Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 29. apríl 1994 Sagan geymir pólitískt maraiskaðayeður: SR deflur fyrr og nú Kolkrabbinn heftir lengi haft ítök og augastað á Síldarverksmiðjum rílvisins. Sveinn Benediktsson var þar stjómarformaður í þrjá áratugi - nú hefiir sonur hans, Benedikt, fengið þetta arðbæra fyrirtæki á silftirfati SVEINN BENEDIKTSSON skrifaði níðgreinar um formann Verka- mannafélags Siglufjarðar í SR-deilunni 1932 og varð fyrir vikið að segja sig úr stjórn SR. GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINSSON, formaður Verkamannafé- lagsins og bœjarfulltrúi Alþýuðuflokksins, stytti sér aldur eftir rógs- berferð Sveins, segir í lieimildum sem stuðst er við íþessari grein. SÍLDARVERKSMÍÐJUR ríkisins (SR) tóku til starfa árið 1930 og var fyrsta verk- smiðjan staðsett á Siglufirði. Þetta var stóriðja sins tíma og fyrsta síldarverksmiðjan í eigu íslendinga. Aður voru starfandi síldarbræðslur í eigu erlendra atvinnurek- enda. Stjómmálaflokkamir og ýmsir athafnamenn innan þeirra hafa lengi barist um völdin í stjóm SR, en óhætt er að segja að Sveinn Bene- diktsson framkvæmdastjóri hafi verið þar atkvæðamest- ur. Hann var samtals 45 ár í stjórn SR, þar af rúma þrjá áratugi sem stjómarformað- ur. Óhreint mjöl? Deilan um SR-mjöl í dag hefur ekki farið framhjá nein- um, en það vill svo „ein- kennilega" til að nýi stjómar- formaðurinn, Benedikt Sveinsson, er einmitt sonur þessa sama Sveins Bene- diktssonar. Benedikt er í for- svari fyrir þeim hópi sem keypti SR-mjöI af ríkissjóði um síðustu áramót, og er hann þar í umboði stórfyrir- tækja eins og Eimskips, Sjó- vár-Almennra og fleiri fyrir- tækja sem kennd hafa verið við Kolkrabbann svokallaða. Strax komu fram efasemdir um að rétt hafði verið staðið að sölu fyrirtækisins og nú hefur Ríkisendurskoðun stað- fest það með umdeildri skýrslu. Blaðið hefur einnig heimildir fyrir því að fulltrúi Alþýðuflokksins í undirbún- ingsnefndinni hafi gert at- hugasemdir við vinnubrögðin áður en salan átti sér stað. Þá hafa margir orðið til þess að gagnrýna það, að eitt af fyrstu verkum Benedikts Sveinssonar og félaga hans í nýju stjóminni var að greiða sjálfum sér milljónir í arð af hagnaði SR-mjöls. Þrátt fyrir að SR-deilan hin nýja standi um eignartilfærsl- ur þá má finna sögulega sam- líkingu þar sem völd og pen- ingar koma við sögu á kreppuárunum. Það sem hins vegar vekur mesta athygli er að sama ættarveldið er í aðal- hlutverki í SR- deilunni 1932 sem hér verður rifjuð upp. Launalækkun Deilan hófst vorið 1932 og snerist í fyrstu um kaup og kjör verkamanna í SR, en þróaðist fljótlega upp í hat- rammar persónulegar deilur milli þeirra manna sem voru í forustu fyrir deiluaðila. Sveinn Benediktsson fór fyrir hönd stjómar SR á fund verkamanna í verksmiðjunni og krafðist þess að þeir féll- ust á launalækkun, en að öðr- um kosti yrði enginn vinna í síldarbræðslunni um sumar- ið. Þeir samþykktu að kjósa nefnd til þess að þess að fjalla um málið, en gerðu Sveini það ljóst að það væri aðeins á valdi Verkamanna- félags Sigluljarðar að taka ákvarðanir um breytingar á launatöxtum. Þá verður einn- ig að gela þess að aðrar Sfld- arverksmiðjur á staðnum kröfðust ekki launalækkunar. Á þessurn tíma var Verka- mannafélagið í höndurn jafn- aðarmanna og var Guð- mundur Skarphéðinsson formaður þess, en að auki var hann bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, skólastjóri og verslunareigandi. Hann var mikils virtur á Siglufirði og báru verkamenn mikið traust til hans, jafnt jafnaðarmenn sem kommúnistar. Þá ber að geta þess að Guðmundur hafði misst sæti sitt sem stjórnarmaður í SR skömmu áður en þetta gerðist. Sveini Benediktssyni var það Ijóst að Guðmundur væri erfiður andstæðingur og þess vegna vildi stjóm verksmiðj- unnar flýta samningum og var boðaður fundur á meðan Guðmundur var staddur á Akureyri. I þann mund sem Sveinn taldi sig finna batn- andi undirtektir hjá verka- mönnum þá birtist Guð- mundur Skarphéðinsson og hafði hann komið á fundinn beint af skipsíjöl. Það skipti engum togum að hann sneri fundinum á sitt band með magnaðri ræðu, þar sem hann færði meðal annars rök fyrir því að launalækkunin skilaði mjög takmörkuðum spamaði til verksmiðjunnar. I kjölfarið samþykktu verkmenn að standa fast við umsamda kauptaxta frá árinu áður og þar með var deilan kominn í hnút. Rógsgreinar Sveins Það virðist síðan hafa ver- ið örþrifaráð hjá Sveini Benediktssyni að safna sam- an efni í ófrægingargrein um Guðmund til þess að hnekkja trausti verkamanna á honum. Hann safnaði saman skatta- framtölum Guðmundar, upp- dráttum af húseignum hans og fékk sérstakan ljósmynd- ara til þess að taka myndir af þeim. Það má þó einnig benda á það að persónulegar árásir og ofsóknir með blaða- skrifum tíðkuðust mun meira á þessum tíma en gerst hefur síðar. Þrátt fyrir þetta sagði Alþýðublaðið 25. júní 1932 um eina af greinum Sveins að hún væri „...ein óþverra- legasta rógsgrein, sem rituð hafi verið í íslenskt blað“. í bók Benedikst Sigurðs- sonar „Brauðstrit og barátta" segir um þetta mál: „I grein- inni reynir Sveinn að færa líkur að því að Guðmundur hafi í reynd ekki áhuga á öðru en að safna fjármunum og metorðum og svífist einskis þegar slikt sé annars vegar. Verkalýðsvinátta hans sé ekkert annað en hræsni og yfirdrepsskapur og vináttu annarra misnoti hann í hagn- aðarskyni hvenær sem færi gefist. Síðast en ekki síst sé hann alltaf reiðubúinn til að fóma hagsmunum verka- manna fyrir ávinninga sjálf- um sér til handa. Síðan segir Sveinn írá viðtali sem hann kveðst hafa átt við Guðmund þegar til álita kom að skipta um menn í verksmiðjustjóm- inni. Hafi Guðmundur þá tjáð sig fúsan til að taka sæti Þor- móðs Eyjólfssonar í stjóm- inni, að því tilskildu að hann fengi sjálfur að vera stjómar- formaður. Einnig hafi hann tjáð sig fúsan til að gangast fyrir kauplækkun hjá verka- mönnum verksmiðjunnar á sama gmndvelli og verk- smiðjustjómin hafi lagt fyrir 18. júní, að því tilskildu að hann yrði sjálfur formaður verksmiðjustjómarinnar. Greininni lýkur hann með þessum orðum: „Það er hörmulegt til þess að vita, að fjöldi verkamanna og hundr- uð sjómanna skuli eiga á hættu að missa sumaratvinnu sína fyrir aðerðir þessa vesal- mennis“. Herbragð og kaupkúgun Ekki verður séð að skrif Sveins hafi breytt í neinu af- stöðu siglfirskra verkamanna. Þeir virðast hafa beðið hinir rólegustu eftir svari verk- smiðjustjórnarinnar við til- boði þeirra um vinnslu í verksmiðjunni fyrir ákvæðis- taxta. Morgunblaðsgreinin var aðeins upphafið að herferð Sveins Benediktssonar til að hnekkja áhrifum Guðmundar meðal siglfirskra verka- manna. Mánudaginn 27. júní sendi hann fjármálaráðuneyt- inu kæm út af skattgreiðslu Guðmundar og krafðist opin- berrar rannsóknar á framtali hans. I stuttu viðtali við Alþýðu- blaðið daginn eftir að grein Sveins kom út vísaði Guð- mundur ásökunum hans á bug sem uppspuna frá rótum. Mánudaginn 27. júní birtist í blaðinu svargrein frá Guð- mundi, dagsett á Brimensi í Viðvikursveit 24. júní, sama dag og Morgunblaðið birti grein Sveins. Fyrirsögnin er: Bréf til Sveins Benediktsson- ar, stéttahaturspostula íhalds- ins. Upphaf bréfsins er á þessa leið: „Mér var sagt í síma, að þú hefðir ráðist á mig með briglsum og svívirðingum í Morgunblaðinu í dag. Þó að ég hafi því miður ekki fengið tækifæri til að heyra nema orfurlítið úr skrifum þínum, þá finnst mér rétt að senda þér þessar línur, ekki síst af því, að lygasaga þín er svo rótarleg og ódrengileg, þó að ég skilji hins vegar, að hún á að vera hvort tveggja í senn, nokkurskonar herbragð þitt gagnvart mér og eigi það að gera mig tortryggilegan í augum verkamanna á Siglu- firði.“ Grein Guðmundar lýkur þannig: „Heimska þín og ósvífni í þessu máli er því einsdæmi. Enda snýst allt á móti þér, því þó að ég hafi því miður ekki vitni að sam- tali okkar og þú skákir í því skjóli með lygamar, þá hefi ég þó bent þér og almenningi á staðreyndir, sem segja til um það, hvor okkar hafi rétt- ara fyrir sér, því væri sú saga þín sönn, að ég hafi viljað taka sæti í stjóminni og lofað að berjast fyrir kaupkúgun með þér, þá getur vfst enginn efast um, að þú hefðir gleypt við því. En sögur þínar eru lygasögur, og tilgangur þinn með þeim að falsa til þín menn til óbótaverka gegn fá- tærki alþýðu. Þar með er allt sagt“. Meira níð Tveimur dögum eftir birt- ingu þessarar greinar kom ný grein eftir Svein Benedikts- son, eða framhald fyrri grein- ar hans, í Morgunlbaðinu undir fyrirsögninni „Forsp- rakki niðurrifsmanna í Siglu- firði. - Guðmundur Skarp- héðinsson allijúpaður": Sveinn byrjar greinina með því að minna á að í fyrri grein sinni hafi hann skipt „svokölluðum verkalýðs- forsprökkum“ í tvo flokka. Annarsvegar séu hugsjóna- menn en hinsvegar, í fjöl- mennari flokknum, séu pólit- ískir svindlarar sem noti verkalýðinn til að lyfta sjálf- um sér. Sé nú tími og tæki- færi til að taka einn þessara svikara og hræsnara til ræki- legrar hirtingar. Þessu næst telur Sveinn upp störf og stöður Guð- mundar og segir að í bæjar- stjórninni hafi hann krækt í störf sem einkonar forstöðu- maður fyrir kolasölu og mjólkurbúi sem bærinn reki og sitji í stjóm kaupfélagsins. Þá sé hann skjólastjóri bama- skólans og hafi á síðastliðnu ári verið framkvæmdastjóri Síldareinkasölunnar um nokkurt skeið. Loks reki hann stærstu byggingavöru- verslun bæjarins, eigi mörg hús, húshluta og lóðir auk hins veglega stórhýsis „Hóla“, þar sem hann búi. Sé hann áreiðanlega einn af tekjuhæstu mönnum lands- ins. Þessu næst lýsir hann Guð- mundi sem „.. .skattsvikara í stórum stfl. Skal hann bera það nafn með réttu, hundur heita og hvers mann níðingur vera, ef hann stefnir mér ekki fyrir þessi ummæli, svo að mér gefist færi á að sanna þau fyrir dómstólunum". Kemst Sveinn síðan að þeirri niðurstöðu að svikinn skattur og skattsekt sem Guð- mundi beri að greiða fyrir undanfarin fimm ár nemi rúmlega 160 þúsund krónum, en það mun gróft reiknað hafa numið algengum árs- tekjum 50 til 100 verka- manna á þessum tíma! Þá gerir Seinn að umræðuefni „- hræsni Guðmundar og forsp- rakkanna", það er ýmissa for- ustumanna Alþýðuflokksins. Til marks er það segir hann að Guðmundur hafi í ræðu við vígslu rfldsverksmiðjunn- ar 1930 kallað Jónas Jóns- son frá Hriflu eitt mesta mik- ilmenni þjóðarinnar fyrr og síðar en í samtali við sig hafi hann ekki dregið dul á að hann teldi Jónas ekki heilan á geðsmunum. Sama hafi orðið uppi á tengingnum hjá fleiri sósíalistum eftir að Jónas hafi verið orðinn fastur í sessi og mesti valdamaður landsins að margra áliti. Greininni iýlgdu síðan áðurnefndar myndir af Guðmundi og eignum hans. Pólitískur mannskaði Morgunblaðið með grein Sveins var sent með bíl til Sauðárkróks og þaðan áhest- um til Siglufjarðar. Þangað barst það að morgni 30. júni. En þá höfðu aðstæður skipast á þann veg að útsölumenn blaðsins, Asgeir Jónasson kaupmaður og Jón Jóhann- esson, töldu ekki heppilegt að dreifa því að sinni. Tvö til þrjú hundruð manna hópur æstra fylgismanna Guð- mundar Skarphéðinssonar sem fengið höfðu pata af að blaðið væri komið til Jóns hélt heim að húsi hans og heimtaði að fá að sjá það. Þegar þeim var sagt að blaðið væri ekki komið ruddist all- stór hópur inn og leitaði í húsinu, en Jón gat leynt blaðapakkanum með því að skjóta honum undir skrif- borð. Daginn áður hafði sá at- burður gerst, sem seint mun líða úr minni Siglfirðinga. Þá bárust þau tíðindi um bæinn að Guðmundur Skarphéðins- son væri horfinn og á þessurn tímapunkti hafði ekkert til hans spurst í heilan sólar- himg. I einu af bæjarblöðun- um segir, daginn eftir, að lík- ur séu taldar á því að hann hafi fallið í sjóinn því mjög hált hafði verið á bryggjum þennan dag, og þá var hann einnig bilaður fyrir hjarta. Fæsta gmnaði hins vegar að hin dólgslegu skrif Sveins Benediktssonar munu hafa haft þar einhver áhrif. Þetta kom hins vegar á daginn þeg- ar lík Guðmundar fannst við bryggju SR þann 14. ágúst sama ár. Þung sakka, sem Guðmundur hafði keypt sama dag og hann hvarf, var fest við líkið með snæri. Það sannaði að hann hafði stytt sér aldur. Þá hafði einnig komið í ljós að Guðmundur hafði vantalið eignir, sem reyndar voru í formi vanskilaskulda í verslun hans og talið er að hann hafi ekki viljað mkka vegna góðvilja við fátæka viðskiptavini. Hann hafði hins vegar tekið rógsherferð- inni og ásökunum svo nærri sér að hann ákvað að ljúka ævinni með þessum hætti. Sveinn rekinn Skömmu eftir hvarf Guð- rnundar var haldinn 800 manna borgarafundur á Siglufirði sem fordæmdi skrif Sveins, sakaði hann sjálfan um skattsvik og krafðist þess að hann léti ekki framar sjá sig á Siglufirði. Verkalýðsfélög um land allt, ASI og forystumenn Alþýðu- flokksins ályktuðu einnig og sendu frá sér skeyti. Þá hélt verkfallið áfram í verksmiðju SR. Málgögn Alþýðuflokks- ins stóðu fast við málstað Guðmundar í deilunni og barðist Alþýðublaðið hat- rammlega gegn árásum Morgunblaðsins. Verkamenn á Siglufirði kröfðust þess að Sveini yrði vikið úr stjóm SR - fyrr myndu þeir ekki koma aftur til starfa. Það gekk eftir 13. júlí, en verkamennirnir urðu þó að sætta sig við einhveija kauplækkun. Síðustu eftir- hreytur SR-deilunnar 1932 fóm fram 30. júlí er Sveinn kom til Siglufjaðrar til þess að taka á móti sfldarbátum sem hann gerði út. Um leið og heimamenn Iféttu af þessu safnaðist stór hópur verka- manna saman og hélt að húsi því er Sveinn hafðist fyrir. Nokkrir réðust þar inn og kröfðust þess að hann léti sig hverfa úr bænum. Eftir tölu- verða umhugsun ákvað Sveinn að gefa eftir og vom það um 400 manns sem fýlgdu honum niður að SR bryggju, þar sem hann var fluttur um borð í Oðin sem flutti hann strax til Sauðár- króks. Margir telja að stéttabarátt- an á Islandi hafi aldrei verið háð af annarri eins hörku og árið 1932. Þrisvar sinnum vom fomstumenn hinna stríðandi stétta fluttir með valdi milli byggðarlaga. At- vinnurekendur fluttu Axel Björnsson nauðugan frá Keflavík og Hannibal Valdimarsson frá Bolungar- vík. En siglfirskir verkamenn em einir íslenskra verka- manna sem hafa flutt forystu- mann atvinnurekenda nauð- ugan úr byggðarlagi sínu. Við vinnslu greinarinnar var helst stuðst við bók Benedikts Sigurðssonar: „Brauðstrit og barátta" BENEDIKT SVEINSSON, núverandi stjórnarformaður SR- mjöls, er sonur Sveins Benediktssonar og er fremstur íflokki þeirra manna sem nú deila um eignarhald og sölu þessa rótgróna fyrirtœkis sem hefur malað gull fyrir þjóðarbúið. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.