Alþýðublaðið - 24.03.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.03.1994, Qupperneq 3
Fimmtudagur 24. mars 1994 FRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Landssamband kúabænda stofnar fyrirtæki um verðhækkun á nautakjöti - Landssamband sláturleyfishafa með í ráðum Bændur þvingaðir til að taka þátt í að hnýta eigin snöru - segir Jónas Þór kjötiðnaðarmaður uni sölusamtök kúabænda um verðhækkun á nautakjöti. Jónas Þór segir að óbreytt verð og öflugt markaðsátak liefði skilað bændum meiri árangri og tekjuin JÓNAS ÞÓR: „íþessu máli er veríð að knýja kúabœndur til að hœkka verð- ið af ótta við að verðlœkkun á nautakjöti leiði til lœkkunar á verði lamba- kjöts. Svo á að búa til nýtt kerfi með þessum fyrírhuguðu sölusamtökum. Ef það er eitthvað sem bœndurþurfa ekki á að halda þá er það útvíkkun land- búnaðarkerfisins. “ Alþýðublaösmynd / Einar Ólason „ÞARNA er verið að vinna gegn hagsmunum framleið- enda og þetta eru kaldar kveðjur tit neytenda. Það get- ur varla verið hlutverk fram- leiðenda nautakjöts að hækka verð á nautakjöti til að halda uppi verði á lamba- kjöti. Með því að knýja fram verðhækkun á nautakjöti er verið að þvinga bændur til að taka þátt í að hnýta eigin snöru. Óbreytt verð og mynd- arlegt markaðsátak til sölu á nautakjöti hefði skilað bænd- um meiri tekjum og velvild neytenda,“ sagði Jónas Þór Jónasson kjötiðnaðarmaður í samtali við blaðið. Landssamband kúabænda er að vinna að samningi við Landssamtök sláturleyfishafa um að taka 500 tonn af nauta- kjöti út af markaði. Sagt er að þetta sé gert til að koma í veg fyrir áframhaldandi lækkun á verði nautakjöts vegna offram- boðs. Jafnframt er verið að und- irbúa stofnun fyrirtækis eða sölusamtaka á vegum Lands- sarttbands kúabænda. I drögum að samkomulagi um stofnun slíkra sölusamtaka er gert ráð fyrir að framleiðend- ur nautgripakjöts skuldbindi sig til að ráðstafa að minnsta kosti þriðjungi af því nautgripakjöti í flokkunum UN I, UN II og UN IIF, sem þeir óska eftir að slát- urleyfishafar taki til slátrunar inn á sérstaka uppgjörs- og um- sýslusamninga. Ráðstafanirnar skaða bændur „Það er sagt að þetta sér gert til að stöðva verðlækkun á nautakjöti en það er ekki rétt. Megintilgangurinn er að hækka verðið. Obreytt verð hefði hins vegar leitt til þess að tekist hefði að koma út stómm hluta kjötbirgðanna. Verðið hefði vart farið neðar en nú er en með því að efna til markaðsátaks í vor og sumar og nota grilltím- ann hefði tekist að selja þessar birgðir sem menn em að vand- ræðast með. Það hefur ekki ver- ið reynt að selja nautakjöt á grillið ennþá, en kjötið er ein- mitt best beint af grillinu," sagði Jónas Þór. Jónas taldi flest benda til þess að bændur stórsköðuðust á þeim ráðstöfunum sem_nú_er verið að grípa til. Hann tók sem dæmi bónda sem í dag legði inn þrjú 200 kílóa naut til slátmnar og fengi 200 króna skilaverð á kíló. Því fengi bóndinn samtals 120 þúsund fyrir nautin. Ef far- ið yrði eftir þeim reglum sem nú er verið að undirbúa skuld- binda bændur sig til að leggja þriðjung ffamleiðslu í frysti. Þetta þýðir þá að bóndi með þrjú 200 kílóa naut fengi greitt fyrir tvö þeirra núna. Ef skila- verðið hækkaði í 240 krónur fengi bóndinn þá 96 þúsund krónur. Þriðja nautið í frystin- um fengist kannski greitt eftir eitt eða tvö ár en á hvaða verði vissi enginn. Einhver þyrfti að greiða geymslukostnaðinn og það gæti farið svo að bóndinn fengi aldrei neitt fyrir ffysti- kjötið. Þá væri skilaverð naut- anna þriggja í raun komið niður í 165 krónur á kíló. Vandi bænda ofmetinn Jónas Þór kjötiðnaðarmaður sagðist telja vanda kúabænda ofmetinn. í mörgurn tilfellum væm nautgripir skráðir til slátmnar á fleiri en einum stað. Offram- boðið væri ekki jafn mikið og menn héldu. „Ef það á að geyma nauta- kjötið í frysti í eitt til tvö ár og setja það svo í sölu þá er það orðið annars flokks kjöt. Ekki verður það til að hækka verðið. Hvemig sem á þetta er litið þá væri besgfyrir alla að halda því verði óbreyttu sem er á kjötinu núna en hreinsa upp birgðir með markvissu söluátaki. Verðið er komið niður í lág- mark og lækkar ekki úr þessu svo það er tóm vitleysa að bera því við að verðhmn blasi við. Það er ekki úrvinnslunni eða neytendum að kenna ef bændur framleiða meira en markaður- inn tekur við og verðið lækkar. í þessu rnáli er verið að knýja kúabændur til að hækka verðið af ótta við að verðlækkun á nautakjöti leiði til lækkunar á verði lambakjöts. Svo á að búa til nýtt kerfi með þessum fyrir- huguðu sölusamtökum. Ef það er eitthvað sent bændur þurfa ekki á að halda þá er það út- víkkun landbúnaðarkerfisins,“ sagði Jónas Þór. LYFJAMISNOTKUN iþróttamanna orðum aukin? í Lyjjatíðindum segir Jón Erlendsson fyrrverandi landsliðseinvaldur í handboltan- um að það sé ekki ný bóla að íþróttamenn misnoti lyf til að bæta árangur sinn. Hann segir núsnotkun lyfja vissulega vandamál. En hinsvcgar kemur í ljós að samkvæmt tölum Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafi árið 1991 verið tekin 84.088 sýni til úr- vinnslu víða urn heiminn. Fjöldi ,jákvæðra“ sýna var 805, eða rétt unt 1%. Jón segir að innan við 15% af sierum á svömrn markaði fari til fþróttamanna, - 85% fara á al- mennan markað, - aðallcga til unglinga. JÓN GUNNAR líka í Nýlistasafninu Sýning haldin til heiðurs Jóni Gunnari Árnasyni myndlislarmanni stendur nú í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3. Á santa tíma heldur Ustasafn íslands mikla yfir- litssýningu á verkum Jóns Gunnars og kallar hana Hugarorku og sólstafi. í Ný- listasafninu em verk 24 myndlistar- manna, samtímamanna Jóns Gunnars í listinni og nemenda lians. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöldið. -------------------------► SÓLVAGNINN, eitt verka Jóns Gunnars Árnasonar. Stóri BÓKAMARKAÐURINN Hinn árlegi bókamaricaður Fétags tslenskra bókaútgefenda opnar í dag og stendur til 10. apríl. Markaðurinn er nokkuð seint á ferðinni þetta árið. Eins og ævinlega gera menn kjarakaup á bókum á markaðnum, sem einu sinni vann undir slagorðinugamla krónan í fullu gildi. Nú er verðbólgan stopp og ekki hægt að auglýsa undir þessum formerkjum. Engu að síður em þama staflar af góðum bókum á nánast hlægilegu verði. Myndlistarsýningar í LISTASAFNI ASÍ og PORTINU Anna Gunnlaugsdóttir sýnir í Ustasafni ASÍ og er síðasta sýningarhelgin framund- an. Anna sýnir 31 verk en þau em máluð með akríl á masónit og striga. Gunnar Guðsteinn Gunnarsson sýnir í Portinu að Strandgötu 50 í Hafnaríirði og lýkur sýn- ingunni á sunnudagskvöldið klukkan 18. Opið daglega frá klukkan 14 til 18. Allir velkomnir í REYKJAVÍKURHÖFN Skortur á aðstöðu í Reykjavíkurhöfn stendur ekki í vegi fyrir að samkeppni geti ríkt í sjóflutningum, skipaafgreiðslu, rekstri farmstöðva eða alhliða flutningaþjónustu, segir Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík. í kjölfar skýrslu ráðgjafatfyr- irtækisins Drewry Shipping ConsuUants um flutningskostnað þar sem fyrirtækið heldur þvt fram að skipafélögin ráði lögum og lofum á hafnarsvæðinu og hleypi þar engum að. Hafharstjóri segir næga aðstöðu fyrir keppinauta og bendir á Vogabakka. Ályktunum útlendu ráðgjafanna er alfarið hafriað. Fallega tónlistin á KJARVALSSTÖÐUM CAPUT-hópurinn heldur tónleika á Kjarvahstöðum á laugardagskvöldið klukkan 20.30 og nefnast þeir „Fallega tónlisti'n". Þá verða flutt verk eftir Aldo Clementi, John Cage og Atla Heimi Sveinsson. Allir með ÖKUSKÍRTEINI í strætó Ökumenn einkabíla fá tækifæri til að kynna sér hvemig er að ferðast með strætó dag- ana 28. til 30. mars. Þeir þurfa aðeins að sýna strætóstjóranum ökuskírteini sitt og fá fría ferð. Þetta verður gert hjá SVR, Abnenningsvögnum og Strœtisvögnum Akur- eyrar. Tilgangurinn er að freista þeirra sem að staðaldri aka í einkabílum að sann- reyna hagkvæmni og þægindi þess að keyra með strætó. Staðreynd er að tjölmargir ættu að nota strætó til að komast í og úr vinnu, spara stórtellda fjármuni og hvíla einkabílinn. Hugmynd sem vert er að skoða. GUNNAR S. MAGNÚSSON opnar sýningu Gamall og virtur listmálari, Gunnar S. Magnússon hefur opnað myndlist- arsýningu að Hverfisgötu 6, opið frá klukkan 14 til 19 alveg til 27. mars. Gunnar er 63 ára Reykvíkingur. nán- ar tiltekið Skerfirðingur, og vakti ntikla athygli jtegar á táningsárum Stnum sem góður málari. Verk hans er að finna í flestum listasöfnum landsins. þar á ntcðal í Ustasafni ís- lands. Gunnar nam við Myndlistar- skólann í Reykjavtk en fór síðar í kynnis- og námsferðir til ýmissa Evr- ópulanda. MYNDUST: Ein mynda Gunnars S. Magnús- sotiar. LOÐNAN mjatlast inn Enn berast góðir farmar af loðnu til löndunar, frá mánudegi til tniðvikudags komu skipin nteð um 10 þúsund tonn í bræðslu. Ljóst cr að loðnuveiði er að ljúka, - og enn ent etitir um 150 Jtúsund tonn af kvótanum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.