Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. mars 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Lvm
Aðaitölur:
4^fÍ5)fÍ8N
Vmningstölur ,-------
miðvikudaginn:! 2. mars 1994
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
EJ 6af6 1 85.960.000
5 af 6 ta+bónus 0 992.022
5 af 6 9 54.951
EJ 4af6 388 2.027
n 3 af 6 tfl+bónus 1.494 226
Uinningur fár til: Danmerkur
26 28 42
BONUSTOLUR
Heildarupphæð þessa viku:
88.570.701
á Isl.:
2.610.701
UPPLÝSINQAR.SÍMSVARI 91- 68 16 11
LUKKUUNA 99 1000 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FVRIRVARA UU PRENTVILLUR
Tíðindamaður Rökstóla var
staddur í fréttasnapi niður á
Alþingi um daginn þegar
hann rakst á kollega sinn á
síðdegispressunni.
- Aldrei má maður skrifa
neitt um þessa krata, sagði tíð-
indamaður sfðdegispressunn-
ar. Og hélt áfram: Ef maður
segir að formaður Alþýðu-
flokksins hafi orðið undir á
þingflokksfundi, þá rýkur all-
ur þingflokkurinn upp til
handa og fóta og sendir frá sér
skrifleg mótmæli í alla fjöl-
miðla. Maður á bara á hættu
að þeir kalli út Landhelgis-
gæsluna næst ef maður skrifar
frétt um þá!
Eg reyndi að hugga þennan
tíðindamann síðdegispress-
unnar og benti honurn á að
skrifa eitthvað varanlegra en
hverfular fréttir af formanni
Alþýðuflokksins.
- Eins og hvað? spurði
hann vondaufur.
- Hvað með bestseller ævi-
sögu? spurði ég uppörvandi.
Rakfnn
bestseller
Það kom ljómi í augu tíð-
indamannsins.
- Já, þú segir nokkuð!
hrópaði hann. Hann var hugsi
á svipinn meðan hann tróð í
pípuna.
- Eg veit, sagði hann loks,
ég skrifa ævisögu Egils á
Seljavöllum.
- Alveg afbragð! sagði ég.
- Hugsaðu þér, sagði tíð-
indamaðurinn og kveikti í
pípunni, jafn stórkostlegan
feril í pólitíkinni!
Eg kinkaði kolli og reyndi
að muna hvað Egill hafði gert
stórkostlegt á sínum stjóm-
málaferli.
- Hugsaðu þér hvað mætti
skrifa um stöðu hans á þingi,
hélt tíðindamaðurinn áfram.
- Já, sagði ég.
Músík og
málefnahoft
Tíðindamaðurinn blés M
sér reyknum og horfði dreym-
inn eftir ganginum.
- Enginn annar þingmaður
fyrr né síðar hefur getað leyft
sér að hugsa aðeins um einn
málaflokk og engan annan,
sagði hann loks.
-v Nei, sagði ég.
- Enginn annar þingmaður
hefur setið jafn lengi á þingi
og bara talað urn landbúnað-
armál, sagði tíðindamaðurinn.
- Einmitt, sagði ég.
- Enda bóndi sjálfur, sagði
tíðindamaðurinn.
- Að sjálfsögðu, sagði ég.
- Svo er hann músíkalskur,
sagði tíðindamaðurinn.
- Er það? spurði ég forviða.
- Já, já, hann kann á harnt-
onikku. Að vísu var hann
stoppaður þegar hann lék á
harmonikkuna á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
- Hver stöðvaði hann?
spurði ég.
- Ami Johnsen. Honum
fannst Egill alveg vita laglaus.
- Þá hlýtur hann að vera
laglaus, sagði ég.
Góðfúslega leitið nánari upplýsinga
0
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI695500
Dæmi um verð: Gengi: 3/3/’94
M60 6 tonn. Stærð palls: 379 x 236 cm á einni hásingu. verð kr. 285.000 án vsk.
M85 8,5 tonn. Stærð palls: 412 x 236 cm á tveim hásingum verð kr. 380.000 án vsk.
M11011,0 tonn. Stærð palls: 460 x 236 cm á tveim hásingum verð kr. 484.000 án vsk.
STURTUVAGNAR
Bjóðum vandaða sturtuvagna frá Finnlandi.
Vagnarnir eru með tvískiptum skjólborðum og fást í 6 gerðum,
með burðargetu frá 5 til 14 tonn.
;0]Globus! BÚVÉLADEILD
68 15 55 Notaðar búvélar
Vörunúmer Árgerð Vélst. Staöur Vinnst. Heiti vélar og gerð VerÖ án vsk.
0850-730 1989 59 hö. Globus 1100 Case 585 XL 4x2 850.000,-
0700-200 1986 77 hö. Globus 2135 Case 1394 4x2 720.000,-
1050-070 1988 54 hö. Globus 1100 MF 355 4x4 meö Veto tækjum 1.100.000,-
0680-120 1991 60 hö. Globus 460 Zetor 6211 4x2 695.000,-
0600-360 1989 60 hö. Egilsst. 1610 Zetor 6245 4x4 620,000,-
0625-601 1990 65 hö. Akureyri 900 Zetor 7211 4x2 635.000,-
0725-602 1991 65 hö. Akureyri 800 Zetor 7211 4x2 735.000,-
0750-360 1991 70 hö. Globus 1060 Zetor 7711 4x2 760.000,-
1080-057 1991 79 hö. Globus 700 Zetor 7745 Turbo 4x4 1.100.000,-
1650-320 1992 92 hö. Hofsós Zetor 9540 meö Alö tækjum 4x4 1.650.000,-
Hin ómeðvitaða
pólitík
Við fómm aftur að tala um
pólitík Egils.
- Það sniðuga við Egil,
sagði tíðindamaðurinn, er að
hann skilur aldrei hvað hann
er að gera. Til dæmis botnaði
hann hvorki upp né niður í bú-
vörufrumvarpinu. Þegar hann
var á móti einstökum atriðum,
var hann í raun með þeim. Og
þegar hann var hlynntur ein-
hverju var hann á móti því.
Að lokum vissi enginn hverju
Egill var með og hverju móti.
Þess vegna klofnaði nefndin
að lokum þver og endilöng í
málinu. Og þegar Egill hafði
endanlega tapað fyrir Alþýðu-
flokknum, keypti hann
kampavín og hélt upp á það
að hann hefði borið sigur úr
býtum.
- Er þetta meðvituð pólit-
ík? spurði ég.
- Þetta er allt ómeðvitað.
Egill er búinn að vera svo
lengi í pólitfkinni að hann er
búinn að gleyma því hvernig
er að vera bóndi. Og hann er
búinn að vera svo lengi bóndi
að hann er búinn að gleyma
allri pólitík. Þetta er einstök
staða á þingi.
- Skilur hann GATT?
- Já, alla vega sagði hann
við mig um daginn að það
væri skammstöfun fyrir
Geymslugjöld fyrir Atvinnu-
lausa Tómthúsmenn og Tún-
bændur.
Rakinn
bisness
- En heldurðu að ævisaga
Egils seljist? spurði ég.
- Það er algjört aukaatriði,
svaraði líðindamaðurinn með
glampa í augunum. Egill kríar
út framleiðslustyrki fyrir bók-
inni, síðan geymslugjöld fyrir
að hafa hana óselda á lager,
beingreiðslur til mín fyrir að
skrifa bókina og útflutnings-
bætur fyrir að láta þýða hana
og koma henni á erlendan
markað. Þetta er rakinn bis-
ness!
- En þetta er töluverð
vinna, sagði ég.
Tíðindamaður síðdegis-
pressunnar horfði orðlaus á
mig. Sagði svo loksins:
- Hvaða bjáni ertu! Með
alla þessa styrki í bakið bg
tryggða enga sölu þarf ég ekk-
ert að skrifa bókina!
Og svo var hann rokinn lil
að hitta Egil og semja við
hann um útgáfusamning að
Egils sögu hinni nýju.