norðurlands-
kjördæmis eysU'a og
mættu flestir gestir þings-
ins til jólafundarins.
Félagið hefur iui að-
stöðu í Gránufélagsgötu
4, þar sem öll aðstaða er
fyrir félags og stjómar-
fundi auk allrar almennr-
ar starfssemi félagsins.
Ný stjóm var kjörin á
aðalfundinum og er for-
maður hennar Finnur
Birgisson. Aðrir stjómar-
menn em: Margrét
Jónsdóttir, Oktavía Jó-
Svipmynd frá fyrsta aðalfundi Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar
eftir að það var stofnað á síðasta ári. Nýkjörinn formaður félagsins
er Finnur Birgisson arkitekt.
hannesdóttir, Jón Ingi
Cæsarson, Sævar Frí-
mannsson og tii vara
Jónína Óskarsdóttir og
Hannes Örn Blandon.
í ávarpi nýkjörins for-
manns kom frant að aðal-
áhersiur þessa starfsárs
verða í þá vem að ná til
yngra fólks og fjölga því í
röðum félagsmanna og
einnig að styrkja starf fé-
lagsins um hinar dreifðari
byggðir Eyjafjarðar.
Fjárhagsleg staða lé-
lagsins er góð og var all-
nokkur rekstrarhagnaður
á síðasta ári. Er þar að
verulegu ieiti um að
þakka tekjum af jólablaði
sem félagið hefur tiú gef-
ið út tvisvar sinnum.
Uppstilling á fram-
boðslista stetidur nú fyrir
dyrum og ntunu þeir
kynntir inttan skamms.
Auk Akureyrar er verið
að athuga um siík ntál á
Dalvík og í Ólafsjirði.
VERDI
F