Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. apríl 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Samstaða í stað sériiagsmnna - segir Kristján Guimarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keilavfluir og nágrennis, í viðtali við Alþýðublaðið Þegar við heim- sóttum Kristján Gunnarsson fyrir stuttu var hann önn- um kafinn á skrif- stofu Verkalýðsfé- lagsins við fundar- höld, en gaf sér samt tíma til að sinna fé- lagsfólki sem kom á staðinn með sín er- indi eða bara til þess að líta í kaffi. En áð- ur en maður áttar sig er hann þotinn út og hádegið notar hann til þess að sitja fund með öðrum frambjóðendum Al- þýðuflokksins á Suð- urnesjum fyrir kosningarnar í maí, en Kristján skipar þriðja sætið á listan- um. Missti aleiguna Kristján Gunnarsson er nú á sínu þriðja starfsári sem formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keilavíkur og nágrennis og hafa það vægast sagt verið annasöm ár. Sjálf- ur kemur hann úr Reykjavík, en hefur búið í Keflavík und- anfarin 20 ár. Hann stundaði fyrst sjómennsku og ýmis verkamannastörf, en vann lengst af við smíðar. Hann hefur einnig verið í hópi at- vinnurekenda þar sem hann rak sjálfstætt verktaka fyrir- tæki um tíma. Kristján hefur því víðtæka reynslu beggja vegna borðsins, eins og hann orðar það sjálfur. „Eg ætlaði að verða rfkur og fór því út í fyrirtækja- rekstur eins og svo margir. Þetta gekk vel unt tíma og ég var með um 40 manns í vinnu. En áhættan er mikil og ég fór að tapa og það endaði með því að fyrirtækið fór í gjaldþrot og við hjónin töp- uðum nánast aleigunni. Það var auðvitað hræðileg reynsla að fara í gegnum þetta og ég óska engum svo illt að þurfa að gangast undir það sama og ég gerði“, sagði Kristján en viðurkenndi þó að þessi lífs- reynsla kæmi til góða í starf- inu í dag þar sem hann þarf stundum að mæta fólki sem er að missa aleiguna. Þar á hann bæði við verkafólk og atvinnurekendur sem lendi þessurn raunum í kjölfar gjaldþrota fyriitækja. Hann segir að það hafi ver- ið mikið sjokk og persónuleg niðurlæging að lenda í þessu og þá sérstaklega að missa aleiguna. En á endanum hafi þau hjónin komist yfir þetta og komist sjálf út úr vandan- um og byijað upp á nýtt. Hann hvetur því alla þá sem búa við svipaðar aðstæður í dag að gefast ekki upp heldur byija aftur upp á nýtt. Arftaki Karls Steinars Hann segir að áhuginn á verkalýðshreyfingunni og störfum hennar hafi kviknað um leið og hann flutti til Keflavíkur. „Tengdafaðir rninn dró mig á fyrsta fundinn hjá Verkalýðsfélaginu og fljót- lega var það orðinn fastur vani að sækja fundi og hlusta á eldmessumar hjá Karli Steinari, sem var minn for- veri hér hjá Verkalýðsfélag- inu. Það hefur lengi verið mikill áhugi og kraftur í Verkalýðshreyfingunni hér f Keflavík, enda var baráttan mjög hörð héma áður fyrr og fólk virkilega látið gjalda þess hjá atvinnurekendum ef það var í verkalýðsfélagi. Það eimir ennþá eftir af þess- um eldmóð, sem lýsir sér í tryggð eldra fólks við félagið. Það kemur mjög mikið hing- að á skrifstofuna til að spjalla og fyrir suma er þetta þeirra annað heimili." Þegar Kristján tók við for- mannsstarfinu hjá Verkalýðs- félaginu fyrir þremur ámm var hálfgert kreppuástand í atvinnulífinu á Suðumesjum og hafði verið þannig unt tíma. „A þessu tímabili hefur ijöldi atvinnulausra aldrei farið niður lyrir 165 á mán- uði og mest hefur talan farið í rúmlega 600 atvinnulausa á mánuði. Þetta em auðvitað hrikalegar tölur og fyrir 2400 manna félagssvæði þýðir þetta 25-26% atvinnuleysi sem er það langhæsta sem þekkist hér á landi.“ Gömul forysta Kristján segir að álagið á skrifstofu Verkalýðsfélagsins hafi margfaldasl í kjölfar þessa mikla atvinnuleysis. En sem betur fer hafi ný vinnu- brögð verið tekin upp og Verkalýðsfélagið hafi nú- tíma- og upplýsingavæðst. Þar á hann við að haldið er utan um félagsmenn og at- vinnuleysisskrá á tölvutæku formi og öll afgreiðsla og að- stoð við félagsmenn sé mun skilvirkari en áður. Hann ségir að því miður sé ekki hægt að segja hið sama um Alþýðusambandið í heild sinni. Þar sé ennþá mikið um gamaldags vinnubrögð og þá sérstaklega sé þörf á að yngja upp í forystuliðinu. Sem dæmi um þetta nefnir Krist- ján að hann er yngstur í mið- stjóm ASI en er þó rúmlega fertugur. „Þama er mikið af góðu fólki sem hefur unnið vel fyr- ir verkalýðshreyfinguna í gegnum árin, en það þarf að „poppa“ upp miðstjómina og gefa yngra fólki tækifæri á að taka við,“ segir Kristján og brosir. stöðugleika í efnahagslífinu og frið á vinnumarkaði. „Þetta á auðvitað sérstak- lega við þær fjölskyldur sem skulda mjög mikið, því 1 til 2 prósenta vaxtalækkun hefur vemleg áhrif á útgjöld skuld- ugra heimila og vegna hús- næðiskaupa þá skulda flest heimili mjög mikið hér á landi. Vaxtalækkunin sem Alþýðuflokkurinn og aðilar vinnumarkaðarins beittu sér fyrir hefur því skilað sér mjög vel til almennings." Vaxtalækkun ^röpp kjör Þegar talið berst að kjarab- aráttu dagsins í dag, þá tekur Kristján undir það að áhersl- ur hafi breyst úr kröfum um krónutöluhækkanir yfir í Kristján leggur áherslu á að menn megi þó ekki mis- skilja þessa áherslu á samn- inga um kaupmáttaraukn- ingu, því vissulega þurfi að koma til beinar taxtahækkan- KRISTJAN GUNNARSSON,formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkurog nágrennis. í þessu aukna atvinnuleysi í dag eru alltaf einhverjir atvinnu rekendur sem hlaupa til og notfæra sér ástandið og ráða fólk til starfa í skamman tíma á kaupi sem er undir atvinnuleysisbótum. Það er því aldrei of oft brýnt fyrir fólki að kynna sér sín réttindi, því það tekur þetta sama fólk einhvern tíma að komast aftur inn í bótakerfið. En sem betur fer eru þeir fleiri at- vinnurekendurnir sem hafa hjartað á réttum stað og hugsa ekki svona.u kaupmáttaraukningu. „Þessi barátta í dag er að mörgu leyti skynsöm og menn mega ekki gleyma því að ASI á stóran þátt í þeim árangri sem náðst hefur varðandi lækkun verðbólgu og vaxta. Það var einnig rétt ákvörðun að krefjast lækkunar virðis- aukaskalts á matvælum, þó sumir forystumenn Alþýðu- flokksins vilji ekki viður- kenna það. Það hefur sýnt sig núna að þessi lækkun er að skila sértil fólksins. Þrátt fyrir hávær mótmæli sumra launþega um getuleysi verkalýðsforystunnar um að ná fram krónutöluhækkun- um, þá telur Kristján að flest verkafólk geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra samninga sem gerðir hafa verið undan- farin ár og stuðlað hafa að ir til þeirra lægstlaunuðu. í þessu sambandi bendir hann á að lægsti dagvinnutaxtinn á hans svæði sé lægri en at- vinnuleysisbætur á mánuði. „I þessu aukna atvinnu- leysi í dag eru alltaf einhveij- ir atvinnurekendur sem hlaupa til og notfæra sér ástandið og ráða fólk til starfa í skamman tíma á kaupi sem er undir atvinnu- leysisbótum. Það er því aldrei of oft brýnt fyrir fólki að kynna sér sín réttindi, því það tekur þetta sama fólk einhvem tíma að komast aft- ur inn í bótakerfið. En sem betur fer eru þeir fleiri at- vinnurekendumir sem hafa hjartað á réttum stað og hugsa ekki svona.“ Vegna ástandsins á Suður- nesjum og þessara lágu taxta segir Kristján það koma til greina að Verkalýðsfélagið semji sér heima fyrir f næstu samningum, en verði ekki með í því samfloti sem tíðk- ast hafi undanfarin ár. Hann segir þetta ekki ákveðið en að margir séu á þessari skoð- un. Búbót heimilanna Blaðamaður færði land- búnaðarmálin og frekari lækkun matvæla í tal við Kiistján, og þá staðreynd að ASÍ hefur ekki tekið undir mikilvægi þess að ná fram breytingum á landbúnaðar- kerfinu. „Ég er alveg óhræddur við að taka undir þessa gagnrýni á ASÍ, því það er augljós kjarabót fyrir neytendur að endurskoða landbúnaðarkerf- ið og apka frelsi í innflutn- ingi búvara. En því miður er það þannig innan ASI að margir forystumenn loka augunum fyrir þessari kjara- bót viljandi. Þar em flokks- hagsntunirnir greinilega tekn- ir ffam fyrir augljósa hags- muni launafólks, sem er lækkun matvömverðs. For- ystan er algerlega blind í þessu máli og á þetta sérstak- lega við um fulltrúa Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks í forystusveit ASÍ. Það hefur líka komið fram í könnunum að almenningur skynjar þetta og gefur lítið fyrir flokksaga þegar stór- lækkun á matvælaverði er annars vegar. Það hefur til dæmis komið fram að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar em hlynntir auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum og em kjósendur þessara afturhalds- flokka ekki undanskildir." Nýjar lausnir Það kannast allir við kvótaleysið og hmn sjávarút- vegsins á Suðumesjum sem er f raun rótin að viðvarandi atvinnuleysi á svæðinu. Kristján segir að þama komi afleiðingar kvótakerfisins best í ljós, því aflaheimildim- ar hafi nánast allar verið færðar ffá Suðumesjum og til Vestfjarða og Norðurlands. Það hafi síðan bætt gráu ofan á svart þegar vinnan á Kefla- víkurflugvelli fór að dragast verulega saman. „Þetta hefur þýtt viðvar- andi atvinnuleysi síðastliðin þrjú ár, en aðeins hefur slegið á þetta yfir sumartímann og í kjölfar sérstakra átaka í at- vinnumálum“, segir Kristján. En Kristján hefur trií á að það sé hægt að snúa þessari þróun við, þó það gerist ekki á einu ári. Hann skipar þriðja sætið á lista Alþýðuflokksins fyrir bæjarstjómarkosning- amar í Suðumesjabæ og at- vinnumálin em auðvitað of- arlega í stefnuskrá jafnaðar- manna. „Við höfum sett fram hug- mynd um Þjónustumiðstöð atvinnulífsins, sem á að þjóna bæði atvinnurekendum og fólki sem býr við atvinnu- leysi eða er í leit að vinnu. Þannig viljum við efla ráð- gjöf á þessu sviði og aðalat- riðið er að koma á öflugri samvinnu allra aðila í at- vinnulífinu. Við viljum líka koma á fót sérstökum sjóði sem fyrirtæki geta leitað til vegna ábyrgða á lánum sem þau þurfa að taka til þess að koma starfssemi sinni af stað. Sjóðurinn á að vera sjálf- stæður og hugmyndin er að leggja í hann allt að 5 prósent af útsvarstekjum bæjarins og takmarka bæjarábyrgðir vemlega í staðinn. Þessar bæjarábyrgðir em ósiður sem við viljum draga mikið úr. Þegar við horfum til fram- tíðar þá viljum við endurreisa þá rniklu verstöð sem var hér á Suðumesjum. Við höfum gjöful fiskimið hér rétt fyrir utan og við höfum líka stóra alþjóðlega flugstöð á staðn- um. Það sem vantar er hrá- efni til vinnslu og við höfum auðvitað bestu aðstöðuna hér á Suðumesjum til þess að fullvinna aflann og gera meiri verðmæti úr honum en gert hefur verið til þessa. Þá má ekki gleyma því að við emm mun betur settir núna eftir sameiningu sveitarfélag- anna því samstaðan og sam- vinnan er það sem skiptir öllu máli. Sameiningin kem- ur í veg fyrir þessa togstreitu sérhagsmuna sem hefur alltof lengi verið við líði hér á landi. Þannig að við emm bara bjartsýnir hér á Suður- nesjum", sagði Kristján Gunnarsson formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.