Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 29. apríl 1994
MÞBWBIIBIÐ
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
Ríkisstjórn
sem nær árangri
Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er nú að ljúka
næstsíðasta þingi sínu. A stundum hefur verið tekist þéttings-
fast á í samstarfi flokkanna, og á köflum gustað drjúgt um
gættir stjómarinnar. Aftur og aftur hefur stjómarandstaðan
staðhæft, að tími samstarfsins sé úti og kosningar á næsta leiti.
En hrakspámar hafa aldrei ræst, og um helgina fagnar ríkis-
stjómin þriggja ára starfsafmæli sínu. Þegar litið er yfir feril
hennar kemur í ljós, að hún hefur verið einkar atkvæðamikil,
og hægt og sígandi hefur hún komið stefnumálum sínum í
höfn, - einu af öðm.
Þegar ríkisstjóminni var ýtt úr vör á vordögum 1991 bar fjög-
ur mál einna hæst á starfsskrá hennar: Aðild íslands að Evr-
ópska efnahagssvæðinu, að ná stöðugleika og festu í ríkisfjár-
málum, að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem tekið yrði
tilliti til breytinga í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, og að ná
niðurstöðu um framtíðarstjómun fiskveiða.
Oll þessi mál em flókin og viðamikil, og umdeild. Bæði inn-
an og milli stjómarflokkanna hafa skoðanir verið skiptar á
þeim. Og það er fróðlegt að rifja það upp, að hvert og eitt
þeirra taldi stjómarandstaðan nægja til að fella ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar. En þegar upp er staðið blasir nú við, að
ríkisstjórnin er að ná öllum þessum málum í höfn.
Aðild fslands að Evrópska efnahagssvæðinu er orðin að
veruleika og í afgreiðslu málsins fólst mikill sigur fyrir ríkis-
stjómina. Með henni em stoðir atvinnulífsins í landinu, ekki
síst sjávarútvegsins, treystar vemlega. Smám saman em
gagnrýnisraddimar að hljóðna, þegar ávinningur samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið tínast fram í dagsljósið. Hrak-
spámar um að EES yrði til að veikja ríkisstjómina snemst upp
í ranghverfu sína; umræður um deilur um aðildina urðu þegar
upp var staðið til að styrkja innviði stjómarinnar. Hitt er mála
sannast, að ágreiningur um málið spratt upp innan allra stjóm-
arandstöðuflokkanna, og kom fram í hreinum málefnalegum
klofningi innan bæði Framsóknar og Kvennalista.
Traust tök ríkisstjómarinnar á fjármálum ríkisins hafa sömu-
leiðis leitt til þess, að mikill stöðugleiki ríkir í verðlagsmálum,
- en verðbólga á ársgmndvelli er nú innan við einn af hundr-
aði. Þá hafa vextir lækkað vemlega, og von á frekari vaxta-
lækkun.
Landbúnaðardeilan var jafnframt til lykta leidd með góðri
sátt, þar sem náðist fram sú meginregla að innflutningur á
landbúnaðarafurðum verður fijáls, en hins vegar kleift að
beita jöfnunargjöldum til að gera framleiðendum innanlands
kleift að aðlaga sig að breytingunni.
Sama máli gegnir um sjávarútvegsmálin. Þar hefur náðst
samstaða milli stjómarflokkanna, og þessa dagana er verið að
afgreiða málið á Alþingi. Með afgreiðslu málsins mun nást
stöðugleiki til framtíðar í stjóm fiskveiða, og fyrirtæki í sjáv-
arútvegi geta byggt áætlanir sínar á niðurstöðu, sem ekki
verður hringlað með á næstu árum. Jafnhliða verður iögfestur
Þróunarsjóður sjávarútvegsins, sem mun gegna lykilhlutverki
við hagræðingu innan greinarinnar. Samþykkt hans verður
söguleg ákvörðun fyrir íslenskan sjávarútveg.
Þegar litið er yfir feril ríkisstjómarinnar sést því svart á hvítu,
að hún er óðfluga að sigla í höfn öllum helstu málum sínum.
Auðvitað hljóta alltaf að koma upp deilur um markmið og
leiðir í samstarfi tveggja flokka, en núverandi ríkisstjóm hef-
ur sýnt það með ótvíræðum hætti, að hún hefur burði til að
leiða umdeild stjómmál til lykta. Það sýnir styrk, sem fyrri
ríkisstjómir hefúr skort.
Tíðindamaður Rök-
stóla hitti gamlan kunn-
ingja sinn á rölti í hinni
glaðbeittu sumamepju í
miðborginni.
Kunninginn var dapur
á svip og við nánari eftir-
grennslan kom í ljós að
honum hafði verið sagt
upp deildarstjórastöðu
hjá íslenska útvarpsfé-
laginu.
Tíðindamaður Rök-
stóla bauð kunningjan-
um í kaffi á næsta kaffi-
hús og spurði hann nánar
út í atvikið.
Að læra
af mis-
tökunum
Jaaa, það var þannig,
sem sagði deildarstjór-
inn fyrrverandi um leið
og hann pantaði bolla af
Cappuccino, að ég hef
ferðast töluvert til Fær-
eyja vegna starfsins...
- Færeyja? Greip ég
forviða fram í.
- Já, ég hef mikið farið
til Færeyja til að sjá
hvemig ekki á að senda
út sjónvarpsefni, því
menn læra mest á mis-
tökunum.
- Hefði ekki verið nær
að stúdera sögu Stöðvar
2? Spurði ég.
- Nei, það er góð
rekstrarpólitík að velta
sér upp úr fortíðinni,
svaraði deildarstjórinn.
- En það gera þeir hjá
íslandsbanka og það ger-
ir sjálfur forsætisráðherr-
ann, sagði ég í mótmæla-
skyni.
- Já, það er öðruvísi,
sagði kunningi minn.
Bæði íslandsbanki og
ríkissjóður em reknir
þannig, að því meira sem
tapið er, þeim mun betri
er staðan.
Fimm
stjörnu
hótel,
eðalvagnar,
kampavín
og blóma-
rósir
Við sötraðum kaffið
og ég spurði hvað hefði
gerst í Færeyjum.
- Ekkert svo sem,
svaraði félagi minn. Ég
bjó á fimm stjömu hót-
eli, leigði mér eðalvagn
með bílasíma, sjónvarpi
og einkabflstjóra og
skálaði í kampavíni við
færeyskar blómarósir á
kvöldin. Þetta var af-
skaplega gagnlegur túr.
Það kom mikið út úr
honum.
- Ekki efast ég um
það, svaraði ég. En hvað
gerðist?
Félagi minn þurrkaði
sér um munninn.
- Æ, stundi hann. Ég
flaug auðvitað með
Saga-CIass til Þórshafn-
ar eins og hver einasti
maður með mönnum
gerir. Þá brjálaðist sjón-
varpsstjórinn og rak mig.
- Hvað segirðu?
Spurði ég forviða.
- Já, svona er mórall-
inn orðinn. Heldur þú að
Ted Tumer hefði farið til
Færeyja á skrælingja-
rými?
Að vera
eða vera
ekki á
Saga-CIass
Við horfðum út í sól-
bjartan og vindasaman
kuldann. Deildarstjórinn
fyrrverandi sagði svo:
- Þetta er skítamórall.
Menn vinna hörðum
höndum allan sólar-
hringinn, þvælast til sól-
arlanda, sitja á lúxushót-
elum með einkabar í
London eða era á skíð-
um í St. Morits á ströng-
um vinnuferðalögum,
svo má maður ekki sitja
þar sem manni ber.
- Var búið að banna
þér að sitja á Saga-
Class?
- Mér var svo fyrir-
skipað að kaupa miða á
Saga-Class, því fyrirtæk-
ið vill að allir sjái að
maður fljúgi á Saga-
Class. Þannig lítur það út
fyrir að við séum á Saga-
Class en erum í raun á
farþegarými pakksins.
Við veifum Saga-Class
miðunum um allt þegar
við göngum um borð í
vélina og þegar við
göngum frá borði en sitj-
um aldrei á Saga-Class.
Þetta heidr að skera nið-
ur rekstrarútgjöld án
þess að missa stælinn og
glamorinn. Það nýjasta
er að kaupa fleiri Saga-
Class miða handa starfs-
fólki en hætta við allar
ferðir. Þannig virðist
sem allir séu alltaf að
ferðast með stæl en í
raun fer enginn neitt.
Fram-
sóknarvist
í beinni
útsendingu
Við lukum við kaffið
og stóðum upp. Þegar ég
kvaddi vin minn, harm-
aði ég enn einu sinni að
hann hefði misst vinn-
una. Hann leit á mig og
sagði:
- Já, en ég var ekki
rekinn frá fyrirtækinu.
Ég var settur í annað
starf innan fyrirtækisins.
- Hvaða starf? Spurði
ég- ,
- Ég á að stjóma fé-
lagsvist í beinni útsend-
ingu, svaraði hann.
Er það ekki
skemmtilegt? Spurði ég,
uppörvandi.
- Jú, jú. Fyrstu gest-
imir verða starfsmenn
Seðlabankans. Það verð-
ur með öðram orðum
Framsóknarvist í beinni.
Þegar við kvöddumst
var ég ekki alveg viss á
því, hvort félaga mínum
hefði verið sparkað upp
á við eða niður á við í
fyrirtækinu.
Alþýöublaösmynd / Einar Ólason
RÖKSTÓLAR