Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 2
2 (a) ALPÝÐUBLAÐIÐ POLITIK Þriöjudagur 10. maí 1994 MfflVBUDID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.400 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 140 Nýr formaður Framsóknar Halldór Ásgrímsson hefur tekið við formennsku Framsóknar- flokksins af Steingrími Hermannssyni. Halldór hefur gefið nokkrar yfírlýsingar í upphafí ferils síns sem formaður Fram- sóknarflokksins sem gefa til kynna töluverðar stefnubreytingar á flokknum eða nýjar áherslur í málefhaflutningi. Framsóknarflokkurinn hafði undir formennsku Steingríms Her- mannssonar mikil áhrif á mótun íslensks samfélags allt lfá því að Steingrímur varð formaður árið 1979. Steingrímur varð fyrst ráðherra í ríkisstjóm Olafs Jóhannessonar 1978 og var ráðherra alla sína formannstíð ef undan er skilin stjómartíð minnihluta- stjómar Alþýðuflokksins 1979 og tíð núverandi ríkisstjómar frá 1991. Síðustu ár sín í ráðhenrastóli var Steingrímur forsætisráð- herra. Það er því ljóst, að Framsóknarflokkurinn var meira og minna í valdastöðu stjómarflokks í formannstíð Steingríms Her- mannssonar. Framsóknarflokkurinn rak hefðbundna stefnu undir for- mennsku Steingríms. Lögð var áhersla á landsbyggðarstefnu með vemlegri ríkisforsjá, sjóðamyndunum í þágu atvinnulífsins, þenslu í ríkisútgjöldum og áframhaldandi einangmnarstefnu landsins. Flokkurinn starfaði jafint með flokkum til hægri sem vinstri en fremur mun Framsóknarflokkurinn teljast til vinstri flokka í formennskutíð Steingríms en til hægriflokka. Styrkur Steingríms sem stjómmálaleiðtoga Framsóknar var auðvitað sá að hann hélt flokknum í ríkisstjóm í rúman áratug. Sem forsætisráðherra náði hann gífurlegum vinsældum þjóðar- innar þótt heldur hafí dregið úr þeim vinsældum á undanfömum ámm. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi dregið lappimar í flestum framfaramálum á níunda áratugnum, vannst þó furðu mikið, ekki síst vegna atbeina Alþýðuflokksins í ríkisstjómum frá 1987. Halldór Ásgrímsson hefur nú boðað töluverða stefnubreytingar ffiá formannstíð Steingríms. Þannig hefur nýr formaður Fram- sóknar boðað nýjar áherslur í Evrópumálum. Viðhorf hans til samstarfs við Evrópusambandið em mjög ólík fyrri einangmnar- stefnu Framsóknar þar sem aðild að Evrópska efnahagssvæðinu var talin allt að því dauðasynd. Halldór hefur ennffiemur lýst því yfír að hann vilji nýja hugsun í vinnulöggjöfina sem miði að því að auka tekjujöfnuð milli stétta. Meginstefnubreyting Framsóknar undir nýjum formanni em áherslur Halldórs á ábyrga stefnu í ríkisljánnálum sem verður að teljast ný hugsun í Framsókn. Þannig er Halldór andvígur frekari skattahækkunum, hann hvetur til aukinnar aðildar almennings á hlutafjármarkaðnum og vill viðhalda skattaafslætti vegna hluta- íjárkaupa og hann aðhyllist almenna markaðsstefnu ffiemur en atvinnustefnu í fjötmm ríkisforsjár. Ljóst er að undir forystu Halldórs Ásgrímsson mun Framsókn- arflokkurinn taka nýja stefnu. Sennilega mun Halldór stefna flokknum meira til þéttbyggðar en áður. Og víst er að nútímaleg- ar áherslur hafa orðið ofan á hvað formanninn varðar. Eftir er að sjá hvort flokksmenn muni kyngja hinum nýju áherslum for- mannsins. Á það verður að reyna. Taki Framsóknarflokkurinn hins vegar stökk til nútímans og í takt við þær breytingar sem formaðurinn boðar, Iiggur í augum uppi að svið íslenskra stjómmála mun enn minnka, þar sem áherslur Framsóknarflokks og Alþýðuflokks í veigamiklum þáttum verða keimlíkar. Aftur á móti breikkar bilið yfir til Al- þýðubandalags og Kvennalista sem enn boða afturhaldssama stefnu til atvinnumála, Evrópumála og ríkisfjármála. Þar sem Framsóknarflokkurinn er öflugur stjómmálaflokkur verður spennandi að fylgjast með göngu Framsóknar- maddömunnar jiegar hún er að fíkra sig úr upphlutnum og klæð- ast hentugri og nútímalegri fötum. Tíðindamaður Rök- stóla hitti Áma Sigfús- son á Lækjartorgi. Borgarstjórinn ungi var glaðbrosandi, útitekinn, sællegur og geislandi. - Hvemig gengur í kosningaslagnum, Ámi minn? spurði undirrit- aður. - Aldrei betur, elsku vinur, aldrei betur, sagði borgarstjórinn kampakátur. Þrengsli þjappa mönnum saman Tíðindamaður skildi ekki alveg í gleði borg- arstjórans því síðasta skoðanakönnun Gall- ups var búin að gefa greinilega til kynna að hann og hans flokkur lægju kylliflatir í kom- andi borgarstjómar- kosningum. - En Morgunblaðið birti könnun um helg- ina þar sem þið emð búnir að tapa borginni, sagði ég til að lækka gleðirostann í borgar- stjóranum. — Morgunblaðið er að efla okkur til dáða, Guð blessi þá fyrir það, svaraði borgarstjórinn bjartur á svip. - En þetta er þröng staða hjá ykkur, sagði undirritaður. - Þröng og þröng. Þrengsli þjappa einnig mönnum saman, sagði borgarstjórinn glað- lega. Eg ætlaði að segja eitthvað um Alþýðu- flokkinn en hætti við það. Húsi Sam- bandsins breytt í fæðingar- heimili Áður en ég komst lengra fór borgarstjóri að tala um mjúku mál- in. - Sko, það hefur vantað áherslur á mjúku málin hjá sjálf- stæðismönnum. En nú hef ég snúið þessu við. Ég er orðinn mýkri en silkisvæfill. - Hvað áttu við? spurði undirritaður. - Taktu hvaða mála- flokk sem er, sagði borgarstjóri. Til dæmis dagvistunarmálin. Ég vil láta byggja dagvist- unarheimili á hvert ein- asta hom í bænum. Önnur hver kona og maður í bænum verður fóstra og fóstri. Það er markmiðið. - Það er aldeilis, sagði ég. - Já, og fæðingarmál- in, sagði borgarstjóri einbeittur. Ég hef látið opna Fæðingarheimilið að nýju og ekki nóg með það heldur mun ég Iáta byggja ný fæðing- arheimili út um alla borg. Til dæmis hef ég íhuga að breyta hinu tóma húsi Sambandsins við Kirkjusand í fæð- ingarheimili. Þar verð- ur aðstaða til að fæða allan sólarhringinn. - Segir það sig ekki sjálft, sagði ég hugsi. Feður- stöðvar um alla borg Borgarstjórinn var nú kominn í ham. - Ég er svo mjúkur að það mýksta í pólirík- inni kemst ekki í hálf- kvisti við mig. Ég ætla til dæmis að koma á fót sérstökum feðurstöðv- um um alla borg. - Feðurstöðvum? - Já, sérstökum stöðvum sem kenna karlmönnum að taka til á heimilinu, ala upp bömin, þrífa skít, þvo upp, skipta á bleyjum og sækja bömin á leik- skólana. Með öðmm orðum að þjálfa karl- menn að annast hefð- bundin heimilisstörf kvenna. - Vilja karlmenn al- mennt fara á slíkar stöðvar? - Já, já, það verður að örva þá til þess til dæm- is með háum greiðslum fyrir að stunda feður- stöðvamar, svona kannski hálfa milljón á mánuði, sagði borgar- stjóri með glampa í augunum. Pólitískt lyklabarn Borgarstjórinn var nú búinn að missa alla stjóm á sér. - Ég skal verða svo mjúkur, að barmur minn verður mýkri en barmur allra kvenna- listakvenna samanlagt, urraði hann. Ég ætla að byggja sérstaka borgar- stofnun fyrir einstæða feður og aðra fyrir ein- stæða mæður. Þar verð- ur allur matur ókeypis, öll föt gratís og það kostar ekkert að búa í fjölbýlinu. Þetta veður Höll einstæðra, draumaland bama og einstæðra foreldra. Ég reyndi að róa borgarstjórann. _ - En slakaðu nú á, Ámi minn, þetta em bara kosningar. Það er alveg óþarfi að taka þetta svona persónu- lega... — Persónulega! hróp- aði borgarstjórinn og ranghvolfdi í sér aug- unum. Heldur þú að borgarstjómarkosning- ar séu ekki persónuleg- ar?! Hvers vegna held- ur þú að ég hafi lagt of- uráherslu á að vera hinn mjúki maður? - Það er kannski hyggilegt, svona pólit- ískt séð.. .stamaði ég. - Hvers vegna heldur þú að ég hafi gert sjálf- an mig að pólitísku lyklabami? spurði borgarstjóri með froð- una í munninum. Sólrún verður einsog Magga Thatcher Mér var ekki farið að lítast á blikuna. - En Ámi minn, ég heyri að það mælist vel fyrir að þú sért orðinn svona mjúkur, sagði ég loks. - Er það ekki? Ég vissi að þetta herbragð myndi reynast rétt. Enda mun ég halda áfram á þessari braut. Þannig ætla ég að láta helminginn af öllum út- gjöldum borgarinnar renna til mjúkra mála. Ég ætla að breyta mið- borginni í risaleikvöll fyrir bömin. Ég ætla að láta borgina gefa öllum foreldmm og bömum ís og pylsur á sunnudög- um. Ég ætla að stór- fjölga stöðum félags- ráðgjafa. Ég ætla að láta allar konur fá vinnu við borgina sem það vilja. - Þetta eru góðar hugmyndir, Ámi minn, sagði ég. - Þessi Ingibjörg Sól- rún verður eins og Magga Thatcher við hliðina á mér, ískraði í borgarstjóranum. Ég verð svo mjúkur að kettir verða eins og sandpappír viðkomu í samanburði við mig! Ráðhúsið jafnað við jörðu Mér var aðeins farið að leiðast þessi mjúka umræða svo ég minnt- ist á fjármál borgarinn- ar. Ámi hvítnaði í fram- an. - Fjármálin em ekki til umræðu, hvíslaði hann. Við tölum bara um mjúku málin í dag. - En hvemig er hægt að fara í kosningaslag án þess að ræða fjármál borgarinnar? spurði ég. - Við skulum ekkert tala um fortíðarvand- ann, hvíslaði borgar- stjórinn. - En hvað um ráð- húsið? spurði ég. - Ráðhúsið, ráðhúsið verðum við að tala um. Mjúki maðurinn í mér segir að ráðhúsið hafi verið algjör skandall. Þess vegna hef ég ákveðið að rífa það nið- ur. Ráðhúsið verður sem sagt jafnað við jörðu. Þess í stað ætlum við að byggja róluvöll fyrir böm borgarbúa þar sem trúðurinn Dabbi mun koma og skemmta á hverjum morgni, sagði Ami og brosti út að eyrum. Það var á þessu augnabliki að ég áttaði mig að mig hlaut að vera að dreyma. Enda reyndist það svo. Þegar ég opnaði augun lá ég í rúminu og útvarpið var komið í gang. Það var stillt á rás 2 og viðtal við Áma borgarstjóra sem var að tala um mjúku málin. Það er oft furðu stutt milli draums og vöku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.