Alþýðublaðið - 11.03.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.03.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Föstudagur 11. mars 1994 Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir ís- lenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands, lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur end- anlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur tveir mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot af Kjarvalsstofu í eitt ár. Vegna fjölda um- sókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið tveir mánuðir. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og. þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg og er nú Fr. frankar 1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af hús- næði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1994 til 31. júlí 1995. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrif- stofanna í Ráðhúsinu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og af- rit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa út- hlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 28. mars 1994. Stjórn Kjarvalsstofu. Aðalfundur Eimskips: Utflutningur á þjónustu yfír milljarður á ári ÞJONUSTUUTFLUTN- INGUR Eimskips er nú um 1.250 milljónir króna á ári eða um 15% af veltu félags- ins. Þessar útflutningstekj- ur verða til vegna flutninga með skipum félagsins milli erlendra hafna, þóknunar af flutningsmiðlun, af- greiðslu erlendra skipa og margvíslegrar flutninga- þjónustu. I fyrra voru starfsmenn Eimskips er- lendis 137 taisins, þar af 13 Islendingar. Fyrir 10 árum var einn starfsmaður er- lendis. Á síðasta ári fluttu skip félagsins 79 þúsund tonn af vörum milli hafna erlendis sem er 7% aukning frá árinu áður. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Eimskips sem haldinn var í gær. í Bret- landi rekur Eimskip dótturfyr- irtækið MGH Ltd. Hjá fyrir- tækinu starfa 68 manns og heildartekjur þess á síðasta ári voru 228 miiljónir króna. í Rotterdam rekur Eimskip dótturfyrirtækið Transport BV og þar starfa 24. Þar hefur verið lögð áhersla á þjónustu við þriðja aðila til dæmis með flutningamiðlun og umboðs- mennsku fyrir önnur skipafé- I Launagreiðendur - Launþegar Staðgreiðsla a£ hlunnindum Kostnaður vegna ferða til og ■“ ■■■ *■■ ■“ frá vinnustað Kostnað launþega við ferðir til og frá vinnustað ber að telja til persónulegra útgjalda. Greiði vinnuveitandi þennan kostnað að öllu leyti eða að hluta skal telja þau persónulegu útgjöld sem þannig sparast launþega til staðgreiðsluskyldra tekna hans. Greiði vinnuveitandi kostnað vegna ferða launamanns til og frá vinnustað ber að standa skil á staðgreiðslu af þeim greiðslum. Ókeypis flutning til og frá vinnustað ber að meta til staðgreiðsluskyldra hlunninda. Á svæðum þar sem almenningsvagnar ganga skal miða hina skattskyldu fjárhæð við vagn- fargjöldin á hverjum tíma (á Stór-Reykjavíkursvæði fí skal miða við kostnaðarverð mánaðarkorta). RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Heildarflutningar EIMSKIPS ífyrra voru 990þúsund tonn og hagnaður af starfsem- inni nam 368 milljónum króna. lög. Nýjasta dæmið þar um er umboð fyrir Société Navale Guinéenne en það félag ann- ast áætlunarsiglingar til og frá Gíneu. Verulegur hagnaður Heildartekjur Eimskips og dótturfélaga þess í fyrra námu 8,6 milljörðum króna og hagnaður af rekstri félagsins nam 368 milljónum króna. Árið áður var tap af rekstrin- um sem nam 41 milljón króna. í ræðu Indriða Pálsson- ar stjómarformanns Eimskips kom fram að í raun væru um- skiptin meiri en fram kæmu í þessu tölum. Þegar litið væri á reikningslega niðurstöðu fyrir skatta þá hefði verið 214 milljón króna rekstrartap á ár- inu 1992 en árið 1993 næmi hagnaður 527 milljónum fyrir skatta. Rekstrarafkoma þann- ig metin hefur því batnað um 741 milljón króna á milli ára. Eigið fé Eimskips er 4.645 milljónir og eiginfjárhlutfall 47%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta er 9% sem er nálægt því markmiði sem félagið hafði áður sett sér. Eimskip hefur ávallt greitt arð til hluthafa frá árinu 1961. Samfellt hefúr verið greiddur 10% arður frá árinu 1976 að undanskildum árunum 1991 og 1992 er greiddur var 15% arður. Að þessu sinni verða gefin út jöfnunarhlutabréf sem nema 10% af nafnverði hlutafjár og jafnframt verður greiddur út 10% arður til hlut- hafa. Á árinu 1993 voru flutt 990 þúsund tonn með skipum fé- lagsins, samanborið við 913 þúsund tonn árið áður. Starfs- menn Eimskips og dótturfé- laga jress vom að jafnaði 746 í fyrra og hafði fækkað um 50 frá árinu 1992. Eignir nær 10 milljarðar Heildareignir Eimskips og 14 dótturfélaga þess í árslok 1993 vom bókfærðar á 9.802 milljónir króna. Skuldir námu 5.157 milljónum króna. Eigið fé f árslok var þvf 4.645 millj- ónir króna og hefur aukist um 387 milljónir á árinu, eða um 9%. Eiginíjárhlutfall í árslok 1993 var 47% en 45% í lok árs 1992. Eimskip og dótturfélög þess fjárfestu fyrir alls 426 milljónir króna á árinu 1993. Á árinu var mest fjárfest í gámum eða fyrir 165 milljón- ir, aðallega í frystigámum. Aðhald í rekstrí Þegar Indriði Pálsson ræddi afkomu Eimskips sagði hann meðal annars: INDRIÐI PALSSON, stjórnarformaður Eim- skips. „Það em nokkrir megin- þættir sem skýra þessi um- skipti sem orðið hafa í rekstri félagsins. Fyrst ber að nefna aðhald í rekstri og lækkun kostnaðar. Á fyrri hluta ársins vom ekki horfur á jafn góðri afkomu og raun ber vitni og var þá gripið til ráðstafana til að lækka kostnað enn frekar. Náðist á árinu 1993 liðlega 200 milljón króna kostnaðar- lækkun, án þess að umsvif fé- lagsins eða þjónusta við við- skiptavini þess væri skert. Eimskip setti sér það mark- mið í árslok 1991 að lækka kostnað á hveija flutta einingu á næstu þremur ámm um 15%. Á fyrstu tveimur ámn- um hefur tekist að lækka þennan kostnað um 10%.“ I ræðu sinni sagði Indriði Pálsson ennfremur: „Það er fjölmargt sem þarf að fara saman svo árangur verði viðunandi. Ekki nægir að búa við sterka fjárhags- stöðu og nútímalega tækni á öllum sviðum. Árangurinn væri ekki slíkur sem raun ber vitni ef félagið hefði ekki far- ið nýjar leiðir við lækkun kostnaðar. Sífellt betur er að koma í ljós sá góði árangur sem náðst hefur með mark- miðsáætlanagerð og aðferð- um gæðastjómunar. Breyting- ar hafa orðið á stjómunarhátt- um og til að ná jákvæðum ár- angri hefur félagið nýtt í vax- andi mæli þekkingu og hugvit allra starfsmanna. Það hefur gefið góða raun, og skapað samstöðu og góðan starfs- anda, sem er mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Eimskipafé- lagið.“ Frystigeymsla í Sundahöfn Á undanfömun ámm hafa orðið miklar breytingar á út- flutningi sjávarafurða. Eim- skip hefur veitt frystigeymslu- þjónustu í Sundahöfn sem rúmar um 450 tonn og í Hafn- arfirði þar sem hægt er að geyma um 1.100 tonn. Þörf útflytjenda sjávarafurða fyrir þessa þjónustu hefur aukist verulega á síðustu ámm og geymslugeta frystigeymslna Eimskips er ekki lengur nægj- anleg. Verið er að leggja síðustu hönd á undirbúning að bygg- ingu á nýrri ffystigeymslu á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn, sem mun byggja á nútíma tækni og vömstýr- ingu. Áætlað er að geymslan taki á bilinu tvö til þrjú þús- und tonn miðað við hefð- bundið hillukerfi, sem unnt er að auka vemlega með færan- legu hillukerfi. Ný geymsla mun hafa margvíslegt hag- ræði í för með sér við flokkun og meðhöndlun og jafnframt bæta vömmeðferð í samræmi við aukna gæðavitund í sjáv- arútvegi. Endanleg ákvörðun um byggingu geymslunnar verð- ur tekin á vormánuðum og er gert ráð fyrir að byggingunni verði lokið á þessu ári. Geymslan mun verða á Kleppsskafti, nærri frysti- gámavelli fyrirtækisins í sam- ræmi við þróunaráætlun Sundahafnarsvæðisins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.