Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
LANDBÚNAÐARBLAÐ
Opin viðskipti - heiðarleg samkeppni:
Viðskiptaumhverfi þar sem agi og
festa mun ráða ríkjum í stað
yfirgangs og aflsmuna
Nafnsiftin GATT er skammstöfun á cnska heit-
inu „Hið aimenna samkomuiag um tolla og við-
skipti“ (General Agreement on Tariffs and Trade).
GATT er alþjóðlcgur samningur um viðskiptaregl-
ur sem yfir 110 ríki eiga aðild að, stofnun sem gefur
álit um hvort þessum reglum sé fylgt og vettvangur
til þess að standa að samningaviðræðum um endur-
bætur á GATT samningnum og sérsamningum
hans og auknu viðskiptafrelsi i heiminum með tolla-
lækkunum og afnámi viðskiptatálmana almennt.
GATT og sérsamningar hans ganga oft undir nafn-
inu hið Ijölþjóðlega viðskiptakerfi.
Starfsemi GATT birtist þannig einkum með eftirfar-
andi hætti:
(1) I GATT eru settar leikreglur um alþjóðaviðskipti
með alþjóðasamningum.
(2) GATT er vettvangur svonefndra samningalota
sem stofnað er til í þeim tilgangi að ná fram auknu frelsi
og festu í viðskiptum með opnun markaða annars vegar
og hinsvegar með skýrari, virkari og víðtækari reglum
um viðskipti og eftirlit og aðhald með því að þeim sé
fylgt. Til þessa hefur verið stofnað til 8 samningalota.
Síðasta og lang viðamesta lotan til þessa hófst árið 1986
og lauk í desember 1993. Er hún kennd við Uruguay þar
sem henni var hrint af stokki.
(3) GATT fjallar um viðskiptadeilur milli aðildar-
ríkja GATT og gefur álit um þær.
Reglur um alþjóðaviðskipti
Um mitt ár 1993 voru aðildarlönd GATT orðin 111
og fer þeim sífellt fjölgandi. Um ni'utíu af hundraði
vöruviðskipta í heintinum eru milli aðildarlanda GATT
og falla því undir GATT samninginn og sérsamninga
hans. Markmið GATT er að skapa aga og festu í alþjóð-
legum viðskiptum, stuðla að auknu viðskiptafrelsi og
örva þannig fjárfestingu, atvinnumyndun og viðskipti
almennt. Með þessum hætti vinnur GATT að auknum
hagvexti í heiminum og framþróun.
SagaGATT
Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar ákváðu Banda-
menn að setja á laggirnar stofnun fyrir alþjóðlegt pólit-
ískt samstarf, Sameinuðu þjóðimar. A efnahagssviðinu
var hugmyndin sú að setja á stofn þrjár nátengdar stofn-
anir, það er Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann
og Alþjóðaviðskiptastofnunina. Skyldu þær helgaðar
alþjóðlegri efnahags- og viðskiptasamvinnu innan vé-
banda Sameinuðu þjóðanna. Samningar um síðast-
nefndu stofnuninadrógust á langinn. Af þeim sökum og
til að hefja þegar sókn gegn hinum miklu viðskipta-
tálmunum sem við lýði voru og hinni sterku verndar-
hyggju sem ríkti eftir stríðið, tókust samningar um
bráðabirgðasamkomulag árið 1948 sem nefnt var
GATT. Var hugmyndin sú að GATT skyldi gilda þar til
hin fyrirhugaða viðskiptastofnun tæki til starfa. Hins
vegar reyndist hin Alþjóðaviðskiptastofnun andvana
fædd þar sem samkomulag tókst aldrei um stofnskrána.
Stofnaðilar GATT voru 23 riki af þeim 50 sem stóðu
að samningunum um Alþjóðaviðskiptastofnunina.
GATT er eini alþjóðlegi samningurinn sem setur
reglur um viðskipti ríkja heims. Takist að leiða Uru-
guay-viðræðumar til jákvæðra lykta verður stofnun Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar væntanlega að raunveru-
leika eins og fjallað verður um síðar.
Viðskipti án mismununar
Homsteinn GATT og fyrsta grundvallarregla er
bestu- kjararcglan. Þessi mikilvæga regla hefur f för
með sér að öll aðildarlönd GATT skulu njóta sömu
kjara hvað tolla og tollameðferð varðar. Hún kveður á
um að viðskipti skuli stunduð á gmndvelli jafnræðis
eða án mismununar. Riki mega því ekki við innflutning
mismuna vöm vegna uppruna þeirra eða áfangastaðar,
til dæmis með hærri tollum eða magntakmörkunum. Af
þessu leiðir að engu aðildarríki er heimilt að veita öðm
ríki viðskiptaívilnanir fram yfir önnur né heldur mis-
muna því í viðskiptum. Þetta þýðir til að mynda að ef
Nýsjálendingar lækkuðu tolla á þorskflökum frá Kan-
ada gegn því að Kanada lækkaði tolla á lambakjöti frá
hinum fyrmefndu, myndi það gilda fyrir öll aðildarríki
GATT án þess að þau hefðu tekið þátt í slíkum samn-
ingaviðræðum. Ef þessi regla væri ekki til staðar gætu
til dæmis Evrópusambandið og Bandaríkin knúið fram
tollalækkanir hvort hjá öðm án þess þó að önnur riki
nytu góðs af því. Slíkt myndi leiða til þess að efnahags-
leg stórveldi gætu nánast útilokað önnur ríki af mörkuð-
um sínum sem ekki hefðu burði til þess að ná fram
sömu viðskiptakjömm og þau hefðu samið um sín á
milli. Hefur bestu-kjarareglan til dæmis tryggt aðildar-
ríkjum GATT ýmsan ávinning, ekki síst minni ríkjum.
Sem dæmi má nefna að vegna bestu kjarareglunnar nýt-
ur Island 25000 tonna kvóta á saltfiski með engum toll-
um gagnvart Spáni, sent Noregur og Kanada sömdu um
við Spán á sjöunda áratugnum. Með þessu móti er sam-
keppni skerpt og hærra stigi fríverslunar náð.
Undantekningar frá bestu-kjarareglunni eru þó heim-
ilaðar í vissum tilvikum. Samkvæmt bestu-kjararegl-
unni er tryggt að allar vörur GATT landa njóta sömu
kjara við innflutning. Þegar varan er komin inn fyrir
landamærin, tekurönnurgrundvallarregla við sem köll-
uð er jafnréttiskjarareglan. Hún bannar að innfluttu vör-
unni sé mismunað til að mynda með sköttum innan-
landsvörunni í vil. Er þetta til þess gert að bestu-kjara-
reglan verði ekki gerð áhrifalaus þegar varan er komin
inn á markaðinn og þannig er réttlát samkeppni tryggð.
Vernd með tollum
Þó svo GATT vinni þannig að frjálsari viðskiptahátt-
um og aukinni samkeppni bannar samningurinn ekki
alla vernd fyrir innanlandsframleiðslu. Hins vegar er
eitt af grundvallarmarkmiðum GATT að það sé gert
með tollum en ekki öðrum verndaraðgerðum. Þó vissu-
lega sé stöðugt unnið að lækkun tolla til að stuðla að
frjálsari viðskiptum, eru rökin þau að tollar séu illskásta
tækið til að vemda innanlandsframleiðslu ef þess er
óskað, þar sem ljóst sé hver tálmunin sé þegar um tolla
er að ræða. Verra er hins vegar að eiga við til dæmis
magntakmarkanir, innflutningsleyfi og fleira sem bjóða
upp á mismunun og erfitt er oft og tíðum fyrir útflytj-
endur að henda reiður á þeim.
Areiðanleiki og festa í viðskiptum er að hluta til
sköpuð með því að aðildarríki GATT „binda" tolla í
ákveðnu hámarki sem samið hefur verið um í samn-
ingalotum. Þessir bundnu tollar eru birtir í skrám fyrir
hvert land og eru þær hluti af GATT samningnum. Er
ríkjum ekki heimilt að hækka tolla sína sem hafa verið
bundnir með þessum hætti, nema í sérstökum tilvikum.
Ef ríki telur sig knúið til að Ieysa einhverjar vöruteg-
undir undan tollbindingum, verður það að hefja viðræð-
ur við önnur ríki sem hagsmuna eiga að gæta og bæta
viðskiptaskaðann með lækkun á tollbindingum á öðrum
vöntfiokkum sem skipta hitt ríkið máli.
f viðskiptalotum GATT hefur verið tekist á um lækk-
anir tollbindinga. Má segja að það sé hið hefðbundna
umfjöllunarefni viðskiptalotna GATT að stuðla að
lækkun þeirra og auka umfang bindinga (það er að
segja fjölga þeim vöruflokkum sem eru með bundna
tolla). Frá því GATT komst á laggirnar hafa meðaltoll-
ar iðnríkja þannig lækkað úr 40% í lok fimmta áratug-
arins í 5 % nú á dögum.
Heiðarleg samkeppni
GATT er ekki fríverslunarsamningur enda eru vissar
viðskiptatálmanir heimilar samkvæmt ákveðnum regl-
um. GATf er ekki heldur tollabandalag þar sem slík
samtök fela í sér sameiginlega ytri tolla gagnvart þriðju
ríkjum. GATT stuðlar hinsvegar að opnari viðskiptum,
heiðarlegri og óbrenglaðri samkeppni.
I milliríkjaviðskiptum grípa stjómvöld oft til ýmissa
úrræða til að auðvelda framleiðendum sínum að koma
vöru sinni á framfæri og selja hana á erlendum mörkuð-
um. Slík úrræði eru gjaman á kostnað frjálsrar sam-
keppni og felast oftar en ekki í niðurgreiðslum og und-
irboðum. Mikið af hinu almenna starfi GATT snýst um
aö setja niður deilur sem hafa risið af slíkum aðgerðum
og gagnráðstöfunum þeirra ríkja sem telja sig hafa orð-
ið fyrir barðinu á þeim. Þannig hafa sérsamningar
GATT um undirboð og um niðurgreiðslur, sem gerðir
voru í Tókíó- viðræðunum, að geyma reglur um það
hvemig ríki geta brugðist við undirboðum frá öðmm
ríkjum (það er að segja með undirboðstollum) - eða
þegar niðurgreiðslur skekkja samkeppnisstöðuna. Nið-
urgreiðslur feíast oftast í útflutningsbótum (bætur
greiddar er varan er flutt út til að hægt sé að selja hana á
lægra verði á mörkuðum erlendis). Undirboð á í aðalat-
riðum sér stað þegar vara er flutt út á Iægra verði en sem
nemur eðlilegu verðmæti hennar (venjulega flutt út á
lægra verði en hún er seld á innanlands). GATT heimil-
ar álagningu undirboðstolla á undirboðna vöru, sem
skal nerna muninum á útflutningsverðinu og eðlilegu
verði, ef undirboð veldur framleiðendum samkeppni-
svöru viðskiptatjóni. Einnig er heimilt að grípa til gagn-
aðgerða í formi jöfnunartolla, þegar niðurgreidd vara
veldur viðskiptatjóni, til að jafna þann mun í verði sem
niðurgreiðslurnar skapa. Vandinn er hins vegar sá að
sýna fram á að undirboð eða niðurgreiðsla hafi átt sér
stað, hvort viðskiptatjón hafi hlotist af og hvort gagn-
ráðstöfun hafi verið réttmæt (í réttu hlutfalli við undir-
boð niðurgreiðsluna og svo framvegis) eða hvort verið
er að beita duldri vemdaraðgerð gagnvart erlendum
samkeppnisaðilum. I Uruguay-viðræðunum var samið
um enn frekari reglur sem vinna eiga gegn óheilbrigð-
um viðskiptaháttum milli ríkja.
Viðskiptalotur
Stærstu stökkin fram á við fyrir auknu viðskiptafrelsi
hefur verið árangur viðskiptalotanna sem GATT hefur
staðið fyrir. Uruguay-viðræðumar em áttunda lotan í
röðinni. Þær hófust árið 1986 í Uruguay og vom lang
viðamestu viðskiptaviðræður GATT til þessa.
Viðskiptaviðræður GATT hafa verið afar mikilvæg-
ar til að knýja fram aukið frelsi í heimsviðskiptum,
styrkja og útvíkka reglur hins fjölþjóðlega viðskipta-
kerfis. Svokölluð „pakkalausn“ f slíkum viðræðum hef-
ur marga kosti. I fyrsta lagi geta þátttökuríkin náð fram
árangri á mörgum sviðum. í öðm lagi auðveldar það
ríkjum að taka á sig skuldbindingar einu sviði sem erf-
itt getur verið að fá samþykktar heima fyrir, gegn því að
fá ávinning á öðmm. í þriðja lagi auðveldar það burð-
arminni ríkjum til að ná fram breytingum á viðskipta-
kerfinu og kjörum sér í hag sem annars gæti reynst erf-
itt ef eingöngu tvíhliða samkomulag stærstu ríkjanna
réði ferðinni.
Fyrstu samningalotur GATT fjölluðu einkum um
lækkun tolla. I síðari lotum var byrjað að endurskoða,
endurtúlka og útvíkka hinar upprunalegu reglur GATT.
T ókíó-viðræðurnar
Tókíó-viðræðumar hófust í höfuðborg Japans árið
1973 og lauk árið 1979. Arangurinn var verulegar tolla-
lækkanir auk nokkurra samninga um viðskiptatálmanir
aðrar en tolla. Tollar á iðnvömm lækkuðu þannig að
vegnu meðaltali frá 7 í 4,7% á níu stærstu mörkuðum
veraldar eða um 34%. Þegar GATT hóf göngu sína í lok
fimmta áratugarins, vom meðaltolliu- hins vegar um
40%.
Auk tollalækkana voru gerðir ýmsir sérsamningar
um aðrar viðskiptahindranir en tolla og nánari túlkun á
reglum GATT en þeir fjalla um eftirfarandi:
Niðurgreiðslur og jöfnunartolla: Skuldbindur
samningsaðila til að tryggja að notkun niðurgreiðslna
valdi viðskiptahagsmunum annara samningsaðila ekki
tjóni. Heimilar álagningu jöfnunartolla ef sýnt er fram á
að niðurgreidda innflutningsvaran sem í hlut á hafi
valdið raunvemlegu tjóni eða valdi hættu á slíku tjóni
fyrir innanlandsframleiðsluna.
Tæknilegar viðskiptahindranir: Leitast við að
tryggja að tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og
lleira, til dæmis vegna neytenda, öryggis, heilsu eða
umhverfis, skapi ekki ónauðsynlegar hindranir fyrir
viðskipti. Opinber útboð: Miða að aukinni alþjóðlegri
samkeppni í opinbemm útboðum.
Tollvirði: Setur samræmdar, sanngjarnar og hlut-
lægar reglur við mat á vömm við tollaálagningu.
Endurskoðaðar reglur um undirboöstolla: Nær til
varnings sem er undirboðinn sem mætti skilgreina sem
vöm selda á lægra verði erlendis en framleiðandi krefst
fyrir hana innanlands. Þessi samningur endurskoðar
eldri samning um sama efni frá Kennedy-viðræðunum
og fjallar um skilyrði þess að leggja megi á undirboðs-
tolla.
I Tókíó-viðræðunum vom einnig gerðir samningar
sem miða að aukningu viðskipta tneð kjöt- og mjólkur-
afurðir auk þess að iðnríkin sömdu um tollfrelsi fyrir
fiugvélar til friðsamlegra nota.
U ruguay-viðræðurnar
Uruguay-viðræðunum var formlega ýtt úr vör á ráð-
herrafundi í Punta del Este í Uruguay árið 1986 eftir
töluverðan aðdraganda og undirbúning. Þær em um-
Föstudagur 4. mars 1994
fangsmestu samningaviðræður um viðskipti til þessa.
Aldrei hafa jafn mörg lönd tekið þátt í viðskiptaviðræð-
um á vegum GATT, eða á annað hundrað ríki, né held-
ur hefur verið fjallað um jafn mörg svið áður. Heildar-
niðurstaða Umguay-viðræðnanna er fólgin í fjölmörg-
um samningum. Að auki taka þátttökuríkin á sig yfir-
gripsmiklar skuldbindingar hvert um sig sem miða að
tollalækkunum og fækkun viðskiptahindrana í vömvið-
skiplum auk sérstaks samnings sem setur reglur um
þjónustuviðskipti og eykur frelsi í Jreim.
Uruguay-viðræðunum hefur verið lýst með þeim
hætti að með þeim sé verið að taka hið alþjóðlega við-
skiptakerfi rneð heljarstökki inn í nútímann. Orðið er
mjög aðkallandi að hinar alþjóðlegu viðskiptareglur
GATT verði lagaðar að nútímaþörfum. Reiknað hefur
verið út að Umguay-viðræðurnar niuni leiða til aukinna
þjóðartekna f heiminum sem nemur 200 milljörðum
dollara. Þá em þessar viðræður eitt helsta haldreipi þró-
unarlanda og kommúnistaríkjanna fyrrverandi til að
auka viðskiptamöguleika og koma á opnara hagkerfi og
þannig stuðla að hagvexti og framþróun.
Rétt er að benda á að viðskipti með búvömr er ein-
ungis viðfangsefni eins af 28 samningum. Með öðrum
orðum er mun meira fólgið í Umguay-viðræðunum en
ráða má af þeirri miklu umljöllun sem þetta svið hefur
fengið þótt það sé vissulega mikilvægt og afar erfitt pól-
itískt.
Fjögur meginsvið
í gmndvallaratriðum má skipta Uruguay-viðræðun-
um í fjögur meginsvið eða þætti:
í fyrsta lagi aðgerðir til npnunar markaða, svo
sem tollalækkanir sem er hið hefðbundna viðfangsefni
GATT.
í öðru lagi samningar sem miða að því að styrkja
reglur GATT. Undir þetta svið mætti fella skýrari og
virkari reglur um undirboðstolla og niðurgreiðslur. I
þessum hópi eiga einnig heima samningarnir um við-
skipti með vefnaðarvömr sem hafa verið háð sérsamn-
ingum á skjön við hinar almennu reglur GATT og um
búvöruviðskipti sem hafa verið stunduð í skjóli óskýrra
og ctvirkra reglna.
I þriðja lagi samningar um ný svið efnahagsstarf-
semi sem ekki hafa áður fallið undir GATT, það er
að segja viðskipti með þjónustu, vemd hugverkarétt-
inda (til dæmis höfundarréttur og einkaleyfi) og fjár-
festingar í viðskiptum. Að auki má nefna að t' fyrsta
skipti er alvarlega tekið á viðskiptum tneð landbúnaðar-
afurðir.
I fjórða lagi stendur til að stofna alþjóðlega við-
skiptastofnun sem mun mynda stofnanalegan ramma
utan um alla hina nýju samninga og endurbæta ketfið til
lausnar deilumála.
ísland og Uruguay-lotan
En hvaða akkur er í þessum samningum fyrir Island?
Islenskir hagsmunir hafa að vísu að mestu verið tryggð-
ir á mikilvægasta markaði okkar með EES-samningn-
um. Hins vegar munu útflutningsmöguleikar til annarra
markaða, hvort heldur er með vöru eða þjónustu, aukast
verulega með Uruguay-samningnum. Þannig opnast
leiðir til sölu á tækniþekkingu í sjávarútvegi og við nýt-
ingu jarðhita, svo dæmi séu nefnd. Tollalækkanir á
sjávarafurðum í tengslum við samninginn munu verða
um 30% hjá ýmsum mikilvægum viðskiptaþjóðum eða
meira. Nefna má að af þeim sjávarafurðum sem fluttar
eru út til Bandaríkjanna frá íslandi falla nær allir tollar
niður (99%) en almenn tollalækkun á sjávarafurðum á
Bandaríkjamarkaði verður 68% að meðaltali. íslensku
atvinnulffi opnast möguleikar til sóknar á nýjum svið-
um á mörkuðum sem liggja utan okkar hefðbundnu við-
skiptalanda.
Lokaorð
I heild munu Uruguay-samningarnir leiða til mun
betra efnahagsástands í heiminum á næstu árum sem
þýðir betra efnahagsumhverfi og viðskiptakjör fyrir fs-
land. Þannig hefur verið reiknað út að árlegar tekjur í
heiminum aukast um að minnsta kosti 270 milljarða
dollara. Farsælar lyklir Uruguay-viðræðnanna eru
sterkt mótvægi við vemdarhyggju og einhliða aðgerð-
um hinna sterku, sem örlað hefur á í auknum mæli,
einkum í Bandarikjunum. Með þessum samningum
hefur Ioks tekist að snúa viðskiptum með landbúnaðar-
vörur í frjálsræðisátt, til mikilla hagsbóta fyrir neytend-
ur og þróunarríki. Síðast en ekki síst munu hinar nýju
reglur um lausn deilumála á vegum GATT treysta rétt-
arstöðu smærri ríkja, sem verða að geta reitt sig á að al-
þjóðlegar skuldbindingar ráði meiru en aflsmunur í
milliríkjaverslun.
Með Uruguay viðræðunum hafa verið sköpuð skil-
yrði til nýrrar sóknar í heimsbúskapnum. Viðskipta-
kerfið er tekið með heljarstökki inn í núlímann og við-
skiptum er rudd leið inn á nýjar brautir, þar sem agi og
festa mun ráða ríkjum í stað yfirgangs og aflsmuna.
Haftapostular og þjóðminjaverðir þrengstu sérhags-
muna hafa verið kveðnir í kútinn en almenn skynsemi
og heildarhagur munu njóta góðs af.
Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason
■+