Alþýðublaðið - 18.03.1994, Síða 11

Alþýðublaðið - 18.03.1994, Síða 11
Föstudagur 18. mars 1994 GETRAUNIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 GETRAUNIR - „SPÁÐ í SPARKIÐ" 1 Aston Villa — Oldham Oldham er komið í undanúrslit í bikarkeppninni eftir að hafa unnið Bolton 1-0. Beekford komsí inn í sendingu varnarmanns og skoraði af öryggi. Þetta gerðist þegar aðeins voru 6 mínútur eftir af venjtileg- um leikttma. Meðan á þessu stóð spilaði Aston Villa við Ipswich á heimavelli sínum og svo fór að Ipswich hai'ði betur í þeirri viðureign. Aston Villa hefur ekki verið sannl'ærandi á heimavelli svo þessi heimasigur er ekkert öruggur. 1 Leeds — Coventry Leeds hefur fallið f skugga þess scm hefur verið að gerast undan- farið í deildinni. Ekki hefur f'rést niikið af þeitn enda hafa þeir verið að vinna og tapa til skiptis. Leeds hefur nú 49 stig og er á sama róli og Aston Villa sem er í kringum 6. sætið. Leeds gerði jafntefli við Sheffield United á laugardaginn var, 2-2. Coventry er alltaf í miðri deildinni og hefur 38 stig. Jafntefli hér er talið líklegt en samt er heimasigur ekki út í hött. 1 X Liverpool - Chelsea Liverpool er í 6. sæti með 48 stig eftir 31 leik. Liverpool hafði bet- ur í viðureigninni við Everton um helgina en leikurinn fór 2-1 cftir að Rush og arftaki hans, Robbie Fowler, höfðu gert sitt hvort markið. Dave Watson gerði eina mark Everton. Cheisea komst í undanúrslit í bikarkeppninni með því að vinna Úlfana aðeins 1-0. Þeir mæta þar sigurvegaranum úr leik West Ham og Luton. X 2 Manchester City — Sheffleld United C-ity mönnum hefur ekki gengið vel í deildinni og ekki batnaði neitt þegar þeir keyptu framheijann Paul Walsh frá Portsmouth. Þeir töp- uðu nefnilega á heimavelli sínum í leik á móti Wimbledon sem er þekkt fyrir að vera slakt útilið. Leikurinn fór 1-0 og voru menn ekki ánægðir með það. Sheffield United gerði jafntefli við Leeds og það var Gayle sem gerði jöfnunarmaricið á 89. mínútu leiksins. 1 QPR — Wfmbledon Bæði þessi lið unnu sína leiki um síðustu helgi og einnig höfðu þau það sameiginlegt að vera á útivelli. Wimbledon sigraði Manchester City og QPR sigraði Norwich. QPR vann 4-3 í hörku leik þar sem sveiflumar voru miklar. Norwich komst yfir 1-0 og síðan 2-1 en þá gerði QPR 3 mörk í röð. Norwich náði að minnka muninn í 3-4 í lok- in. Earle gerði eina mark Wimbledon f leiknum við Man City og tryggði þeim 3 stig. Wimbledon er með 42 stig eftir 30 leiki. 2 Southampton - Arsenal Arsenal náði því afreki að komst í undanúrslit í Evrópukeppni bik- arhafa þegar þeir sigruðu Torínó með 1-0 í London. Tony Adams gerði eina markið í leiknum á 66. mínútu leiksins eftir aukaspyrnu frá Paul Dawis. Arsenal hefur einnig verið að gera góða hluti í deildinni að undanfömu svo að Southampton mun ekki hafa neina möguleika í þessari viðureign. Eina sem gæti komið í veg fyrir sigur Arsenal ntanna er vanmat. 2 Swindon - Manchester United Leikurinn sem við höfúm verið að bíða cftir. Margir telja að sjálf- sögðu að aðeins eitt lið verði á vellinum. Yfirleitt er það svoleiðis þegar efstu og neðstu liðín mætast. Swindon mætir örugglega með því hugatfari að reyna að vinna en það gæti reynst þeim dýit því Un- ited menn eru dugíegir við að refsa liðum í upphlaupum. Það er cng- in spurning að United vinnur þennan leik og svo spá líka fiestir spá- menn. 2 Tottenham — Ipswich Þetta er svolítil áhætta miðað við hvað aðrir spámenn segja. Þeir hallast flestir á það að Tottenham vinni eða að leikurinn endi með jafntefii. Ipswich sigraði Aston Villa á útivelli um helgina og slíkt gæti vel gerst í þessum leik. Tottenham hefur ekki ýkja gott sjálfs- traust enda tapað mörgum leikjum að undanfömu. Tottenham hefur aðeins fengið 32 stig út úr 32 leikjum. Liðið hefur aðeins unnið 7 leiki í deildinni. X 2 West Ham — Newcastle Það hefði verið gaman að sjá leikinn Newcastle gegn Swindon í sjónvarpinu um helgina. Það voru skoruð 8 mörk f leiknum og fór boltinn oftast í netið hjá Swindon eða alls 7 sinnum. Leikurinn fór sern sagt 7-1 fyrir Newcastle sem var greinilega í stuði. 2 Bristol City — Portsmouth Bristol City hefur verið að gefa eftir heima eftir að hafa verið sterkt heimaiið framan af tíntabilinu. Bristol tapaði óvænt fyrir neðsta liði deildarinnar á þriðjudaginn. Oxford vann 1-0 á heimavelli Bristol. Portsmouth sigraði Últána um daginn en sá leikur fór 3-0 fyrir Port- smouth. Hins vegar töpuðu þeir á laugardaginn fyrir Southend með 2-1. Portsmouth er frekar neðarlega en mun standa fyrir sínu næsta laugardag. 1 X Nottingham Forest — Bolton Bolton datt út úr bikarkcppninni á laugardagitm eftir afdrifarík mis- tök hjá vamarmanni liðsins þegar aðeins 6 mínútur voru eftir afleikn- urn. Leikurinn fór 1-0 fyrir Oldham sem komst áfram. Nottingham Forest lék við Stoke um helgina og fagnaði sigri. Leikurinn, sem fram fór á heimavelli Stoke, lyktaði rneð 1-0. Nottingham er f 3. sæti með 57 stig en Bolton er með 46 sig og er í 12. sæti. X 2 Oxford — Tranmere Öll lið virðast geta unnið hvaða lið sem er. Oxford tapaði um helg- ina fyrir Peterboro sem var í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Þremur dögum seinna vinnur liðið Bristol City á útivelli svo ekki er að undra þótt spámenn verði þungt hugsi. Tranmcre tapaði einnig á laugardag- inn en vann eins og Oxford á þriðjudaginn þegar liðið keppti við Stoke. Leikurinn fór 2-0. 2 Southend — Stoke Stoke hefur átt erfiða leiki að undanfömu og tapað þeim fiestum. Þeir verða virkilega að taka sig á ef þeir ætla sér upp í úrvalsdeildina. Stoke hefur að minnsta kosti tapað tveirn síðustu leikjum sínum. Á laugardaginn töpuðu þeir fyrir Nottingham og síðan týrri Tranmere um daginn. Souihend vann Portsmouth um helgina en tapaði á þriðju- daginn fyrir Middlesboro. Southend er í miðri deildinni en hefur samt möguleika á sæti t úrvalsdeildinni. - Ólafur Lúther Einarsson. ,$KIPA-0G MALMIÐNAÐAR- FYRIRTÆKI Á grundvelli samþykktar ríkisstjómarinnar frá í janúar síðastliðnum hefur verið ákveðið að veita fyrirtækjum í skipa- og málmiðnaði jöfnunaraðstoð vegna stærri endurbóta- og viðhaldsverkefna skipa til að innlend fyrirtæki geti keppt á jafnréttisgrunni við erlend. IÐNLÁNASJÓÐUR mun annast afgreiðslu þessarar jöfnunaraðstoðar fyrir hönd Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Þórður Valdimarsson hjá Iðnlánasjóði veitir nánari upplýsingar í síma 680400. IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐU N E YTIÐ MÁLMUR Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðna&i .SKIPA-OG MALMIÐNAÐAR- FYRIRTÆKI Á grundvelli samþykktar ríkisstjómarinnar, til stuðnings skipaiðnaði, hefur verið ákveðið að veita fyrirtækjum í málm- og skipaiðnaði fjárhagslegan stuðning til verkefna á sviði þróunar og markaðssóknar. Heiti verkefnisins er: SKIPAIÐNAÐUR '94 Alþvðusamband íslands: Fundað um stefnumótun í atvinnu- «g kj aramálum MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands hefur ákveðið að efna til stefnu- mótandi umræðu innan hreyfingarinnar um atvinnu- og kjaramál til skemmri og lengri tíma. Fyrsti liðurinn í þessari vinnu var upplýsingafundur sem stóð í allan gærdag. Á dagskrá fundarins í gær voru meðal annars erindi Þórðar Friðjónssonar um rannsókn OECD á atvinnuleysi, Ara Skúla- sonar um afstöðu norrænnar og evrópskar verkalýðshreyfmgar, Gylfa Arnbjömssonar um horfur í atvinnumálum í náinni framtíð og Benedikts Davíðssonar um afstöðu ASI tilþeirra viðhorfa sem komið hafa fram á al- þjóðlegum vettvangi ásamt stefnumótun verkalýðshreyfingarinnar í atvinnu- og kjaramálum. Verkalýðshreyfingin hefur á undanföm- um missemnr lagt fast að stjómvöldum að þau beiti sér af meiri þunga í baráttunni við atvinnuleysið. I beinu framhaldi af því telur miðstjórn ASI nauðsynlegt að umræðan um atvinnumál verði tekin fastari tökum þar sem mótuð verði samræmd stefna í öllum þeim málaílokkum sem stuðlað geta að ár- angri. Framarlega í slíkri stefnumótun hljóta að vera aðgerðir sem taka á þeim mikla vanda sem snýr beint að þeim sem em atvinnulausir í dag, en einnig er talið brýnt að verkalýðshreyfingin móti sér skýra mynd af því hvers konar störf við viljum að hér verði í boði í framtíðinni, segir í frétt frá ASÍ. í framhaldi af upplýsingafundinum í gær verður efnt til nefndarstarfa um einstaka málaliði og einnig til kynningarferðar um land allt með það að markmiði að undirbúa annan fund sem haldinn yrði um mánaða- mótin apríl/maí. IHAFNARFJÖRÐUR Tillaga að aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1992-2012 Tillaga að aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1992-2012 ertil sýnis í Hafnarborg til 6. apríl. Á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00 er ábyrgðarmenn viðstaddir til að útskýra tillöguna. Nánari upplýsingar eru veittar á Bæjarskipulagi, Strandgötu 6. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Markaðssókn og þróun til aukinnar samkeppnishæfni Nánari upplýsingar veitir: l&ntæknistofnun Islands Karl Friðriksson, sími 687000. IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ MÁLMUR Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði SAMIÐN Samband iðnfélaga Alþýöublaöiö sími 62-55-66 Mikið úrval af náttfötum og náttserkjum á fermíngarstelpur Skartgrípaskrín - snyrtíbox Skildir fyrír verðlaunapeninga Bíndí - bindisnælur - leðurhanskar Fermíngarskraut og pappír ATHUQIÐ NÝJAN OPNUNARTÍMA: Fdtdloftíð opið kl 13-1 8 . ALLA DAQA’ Mdtvörudeildin opin kl 10-21 ALLA DAQA ARSOL Heiðartúni 2c - Garði Sími 27935

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.