Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur4. mars 1994 LANDBUNAÐARBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 PALLBORÐIÐt Elríkur Bcrgmanrs Elnarsson ISLENDINGAR misstu af lestinni Nú stöndum við Islending- ar frammi fyrir því að ein- angrast pólitískt, við féllum í þá gryfju að njgla saman föð- urlandsást og þjóðarrembu. Smæðin og fjarlægðir frá um- heiminum hafa leitt af sér minnimáttarkennd í sál þess- arar þjóðar sem hefur þó alla burði til að standa stolt og halda hnakkreist til samninga við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu. Minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði Hræðslan við hinn stóra heim hefur fengið marga landsmenn til að guggna í samskiptum við aðrar þjóðir og telja sig betur komna eina sér úti í horni heimsins, vilja frekar slá upp vamarmúrúm umhverfis landið óg húka þar á bakvið, í stað þess að ganga óhræddir til samskipta við aðra. Þessi þrúgándi minni- mátrarkennd hefur síðan brot- ist út í mikilmennskubrjálæði sem sést best í þeint þjóðar- hroka sem oft verður vart við á íslandi. íslendingar telja sig iðulega manna mesta, sterkasta og jafnvel fallegasta en hafa þó ekki þor til að ganga að samn- ingaborði við aðrar þjóðir vegna hræðslu við að verða undir. Hræðslan er það mikil að það virðist jafnvel ekki mega ræða hluti eins og aðild að Evrópusambandinu, án þess að afturhaldsöfl landsins hlaupi upp til handa og fóta og kalli: Ulfur! Úlfur! Island einangrað og áhrifalaust Við verðum að velta upp þeim kostum og göilum sem af aðild hlýst og taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða um það er fengin. Málefnaleg umræða hlýtur alltaf að vera til góðs og hún þarf að fara fram á skynsamlegum nótum en ekki af tilfinningabræði þar sem skynseminni er út- hýst. Það er því nauðsynlegt að við Islendingar tökum upp viðræður við Evrópusam- bandið og ræðum einnig heimafyrir þá þróun sem á sér stað í Evrópu. Nú er að minnsta kosti Ijóst að Svíþjóð og Finnland, Aust- ufríki og að öllum líkindum Norðmenn eru á leið inn í Evrópusambandið en ísland stendur fyrir utan, éinangrað og áhrifalaust. Við misstum af lestinni. EES-samningur- inn er tvíhiiðasamningur milli EFTA-landanna og Evrópu- sambandsins, en nú þegar flest öll EFTA-ríkin eru kom- in inn f Evrópusambandið þá eru forsendumar fyrir EES- samningnum brostnar og Ijóst er að Islendingar geta ekki einir haldið uppi þeim stofn- unum sem samningurinn hvílir á. Samningurinn mun því að öllum líkindunt breytast í tvf- hliða samning milli Islands og Evrópusantbandsins. Þrátt fyrir að það muni takast, sem enn er óvíst, þá er vandséð að um jafn virkan samning sé að ræða, því að ef, og þegar ágreiningsatriði koma upp munum við ekki hafa sam- flotsiTki okkar í EES með okkur að samningaborði. Þeir munu sitja hinum megin við borðið. Það er því vandséð að við munum hafa nokkur tæki til að verja okkur fyrir viðlíka brotum og þær hindranir sem Frakkar beita okkur í fiskinn- flutningi ef við stöndum einir að kröfugerð. Fjölbreytileg menningarílora Sem aðilar að Evrópusam- bandinu þá myndum við þó geta haft einhver áhrif á við- skiptahagsmuni okkar og tiyggja okkur gegn brotum á samningum. Fyrir utan erunt við áhrifalaust og auðveld bráð. Einnig er það nauðsyn- legt íslenskri ntenningu að vera hluti af stæni menning- arheild. Enda er það svo að þau ntenningarsvæði sent vinna saman og hafa áhrif á hvert annað verða ríkari fyrir bragðið, en þynnast ekki út eins og rnargir hafa viljað halda fram. Rfki Evrópusam- bandsins hafa til að mynda ekki misst neitt af sfnum menningarlegu einkennum heldur hefur aðeins fjölbreyti- leg menningarflóra annarra þjóða bæst við og þannig auðgað mannlífið. Einnig er Ijóst að það mun draga gífurlega úr Norður- landasamstarfi þegar bræðra- rfki okkar eru komin inn í Evrópusambandið því að af augljósum ástæðum mun það samstarf taka mestan jtein'a tfma og áhuga. Mikilvægi Norðurlandaráðs, sem hefnr verið helsti vettvangur Islend- inga lil alþjóðlegra áhrifa, mun minnka til muna og Norðurlandasamstarf ntun færast inn í Evrópusamband- ið. Þar munu Norðurlöndin standa santan en Islendingar standa fyrir utan. íslands sæki um aðild að Evrópusambandinu Af þessu má sjá að hættan á pólitískri einangrun Islands er yfirvofandi ef ekkert verður að gert. íslendingar verða að fara að vakna til meðvitundar um að við erum ekki ein í heiminum og það þýðir ekki að berja hausnum endalaust við steininn og neita að ræða þá samrunaþróun sem á sér stað í næsta nágrenni við okk- ur. Því miður eru alltof marg- ir íslenskir ráðamenn því marki brenndir að vilja ein- angra þjóðina og ef einráðir væru vildu helst að íslending- ar slægju varanlegum vamar- garði í kringum landið og hyrfu aftur til sjálfþurftarbú- skapar. Það er Islendingum lífs- nauðsynlegt að halda aftur- haldsöflunum í skefjum og sækja þess í stað fram á við, til sóknar í samskiptum við önnur lönd. Eg tel því rétt að Island sæki um aðild að Evrópusambandinu og iáti á það reyna hvort við fáum viðunandi sanming. Þótt margir telji ntig föðurlands- svikara við það eitt að voga mér að skrifa viðlíka setningu þá tel ég það vera meiri svik við föðurlandið að loka það af og skella hurðum frarnan í alla þá sem því vilja kynnast á grundvelli jafningja. Höíundurer stjómmálafræðinemi við Háskóla íslands og forseti málstofu Sambands ungra jafnaðarmanna um stjórnskipan. ALLT TIL RAFHITUNAR! Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagrlsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. Hitakútar úr ryðfriu stáli. Stærðir 30 - 300 litra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba / rafketill 12kw, 230ú. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þrautreyndur viö íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 68»^ Pítubrauðin eru nýbökuð og laus við öll rotvarnarefhi, — grænmeti, kjöt og fiskur er ferskt og bragðgott. Pítan er því ekki bara góð og saðsörn mál- tíð, heldur líka mjög holl. Fj ölskyldupakki: Tvær pítur m/bufFi, tvær barnapítur (eða barnaham- borgarar) m/frönskum, sósu og tveggja lítra kók kr. 1.750.- TILBOÐ Ljúffeng máltíð á lágu verði Píta með grænmeti, ífönskum og sósu kr. 450.- Hamborgarar með frönskum og sósu kr. 400.-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.