Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. maí 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 (a) Aðalfundur MÁLMS - samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmfðaiðnaði - ályktar um niðurgreiðslur rfldsstjómarinnar á viðgerðar- og viðhalds- verkefnum í skipaiðnaði: Arðvænleg ijárfesting fyrir ríkissjóð „AÐALFUNDUR Málms fagnar aðgerðum sem miða að því að treysta samkeppnisstöðu íslensks málm- og skipa- smíðaiðnaðar. Fundurinn áréttar þá frumskyldu stjórn- valda, að tryggja að þessi grundvallar atvinnugrein sitji við sama borð og erlendir keppinautar. Málm - og skipasmíða- iðnaðurinn hefur sýnt með ótvíræðum hætti að hann er samkepnnisfær við erlenda keppinauta ef ekki þarf að auki að mæta niðurgreiddum iðnaði,“ segir í ályktun aðalfundar Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmíðaiðnaði - sem samþykkt var fyrir stuttu. í ályktuninni fagnar fundurinn þeim jöfnunaraðgerðum sem ríkisstjómin gekkst fyrir með tímabundnum niðurgreiðslum á viðgerðar- og viðhaldsverkefnum í skipaiðnaði. Fundurinn segir þessar aðgerðir stjómarinnar hafa í senn jafnað samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart niðurgreiddum innflutningi og bein- línis leitt til aukningar á verkefnum frá útgerðum. ,,Nú hefur komið í ljós að þeir fjármunir sem áætlað var að dygðu til umræddra verkefna til ársloka em uppumir. Er það, að dómi fundarins, til marks um að aðgerðin leiddi til þess að útgerð- armenn treystu sér betur til að helja endurbætur á skipum sem þegar vom famar að dragast úr hömlu. Fundurinn gerir þá kröfu að staðið verði við upphaflegar áætl- anir um að umræddar jöfnunaraðgerðir standi að minnsta kosti út yfirstandandi ár. í því sambandi er bent á niðurstöður Þjóðhags- stofnunar um að tekjur hins opinbera vegna aukinna umsvifa af þessu tagi séu allt að helmingi meiri en sem nemur útgjöldum vegna niðurgreiðslnanna auk spamaðar vegna minni atvinnuleys- isbóta. Hér er því mjög arðvænleg fjárfesting fyrir ríkissjóð og er auk þess ekki sértæk aðgerð gagnvart tilteknum fyrirtækjum á kostnað annarra. Fundurinn áréttar í því sambandi það álit sam- takanna, að íjárhagslegur stuðningur við skipaiðnaðinn skuli ekki miðast við einstök fyrirtæki heldur hafa almenna þýðingu fyrir þau og tengjast því meginmarkmiði að auka verkefni í greininni,“ segir í ályktun aðalfundar Málms. Fundurinn segir að nú sé svo komið að stjómvöld dragi úr og í hvort niðurgreiðslumar haldi áfram út árið. Einnig bendir fundur- inn á að á sama tíma og þetta sé staðreynd þá séu skipaiðnaðarfyr- irtæki að gera tilboð í verk í samkeppni við erlenda aðila en viti ekki hvort umrædd niðurgreiðsla sé í gildi í raun. Aðalfundur Málms telur þetta ástand óþolandi með öllu og gerir þá kröfu að þessari óvissu linni strax. MÁLMUR - samtök fyrirtœkja í málm- og skipasmíðaiðnaði - gerði á aðalfundi sínum þá kröfu að staðið verði við upphafleg- ar áætlanir um að jöfnunaraðgerðir nkisstjórnarinnar standi að minnsta kosti út yfirstandandi ár. í því sambandi er bent á niðurstöður Þjóðhagsstofnunar um að tekjur hins opinbera vegna aukinna umsvifa af þessu tagi séu alU að helmingi meiri en sem nemur útgjöldum vegna niðurgreiðslnanna auk spam- aðar vegna minni atvinnuleysisbóta. S Jafíiaðarmannafélag Lslands Félagsfímdur á miðvikudagskvöld Jafnaðarmannafélag íslands heldur félagsfund miðvikudagskvöldið 11. maí. Fundurinn verður á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík og hefst klukkan 2030. Umræðuefni: 1. Hlutverk jafnaðarmannaflokks. 2. Undirbúningur flokksþings. Framsögumenn og dagskrá nánar auglýst í Alþýðublaðinu á morgun. Stjórnin. MenningaiMtíð Reykjavíkurlistans í Grafarvogi REYKJA- V í K U R - LISTINN býður Graf- arvogsbúum og öðrum Reykvíking- um til menn- ingarhátíðar í Fjörgyn (Logafold l),í kvöld, þriðjudaginn 10. maí. Dagskrá hátíðarinnar er sneysafuli af frábærum uppákomum og fjölmargir söngva- og sagnamenn munu koma frain. Hinn góðkunni Jónas Ámason kemur nú ffam sem söngvari með fjörkálfunum í hljómsveitinni Keltunu Þetta verður að telj- ast einstæður menningarviðburður þvt Jónas er landsþekktur fyr- ir söngtexta sína og Keltamir kraftamenn í írskri og skoskri þjóð- lagatónlist - en þar er Jónas einmitt á heimavelii. Af öðrum atríðum má nefna að leikkonan Ólafía Hrönn Jóns- dóttir ædar að djassa með Þóri Baldurssyni og sagnamennimir Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson og Stefán Jón Hafstein draga úr skjóðu sinni efni í bundnu rnáli og óbundnu. Þama kemur einnig ffam leikkonan Aldís Baldvinsdóttir sem les úr verkum Jónasar. Fáar samkomur em síðan án ávarps og ura þá hlið mála sér Ingibjörg Sóirún Gísiadóttir, borgarstjóraeíni Reykjavíkurlist- ans. Grafarvogsbúar og aðrir Reykvfkingar eru allir velkomnir og þeir eindregið hvattir til að íjölmenna (og mæta tímanlega því húsrými er takmarkað). Aðgangur er vitaskuld ókeypis. SUMARÁÆTLUN M/S HERJÓLFS Gildir f rá 6. maí til 4. sept. 1994. Frá Frá Vestmannaeyjum Þorlákshöfn Aila daga 08.15 12.00 Föstudaga og sunnudaga 15.30 19.00 Auk þess á fimmtudögum í júní og júlí 15.30 19.30 Fer&ir skipsins falla niður 22. maí (hvrtasunnudag) og 5. júní (sjómannadag). Annan í hvítasunnu veröa tvœr ferðír eins og á sunnudögum. Þá getur áætlunin breyst dagana 29. júlí til 1. ág- úst vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Meriólfur h(. Sími 98-12800, myndsendir 98-12991 Vestmannaeyjum. REYKJAVIKUR LISTINN Viðtalstímar Hafið augitn opin fyrir viðtalstímum frambjóðenda Reykjavíkurlistans sem eru á milli klukkan 16 og 18 alla virka daga. ídag, þriðjudaginn 10. maí, munu Jónas Davíð Engilbertsson (20. sœti) og Steinunn Valdís Oskarsdóttir (7. sœti) taka á móti gestum og gangandi í kosningamiðstöðinni. ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ Jónas Davíð Engilbertsson (20. sœti) Steinunn Valdís Oskarsdóttir (7. sœti) MIÐVIKUDAGUR11. MAÍ Gunnar Levy Gissurarson (9. sœti) Margrét Sœmundsdóttir (18. sœti) FIMMTUDAGUR12. MAÍ Guðrún Jónsdóttir (10. sœti) Óskar Dýrmundur Ólafsson (19. sœti) FÖSTUDAGUR13. MAÍ Guðrún Kr. Óladóttir (15. sœti) Helgi Pétursson (11. sœti) Hverfamiðstöðvar Nú hafa verið opnaðar þrjár glœsilegar hverfamiðstöðvar Reykjavíkurlistans. Allar eru þœr opnar fram til kosninga á virkum dögum frá klukkan 16 til 22 og um helgarfrá klukkan 13 til 20: ÁLFHEIMAR 74 (GLÆSIBÆR) - fyrir gamla austurbœinn. ÞÖNGLABAKKI1, III. HÆÐ (MJÓDD) -fyrir Breiðhollshverfin. HÖFÐABAKKI1,1. HÆÐ - fyrir Grafarvog og Árbœ. Kosningamiðstöðin Höfuðstöðvar Reykjavíkurlistans eru að Laugavegi 31 (nánar tiUekið á 1., 2. og 3. hœð gamla Alþýðubankahússins). Gestir eru velkomnir í heimsókn hvenœr sem er, hvort heldur til að taka þátt í starfinu og láta skoðanir sínar í Ijóseða bara til að sýna sig og sjá aðra. 1 kaffiteríu á jarðhceð er boðið upp á súpu og salat í hádeginu og það er heitt á könnunni allan daginn. Síminn í kosningamiðstöðinni er 15200 og myndsendirinn 16881.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.