Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 6
6 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. maí 1994 RAÐAUGLÝSINGAR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og Noregs veita á námsárinu 1994-95 nokkra styrki handa islending- um til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrk- irnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskól- um eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 18.500 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk og í Noregi 22.400 n.kr. Einnig er gert ráð fyrir að sænska menntamálaráðuneytið veiti styrki handa Islendingum til starfsmenntunar þar í landi eins og undanfarin ár. Slíkir styrkir námu 14.000 s.kr. á yfirstandandi námsári. Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 5. júní nk. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 5. maí 1994. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Framkvæmdastjóri Nautastöðvar Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra Nautastöðv- ar Búnaðarfélags íslands á Hvanneyri. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Umsóknir sendist til undirritaðs. JónasJónsson, Búnaðarfélag íslands, Bændahöllinni, pósthólf 7080,127 Reykjavík. PATREKSFJÖRÐUR Patrekshreppur Fóstrur Patrekshreppur óskar að ráða yfirfóstru og deildarfóstru í leikskólann á Patreksfirði frá 1. ágúst nk. Um er að ræða tveggja deilda leikskóla með 57 börnum. í leikskólanum eru nú starfandi tvær fóstrur. Notið tækifærið og takið þátt í skemmtilegu og öflugu upp- byggingarstarfi. Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar í vs. 94-1394 og hs. 94-1615, Guðrún og 94-1407, Dagbjört. Patrekshreppur. HVERAGERÐISBÆR Félagsmálastjóri Hveragerðisbær óskar eftir að ráða félagsmálastjóra frá og með 1. júní nk. Félagsmálastjóri Hveragerðisbæjar hefur umsjón með allri félagslegri þjónustu og starfar í nánu samstarfi við Grunn- skóla Hveragerðis. Félagsmálastjóri hefur umsjón með fé- lagslegum íbúðum auk þess sem hann hefur stjórnunar- skyidur á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Leitað er eftir einstaklingi með menntun á sviði félagsráð- gjafar og/eða starfsreynslu á skyldu sviði. Lögð er áhersla á að félagsmálastjóri hafi einnig reynslu á sviði stjórnunar og geti tekið þátt í stefnumarkandi verkefnum undir umsjón bæjarstjórnar og bæjarstjóra. Umsóknir sendist bæjarskrifstofum í Hveragerði, Hverahlíð 24, 810 Hveragerði, sími 98-34000, fyrir 20. maí nk. Æski- legt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Bæjarstofnanir í Hveragerði eru reyklausir vinnustaðir. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri og skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar. Bæjarstjórinn í Hveragerði, Hallgrímur Guðmundsson. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 688270 Félagsráðgjafar Laus er til umsóknar 50% staða félagsráðgjafa við Áfangastaðinn, Amtmannsstíg. Um er að ræða heimili fyr- ir konur, sem hafa farið í meðferð vegna áfengis- og vímu- efnavandamála, og felst starfið m.a. í vinnu með konun- um að félagslegri endurhæfingu. Æskilegt er að umsækj- endur hafi reynslu af starfi með áfengis- og vímuefnaneyt- endum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörg J. Svav- arsdóttir forstöðumaður í síma 26945. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk. Umsóknum skal skila til félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, Síðumúla 29, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaárið 1995-96. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. apríl 1995. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 5. maí 1994. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólamir Múlaborg, Ösp og Sólborg auglýsa eftir fóstrum, þroskaþjálfum og öðru uppeldis/kennslumennt- uðu fólki. Starfsemi leikskólanna miðast við að koma til móts við þarfir fatlaðra og ófatlaðra barna í sameiginlegu leikskólaumhverfi. Unnið er í teymisvinnu. Stöðurnar verða lausar strax eða með haustinu. Upplýsingar vegar Múlaborgar gefur leikskólastjóri í síma 685154 og vegna Aspar og Sólborgar gefa viðkomandi leikskólastjórar í síma 76989. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjórar Stöður leikskólastjóra við leikskólana Brákarborg við Brákarsund og Njálsborg við Njálsgötu eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 18. maí nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknarfóstrustöður á neðangreinda nýja leikskóla: Lindarborg v/Lindargötu og Funaborg v/Funafold. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dagvistar barna. Upp- lýsingar gefa umsjónarfóstrur viðkomandi leikskóla og deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstrur í fullt starf á eftirtalda leikskóla: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488. Brákarborg v/Brákarsund, 2. 34748. Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til starfa á leikskólann Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770. Upplýsingar gefur leikskólastjóri. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. HAFNARFJÖRÐUR Fóstrur Yfirfóstra óskast á leikskólann Hvamm. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 650499. Yfirfóstra óskast á leikskólann Hlíðarberg. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 6505566. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Fundarboð Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Atvinnumál. Kaffiveitingar. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. +

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.