Alþýðublaðið - 16.03.1994, Side 3

Alþýðublaðið - 16.03.1994, Side 3
Miðvikudagur 16. mars 1994 FRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Atviimuleysí mældist 6% ífebrúar Atvinnuleysi mældist 6% og ekki útlit fyrir að úr því dragi í marsmánuði. Utlit fyrir marsmánuð er dekkst á höfuðborgar- svæðinu, Vesturlandi og Vestfjörðum en skást á Suðurnesjum og á Suðurlandi en meiri óvissa ríkir um Norðurland og Austurland. Atvinnulausum fækkaði mest á Norðurlandi Eystra milli mánaða en þrátt fyrir það mælist atvinnuleysi þar hlutfallslega mest eða um 8% ATVINNULEYSIS- DAGAR í febrúar jafn- gilda því að 7.424 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum. Þar af eru 3.792 karlar og 3.632 konur. Þessar tölur jafngilda 6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Síðasta virkan dag febrú- armánaðar voru 8.121 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það er um 1.550 færri en í lok janúarmánaðar. Atvinnu- lausum fækkaði mest á Norðurlandi eystra milli mánaða en þrátt fyrir það mælist atvinnuleysi þar hlutfallslega mest eða um 8%. Vinnumálaskrifstofa fé- lagsmálaráðuneytisins segir að skráðum atvinnuleysis- dögum hafi fækkað um rúmlega 45 þúsund í febrúar frá mánuðinum á undan en ijölgað um 27 þúsund frá febrúarmánuði 1993. Á landinu öllu voru skráðir 161 þúsund atvinnuleysis- dagar og hafa ekki áður mælst fleiri í febrúar. Síðast- liðna 12 mánuði voru urn 5.974 manns að meðaltali atvinnulausir eða 4,6% en árið 1993 voru um 5.600 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða 4,3%. Viðvarandi samdráttur Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 22% frá janúannánuði en hefur fjölgað um 20% frá febrúar í fyrra. Undanfarin 10 ár hef- ur atvinnuleysi minnkað um 27% að meðaltali frá janúar til febrúar. Atvinnuleysið hefur þó minnkað meira frá janúar vegna meiri umsvifa í sjávarútvegi en búast mátti við að þessu sinni. Þó afli sé nú talsvert meiri en í janúar, þá er afli svipaður og í febrúar á síðasta ári. Skýr- ingar á þessu mikla atvinnu- leysi nú í febrúar eru því fyrst og fremst viðvarandi samdráttur í mörgum at- vinnugreinum einkum í sumum greinum iðnaðar og verslunar og óvissu í sjávar- útvegi vegna þess að afla- heimildir á þessu ári eru víða að verða búnar. Atvinnuleysi minnkar hlutfallslega mest á Austur- landi, Norðurlandi og á Suð- umesjum en minnst á höf- uðborgarsvæðinu og Vest- fjörðum. Atvinnuleysi er nú minna á Suðumesjum og á Austurlandi en í febrúar í fyrra. Þrátt fyrir að mikil fækkun hafi orðið á fjölda atvinnulausra í lok mánaðar benda aðrar upplýsingar um atvinnuástandið til að at- vinnuleysið aukist aftur og geti orðið á bilinu 6% til 6,5% í mars. Atvinnuleysi í lok marsmánaðar ætti hins vegar að fækka nokkuð miðað við lok febrúarmán- aðar. Svipað ástand verður í mars Mikil fækkun á fjölda at- vinnulausra í lok febrúar hefði getað bent til að at- vinnuástand batnaði enn í marsmánuði. Á það er hins vegar að líta að fækkun at- vinnulausra í febrúar bygg- ist á miklum umsvifum í sjávarútvegi samanborið við janúar sem ekki er útlit fyrir að haldi áfram í mars. Þá er fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar mun meiri en með- alíjöldi atvinnulausra í febrúarmánuði þannig að út- lit er fyrir að atvinnuleysi hafi aukist aftur þegar líða tók á febrúamiánuð. Þannig virðast margir hafa haft tak- markaða og tímabundna vinnu vegna loðnuveiða og annarra umsvifa í sjávarút- vegi. Vemleg skerðing afla- heimilda mun nú gæta meir en áður. Þá er ekki líklegt að áhrif átaksverkefna ríkis og sveitarfélaga gæti að ráði fyrr en síðar. Búast má við því að at- vinnuleysi aukist eitthvað í marsmánuði víðast hvar á landinu og geti orðið á bil- inu 6 til 6,5% í mánuðinum. Utlit fyrir marsmánuð er dekkst á höfuðborgarsvæð- inu, Vesturlandi og Vest- fjörðum en skást á Suður- nesjum og á Suðurlandi en meiri óvissa ríkir um Norð- urland og Austurland. At- vinnulausum í lok mars- mánaðar ætti hins vegar að fækka nokkuð miðað við lok febrúarmánaðar. % mar apr maf jiín júl ágii sep olct nóv dcs jan feb Atvinnuleysi síðustu 12 mánuði Taíla: Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins. Afram hasar í GAUTABORG Enda þótt Garðar Cortes sé horf'tntt frá starft sínu sem listrænn óperustjóri viðSíora Teatem í Gautaborg eru vantlamál hússins ekki leyst. segir í nýútkomnu Óperu- blaði. Síðastliðið haust var Sven Gunnar Tillus, yfirstjómandi rekinn. „Máþví segja að allt sé f háaiofti í óperuhúsinu, ekki sist þegar ofan á þetta bætist að sýningamar f vetur hafa ekki fengið góða dóma“, segir f blaðinu. Gamla fólkið hjá VÖLU og INGÓ Einhver vinsælasti þáttur sjónvarpsins. í sannlcika sagt verður á dagskrá í kvöld. Ingólfur Margeirsson sem stýrir þættinum ásamt Valgerði Mattliíasdóttur tjáði Alþýðublaðinu í gær að fjallað yrði um málefni gamla fólksins, lff þess, ævi og ástir svo eitthvað sé nefnt. Af nógu er að taka og verður garaan að heyra álit eldri borgar- anna, sívaxandi aldurshóps í þjóðfélagi okkar. Á meðfylgjandi mynd er starfsfólkið hjá SAGA-film sem framieiðir þættina. LEIRBAÐ í Laugardalslaug Nuddstofa Reykjavíkur starfar í Sundlauginni í Laugardal, hóf starfsemi fyrir mán- uði síðan. Þar er eina leirbaðið í Reykjavík og lætur fólk vel af sem reynt hefur og fer viðskiptavinum fjölgandi. Gerðar hafa verið ræktunartiiraunir á leimum og reyndist hann gjörsamlega laus við sýklagróður. Leirmeðferðin tekur um klukkutíma. en þá geta menn fengið nuddmeðfcrð af ýmsu tagi, slökunamudd. klassískt nudd, íþrótta- nudd, svæðameðferð, höfuðnudd, andlitsnudd og heildrænt nudd sem svo er kallað. Kristján Jóhannsson. sjúkranuddari, hefur umsjón með starfseminni. Leir og nudd geta verið afar gagnleg við ýmsum kvillum og fytgir þeim djúp og mikil slökun. Hvimleiðu RISTARHLIÐIN að hverfa? Ökumönnum er flestum mcinilla við rist- arhliðin sem víða eru á vegum úti á landsbyggðinni. Vegagcrð ríkisins er nú að próf'a nýja getð af fjárhliðum. raf- magnshlið scm virka á svipaðan hátt og rafmagnsgirðing og á að geta kontið í stað hefðbundinna ristarhliða og er vin- samlegra fyrir bflstjórana. Eitt slfkt er komið við Hvalstððma í Hvalfirði þar sem er um 1.800 bíla umferð á sólarhring að meðaltali. Hliðið var keypt frá Noregi og kostar 300 þúsund krónur, en til viðbótar er kostnaður við steyptar einingar og niðursetningu 500 þúsund. Þennan kostnað má lækka verulega með stöðlun og framleiðslu innanlands. Á meðfylgjandi mynd er þessi nýja gerð alrafmagnshliði sem nú er kannað hvort geti komið í stað hinna hvint- ieiðu hefðbundnu ristarhliða. (Ljósmynd Vegagerð ríkisins.) SVANUR í 6. sæti Sögulegur viðburður átti sér stað í Lille- hammer í lýnadag, þegar Svanur Ing- varsson frá Sclfossi tók fýrstur ísiend- inga þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra. Hann keppti i 100 og 500 metra sleða- stjaki og varð 6. í báðum greinum. í dag keppir hann í 1000 metrunum. Svanur hefur nú fengið sendan nýjan sleða með góðri fyrirgreiðslu Flugleiða. Vonandi gengur honum allt f haginn. Á meðfylgj- andi niynd er Svanur á sleðanum sem skilaði honum sjötta sætinu. Listahátíö í SELTJARNARNESKIRKJU Fastan, dauöi og púm Jesú“ er yfirskrift listahátíðar sem haldin verður í Seltjarnar- neskirkju dagana 20. mars til 4. apríl. Þar koma fram fúlltrúar hinna ýmsu listgreina. sýna verk sfn og koma fram og munu með því auðga menningarlíf Nessins. Hátfðin hefst á sunnudagsmorguninn klukkan 11 með guðsþjónustu en um kvöldið rnunu halda tónleika Sclkórinn og Gunnar Kvaran, sellósnillingur og Selúmingur flytja verkið Jesus mein Freude eftir Bach og einlciksverk eftir Ilallgrfm Helgason. Síðan rekurhver listviðburðurinn annan; opiðerá helgidögum frá 10 til 14 og virkadaga og laugardaga frá 17 til 19. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Nýr yfirlæknir í NESKAUPSTAÐ Dr.Eggert Jónsson. mikilsmeúnn sérfræðingur t bæklun- arskurðlækningum við Landspítalann, hefur verið ráðinn yfirlæknir handiæknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins í Ncskaupstað. Eggert er 43 ára og lauk sérfræðinámi í Sví- þjóð þar sem hann starfaði um hríð. Eiginkona hans er Petr- ína Halldórsdóttir. hjúkrunarfræðingur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.