Alþýðublaðið - 12.05.1994, Qupperneq 3
Fimmtudagur 12. maí 1994
TIÐINDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 (a)
Yfirlýsing frá stjóm læknaráðs Landspítalans:
\
Nýr bamaspítali
er hið besta mál
„Stjóm læknaráðs Landspítalans lýsir yfir l'ullum
stuðningi við áætlun heilbrigðisráðherra“
„Stjórn lœkitaráös iMndspítalans lýsiryfirfullum stuöningi viðáœtlun heilbrigðisráðherra“ [um byggingu
barnaspítala] með tilvísun til orða lians um að verkið muni ekki hœgja á framkvœmdum við K-byggingu.
iMndspítalinn á marga aðstandcndur og vini og stjórn lœknaráðs heitir á þá alla að veita máhun þessum
brautargengi eftir megni“. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
„Nokkur umræða hefur
orðið um byggingamál
Landspítalans að undan-
fömu og er jrað vel. Ný-
lega benti Olafur Ólafs-
son landlæknir á að þörf
fyrir sjúkrarúm færi sí-
minnkandi vegna fram-
fara í læknisfræði. Ef til
vill mátti skilja orð hans
þannig að þörf fyrir
byggingaframkvæmdir
við stóm sérgreinasjúkra-
húsin væri ekki brýn eða
jafnvel óþörf.
Ábending landlæknis
um síminnkandi legutíma
á sjúkrahúsum er rétt og
réttmæt. í því sambandi
má benda á að rúmum
hefur ekki fjölgað á lyf-
lækningadeild Landspít-
alans í yfir 20 ár en á
sama tíma hefur umsetn-
ing meira en þrefaldast.
Meðal legutími var rúmir
20 dagar en er nú um 6,6
dagar. Hliðstæð þróun
hefur átt sér stað á öðram
deildum svo sem hand-
lækningadeild. Öllum má
vera Ijóst að þörf fyrir
sjúkrarúm minnkaði
meðal annars vegna
bættrar nýtingar með
fjölgun lækna og annars
starfsfólks og eflingar
rannsóknarstofa og ým-
issa stoðdeilda en slík
þróun krefst aukins hús-
næðis.
Því miður virðast heil-
brigðis- og fjármálayfír-
völd undangenginna ára
hafa litið á sjúkrahús sem
stað fyrir sjúkrarúm og
talið að þar sem ekki
vantaði rúm vantaði ekki
byggingar. Húsnæðis-
vandinn á lóð Landspítal-
ans hefur því stöðugt
vaxið á undanfömum 20
árum. Eina nýbyggingin,
sem framkvæmdir hafa
verið hafnar við, er K-
bygging Landspítalans,
sem aðeins hefur verið
reist að hluta og hýsir nú
meðal annars geislameð-
ferðareiningu krabba-
meinslækningadeildar.
Brýnt er að bygginga-
framkvæmdum verði
hraðað þannig að leyst
verði úr brýnustu hús-
næðisvandræðum spítal-
ans. Stærstu deildir hans,
svo sem lyflækninga-
deild, handlækninga-
deild, bamalækninga-
deild og kvenlækninga-
deild hafa ekki fengið
nauðsynlegar úrbætur og
rannsóknarstofur spítal-
ans hafa aldrei fengið
viðunandi framtíðarhús-
næði. Nú er svo komið að
hluti starfseminnar hefur
flust burt af lóðinni og
neyðarástand nkir í hús-
næðismálum lækna. Sér-
fræðingar þrí- og fjór-
menna í skrifstofukytrum
sem eru á engan hátt boð-
legar til trúnaðarviðtala
við sjúklinga eða að-
standendur þeirra eða
annarra starfa.
En nýlega dró til tíð-
inda. Tveir stjómmála-
menn, hvor úr sínum
stjómarflokknum, sem
báðir eru forystumenn
um heilbrigðismál, tóku
höndum saman um úr-
bætur. Hér er átt við heil-
brigðisráðherra, Guð-
mund Áma Stefánsson,
sem nýlega lagði fram
áætlun um alútboð á
byggingu fyrir bamaspít-
ala og Áma Sigfússon
borgarstjóra í Reykjavík,
sem ekki aðeins veitti
mikilsverðan pólitískan
stuðning heldur hét einn-
ig fjárstuðningi. Aðdrag-
andinn ætti að vera þeim,
sem fjær standa og ekki
em öllum hnútum kunn-
ugir, vísbending um hve
brýnt mál er um að ræða.
Ábending landlæknis var
rétt. Ekki er brýn þörf á
fjölgun sjúkrarúma fyrir
böm. Hins vegar hafa
viðhorf til barnalækninga
breyst mikið á síðustu ár-
um og nú er talið að böm
geti beðið skaða af langri
vistun á sjúkrastofnun-
um. Þessi breyttu viðhorf
kalla á úrbætur í húsnæð-
ismálum. Brýnt er að
koma upp deildum þar
sem böm geta verið dag-
langt til lækninga með
foreldri sínu, en faiið síð-
an heim að kvöldi. Ef þau
em, einhverra hluta
vegna, ófær um að fara til
síns heima þarf að vera
aðstaða til dvalar foreldra
með barni sínu á sjúkra-
húsinu. Börn eru ekki
smækkuð mynd af full-
orðnum sjúklingum.
Báðar bamadeildir borg-
arinnar hafa verið í hús-
næði sem hannað var fyr-
ir fullorðna sjúklinga og
því óhentugt til bama-
lækninga.
Stjórn læknaráðs Land-
spítalans lýsir yfir fullum
stuðningi við áætlun heil-
brigðisráðherra með til-
vísun til orða hans um að
verkið muni ekki hægja á
framkvæmdum við K-
byggingu. Landspítalinn
á marga aðstandendur og
vini og sljórn. læknaráðs
heitir á þá alla að veita
málum þessum brautar-
gengi eftir megni."
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
/ / /
Alfasala SAA verður um
næstu helgi.
Ágóðinn af Álfasölunni fer til
að efla forvarnarstarf fyrir
unga fólkið.
Kannanir sýna að 13 og 14 ára unglingar
nota áfengi í talsverðum mæli. Neysla
þess þekkist jafnvel meðal 12 ára barna.
Unglingur sem neytir áfengis skemmir
fyrir sjálfum sér. Áfengisneyslan truflar
félagslegan og tilfinningalegan þroska
unglingsins og spillir samskiptum innan
fjölskyldunnar og út á við.
Við sem eldri erum berum ábyrgð á því
að snúa þessari þróun við.