Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. mars 1994 ERLENT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Umræðan í Stórþingi Norðmanna fer stundum niður á lágt plan. rétt eins og á Alþingi fslendinga enda þjóðirnar náskvldar; THORBJÖRN JAGLAND, - þarf lágmarks- „STJÓRNAR- ANDSTAÐAN gagn- rýnir stöðuveitingar ríkisstjórnarinnar án þess að hafa minnstu efni á slíku“, sagði Thorbjörn Jagland, þingflokksformaður jafnaðarmanna í Noregi í heitri um- ræðu á Stórþinginu fyrir nokkru. Það er nefnilega víðar en á íslandi sem stöðuveit- ingar eru gagnrýnd- ar, - og það stundum á svo fáránlegan hátt að manninum á göt- unni blöskrar. Minni- hlutamenn virðast oft telja að lausar stöður skuli falla sér og sín- um í skaut, en alls ekki þeim aðhyllast þá sem fara með völd- in hverju sinni. Slíkar stöðuveitingar þykir þeim ósiðlegar! kröfur um málatilbúnað. Venjulega verður skyndileg hugarfars- breyting í þessum efnum, þegar minni- hluti verður að meiri- hluta. Allt þetta þekkjum við allt of vel. Flokkur framyfir þjóð Jagland vísaði á bug gagnrýni stjómaiandstöð- unnar í Stórþinginu með þessum orðum: „Þegar Petter Thom- massen fulltrúi Höyre seil- ist svo langt að fullyrða að í gildi sé lögmálið „flokk- urinn framyfir þjóðina" þá hlýtur hann að hafa náð botninum í staðleysum og ósannindum. Hjá Höyre hefur það verið venjan að setja fótinn fyrir Verka- mannaflokkinn í staðinn fyrir að uppheíja eigin stjómmálastefnu. Fulltrúi SV, Kjellbjörg Lunde, leyfir sér að segja að Verkamannaflokkurinn hjálpi sínu fólki til að fá stöður sem það hafi ekki menntun eða verðleika til að gegna, og þá hlýt ég að spyija: Höfum við unnið svo slælega? Em það ekki heldur SV og Höyre sem hafa tekið sitt fólk fram yf- ir hagsmuni þjóðarinnar með blygðunarlausri tæki- færismennsku sem við höfum séð koma í ljós á síðustu árum“, sagði Jag- land og óskaði eftir eilítið meiri íþróttaanda og prúð- mennsku á tímum Olymp- íuleika. Leitað að þeim hæfasta „Það sem er dæmigerð- ast fyrir stöðuveitingar í embætti, hvort sem þær em að undirlagi Verka- mannaflokksins eða borg- aralegra nkisstjórna er að menn hafa leitast við að finna þá hæfustu í hópi umsækjenda og þá sem mesta hafa mannkostina“, sagði Jagland. Thorbjöm Jagland sýndi fram á í umræðunum að bæði borgaralegar ríkis- stjómir og ríkisstjómir Verkamannaflokksins hafi skipað fólk í stöður án til- lits til flokkstengsla við- komandi. Um skipun Bjöm Skogstad Aamo sem forstjóra Bankaeftirlits sagði Jagland meðal ann- ars: Hræddi aðra frá að sækja um! „Hann var skipaður vegna þess að hann var best til starfans fallinn. Það er heldur enginn sem þorir að bera brigður á þetta. Hver er þá ákæran? Jú, Bjöm Skogstad Aamo hef- ur komið í veg fyrir að aðr- ir hæfir einstaklingar sækm um? En hveijir em það? Séu menn í stakk búnir að kasta frarn ásökunum í umræðum á Stórþinginu þá þyrfti að setja vissar lágmarkskröfur um mála- tilbúnað þeirra. Hvernig átti hann að hræða ein- hvem frá að sækja um þeg- ar hann sjálfur sótti um stöðuna eftir að umsóknar- frestur var liðinn“, spurði Jagland og fullyili að framgangur stjórnarand- stöðunnar f umræðunum væri ekki annað en flokks- pólitísk árás á Verka- mannaflokkinn. „Hér er höfð uppi ómak- leg gagnrýni og það af stjómarandstöðu sem hafði ábyrgð í ríkisstjóm en lét hana af hendi“, sagði Jagland meðal annars í umræðunum í Stórþing- inu. Ætli menn þekki ekki þessa umræðu. Hún hefði allt eins getað átt sér stað á þjóðþinginu okkar við Austurvöll. Og hún átti sér reyndar stað, - en við vor- um á undan frændum vor- um í Noregi í mark að þessu sinni. Enda emm við Islendingar Norðmönnum fremri í þrætubókalist meðan þeir skara fram úr á Vetrarólympíuleikunum. ALÞINGI - þar var ásökunum varpað fram vegna stöðuveitinga, meðal annars þegar Jón Sig- urðsson var skipaður Seðlabankastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.