Alþýðublaðið - 23.02.1994, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKILABOÐ
Miðvikudagur 23. febrúar 1994
ALÞÝÐUFLOKKURINN AKRANESI
Góugleði á
laugardaginn
Góugleði Alþýðuflokksfélags Akraness verður haldin
laugardaginn 26. febrúar í félagsheimilinu Röst. Gleðin
hefst klukkan 20. Húsið opnar klukkan 19.30. Miðaverð
aðeins krónur 1.800.
Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 21. febrúar í síma 11306
(Edda) eða 12952 (Ásta).
FJÖLMENNUM!
- Stjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKURINN KÓPAVOGI
Prófkjör um
næstu helgi
Prófkjör Alþýðuflokksins í Kópavogi fer fram laugardag-
inn 26. og sunnudaginn 27. febrúar.
Kosið verður frá klukkan 10 til 20, báða dagana.
Kosning fer fram að Hamraborg 14A, II. hæð.
- Stjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG HÚSAVÍKUR
Félagsfundur
í dag, þriðjudag
Alþýðuflokksfélag Húsavíkur boðar til félagsfundar á veit-
ingahúsinu Bakkanum þriðjudaginn 22. febrúar 1994
klukkan 20.30.
Dagskrá:
1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninganna í vor.
2. Önnur mál.
FJÖLMENNUM!
- Stjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKURINN KÓPAVOGI
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjöri Alþýðu-
flokksins fer fram alla virka daga fram að prófkjöri, frá
klukkan 17 til 18.
Kosning fer fram í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópa-
vogi, að Hamraborg 14A, II. hæð.
- Stjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKURINN KÓPAVOGI
Kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi vegna
prófkjörsins 26. og 27. febrúar er í Félagsmiðstöð jafnað-
armanna í Kópavogi, að Hamraborg 14A, II. hæð.
Opið alla virka daga.
- Stjórnin.
Samstarf kirkjunnar og Tryggingastofnunar:
íslenskur prestur verður ráðinn til
GAUTABORGAR
Biskup íslands
hefur auglýst lausa
stöðu prests í
Gautaborg. Er
staðan veitt í sam-
ráði við Trygginga-
stofnun ríkisins, en
gerður hefur verið
samningur við
sjúkrahús í borg-
inni um að fram-
kvæma líffæra-
flutninga fyrir ís-
lenska sjúklinga
þar.
Þörfin fyrir prests-
þjónustu er injög brýn í
Gautaborg segir í frétt
frá biskupsembættinu.
Það er bæði vegna sjúk-
linga sem oft þurfa að
bíða lengi eftir líffærum
og eins vegna aðstand-
enda eða fylgdarfólks
sem dvelur með sjúk-
lingunum í borginni.
Það var fyrir eindregin
tilmæli þessa fólks, sem
málið var tekið upp eft-
ir heimsóknir raðuneyt-
isstjóra heilbrigðis- og
tryggingamálaráðu-
neytisins, biskups og nú
síðast heilbrigðisráð-
herra. Nokkurt framlag
fékkst á yfirstandandi
fjárlögum en það sem á
vantar mun Trygginga-
stofnunin greiða.
Þá er einnig ntjög
margt fólk af íslensku
bergi brotið í Gauta-
borg og nágrenni og
mun presturinn annast
þjónustu við það, bæði
með guðsþjónustu-
haldi, uppfræðslu ferm-
ingarbama og á hvern
þann hátt sem hann get-
ur orðið að liði. Einnig
hefúr Íslendingafélagið
í Osló óskað el'lir því að
fá prestsþjónustu
og hefur sendiherr-
ann í Noregi stutt það
eindregið. Það er því
áfonnað. að íslenski
presturinn í Gautaborg
verji einnig ákveðnum
tíma í Osló til þjónustu
við landa þar.
Biskup ískmds hefur
rætt við starfsbræður
sína í Gautaborg og Os-
ló um aðstöðu fyrir fyr-
irhugaða prestsþjón-
ustu og var málaleitan
hans tekið mjög jákvætt
og af miklum skilningi.
En íslenski presturinn í
Kaupmannahöln hefur
messað í Norsku kirkj-
unni í Gautaborg og séð
þessu fólki fyrir þjón-
ustu eftir því sem að-
stæður leyfa. Nú verður
hins vegar auðveldara
að koma til móts við
þarfir og óskir íslend-
inga á þessum svæðum.
Umsóknir um stöðu
prests í Gautaborg ber
að senda biskupsstofu
fyrir 15. mars.
ALÞÝÐUFLOKKURINN VESTFJÖRÐUM
H A PPDRÆ TTI
Alþýðuflokksins í
Vestfj arðakj ördlseml
Vinningar:
Flugfar fyrir tvo, Keflavík - Luxemborg -
Keflavík, að verðmæti kr. 80.000.-
Flugfar fyrir tvo, Keflavík - Kaupmanna-
höfn - Keflavík, að verðmæti kr. 42.920.-
Upplýsingar gefa Pétur Sigurðsson í síma
94 - 35 36, Snorri Hermannsson í síma 94 -
35 36 og Karitas Pálsdóttir í síma 94 - 36 64.
Útgefnir miðar: 1.000 - Verð kr. 500 -
Dregið verður 1. aprfl 1994.
ALÞYÐUFLOKKURINN
Happdrætti Alþýðuflokksins
Dregið hefur verið í Happdrætti Alþýðuflokksins og hlutu
handhafar eftirtalinna númera vinninga:
1. 6283 9. 6510
2. 6216 10. 2562
3. 4208 11. 4517
4. 4105 12. 2540
5. 4999 13. 1108
6. 9386 14. 3581
7. 9026 15. 9884
8. 7660
Vinningshafar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband
við skrifstofur Alþýðuflokksins, sími 91-29244, Hverfisgötu 8-
10, Reykjavík.
H7 AÐALFUNDUR
Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 26. febrúar 1994, kl. 13.00-15.00, að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
KAFFIVEITINGAR
MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA
Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni milli kl. 16.00 og 18.00, fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. febrúar.
STJÓRNIN.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR
Aðalfundur á
miðvikudaginn
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður hald-
inn miðvikudaginn 23. febrúar.
Fundurinn verður á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í
Reykjavík og hefst hann klukkan 20.30.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf og lagabreyting-
ar.
FJÖLMENNUM!
- Stjómin.
FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR
✓
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - boðar til
flokksstjórnarfundar laugardaginn 5. mars 1994. Fundurinn verður
haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík og hefst klukkan 10.15.
Dagskrá auglýst síðar.
Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til
atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltruar
í flokksstjórn atkvæðisrétt.
- Formaður.