Alþýðublaðið - 18.03.1994, Page 9
Föstudagur 18. mars 1994
B ÍLA.S ÍÐAK
SKYNDIKYNNI:
SkOdA fAvOrIj
Þessi bíll er ekki stöðutákn heldur farartceki á afar góðu verði sem hœgt er að treysta á (athugið að
bíllinn á myndinni er Skoda Forman - langbakur). 80 ár eru liðin síðan fyrstu bílarnir voru fram-
leiddir í Skoda-verksmiðjunum og eru þœr þriðju elstu bifreiðaverksmiðjur lieims, grundvöllur að
þeim var lagður árið 1894. Við hönnun Skoda Favorit var leitað með útlitið til Italíu en innvolsið er
byggt á þýskum grunni. Gœðabíll.
Eftir mörg mögur ár virðast verksmiðjur
Skoda nú vera að sækja í sig veðrið. Munar
þar mest um kaup Volkswagen- verksmiðj-
anna á hlut í þeint en orðspor VW varðandi
verkvöndun er strax farið að segja til sín í
umræðum um Skodann. Hér á landi átti
Skodinn hin síðari ár undir högg að sækja
en með tilkomu Favorit fann maður að
andinn gagnvart Skoda og umtalið um
hann byrjaði að breytast. Ekki að ófyri-
synju því þó einhverjir byrjunarörðugleikar
hafi verið þá virðast þeir að baki. Það er
ekki á allra vitorði en Skoda verksmiðjum-
ar eiga sér langa og glæsta sögu og það em
meira en 80 ár síðan fyrstu bílamir vom
framleiddir í þeim. Verksmiðjumar em
þannig þriðju elstu bifreiðaverksmiðjur
heims, en gmndvöllur að þeim var lagður
árið 1894.
HEIMSMEISTARAR
Skoda hefur unnið nokkra glæsta alþjóð-
lega sigra í kappakstri. Arið 1936 náði
Skoda að sigra í Monte Carlo rallakstrin-
um. En árin 1991 og 1992 sigmðu þeir í
flokki 1300 cc bíla í heimsmeistarakeppni
rallökumanna. Við útlitshönnun Favorit
fóm þeir hjá Skoda í smiðju Bertone á Ital-
íu og þegar að vélbúnaði kom var farið í
smiðju þeirra hjá Porche. Vélin er byggð á
hönnun frá Porche og rafstýrð innspýtingin
er frá Boch. Gangverkið ætti því að bera
þýskri hugkvæmni og vandvirkni vitni.
Bíllinn sem ég fékk lánaðan var FAVORIT
1300, 5 gíra og 55 hestafla. Þjöppun er
8,8:1, kveikjan er rafeindastýrð og hann
notar 92 oktana bensín. Það vafðist nokkuð
fyrir mér þegar veður breyttist hvort ég ætti
að fá 4x4 bíl í skyndikynnin eða halda
mínu striki og fá lánaðan „venjulegan“
Skoda hjá umboðinu. Þar sem ég hef heyrt
nokkuð vel látið af Skodanunt sem nota-
legum keyrslubíl þá langaði mig að reyna
þessi 55 hestöfl á malbiki og möl. Ekki til
að bera saman við dýrari bíla heldur að
meta hann samkvæmt því lága verði sent
hann er boðinn á. En minnugur þess hve
gamli Skodinn var seigur í snjó ákvað ég
að fá þann nýja og sjá hvað hann gæti og
bera hann lauslega saman við þá bíla sem
ég er búinn að aka að undanförnu við mis-
jafnar aðstæður. Ég á mér uppáhalds götu-
slóða hér rétt fyrir ofan bæ, þar er lítil um-
ferða að vetrarlagi og skorin hjólför því
ekki farartálmi, því er auðvelt að fara til
baka þegar í óefni er komið. Ég hef að vísu
komið mér upp tveim gúmmíklæddum
kubbum sem smeygt er undir hjól ef allt
annað bregst en það er nú bara til öryggis.
Skodinn var því lagður í fönnina, seiglaðist
áfram og virtist fátt að vanbúnaði. Þar kom
að hann mótmælti, ég stoppaði bakkaði að-
eins og reyndi á ný og sjá, hann þvældist
töluvert í viðbót en svo kom að ekki var
lengra haldið. Snjórinn var það drjúgur að
ég taldi að full þörf yrði fyrir kubbana svo
hægt væri að koma sér á stað og bakka til
baka.
ÁGÆTUR BÍLL
Ekki þurfti nema örlitla þolinmæði og
nudda fram og til baka, þar til bíllinn var
laus og fór auðveldlega til baka. Eins og ég
sagði áður langaði mig að reyna hann við
almcnnan akstur en það var því miður ekki
færðin til þess en í snjó er hann ekki síðri
en þeir bílar sem ég hef verið að aka. Þó
vélin sé ekki nema 55 hestöfl skilar hún
bílnum vel áfram og er nokkuð drjúg ef
þess er gætt að nota gírana af ákveðni.
Mælar í bílnum em auðlesanlegir en þar
rná sjá, hraðamæli, snúningshraðamæli,
hitamæli og eldsneytismæli. Þurrkurofar og
stefnuljósarofar em mjög aðgengilegir,
miðstöð er þriggja hraða og hitaði ágæt-
lega, en ég hefði gjaman viljað sjá stilling-
ar í snúningsrofum. Sæti em góð miðað við
stutt kynni og klæðning að innan öll hin
ágætasta. Samt hefði ég viljað sjá fleiri
hirslur undir smádót. Það er auðvelt að
stíga inn í bílinn, hvort sem er að aftan eða
framan og nokkurt dót má setja fyrir aftan
aftursæti.
LANGBAKUR FÁANLEGUR
Ekki á ég von á að stallbakur verði fáan-
legur í þessari útgáfu en langbakur er fáan-
legur og er verð hans nokkm hærra, eða
778.000 og ætla ég fljótt á litið að hann sé
hverrar krónu virði. Þegar verið er að tala
um nýjan bíl og verð sem er rétt rúmlega
700 þúsund þá geta ýmsir þankar vaknað,
en Skodinn hefur verið ódýr í gegnum tíð-
ina og svo er enn. Maður heyrði að til hefði
staðið að hækka hann í verði en tekist hefði
að koma í veg fyrir það. Skyndikynni gefa
manni ekki færi á nákvæmri skoðun, það
em fyrstu áhrifin sem maður lætur ráða, en
svo er það hvers og eins á hvem hátt hann
tekur því. Agætur kunningi minn sem
keypti Skoda fyrir tveim ámm er að fá sér
nýjan. Rök hans em einföld. Bfilinn er
ódýr, hann er spameytinn og hann er þægi-
legur í langkeyrslu. Það er fljótlegt að út-
búa í honum svefnrými þegar ntaður er á
ferðalagi. Ég er ekki að kaupa stöðutákn ég
er að fá mér farartæki á viðráðanlegu verði
sem ég get treyst, segir hann.
UMSJÓNARMAÐUR
BÍLASÍÐU ER
JÓNAS S.
ÁSTRÁÐSSON
DOLLARAGRIN:
AFTURTIL
FORTÍÐAR
Það var árið 1955 sem hrist var upp í
hæglátum heimi unglinganna hér á landi.
Ekki aðeins að rokkið væri farið að heyrast
í kananum, heldur var bifreiðainnflutningur
gefinn fijáls. Áður en það gerðist þekktir
flestir áhugasantir strákar (í þá tíð vom
stelpurnar ylirleitt ekki gjaldgengar ef rætt
var unt bfia) tegundir þeirra bfia sem á göt-
um borgarinnar óku. Árgerð bflanna vafðist
ekki fyrir nokkmm manni og eins líklegt að
nöt'n og heimilisföng eigendanna væm lika
á tæm. í þá tíð nægði meðalgreindum strák
að sjá brot úr afturljósi, krómlista eða brett-
issnifsi til þess að geta sagt með sanni hver
tegund og árgerð þess bfis væri sem við-
kontandi afgangar tilheyrðu. Eftir að
Heimsstyrjöldinni síðari Iauk var farið að
llytja bfia enn á ný til landsins. Þá mátti
meðal annars sjá stöku Buick, Oldsmobile,
Chevrolet, Ford, Mercury, Pontiac, Dodge,
Hudson, Kaiser, Studebaker aka um göt-
urnar. Aka er stón orð því þá var malbikið
ekki fyrir hendi og bílar þvældust á holótt-
um götum hvort sem var innan bæjar eða
utan. Þegar Heimsstyrjöldinni var lokið
hófst ný barátta, en hún var um viðskipta-
vini. Bílamir breyttust oftar cn æskilegt var
og þá var það krómið og annað í útlitinu
sem skipti höfuðmáli. Til glöggvunar lang-
ar mig að lýsa lerli Chevrolet bílana frá
GM á ámnum 1950 til 1960, í trausti þess
að ntinnið geri ntér ekki ólcik.
BÍLUNUM BREYTT
Við byrjum á ámnum 1950 og 1951, en
þá var engin breyting, á lettanum, árið
1952 urðu afturbrctti verklegri og smá
ljósabreyting. 1953 kom Chevrolettinn
með nýtt boddý (á þeini tíma töluðum við
um boddý) 1954 breyttist grillið og aftur-
ljósin ef ég man rétt. 1955 var enn skipt unt
boddý, það var árið sem bfiunum var dælt
inn í landið. 1956 breyttust afturljósin og
þurfti að snúa snerli fyrir ofan afturljós svo
hægt væri að dæla bensíni á bfiinn. 1957
var bætt við krómi, uggar settir að aftan og
viðbót sett við frambretti. Árið 1957 þótti
viðskiptavinum breytingin á Chevrolettin-
um ekki nógu róttæk. En Ford og
Plymouth höfðu gjörbreytt sfnum bfium hjá
þeim jókst salan en salan á lettanum dróst
saman. Það ár seldist Fordinn betur en lett-
inn. GM réðust í það að skipta um boddý
1958 og svo aftur 1959. Heljarmiklir væng-
ir prýddu afturendann og breytingin var
róttæk svo vægt sé til orða tekið, en ekki
hagkvæm. En árið 1960 var lettinn væng-
stýfður á ný og ckki vonum seinna. Þróun
annaira bfiategunda var í áttina að þessum
umskiptingum.
BIFREIÐABYLTINGIN
Eins og sagði hér áður þá var bfium dælt
inn í landið árið 1955, og allt í einu varð
ekki þverfótað fyrir nýjum bfium á götum
borgarinnar. Þetta var mikið áfall fyrir þá
stráka sem þekktu alla bfia, og léku sér
jafnvel að þvi að nafngreina eigcndur
þeirra. Það tók ekki nema læpan mánuð að
gera þessar alfræðibækur um bfia og eig-
endur að venjulegum kiljum. Því hvaða
veðurviti sem var, gat tíundað þær bfiateg-
undir sem óku um götur borgarinnar. Stöku
bfiar skáru sig þó úr fjöldanum og fór ekki
á milli mála hveijir voru eigendur þeirra en
það vissu jú allir. Ef við nefnunt örfáa þá
voru það Bjöm í Kók með Cadillacinn,
Þorbjörn f Borg með Pacard Clipper,
Tryggvi Ofeigs með Imperialinn, það var
mikill sófi. Þá vantaði ekki að leigubfistjór-
amir væm vel bfiandi, ekki sfður en nú. Ber
eiginlega fyrst að nefna Jarlinn sjálfan
Batta Rauða, en hann var á Mercuty og
varadekkið á þeim bfi var á palli rnilli aft-
urstuðara og skotts. Svanurinn ók á Buick,
Kammi var með Oldsmobile, Bassinn á
Ford og Grettir á Pontiac. I>etla vora topp-
bfiar þegar farið var á sveilaball, margir
aðrir vora í sama flokki en þessir vora
einna minnisstæðastir. Ekki ntá gleyma
Sólarhringnum cn hann var cinn hinna
hörðustu, ók á Kaiser og meira en rnaður
ætlaði að hægt væri oft á tíðuin. Þetta voru
nú brot sem komu upp í hugann þegar ver-
ið var að skoða ntyndir frá þeim tíma þegar
Drekamir áttu hug og hjarta hver unglings.
Sveitaböllin betri en nokkra sinni og stelp-
umai- ekki síðri félagar þá en nú.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9
HOTZENBLITZ - ÞÝSKUR RAFBÍLL
Enn einn bíllinn frá Þjóðveijum hcfur
séð dagsins ljós. Þettaer rafbíll og
nafnið er sterkt, HOTZENBLITZ.
Þetta er einn þcirra bfia sem hægt er
að leggja hvar sem er og er byggður í
Ibach. Rafmótorinn er 12 kW eða
16,3 hestöfl. Viðbragðið er rúmar 6
sekúndur frá 0-60 km hraða. Há-
markshraðinn er um 120 km á
klukkustund. Langdrægi hans á full-
hlixínum rafgeymum er um 190 kílóinetrar. Og útlitið...
FORD - SÖLUHÆSTUR FYRIR WESTAN
Árið 1993 áttu Ford-verksmiðjumar söluhæsta Qölskyldubfiinn á Btindaríkjamarkaði,
en FORD TAURUS seldist í 360,446 cintökum og fór þar nteð uppfyrir HONDU
ACCORl) í sölu, en hún scldist í 330.030 eintökuin. Þeir hjá Förd-verksmiðjunum
hcfðu ekki fagnað sölutölum sem þessum árið 1957 þegar söluhæsti bfilinn í Banda-
ríkjununt var frá þeim og seldist í 1,6 milljónum eintaka...
ASTON MARTIN - Á FÁRRA FÆRI
Eflir þriggja ára hlé er hafin framleiðsla á nýjum ASTON MARTIN ekki bara stall-
bak hcldur Ifkti langbak sem virðist engan keppinaut hafa. Báðir bílaniir eru byggðir
á lengdunt Virago-undirvagni og sérbúnir að óskum kaupenda. Homið er 2040 kíló
en vélin sem er 6,4 lítra og 8 cylindra skilar 500 hestöflum. Hámarkshraði bílsins er
274 kfiómctrar á klukkustund og verðlagningu bfisins er ckki beinlínis í hóf stillt...
KIA - KÓREUBÍLL TIL HEKLU
Rífandi sala Bifreiða & landbúnaðarvéla á HYUNDAI bílum hefur orðið til þcss að
fleiri umboð cru farin að líta hýru auga til suður-kóreskra bifreiðaframleiðenda.
Hekla hf. Umboðsmenn Volkswagen og Mitsubishi eru í samningum við Kia verk-
smiðjumar og ef fer sem horfir sjáunt við KIA á markaðnum innan skamms tíma. í
Bandaríkjunum er hann kynntur sem bfll scm stenst japanskan gæðastaðal fullkom-
lega, en sé á kóresku verði...
CICO - SVAR VOLKSWAGEN GEGN TWINGO
Eftir nim tvö ár má sjá afsprcngi tilraunabílsins CICO á færibandi Volkswagen-verk-
smiðjanna. Vélarlilífm mun slúta nokkuð fram, en bfilinn mun verða hlaðbakur 3 til 5
dyra. Fáanlegur með 4 cylindra bensínvél cða 3 cylindra díselvél. Spennandi bíll...
FORD - MEÐ DÍSELSPARIBAUK
Fari allt að óskum munu Ford-verksmiðjumarsetja á markaðinn 4 cylindra, 16 ventla
og 150 hestafla díeselvél í einn af Ijölskyldubílum sínum árið 1996. Díselvélar sækja
stöðugtá...
RENAULT - NÝR BÍLL VÆNTANLEGUR
Nú er farið að líða á seinni liluta framleiðsluferils hins frábæra RENAULT 19. Arf-
takinn sem kallast cnn um sinn X-66 kcmur líklega á markaðinn á næsta ári. Fram-
cndinn mun líkjast TWINGO en að aftan munu mýkri línur að öllum líkindum verða
ráðandi...
SNIGLARNIR - PÁSKASÝNING MÓTORHJOLA
Um páskana munu Bifhjólasumtök lýðveldisins, Sniglamir, og flciri gangast fyrir
stórsýningu á mólorhjólum. Er ekki að efa að margan gæðagripinn verður þar að sjá,
því frábær hjól hafa verið flutt til landsins undttnfarin ár...
McLAREN - HUÓÐMÚRINN ROFINN?
McLaren scm hefur í Ijölda mörg ár gert eitt öflugasta gengi Formula 1 bfla út,
hyggst nú reyna við hraðaheimsmet bfia. Ætlunin er að brjóta hljóðmúrinn á landi og
ná 1224 km hraða. Núvcrandi hraðamet cr 1018 kílómctrarog var það sett fyrir 10 ár-
um af Richard nokkmm Noble...
UPPLÝSINGAR - VEL ÞEGNAR
Það er crlitt að elta uppi þá atburði sem fréttnæmir gcta lalist hverju sinni. Umsjónar-
rnaður bílasíðunnar vill því hvetja þá aðila setn vilja vekja athygli á því sem er að
gerast nýtt hjá þeim, til að skrifa eða faxa upplýsingar til blaðsins, heimilisfangið cr
„Alþýöublaðið-Bfiasíða, Hverfisgata8-10,101 Reykjavík" og myndscndisnúmcrið
er 629244...
OPEL - „TIGRA" VERÐUR „PONTIAC“
Við höfum sagt frá tveggja manna
sportaranum ftá Opel. Nú virðist allt
benda til þess að hann inuni verða
frantleiddur og seldur í Btuidaríkjun-
um sein PONTIAC. Ekki er þetta í
fyrsta skipti sem Pontiac notar fram-
lciðslu fra Opcl því PONTIAC LE
MÁNS sem var byggður í Suður Kór-
cu hét hinu ágæta nafni KADETT hjá
Þjóðvetjutn...
ftfTTf
Vinningstölur ,
miövikudaginn: 16.mars1994
VINNINGAR
6 af 6
1
5 af 6
+bónus
E8
5 af 6
4 af 6
u
ÍPÍ 3 af 6
Cfl+bónus
FJOLDI
VINNINGA
187
813
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
12.116.000
1.708.494
65.482
2.228
220
Aðaltölur:
10 14 16
32 36 41
BÓNUSTÖLUR
(í) (28) (29)
Heildarupphaeð þessa viku:
38.913.918
á Isl.:
: 2.565.918
Hljjjjl Uinningur fár til: Danmerkur (2) og Svíþjóðar
UPPLÝSINGAR. BlMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIHT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR