Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. maí 1994 STARFIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 (a) 47. flokksþing Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna- * flokks Islands Með vísan til 29. og 30. greinar flokkslaga Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - er hér með boðað til 47. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands sem samkvæmt ákvörðun flokksstjórnar verður haldið dagana 10. til 12. júní 1994 í íþróttahúsinu í Keflavík. Með vísan til 16. til 19. greinar flokkslaga er því hér með beint til stjórna allra Alþýðuflokksfélaga að láta fara fram kosningu aðal- og varafulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt fyrir í flokkslögum. Með vísan til 18. greinar flokkslaga er því hér með beint til aðildarfélaga að kosningar fari fram á tímabilinu 5. maí til 5. júní næstkomandi. Félagsstjórnum er skylt að tilkynna kjör fulltrúa að kosningum loknum til skrífstofu Alþýðuflokksins (Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík, sími 91-29244), sem veitir allar nánarí upplýsingar. Með vísan til 21. greinar flokkslaga skulu kjördæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokksstjórn fyrir reglulegt flokksþing. Með vísan til 24. og 25. greinar flokkslaga skulu stjórnir allra félaga hafa sent flokksstjórn skýrslu um starfsemi félagsins á kjörtímabilinu, félagaskrá miðað við áramót og greiðslu félagsgjalda samkvæmt þeirri skrá. Dagskrá flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands verður auglýst síðar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður. Aukaþing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið 3.og4.júníá LA-Café í Reykjavík Aukaþing Sambands ungra jafnaðar- manna verður haldið 3. og 4. júní á LA-Café við Frakkastíg í Reykjavík. Aukaþingið verður sett föstudaginn 3. júní klukkan 19.30 og mun því ljúka með hátíðarkvöldverði laugardagskvöldið 4. júní. Málefnahópar þingsins verða: (1) Atviniiumál ungs fólks Abyrgðarmenn: Jón Þór Sturluson og Benóný Valur Jakobsson (2) Jafnréttismál Abyrgðarmenn: Jóhanna Þórdórsdóttir og Sigríður Björk Jónsdóttir (3) Evrópumál Abyrgðarmenn: Kjartan Emil Sigurðsson og Eiríkur Bergmann Einarsson (4) Innri mál SUJ Abyrgðarmenn: Magnús Árni Magnús- son og Bolli Runólfur Valgarðsson Á aukaþinginu munu ungir jafnaðar- menn undirbúa þau málefni sem farið verður með inn á flokksþing Alþýðu- flokksins (haldið 10. til 12. júní). Auka- þingið mun einnig taka til samþykktar þá fulltrúa sem Félög ungra jafnaðarmanna hafa valið til setu á flokksþingi. Ekki verður kosið í embætti á aukaþingi SUJ og lagabreytingar eru ekki leyfilegar á slíku þingi. Rétt til þátttöku hafa allir þeir félagar í Sambandi ungra jafnaðarmanna sem tilkynntir hafa verið sem þátttakendur af stjórnum Félaga ungra jafnaðarmanna til framkvæmdastjórnar SUJ. Nánari upplýsingar gefa Magnús Árni Magnússon (hs. 14123 / vs. 15200 og 29244) og Bolli Runólfur Valgarðsson (hs. 618523 /vs. 622411). HÚSASMIÐJUHLAUPIÐ: Fyrsta stóra almenningshlaup sumarsins Laugardaginn 14. maí verður Húsa- smiðjuhlaupið haldið. I>etia er l'yrsta slóra almcnn- ingshlaup sumais- ins og niun þad hcfjast við Húsa- smiðjuna f Hafnar- Jirði klukkan 12.30 og 13.00 (fcr el'tir hlaupalengd). Skráning hefst klukkan 9.00 um morguninn. Einnig verður hægt að skra sig í verslununt Húsasmiðjunnar og Heimasmiðjunnar í Kringlunni fram að hlaupadegi. Þátttökugjald rennur óskipt til ftjálsíþrótta- deildar FH. Foreldrar sem eru með bamavagna eru boðnir sérstaklega velkomn- ir í hlaupið og f tilefni al' ári tjölskylduttnar eru allir hvattir til að taka þátt og auglýsingum er lýst eftir þátttöku heilla fjölskyldna eða ætta. Foreldrar með bamavagna þurfa ekki að greiða fyrir bamið í vagninunt en það mun samt fá verðlaunapening. Vegalengdimar eru: 3,5 kílómetrar, 10 kílómetrar og hálf- maraþon. Allir þátttakendur fá verðlaunapening og sigurvegarar karla og kvenna í einstökum flokkum fá verðlaunagrip til eignar. Sigurvegari í hálfmara- þoninu fær ftnseðil á heimsmeistaramótið í hálfrnaraþoni. Meðfylgjandi mynd var tekin í Húsasmiðjuhlaupinu í fyrra. 31.709 ÚTLENDINGAR komu til landsins í aprfl Útlendingaeftiriitið hefur sent frá sér skýrslu um fjölda farjjega sem kontu til ís- lands með skipum og flugvélum í apríl síðastliðnum. Frá áramótum hafa kom- ið 31.008 íslendingar til landsins á móti 31.709 útlendingum. Þetta em samtals 62.717 sctn er meira en á sama tíma t fyrra þegar 57.742 höfðu komið til lands- ins í lok aprílmánaðar. í apríl var „þjóðema- skiptingin" svona: ísland 8.768, Bandaríkin 1.805, Stóra-Bretland 1.658, Svíþjóð 1.460, Danntörk 1.397, Þýskaland 1.358, Noregur 749, Holland 727, Belgía 308, Finnland 232, Frakk- land 214, Japan 86, Sviss 75, Ítalía 62, Kanada 46, Austurríki 35, frland 34, Ástralía 28, Spánn 26, Lúxcmborg 24. Kína 22, Pólland 21, Mexíkó 19, sov- éskt/rússneskt vegabréf 17, Portúgal 17, Thailand 15, Slóvenía 14, Nýja Sjáland 13, Júgóslavía 12, Filippseyjar 9, Ungverjaland 9, Tékkóslóvakía 8, Suður-Afr- íka 7, Grikkland 6, lndland 5, Litháen 5, Brasilía 4, Búlgaría 4, Dónúníska lýð- veldið 3, Chile 3, Tyrkland 3, Suður-Kórea 3, Singapore 3, Alstr 2, Argentína 2. Eistland 2, Króatía 2, Úganda 2, Bangladesh 2, Ekvador 2, Lesotho 2, Liechten- stein 2, Nígería 2, Sri Lanka 2, Saivador 2, Trinidad og Tobago 2, Egyptaland 1, Bólivía 1, Hondúras 1, Hong Kong 1, íran 1. Kýpur 1, Mónakó 1, Nepal 1, Pení 1, Túnis 1, Taiwan 1, Zimbabwc og ríkisfangslaus var 1. NÝ BÓK: „Viöskiptavinurinn, þaö eina sem skiptir máli“ Nýjasta bókin á markaðnum um rekstur og stjómun ber tiúiinn „Viðskiptavin- urinn, það eina sem skiptir máli“. Karl Albrecht heiúr höfundur bókarinnttr og Framtíðarsýn hf. gefur út. Albrecht þessi hefur getið sér góðs otð sem ráðgjafi í iyrirtækjastjómun um allan heim. Hann er tbrstjóri Thc Total Quality Scnice Group í Bandaríkjunum og er aíkastamikill höfundur bóka með sautján stykki að baki. Þema bókatinnar er að neytendur láti sér ekki lengur duga áþreifanlega vöra eða grunnþjónustu sern nægjanlegan ávinning iyrir sig. Nauðsynlegt sé að öll fyrirtæki auki stöðugt hið hlutlæga og huglæga virði vöra eða þjónustu fyrir neytandann og aðeins þannig geú fyrirtæki aðgreint sig og stækkað hóp tryggra viðskiptavina. Athyglisverð skoðun er sett fram í bókinni sem er á þá leið að hin gamla ílokkun fyrirtækja í þjónustufyrittæki og tfamleiðslufyrirtæki sé í raun úrelt vegna þess að öll fyrirtæki séu f raun þjónustutyrirtæki. Munurinn þama á miili sé aðeins mishátt hlutfall áþreifanlegra og óáþreifanlegra hluta. Bókin „Viðskiptavinurinn, það eina sem skipúr máli“ er 253 blaðsíður og kostar 3.700 krónur. Hana er hægt að nálgast í öllum helstu bókabúðum eða panta beint ffá forlaginu f síma 628780. BÓKAGERÐARDEILD lónskólans í Reykjavík fær nýtt tæki Félag hókagerðar- manna hefúr fært bókagcröardeild Iðnskólans í Reykjavik að gjöt' nýtt tæki til kennslu að and- virði 250 þúsund krónur. Tækrð er til litaútkeyrslu og er af gerðinni Hewlett Packard DeskJet 1200 C/PC. Tækið gerir skólanum kJeift að koma til móts við síauknar kröfur um fjöllitaprentun. Á myndinni þakkar Ingvar Ás- mundsson, skólameistari Iðnskólans, Sæmundl Ámasyni, fri Félagi bóka- gerðamianna, fyrir höfðinglega gjöf. Fyrirlestur ÍSLENSKA MÁLFRÆÐIFÉLAGSINS Doktor Bemard Rohrbackcr heldur opinberan fyrirlestur í boði íslenska málfrceðifélagsins miðvikudaginn 11. maí. Fyrirlesturinn verðurí stoíú 101 í Odda (Háskóla íslands) og hcfst hann klukkan 15.15. Fyrirlesturinn nefnist „A unified analysis of V-to-Agr and pro-drop”. Doktor Rohrbacker er Þjóðvetji. Hann lauk fyrir skönunu doktorsprófi í almennutn málvísindum frá háskólan- um í Amherst f Massachusetts, Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.