Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 1
Jón Bakhin Hannibalsson á fyrsta flmdí EES-raðsins ekki afsér vkMiptahindranir JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði á ráð- herrafundi í EES ráðinu í gær, að með EES- samningnum hafi verið lagður grunnur að framtíðarsamskiptum íslands og ESB. Jón Baldvin tók sérstaklega fram á fundinum, að ESB-aðild annarra ríkja EFTA mætti ekki leiða til nýrra viðskiptahindr- ana á útflutningsvörum, til dæmis með hækkun tolla á fiskafurðir, svo sem saltsfld til Norður- landa eða skerðingu kjötkvóta. Utanríkis- ráðherra áréttaði að tímann milli undir- skriftar og aðildar þyrfti að nýta til að tryggja að viðhaldið yrði því við- skiptafrelsi sem ísland nýtur vegna fríverslun- ar með fisk innan EFTA. Ráðherrar EES-land- anna sautján komu saman til fyrsta fundar í EES- ráðinu í gær. Ráðherramir ræddu um framkvæmd og þróun EES-samningsins og áréttuðu mikilvægi hans fyrir evrópska sam- vinnu. Á fundinum kom fram ánægja ráðherranna með framkvæmdina í fyrstu lotu. Þeir undir- strikuðu einnig að sem víðtækust samvinna allra aðildarrikja samningsins skipti meginmáli til að auka hagvöxt og atvinnu í Evrópu. I ljósi fyrirhugaðrar fjölgunar aðildarríkja Evrópusambandsins var ákveðið að ræða þróun og áframhaldi framkvæmd EES- samningsins á næsta fundi ráðsins. JÓN BALDVIN: Áréttaði á fyrsta fundi EES-ráðsiits í Brussel, að ESB-aðild annarra ríkja EFTA mœtti ekki leiða til nýrra viðskipta- hindrana á útflutningsvörum, til dœmis með liœkkun tolla áfiskafurð- ir, svo sem saltsíld til Norðurlanda eða skerðingu kjótkvóta. Suðumesjabæjar 2X mill jarðar króna - Sjátfstæðfefktkkurinn stefnir nýja sveitarfélagjnu í gjaldþrot „LOKSINS eru árs- reikningar Keflavíkur- og Njarðvíkurbæjar fundnir. Skil janlcgt er að meirihluti bæjarstjórna Keflavíkur og Njarðvík- ur hafi haldið reikning- unum leyndum, þar sem niðurstaða þeirra er vægast sagt slæm. Greiðsluafkoma Kefla- víkurbæjar er neikvæð uin 300 miljónir króna á árinu 1993. Hefur pen- ingaleg staða versnað um 221 niiljón á aðeins einu ári og er neikvæð um 485 milljónir króna,“ segir í forsíðufrétt Alþýðublaðs Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem fylgir AI- þýðublaðinu í dag. I fféttinni segir ennfrem- ur: „Peningaleg staða Keflavíkurbæjar hefur því versnað urn 605 þúsund krónur á degi hverjum undir handleiðslu Sjálf- stæðismanna á árinu 1993. Er nú svo komið að heildarskuldir Keflavíkur- bæjar og fyrirtækja bæjar- inseru 1.489,140 milljónir króna eða skuld upp á 200 þúsund á hvem íbúa. Staðan er síst betri hjá Njarðvíkurbæ. Greiðsluaf- koman þar á bæ er nei- -Alþýðublað Keflavúair, Njarðvíkur og Hajha jylgir Alþýðublaðinu ídag. Blaðinu er afþessu tilejhi dreift inn á öU heinuti í Suðumesjabœ. Sjá blaðsíður l(b) til 4(b). kvæð um 127 milljónir á árinu 1993 og hefur pen- ingaleg staða versnað um 115 milljónir á milli ára. Heildarskuld Njarðvíkur- bæjar umfram peningalega eign er 286 milljónir og hefur því skuldaaukning orðið 315 þúsund krónur á degi hverju árið 1993.“ LýðvddistótKMn: Síldarsöhun á Þingvtffluni SÍLDARSÖLTUN á Þingvöllum hljómar dá- lítið óvenjulega en verð- ur engu að síður stað- reynd í sumar. Meðal sýningaratriða á svo- nefndri fjölsýningu á 50 ára lýðveldishátíð á Þingvöllum 17. júní verður sfldarsöltun með tilheyrandi hrópum, salti, tunnum, harm- onikkuhljómum og sfld- arstúlkum. Steinn Lá- russon framkvæmda- stjóri Þjóðhátíðar- nefndar segir við Al- þýðublaðið, að sfldar- hátíð Siglfirðinga sem vakið hefur verðskuld- aða athygli fyrir norðan síðastliðin sumur, verði fengin í heilu lagi suður á Þingvelli sem liður í fjölsýningunni. Endurvakning sfldar- plananna á Siglufirði með viðeigandi balli og gleðskap hefur dregið til sín tugþúsunda innlendra ferðamanna undanfarin sumur. Þar hafa menn geta endurlifað sfldaræv- intýrið, séð stúlkurnar af- hausa og kverka sfld, salta og leggja í tunnur meðan íbygginn sfldarg- rosserinn gengur um og planið. Að sögn Steins Láruss- onar framkvæmdastjóra er sfldin veigamikill þátt- ur af útgerðarsögu Is- lands og óijúfanlegur hluti af atvinnusögu lýð- veldisins. Það þótti því vel við hæft að reisa síldarplanið siglftrska á Þingvöllum þar sem þjóðinni gefst tækifæri að líta dýrðina augum. Svonefnd fjöl- sýning verður opin allan daginn og verður margt til skoðunar og skemmt- unar eins og íslensk hús- dýr, atvinnuhættir fyrr og nú, uppákomur, þjóð- sagnapersónur og annað skenrmtilegt fyrir aldna og unga. Innaidandsflugið á síðasta ári: Faiþcgum fekkaði lun 8,1 ck FARÞEGUM áætlun- arflugi innanlands fækkaði um 8,1% árið 1993 og voru farþegar 651.123 talsins á síðasta ári, en þeir eru taldir bæði við brottför og komu. Samdráttur var einnig í vöru- og póst- flutningum í innan- landsfluginu í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri útgáfu Flugmálastjómar á töl- fræðilegum upplýsingum um flugmál á Islandi en út- gáfan nefnist Flugtölur. Eini stóri áætlunarflug- völlur landsins þar sem farþegum fjölgaði í fyrra er Sauðárkrókur en þar fjölgaði farþegum um 10%. Alls voru flutt 2.040 tonn af vömm í innan- landsflugi um íslenska áætlunarflugvelli í fyrra sem er 7,3% samdráttur frá árinu áður. Póstflutningar drógust enn meira saman eða um 19,2% en flutt voru 817 tonn. I millilandaflugi Qölgaði farþegum um 0,6% á síð- asta ári og vöruflutningar jukust um 14,5% auk þess sem póstflutningar jukust um 2%. Vömflutningamir námu 13.600 tonnum og flutt vom liðlega tvö þús- und tonn af pósti. Islensk loftför á skrá vom 319 í lok síðasta árs og 1.920 flugskírteini ein- staklinga í gildi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.