Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. mars 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 VÉLAR OG Þ.TÓNUSTA: ÖFLUG ÞJÓNUSTA GUNNAR GUNNARSSON. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason I GEGNUM tíðina hefur upp- bygging þeirra hjá Vélum og Þjón- ustu verið jöfn og þétt, en þeir hafa þjónað vinnuvélamarkaðnum í 19 ár með vaxandi þunga. I dag eru þeir ekki aðeins þekktir íyrir vara- hluta og viðgerðarþjónustu, heldur líka fyrir margþættan innflutning á hinum ýmsu búvélum. Hér á eftir er ætlun að kynna að örlitlu leiti þann búnað sem snýr að bændum. Þó freistandi sé að miða við árstíma, og vorverkin þá bíður betri tíma að minnast á plóga, tætara, og sáðvél- ar. Það sem mesta athygli vekur nú er, hin nýja lína af CASE IH drátt- arvélum sem nú er að koma á mark- aðinn. Vélar og Þjónusta eru að byija að kynna vélamar í stærðum frá 45-90 hestöfl. og verða þær fáanlegar með L og XL húsum.En í tengslum við þá kynningu verður opið hús alla virka daga í mars og apríl að Jám- hálsi 2 í Reykjavík. Nýju dráttar- vélamar em byggðir á reynslu sem svokallaðar MAGNUM og MAX- UM dráttarvélar hafa skapað en að baki liggur ítarleg könnun og úttekt hjá bændum og þjónustu aðilum og var kröfúm þeirra rnætt.Sérstaka at- hygli vekur að gírkassar em alsam- hæfðir. Við hönnun á gírbúnaði hefur verið tekið tillit til ferðahraða og hraðastigs. Skiptingin sjálf er hægri handar á gír og drifi Mis- munadrifslás og fjórhjóladrif er tengt með vökvaafli með því að þrýsta á hnapp. Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri var ánægður með af- komu fyrirtækisins á síðasta ári. Þrátt fyrir að almenn velta hafí minnkað urn 15% þá jókst velta þeirra hjá Vélum og Þjónustu um 4% á síðasta ári miðað við 1992. Líklegt má telja að samkeppnis- staða fyrirtækisins batni enn með tilkomu nýju línunnar frá CASE, salan á rúllubindivélum sem em frá KRONE má ætla að verði álíka og í fyrra. Pökkunarvélamar frá SILO-, MAC ættu að fylgja í kjölfarið og vaxandi eftirspum er eftir mokstur- tækjum. Moksturstækin hafa fengið aukið vægi með tilkomu rúllubindi- vélanna og þar með kröfunni um öflugri dráttarvélar. Moksturstækin sem nú er boðið uppá em ekkert í líkingu við það sem áður var þegar spotti var notaður til þess að losa pinnann þannig að skóflan velti úr sér. I dag er spumingin hvaða kröf- ur kaupandi geri til tækjanna og að öllum líkindum er hægt að koma á móts við þær. Gunnar benti á þá þróun sem ver- ið hefði á innflutningi dráttarvéla undanfarin 17 ár og í framhaldi af því á þá lægð sem stefndi í með inn- flutning og sölu á þeim. Innflutn- ingur á síðasta ári var ekki nema rúmlega 200 vélar og hafði farið hraðminnkandi. Ekki vildi Gunnar spá því að innflutningur færi niður í 100 vélar en taldi líklegt að 200 véla markið næðist ekki í ár. Gunnar taldi að ekki yrði langt að bíða að almenn endumýjun hæfist þá mætti sjá skemmtilegri tölur fyr- ir augað. Hann benti á að með rúllu- verkuninni hefði ný og umhverfis- vænni tækni orðið allsráðandi. En í henni fer saman auðveldari hirðing, þó tíðarfar sé ekki upp á það besta og hey verði því ekki eins illa hrak- in og áður, þegar fyrri heyskapar- háttur var í fullu gildi. Aðferðin væri þægileg og hún væri hagkvæm fjárhagslega. Fóðrið væri úrvals- gott og það yrði til þess að mikið væri hægt að spara í kjamfóðurgjöf. Minni hætta væri á lungna og of- næmissjúkdómum vegna rykmynd- unar, og heilsufar skepnanna væri allt annað og betra. Ekki mætti gleyma þeirri hringrás sem fóður- safínn næði með nýju verkuninni og færi hann því ekki lengur út í gmnnvatnið. GLOBUS: FJOLBREYTT URVAL ÞAÐ VAR Magnús Ingþórsson hjá Globus sem tók að sér að leiða útsendara Alþýðublaðsins að nokkm um þær brautir sem þjón- usta við bændur krefst. Búrekstur í dag er það tæknivæddur jafnt utan- dyra sem innan að erfitt er fyrir þann sem lítt þekkir til að feta sig áfram svo skammlaust sé. Arin sem þeir hjá Globusi hafa sett metnað sinn í að þjóna bændum em orðin nokkuð mörg. Fjölbreytt úrval véla og aukatækja hefur gert það að verkum að hlutdeild þeirra í þjón- ustu við bændur hefur verið um langa tíð verið um 40% og í átt að 50%. Dráttarvélamar sem þeir hjá Globus bjóða uppá em ZETOR og svo FIATAGRl. Það var 1968- 1969 sem byrjað var að flytja ZE- TOR vélamar til landsins. Verð þeirra var mjög hagstætt og reynsl- an af þeim þótti það góð að um sí- vaxandi sölu var að ræða meðan að- stæður hjá bændum vom eðlilegar. Verð dráttarvélanna í dag (án virðisaukaskatts) er 845.000 krónur fyrir ZETOR 3320, sem er með 45 hestafla vél, að 1.550.000 krónum fyrir ZETOR 9540 sem er fjór- hjóladrifinn og með 92 hestafla vél. Fyrir utan hinn almenna staðal- búnað má geta þess að fjórhjóla- drifni ZETORINN er þokkalega skóaður en dekkjastærð að framan er 12,4-24 en aftan er hún 16,9-38. Gírkassinn er með hliðarskiptingu, 16 hraðastig áffam og 4 afiturábak, vökvamilligír og hámarksökuhraði er um 40 km á klukkustund. Það var árið 1985 sem FIAT- AGRI var fluttur hingað inn til landsins á vegum Globusar, í byrj- un vom vélamar fluttar inn frá Bret- landi en svo kom að hagstæðir samningar náðust beint við fram- leiðendur. Fengust vélamar þá strax á betra verði og betur útbúnar. Meðal annars er yfirbygging öll raf- galvanisemð. Hafa vélamar líkað vel og innflutningur á þeim verið 40 til 50 stykki á ári. Er það góð út- koma á tegund sem verið er að vinna sess en innflutningur á drátt- arvélum hefur hrapað úr 523 vélum árið 1987 niður í rétt rúmlega 200 árið 1993. Verðið á FLATAGRI spannar ffá 1469.000 krónum sem 80 hestafla 2x4 vélin kostar, að 1.823.000 krónum sem 100 hestafla 4x4 kost- ar, en þá á eftir að bæta virðisauka- skattinum við. FIATAGRI em stærstir í framleiðslu fjórhjóladrif- inna véla og það síðan ffá árinu 1919. Þeir vom einnig fyrstir hér á markaðnum til þess að bjóða vél með vendigír. En það er um auðugri garð að grisja en aðeins dráttarvélar hjá Globusi því þeir em með umboð fyrir rúllubindivélamar frá WEL- GER. Það fyrirtæki var ffumkvöð- ull í framleiðslu rúllubindivéla og á einkaleyftð á ffamleiðslu véla sem sníða rúllumar í fasta stærð. Verð þeirra er um 980.000 krónur en að auki má fá ýmsan aukabúnað með þeim sem eykur nota- gildi en hækkar verðið að sjálfsögðu um leið. Síðan mætti nefha EL- HO pökkunarvélamar sem em alsjálfvirkar og stilla ftlmuna rétt og flauta þeg- ar þær em búnar. Verðið á þeim er 640.000 krónur, án virðisaukaskattsins. Einn hlutur enn sem er nauðsynlegur í ffamhaldi af rúlluvæðingunni em ámoksturtækin. Þar bjóða þeir hjá Globusi uppá ALÖ QUICKE en verðið á þeim er frá 337.000 krón- um án virðisaukaskattsins og að 558.700 krónum. í framhaldi af þeim töl- um sem hér er verið að nefna vaknar sú spuming hvort nokkuð vit sé í svo mikilli fjárfestingu á þess- um síðustu og verstu tímum? Eng- inn eft, fúllyrti Magnús og stóð fastur á því að það væri ekki sölu- maðurinn sem talaði. Sem dæmi nefndi hann að kjamfóðurskostnað- ur hjá bændum hefði farið minnk- andi þar sem hey væm allt önnur og betri, tvíslegið væri og allt annað líf varðandi alla hirðingu og gjöf. Og loks væri rykmyndun sáralítil og vissu bændur manna best hversu virði það væri. í stuttri grein sem þessari er ekki hægt að gera svo margbrotnu fyrir- tæki skil þau sem maður vildi, en þeir hjá Globus hafa lagt metnað sinn í að koma til bænda og sýna þeim það sem er á boðstólum og ekki sakar að geta þess að ein nýj- asta rósin í hnappagat Globus er ALFA LAVAL umboðið en það hafði Sambandið verið með áður. MAGNÚSINGÞÓRSSON. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason AÐALFUNDUR OLÍS 1994 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf, fyrir rekstrarárið 1993, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, föstudaginn 18. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: a) Skv. 13. gr. samþykkta félagsins. b) Tillaga um breytingu á samþykkt- um félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.