Alþýðublaðið - 18.03.1994, Side 5

Alþýðublaðið - 18.03.1994, Side 5
Föstudagur 18. mars 1994 VESTFIRÐIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 SlGHVATUR B JÖRGVINSSON: Vestfjakðaför * I þriðja sinn á mjög skömmum tíma lagði Sighvatur Björgvinsson, ráðherra viðskipta og iðnaðarmála, land undir lot, og nú í heimahagana Vestfírði. I för með ráðherranum voru aðstoðarmaður hans Margrét Björnsdóttir, skrifstofustjóri iðnaðarráðuneytisins Arni Þór Arnason og Sigurður Arnórsson starfsmaður Alþýðuflokksins Flogið var vestur í stilltu veðri að áliðnum sunnudeginum 13. mars. Ekki skýhnoðri á himni og út úr fjarlægðinni birtist þessi einstaki landshluti í allri sinni dýrð. Stórkostlegt er að líta hið stórbrotna landslag sem teygir úr sér fjörð af firði með snævi þaktar fjallshlíð- ar niður í byggð. MikiII er vanmáttur mannskepnunnar andspænis slíku. Upp í hugann koma slitrur úr löngu lesnum sögum og frásögnum Þórleifs Bjarnason- ar, rithöfundar og námsstjórá, um hið vestfirska mannlíf og samfélagið sem þar þróaðist andspænis náttúruöflunum. Lýsingar staðhátta atvika og einstak- linga sem hafa greipst í minni sakir sér- stöðu sinnar, rifjast upp. I þessum skrif- um tókust einatt á slíkir kraftar að erfitt var að ímynda sér þann raunveruleika sem nú nálgast æ meir. Býr hér ennþá fólk, sem hægt er að leita samsvörunar við í þessar sagnir? Er kraftur bjargsins virkilega eins yfirþyrmandi og af var lát- ið? Þegar hjól vélarinnar snerta braut- ina hefur myndast enn meiri áhugi en áður á því að kynnast þessu samfélagi af eigin raun, eins og til stendur að gera næstu dagana. Fundur um stöðu atvinnu og ferðamála Þessi fundur er upphaf vinnunnar hér fyr- ir vestan. A fundinn mættu þau Finnbogi Rútur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Atvinnuráðgjafar Vestfjarða, sem reyndar hefur undirbúið komu okkar í þaula og að- stoðar okkur alla ferðina, Sævar Oskars- son, formaður atvinnumálanefndar Isa- fjarðarkaupstaðar, Anna Margrét Guð- jónsdóttir ferðamálafulltrúi og Elsa Guð- mundsdóttir sem vinnur við átaksverkefni fyrir konur á þessu landssvæði. Talsverðar umræður spunnust um smáiðnaðarverkefni, hlutverk ITÍ og ferðajöfnuð starfsmanna þeirrar stofnunar, ásamt miklum vænting- um heimamanna um aukinn ferðamanna- straum. Virðist auðsætt samkvæmt fram- setningu þessara aðila á sínum málum að vel er að þessum hlutum staðið og áhuginn mikill. Mjög athyglisverð verkefni em í vinnslu varðandi ferðamálin. Fundur með Alþýðuflojíksfólki a Hótel Isafírði Á fjölmennum fundi ráðherra með Al- þýðuflokksfólki af svæðinu kynnti hann þau mál sem efst em á baugi bæði varðandi Vestfírði auk þess að íjalla um þau mál sem ríkisstjómin vinnur nú að. Karvel Pálma- son stjómaði fundinum af alkunnri rögg- semi eins og honum er einum lagið. Mikill fjöldi fyrirspuma barst úr salnunt um hin ólík- ustu máí og ljóst var að áhugi fundarmanna á aðgerðum ríkisstjómarinnar vegna að- steðjandi vanda Vestfjarða var mikill, að ekki sé minnst á skipan í embætti Seðla- bankastjóra. Vemlegur tími fundarins fór þó í umræðu um þau vestfirsku málin og aðgerðir sem tengjast þeim. Þessi fundur var í alla staði mjög vel heppnaður og stóð fram undir miðnætti. Samstarfsverkefni í málmiðnaði Að morgni mánudagsins mættu til fund- ar við ráðhenann fulltrúar nokkuna ntálm- iðnaðarfyrirtækja sem undanfarið hafa unn- ið að sameiginlegum hagsmunum sfnum á all sérstakan hátt. Vom þar mættir Sigurð- ur Jónsson Tæknimiðum hf., Víðir Jóns- son Vélvirkjanum sf., Eiríkur Karlsson og Finnbogi Bernódusson Vélsmiðjunni Mjölni hf. Þessi málmiðnaðarfyrirtæki við Djúp hafa stofnað með sér félag sem heitir Félag málmiðnaðar við Djúp. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir samstarf um vömþróun og markaðssetningu. Jafnframt mun félagið vinna að sameiginlegum hags- munamálum fyrirtækjanna og vera mál- svari þeirra á þeim vettvangi. Starfsvettvangur fyrirtækjanna er fyrst og fremst þjónusta við sjávarútveg á norð- anverðum Vestfjörðum. Þau hafa ekki farið varhluta af þeim samdrætti sem þar hefúr orðið. Með átaki í vömþróun ætla fyrirtæk- in að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn og minnka þannig áhrifin af sveiflum í sjáv- arútvegi á svæðinu. Með samstarfinu geta fyrirtækin lekist á við mun stærri verkefni en annars og á það bæði við urn vömþróun og til dæmis viðgerðir og breytingar á fiski- skipum. Fyrirtækin hafa þegar gert með sér samn- ing um fyrsta þróunarverkefnið. Fyrsti áfangi verkefnisins er markaðskönnun og frumhönnun á vömm til framleiðslu og á honum að vera lokið fyrir 15. maí. Auk málmiðnaðarfyrirtækjanna em Tæknimið hf., á ísafirði þátttakendur í verkefninu og annast hönnunarhluta þess. Af sameiginlegum hagsmunamálum fyr- irtækja í málmiðnaði má neffia bætta að- stöðu fyrir skipaþjónustu og -viðgerðir í höfnum á svæðinu, hagræðingu í innkaup- um og svo bætt rekstrarumhverfi (lægra orkuverð, lækkun opinberra gjalda og fleira). Þá vilja fyrirtækin hafa samstarf við Framhaldsskóla Vestljarða um verkmennt- un í málmiðnaði og ekki síst um að efla endur- og framhaldsmenntun í iðngrein- inni. Stofnfúndur félagsins var haldinn í Bol- ungarvík laugardaginn 5. mars. Flest fyrir- tæki í málmiðnaði á svæðinu gerðust stofn- félagar. Ljóst er af viðræðum við þá félagana að hér er tekist á við verkefnið af samkennd og miklum vilja til að ná árangri. Sú skilgrein- ing sem þeir hafa framkvæmt á sínum hög- um og því rekstrarumhverfi sem þeir vinna í er forsenda þess að slikt samstarf geti gengið, en gleymist alltof oft. Markmiðasetning og aðferðaffæðin sem þeir virðast beita við vöruþróunina vekur einnig miklar vonir unt að útkoman verði jákvæð. Hér em fyrirtæki að takast á við sameiginlegan vanda sem aðstæður í ís- lensku efnahagslífi hafa skapað. Ber að fagna því þegar menn bera gæfu til að snúa þá bökum saman með hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi. Skipasmíðastöð Marsellíusar I þessari heimsókn tóku á móti okkur þeir Sævar Birgisson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Einarsson og Ásgeir Sig- urðsson, ásamt fleiri starfsmönnum fyrir- tækisins. Staða þess var að sjálfsögðu rædd og einnig í tengslum við stöðu þessarar iðn- greinar í heild sinni. Fram kom ánægja hjá heimamönnum um framgöngu ráðherra í þessu máli og vom þeir nokkuð bjartsýnir um að nú hillti undir lausnir mála sem dreg- ist hefur mjög á langinn undanfarin ár að leysa. I máli þeina kom fram að ljóst væri að ef skipasmíðafyrirtækin á Istandi næðu því að koma sér út úr aðsteðjandi vanda að þessu sinni væri framtíðin nokkuð björt sér- staklega í ljósi þess hve hár meðalaldur skipastólsins er orðinn. Þróunarvinna sem fyrirtækið hefur unnið að undanfarið var rædd og ljóst er að hún má aldrei stöðvast ef vel á að fara. Sérhæfing stöðvanna víðsveg- ar um landið í þá veru að ná góðum tökum á þáttum sem einkenna útgerð í sínu næsta nágrenni er augljóslega rétt stefna og einnig sú markmiðasetning að efla innan fyrir- tækjanna þá rekstrarþætti sem styrkastir eru fyrir. Pols- rafeindavörur Hér var verið að setja saman flokkara sem fara átti til Noregs, og aðrir slíkir biðu í röðum eftir að byrjað yrði að setja þá sam- an. Þetta fyrirtæki sem aðallega hefur hasl- að sér völl sem framleiðandi á rafeindavog- um, hefur einnig hafið framleiðslu á tengd- um afurðum og selur þær víða um heim. Hér er því ekki einungis um að ræða raf- eindafyrirtæki heldur einnig aðila sem er vel að sér í málmsmíði. Orn Ingólfsson, Guðmundur Marinósson og Hörður Ing- ólfsson leiddu okkur í allan sannleikann um starfsemina og var augljóst að hér er á ferð- inni umfangsmikið fyrirtæki sem hefur þró- un að leiðarljósi og hefur markað sér ljósa stefnu til framtíðar. Netagerð Vestfjarða Þeir Magni Guðmundsson og Einar Hreinsson tóku á móti hópnum í þessu rót- gróna vestfirska fyrirtæki. Hér er byggt á gömlum merg og ekki tjaldað til einnar nætur. Þessi þjónustuaðili útgerðar á Vest- Ijörðum er þekktur af aðilum um land allt fyrir lipra og örugga þjónustu. Innan sinna vébanda hafa þeir sjálfstætt fyrirtæki sem sér um þjónustu við gúmmíbáta og flot- galla, svo umræðan snérist að sjálfsögðu uppí öryggi sjómanna og um þann búnað sem bestur er til að auka það. Hópnum voru sýnd hin ýmsustu tæki sem leiða eiga af sér aukið öryggi sjófarenda, ef þau eru notuð rétt og sjómenn kunna réttu tökin á þeim á örlagastundu. Hjá Netagerð Vestfjarða vinnur hópur manna að lagfæringum á veiðarfærum og við að búa til ný, auk þess sem stjómendur fyrirtækisins hafa lagt sig eftir því að kynna sér nýjungar og aðferðir sem skila mega betri árangri. Neðansjávar- myndavél fyrirtækisins er vitnisburður um þann vilja sem þeir hafa til að kanna málin frá fyrstu hendi, sem þannig leiði af sér vöruþróun til aukins alla og jafnvel nýrra miða. Þuríður hf. I samræðum við eigendur og stjómendur þessa fyrirtækis kom fljótlega í ljós ein- kennilegt ástand sem ríkir í Bolungarvík varðandi fiskveiðar og fiskvinnslu. Ljóst er að eigendur fyrirtækja á staðnum, ásamt bæjarstjómarmönnum verða að reyna að leita leiða til að sameina kraftana þannig að ekki sé fluttur í burtu óunninn afli um leið og fiskvinnslufólk gengur um atvinnulaust og öll aðstaða til fiskvinnslu er iyrir hendi á staðnum. Þetta samfélag er að ganga í gegn- um mikið umrót sem er afleitt af falli Einars Guðfinnssonar hf., og málin því viðkvæm og flókin. Vilji virðist á báða bóga til að málin leysist farsællega og því er ekki að neita að í hugum okkar gestanna var ofar- lega vonin um að það mætti takast sem fyrst. Valdimar Lúðvík Gíslason og Jón Guðbjartsson ræddu við hópinn og var viða komið við og ásamt verkstjómm fyrir- tækisins varð fjörleg urnræða um Rússafisk og hvaðeina sem tengja má sjávarútvegi. Ánægjulegt er að sjá þann kraft sem hér er á hlutunum og þá ákveðni og eindrægni sem hér ríkir. Ósvör hf. Þær vangaveltur sem fram koma hér að ofan gætu alveg eins hafa verið í umfjöllun- inni um þetta fyrirtæki, hvað varðar ástand- ið í Bolungarvík. Björgvin Bjarnason leiddi okkur vítt og breytt um fyrirtækið og sýndi okkur aðstöðu þess, bæði til harðfisk- framleiðslu og fiskvinnslu ásamt skrifstofu- húsnæði fyrirtækisins. Taka verður undir með honum að gæta verður mikillar varúð- ar og vemda það hús sem áður var í eigu Einars Guðfinnssonar en er nú notað undir skrifstofur Osvarar. Halda verður, af fullri virðingu, á lofti minningu þessa mikla frumkvöðuls. Skip fyrirtækisins vom að sjálfsögðu á sjó svo ekki gafst færi á að beija þau augum að þessu sinni. Bæjarstjóm Bolungarvíkur sem ísfirðingarkynnu vel að meta þetta fyr- irkomulag. Stöðugur straumur var á fund ráðherrans og að hans sögn vom erindin eins misjöfn og þau vom mörg, en hér er um að ræða mjög góða aðferð til að gefa fólki kosta á að ná tali af ráðherranum eins- lega og í trúnaði. Bæjarstjórnarmenn á Isafírði Boðað var til íundar með hópnum af bæj- arstjómarmönnum á Isafirði. Eins og á Bol- ungarvík fór mikill tírni í umræður vegna væntanlegra aðgerða ríkisstjómarinnar. Einnig komu fram á fundinum hin ólíkustu mál bæði af hálfu heimamanna og eins fræddi ráðherrann þá um það sem á döfinni væri í nokkmm málaflokkum. Umræður vom líflegar og gagnlegar og stóð fundur- inn í um tvær klukkustundir. Almennur fundur um efnahags- og atvinnumál. í hádegishléi bauð bæjarstjómin hópnum til hádegisverðarfundar og vom þar mjög ræddar nýjustu aðgerðir ríkisstjómarinnar varðandi Vestfirði. Nokkuð skiptar skoðan- ir vom á þeim fyrirvömm sem ríkisstjómin setur vegna þessarar aðstoðar en Sighvatur Björgvinsson ráðherra gerði mjög einarð- lega grein fyrir undirbúningi málsins og þeirn farvegi sem það hefði fallið í og yrði ekki fært ýr. Ljóst er að skoðanaskipti sem þessi em mjög gagnleg og nauðsynleg svo að aðilar velkist ekkert í vafa um meginat- riði svo mikilvægra mála. Bakki hf. Eftir að hafa verið í för með Sighvati Björgvinssyni ráðherra og samstarfsfólki hans mjög víða um land undanfarið og skoðað ótölulegan fjölda allskyns fyrir- tækja vomm við allt í einu komin inn í fyr- irtæki sem á allan hátt skaraði fram úr þeim sem við höfðúm áður séð. Skipulag allt og aðbúnaður er nánast með ólíkindum. Hrein- læti og metnaður eigenda fyrirtækisins fyrir hönd framleiðslunnar og starfsfólks er mjög rnikill. Hér er framleidd fyrsta flokks rækja, sem seld er til Englands og boðin þar í hillum fyrirtækjanna Sainsburys og Tesco sem segir nokkuð um afurðina. Fylgst er með gerlum og bakteríum af ntjög mikilli nákvæmni til að geta boðið sem allra besta vöm. Fyrirtækið virðist standa vel fjárhags- lega þannig að mikill tilkostnaður við að- búnað getur borgað sig ef hann næst allur til baka og meira en það í auknum tekjum sem aukin gæði leiða af sér. Það er full ástæða til að óska eigendum þessa fyrirtækis til ham- ingju með stórglæsilegt fyrirtæki og vona að það verði öðmrn hvati til slíkrar fram- sækni. Viðtalstími ráðherra Auglýstur hafði verið viðtalstími ráð- herra í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði og virtist Þessi fundur var haldinn að kvöldi mánu- dagsins í Stjómsýsluhúsinu og boðað til hans af ráðherra. Auk hans hafði framsögu á fundinum Þorkell Helgason ráðuneytis- stjóri. Ágætis mæting var á fundinum og umræður líflegar, í formi ræðuhalda og fyr- irspuma. Lokaorð Vegna slæmra veðurfarslegra aðstæðna varð að fresta ferð hópsins til Suðureyrar og Flateyrar til betri tíma. Vestfirðir vom kvaddir í snjóíjúki, og á tímabili var útlitið ekki alltof gott varðandi flug. Aðstæður á fsafirði em landfræðilega erfiðar fyrir flug og því verða menn að gæta fyllstu varúðar í þeim málunt. Afleiðing þessa er meiri einangmn heldur en margir aðrir landsmenn þurfa að búa við. En ein- angmn er þessu fólki ekkert nýtt fyrirbæri, hún er hluti af lífinu. Það þarf talsvert til, með allar þær kröfur sem nútíma þjóðfélag gerir á einstaklinginn að una hér hag sínum eins og íbúamir virðast gera. í upphafi þessara skrifa var vitnað til lýs- inga á eðli og innræti þess fólks sem Vest- firði byggði á fyrri tfmum. Þrautseigja, dugnaður og elja ásamt því að geta glaðst í dagsins önn vom aðalsmerkin, og sá sem þetta skrifar getur staðfest að þetta em enn þann dag í dag aðalsmerkin á því fólki sem hér býr. Sem betur fer. - S.E.A. Svipmyndir úr Vestfjarðaferð Sighvats Björgvinssonar og fylgdarliðs má sjá á síðunni hér við hliðina.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.