Alþýðublaðið - 28.04.1994, Side 6

Alþýðublaðið - 28.04.1994, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOKKSSTARFIÐ Fimmtudagur 28. apríl 1994 RAÐAUGLÝSINGAR i Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu til kirkjuþings Kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings hefur samkvæmt lög- um um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar nr. 48 frá 11. maí 1982 samið kjörskrá vegna kosningar til kirkjuþings, sem fram fer í maí og júní nk. Kjörskráin liggurframmi til sýnis á Biskupsstofu, Suðurgötu 22, Reykjavík, til 24. maí 1994. Jafnframt verður próföstum landsins sent eintak kjörskrárinnar að því er tekur til kjós- enda úr viðkomandi. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist for- manni kjörstjórnar Biskupsstofu, Suðurgötu 22, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí 1994. Reykjavík, 26. apríl, 1994, Hrund Hafsteinsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Þórir Stephensen. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Engjateigi 11,105 Reykjavík. Sími: 882590. Myndsendir: 882597. Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní nk. og starfar í júní og júlí. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1979 og 1980 sem voru nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1993-1994 og eiga lögheimili í Reykjavík. Skráning fer fram í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur að Engjateigi 11, jarðhæð, sími 882590, dagana frá 2. maí til 13. maí nk. Opið: Kl. 08.20 - 16.30 virka daga. Gefa þarf upp kennitölu. Vinnuskóli Reykjavíkur. Lóöaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru eftirtaldar lóðir í 1. áfanga Borg- arhverfis: ★ Lóðir undir 22 einbýlishús og 20 íbúðir í raðhúsum og keðjuhúsum við Dofraborgir og Tröllaborgir. ★ Lóðir undir 24 íbúðir í parhúsum við Jötnaborgir ogÆsuborgir ★ 6 lóðir fyrir fjölbýlishús við Dofraborgir, Tröllaborgir, Jötnaborgir og Hulduborgir. Gert er ráð fyrir að 7 einbýlishúsalóðanna og lóð- ir undir 14 íbúðir í keðjuhúsum verði byggingar- hæfar í sumar, en að öðru leyti verði lóðirnar byggingarhæfar á næsta ári. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 632310. Þar fást einnig afhent umsóknareyðu- blöð, skipulagsskilmálar og uppdrættir. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstudeginum 29. apríl nk. á skrifstofu borg- arverkfræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík. 62-91-M Aukaþing Sambands ungrajaftiaðarmanna verður haldið 4. til 5. júní Samband ungra jafnaðarmanna heldur aukaþing helgina 4. til 5. júní næstkomandi. Þar munum við undirbúa þau málefni sem farið verður með inn á áætlað flokksþing Al- þýðuflokksins sem haldið verður helgina á eftir, 10. til 12. júní. Aukaþingið mun einnig taka til samþykktar þá fulltrúa sem félög ungra jafnaðarmanna hafa valið til setu á flokksþingi. Staðsetning aukaþings SUJ hefur ekki verið ákveðin á þessari stundu, en öruggt er að það verður á höfuðborgarsvæðinu. Nánari staðsetning aukaþingsins verður auglýst síð- ar ásamt dagskrá. Ekki verður kosið í emb- ætti innan SUJ á aukaþinginu og lagabreyt- ingar eru ekki leyfilegar á slíkum þingum. Rétt til þátttöku hafa allir þeir félagar í Sambandi ungra jafnaðarmanna sem til- kynntir hafa verið sem þátttakendur af stjórnum félaganna til framkvæmdastjórn- ar SUJ fyrir þingið. Bestu kveðjur, Magnús Arni Magnússon - formaður Sambands ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.