Alþýðublaðið - 29.04.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ -I Föstudagur 29. apríl 1994 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands Islands: „Við þuríum að gefa spilín upp á nýtt“ „Alclamót eru skammt undan. Við erum hin nýja aldamótakynlóð. Við okkur blasa ærin verkefni. Við þurfum markvissa, arðsama lang- tímafjárfestingu í atvinnuvegunum. Við þurfum að losa okkur úr viðjum stöðnunar sem frjáls- hyggjan hefur kallað yfír okkur. Við þurfum að gefa spilin upp á nýtt.“ „Atvinnuleysi er efst í huga okkar nú 1. maí, á baráttu degi verkafólks. Á síðustu mánuð- um hefur atvinnuleysi verið meira en nokkru sinni áður. Flestar íjölskyldur í landinu þekkja lamandi og skemm- andi áhrif atvinnuleysis. Aldamótakynslóðin átti baráttumenn sem lögðu grunn að fullvalda ríki. Kreppukyn- slóðin stóð af sér mestu við- skiptaáfoll aldarinnar og reisti um leið atvinnulífíð úr rúst- um. Kynslóð eftirstríðsáranna gerði Island að velferðarríki. Nú bjóðum við velkomna æsku landsins í fylkingu okk- ar sem viljum berjast gegn því efnahagslega og félagslega ranglæti sem blasir við í þjóð- félaginu: - Þar sem vinnufúsar hend- ur fá ekki vinnu. - Þar sem margfaldur launa- og kjaramunur undir- strikar öfga og ranglæti í sam- félaginu. - Þar sem hinn almenni launamaður er látinn taka alla ábyrgð á glæfralegum starfs- háttum lánastofnana á undan- fömum árum. - Þar sem launamaðurinn þarf að sæta uppsögn úr starfi jafnvel án uppsagnarfrests, á meðan stórbokkinn skammtar sér biðlaun sem nema hundr- uðum þúsunda á mánuði. - Þar sem alþingismenn, ráðherrar, bankastjórar og hæstaréttardómarar búa við margfaldan þann lífeyrisrétt sem aðrir launamenn verða að sætta sig við. - Þar sem stjómmálamenn standa ekki við yfirlýsingar sfnar eða loforð eftir kosning- ar. - Þar sem nokkrir útgerðar- menn og stóratvinnurekendur í fiskvinnslu em, með dyggri aðstoð stjómmálamanna, að sölsa undir sig það sem eftir er af auðæfúm í haftnu. - Þar sem æska landsins er látin gjalda fyrir langvarandi vaxtaokur. - Þar sem fjármagnseig- endur hafa verðtíyggðar tekj- ur en launamenn ekki. Bótalaust tímabil atvinnu- leysistrygginga er tíma- skekkja, sem ber að afnema án tafar. Möguleika atvinnu- lauss fólks til hagnýts náms þarf að auka. Undirbúning átaksverkefna sveitarfélaga þarf að vanda vel og gæta þess að þau snúist um inni- haldsrík verkefni. Brýnast af öllu er að útrýma atvinnuleys- inu. Stöðugleiki hefur einkennt efnahagslíf og vinnumarkað á undanfömum ámm. Verð- bólga er vart mælanleg. í samanburði við launakostnað erlendis hefur launakostnaður hérlendis lækkað. Launafólk greiðir nú skatta sem fýrirtæki greiddu áður. Enda þótt at- vinnureksturinn greiði sáralít- ið til samfélagsins segir at- vinnureksturinn sig á sveitina enn og aftur. Velferðarkeríi atvinnurekstursins er dýrasta velferðarkerfi landsins. Launafólk greiðir iðgjaldið en atvinnurekendur fá bætumar. Launafólk greiðir tapið en þeir hirða arðinn. Áf öllu samanlögðu hefur starfsum- hverfi atvinnurekstursins ver- ið eins og atvinnurekendur helst gátu kosið sér. Samt er atvinnuleysi!! Utvegurinn neitar að greiða samfélaginu auðlindaskatt heldur skattleggur sjálfan sig með kvótabraski. Ur röðum útvegsmanna hefur heyrst að nú sé kominn tími til að selja aðgang að fiskimiðunum á al- þjóðamarkaði með því að selja hlut í útgerðum sínum. Utfærsla landhelginnar í 12, 50 og síðan 200 mílur er dæmi um góð áform sem yfir- gengileg ágimd og hroki em að gera að engu. Flestum er að verða ljóst getuleysi fijálshyggjunnar til að leysa brýn vandamál eins og atvinnuleysi. Launalækk- un og réttindaskerðing launa- fólks er eina úrræðið, sem hún á, við atvinnuleysi. Skammtímagróði er tekinn fram yfir íjárfestingu til langs tíma. Vextir era háir. Frjáls- hyggja verðleggur brask hærra en launavinnu. Kvótabraskið er ljótasta dæmið um það. Vegna mann- fyrirlitningarinnar sem býr í frjálshyggjunni verður ekki ráðið við atvinnuleysið með ráðum hennar. Gegn atvinnu- leysinu verður að ráðast með markvissum, opinberam að- gerðum. Vandi okkar verður leystur með fyrirhyggju - ekki með fijálshyggju. Við höfum ekkert með metnaðar- laus markmið fijálshyggjunn- ar um láglaunastörf að gera. Við þörfnumst metnaðar- fullra markmiða fyrirhyggj- unnar um vel launuð störf. Getuleysi frjálshyggjunnar sýnir að verkafólk og samtök þess verða að taka taumana í sínar hendur og stýra í átt til nýsköpunar í atvinnulífinu. Við þörfnumst meiri eftir- spumar á innanlandsmarkaði. Fyrsta skrefið til þess er meiri kaupgeta - fólk sem getur keypt. Framundan er undirbún- ingur um gerð kjarasamninga. Kröfur okkar í komandi kjarasamninguin hljóta að taka mið af afkomu þjóðar- búsins, sem er betri nú en útlit var fyrir þegar gildandi kjara- samningar vora gerðir. Kröf- ur okkar hljóta því að snúast að auknum jöfnuði í þjóðfé- laginu. Of lítil nýsköpun og Ijárfesting í atvinnulífi hindr- ar hagvöxt. Dugleysi atvinnu- rekenda á þessu sviði kallar á framkvæði okkar og forystu. Á sama b'ma og yfirvöld kunna ráð til að skattleggja fæðis- og ferðahlunnindi launafólks allt niður í tvo strætisvagnamiða á dag eiga þau engin ráð við skattsvik- um. Launafólk krefst þess, að ríkisvaldið beini spjótum sfn- um að neðanjarðarhagkerfinu sem lengi hefur þrifist í þessu þjóðfélagi. Það ætti að liggja í augum uppi að þeir 11-15 milljarðar sem talið er að rík- issjóður verði af í neðanjarð- arhagkerfinu era ekki í vösum Iaunamanna. Frændþjóðir okkar á Norð- urlöndunum, Svíar, Norð- menn og Finnar, greiða senn atkvæði um aðild að Evrópu- sambandinu. Ef verður af inn- göngu þeirra í Evrópusam- bandið munu þessar þjóðir leggja mikla áherslu á sam- starfið á meginlandinu og hætta er á að það dragi úr áhuga þeirra á norrænni sam- vinnu. Sameiginlegur markaður Evrópusambandsins verður áfram mikilvægur fyrir okkur á komandi áram. Vestan við okkur er að ýmsu leyti álitleg- ur markaður og austur í Asíu er annar í öram vexti. Því er brýnt að við mótum stefnu í ljósi þessara aðstæðna. Grandvöllur hennar hlýtur að vera fiskveiðilögsaga í hönd- um íslendinga. Krafan er að þjóðin verði spurð í jafn af- drifaríku máli. Aldamót era skammt undan. Við eram hin nýja aldamótakynlóð. Við okkur blasa ærin verkefni. Við þurfum markvissa, arð- sama langtímaljárfestingu í atvinnuvegunum. Við þurfum að losa okkur úr viðjum stöðnunar sem fijálshyggjan hefúr kallað yfir okkur. Við þurfum að gefa spilin upp á nýtt. Launafólk: Geram I. maí að raunveralegum baráttu- degi, þar sem við sameinumst um kröfuna: FULL ATVINNA FYR- IR ALLA - ATVINNA ER MANNRÉTTINDI." 47. Flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands - / verður haldið í Iþróttahúsinu í Keflavík, helgina 10. til 12. júní 1994.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.