Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. maí 1994 YFIRLÝSING ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 (a) „Við höfum stofhað leynisamtök tíl þess að vinna að siðbót í íslensku þjóðfélagi“ Ettirfarandi yfirlýsing Gulu handarinnar barst inn á borð ritstjórnar Alþýðublaðsins fyrir skömmu með óundirritaðri beiðni um birtingu. Ritstjórnarmönnum þótti hugarsmíðin síst verri en margt annað sem þangað berst og því er þetta birt hér þrátt fyrir að slík sé ekki venjan með óundirrituð plögg. Þetta verður þá undantekningin sem sannar regluna. Á þessum síðustu og verstu tímum er hugsjónafólk sjaldséðir hvítir hrafnar: „Þetta er stríðsyfirlýsing á hendur stjómvöldum. Við höfum stofnað leynisamtök til þess að vinna að sið- bót í íslensku þjóðfélagi. Við lýsum ábyrgð á hendur ís- lenskum valdhöfum fyrir það hrika- lega órétti sem grafið hefur um sig í samfélaginu, það misrétti sem eitrar h'f þúsund manna, kvenna og barna, þau líf sem tekin hafa verið eigin hendi af þeim sem ekki megnuðu að takast lengur á við það ástand sem ríkir. Ef þessir valdhafar ekki bæta sig neyðumst við til að láta til skarar skríða. Martröðin er þeirra sök. Við berjumst fyrir bættu og heið- arlegu samfélagi - með sannleik- ann, gegn lyginni. íslenskt þjóðfélag er í dag þjóðfé- lag sóunnar. Ekki aðeins á verald- legum verðmætum; atvinnuleysi og örbirgð leiða til andlegrar og sálai- legrar sóunar fjöldans. Honum er haldið niðri í örvæntingu og neyð meðan örfáir útvaldir velta sér í krafti ættemis og forráða í ofurefn- um sem ekki eru í neinu samræmi við framlag þeirra til þjóðarbúsins. Andleg örbirgð er sóun á mann- legum verðmætum. Þær kvaldir og þjáningar sem leiða af ástandinu em skelfilegar. Þær þjáningar og kvalir verða ekki leystar með súpugjöfum þjóðkirkjunnar eða fögmm fyrir- bænum úr prédikunarstóli á sunnu- dögum. Hversu mörg sjálfsvíg em ekki framin í hverjum mánuði? Hversu margir kikna ekki undir þvf ógnar- afli mannlegrar sjálfsfýrirlitningar sem fylgir bjargleysi í þjóðfélagi allsnægtanna? Bjargleysi sem skap- ast af óvinveittu umhverfi en ekki eigin döngunarleysi. Almenningurá í raun aðeins þijá kosti; hengja sig, skrimta með harmkvælum eða segja óréttlætinu stríð á hendur. íslendingar þurfa að leggja spilin á borðið. Gefa upp á nýtt. Við höf- um komið okkur upp nýju lögmáli og fótum troðið hin einu og sönnu lögmál mannlegrar reisnar. Ráð gegn vanda em skammtímalausnir sem leysa ítmstu vandamál dagsins en gera ekkert til að laga ástandið - heggur ekki að rótunum. Kröfugerð Gulu handarinnar Við krefjumst þess að: - Alþingi breyti stjórnar- skránni þannig að þingmönnum verði fækkað um tvo þriðju; þannig myndi fækka lagasctning- um og pappírsflóð minnka. I stjórnarskrárbreytingu fælist einnig að stjórnmálaflokkar yrðu bannaðir. Greinargerð: Alþingismenn skipta um skoðun eftir því hvort þeir em í stjóm eða stjómarandstöðu; stefnufesta hugmyndafræðinnar finnst ekki lengur, hugsjónamenn- imir em famir en eftir sitja kerfisk- arlar. Við krefjumst þess að: - að kosningar til Alþingis verði haldnar eftir sex mánuði án þátttöku stjórnmálaflokka. Fram fari persónukosningar, þar sem hver og einn getur boðið sig fram með þær hugsjónir sem hann hefur. Þannig niyndi flokka- kerfið líða undir lok á Islandi. Greinargerð: Stjómmála- flokkar eru sama og spilling. Við viljum fá menn með bein í nefinu til að stjóma; á íslandi er nóg af góðurn mönnum sem gætu tekið það að sér. Við krefjumst þess að: - verkalýðsfélögum verði fækkað og kauptöxtum einnig. Greinargerð: Lögbinda mætti 20 launaflokka yfir alla lands- menn, vísitölutryggða. Verka- Samkomulag um að koma á sjálfvirkri tilkynningaskyldu Á 25. LANDSpINGI Slysavarnarfélags íslands var undirritað samkomulag ntilli samgönguráðuneytis, Pósts og síma og Slysavarn- arfélagsins unt að hefja upp- byggingu á sjálfvirkri til- kynningaskyldu íslenskra skipa. Stefnt er að því að hefja notkun eins fljótt og unnt er. Samkvæmt þessu sam- komulagi er Slysavamarfélagi íslands falið að annast rekstur sjálfvirku tilkynningáskyld- unnar og byggja upp og reka stjórnstöð í þeim tilgangi. Póst og símamálastofhunin tekur að sér að byggja upp og reka Ijar- skiptakerfi í landi ásamt Ijar- skiptastjórn fyrir sjálfvirka til- kynningaskyldu. Halldór Blöndal samgönguráðherra, Ólafur Tómasson pósl- og símamálastjóri og Einar Sigur- jónsson forseti SVFÍ undirrit- uðu samkomulagið. Á þinginu urðu talsverðar umræður um og skiptar skoð- anir um samstarfssamning SVFÍ og Landsbjargar. Sani- þykkt var að halda viðræðum áfram. í sérstakri ályktun er lýst yf- ir ánægju með frumvarp til laga um ncyðamúmerið 112 sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar. Nú em skráð um 150 neyðamúmcr og ljóst að öryggi landsmanna verður betur tiyggt með einu númeri. Á þinginu var samþykkt að hetja undirbúning að átaki í slysavömum aldraðra. Landsþingið stóð yflr dag- ana 13. lil 15. maí og sóttu það 220 fulltrúar. Við setningu þingsins var þyrlusveitinni á Keflavíkurflugvelli færð björgunarorða lélagsins fyrir afrek við björgun áhafnar Goð- ans í Vöðlavík. Ennfremur var Maríu Sig- urðardóttur svæfingalækni veitt orðan fyrir einstök við- brögð við björgun drengs frá dmkknun i sundlaug Kópa- vogs á síðasla ári. Halldóri Blöndal samgönguráðhcna var veitt þjónustumerki SVFÍ úr gulli fyrir stuðning við starf- semi félagsins gegnum tíðina. Þá vai- lögreglunni í Rcykjavfk afhent að gjöf talstöð og sigl- ingaljós á björgunarbát sinn. Einar Sigurjónsson var end- urkjörinn forseti Slysavamar- félagsins. lýðsfélög og atvinnurekendur sitja allan ársins hring við að semja um nánast ekki neitt; sokkabuxur í dag, vettlinga á morgun. Á meðan svelt- ur stór hópur manna sem ekki fær atvinnu og þeir sem hafa atvinnu gera ekki meira en að framfleyta sér af sultarlaunum. Verkalýðshreyfing sem semur um 280 króna tímakaup fyrir félagsmenn sína ber ekki skyn- bragð á umhverfi sitt. Verkalýðsfor- ingjar sem sjá ekkert athugavert við að þiggja þrjú til fjögur hundmð þúsund króna mánaðarlaun fyrir að semja um sextíu þúsund króna mán- aðarlaun fyrir félagsmenn sína eiga að segja af sér. Við krefjumst þess að: - komið verði á launajöfnun í þjóðfélaginu, þannig að hæstu laun verði lækkuð og lækkunin notuð til að hækka laun hinna lægst launuðu. Greinargerð: Við gemm okkur grein fyrir því að einhver launamun- ur verður ævinlega í þjóðfélaginu. En við getum ekki sætt okkur við að menn sem fá hálfa milljón á mánuði fyrir að reka fyrirtæki geti um leið haldið því fram að verkamaðurinn sem hjá honum starfar geti ekki fengið nema 60 þúsund; annars fari fyrirtækið á hausinn. Ekki síst er þetta óásættanlegt meðan vitað er að það er ekki hálfrar milljón króna forstjórinn sem greiðir fína jeppann sinn, kostnaðurinn af útgerð hans, símareikningurinn, sumarbústaður- inn og utanlandsferðimar, heldur em þessir kostnaðarliðir settir á rekstur fyrirtækisins. Við krefjumst þess að: - framkvæmd verði eignaupp- taka þeirra manna sem makað hafa krókinn og sankað að sér auði og eignum á örbirgð og þján- ingum annarra. Greinargerð: Hér má nefna inenn sem hafa aðstöðu til að afla milljóna með því einu að setja nafn sitt undir tryggingarmat; eða lækna sem geta unnið á ellefu stöðum í einu. Verðbréfabraskara sem auðg- ast um stórfé með því að færa bréf milli sjóða en skapa engin verðmæti lil þjóðarbúsins. Lögfræðinga og aðra sem aðstöðu hafa til að kaupa sér uppboðnar íbúðir á smánarverði og selja síðan á almennum markaði. Siðferði þessara manna er löngu hrunið; þeir vita ekki hvað það er. Við krefjumst þess að: - hin evangelísk lútherska þjóðkirkja verði aðskilin frá rík- inu og svipt jarðeignum sínum. Greinargerð: Þjóðkirkjan, sem stofnun, er of þungur efnahagslegur baggi á þjóðfélaginu. Hana á að réka á kostnað þeirra þjóðfélags- þegna sem vilja tilheyra henni í stað þess að láta almenning borga rekst- urinn. Trúfélög á borð við lúthersku kirkjuna og önnur slík eiga ekki að eiga stóreignir í jörðum. Við krefjumst þess að: - hið stórfenglega dulda at- vinnuleysi sem tröllríður íslensku samfélagi verði afnumið og unnið verði að því að skapa raunveruleg og arðbær störf í stað mála- myndastarfa. Greinargerð: Um land allt hafa verið búin til ónauðsynleg störf til að fela hið raunverulega ástand á vinnumarkaði. Slíkur feluleikur skapar falska öryggiskennd og kemur í veg fyrir að tekið sé á hinum raun- verulega vanda í atvinnumálum. Sem dæmi um ónauðsynlega starfsemi má nefna rekstur fjölmargra líf- eyrissjóða víða um land. Slíka sjóði á að leggja niður og bæta almanna- tryggingar að sama skapi. Sin- fóníuhljómsveit Islands, Leikfé- lag Akureyrar, Islenska óperan og Þjóðleikhús- ið eru einnig dæmi um starf- semi sem kost- uð er af almenn- ingi sem býr við sára fátækt og má ekki við slíkum aukaút- gjöldum. Hér eiga þeir að greiða sem njóta vilja. Hér á undan hafa verið taldar upp fyrstu kröfur þjóðmálafélagsins" Gulu handarinnar. Við vörum sljómvöld við því að skella skolla- eyrum við þessum boðskap. Honum verður fylgt eftir af alvöm og þunga ef breyting verður ekki til batnaðar í þjóðfélaginu á næstu misserum." Alþýðuflokksfélag Reykjavíkiir: Kjör fulltrúa á 47. flokks- þing Alþýðuflokksins Uppstillingarnefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur hef- ur lagt fram lista með tillögum nefndarinnar um þá sem verða í kjöri fulltrúa félagsins á 47. flokksþingi Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Listinn mun liggja frammi til kynningar á skrifstofum Alþýðuflokks- ins í Alþýðuhúsinu í Reykjavík vikuna 15. til 21. maí, að báðum dögunum meðtöldum. Kjör fulltrúa félagsins á 47. flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - fer fram á skrifstofum Alþýðuflokksins dagana 28. og 29. maí næstkomandi og stendur yfír frá klukkan 15 til 18 báða dagana. Uppstillingarnefnd. Kvenfélag Alþýðuflokksins íHafiiarfirði Félagsfundur á fímmtudag! Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnar- firði heldur félagsfund í Alþýðuhús- inu við Strandgötu, fímmtudaginn 19. maí klukkan 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 47. flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks Isiands. 2. Avörp: Valgerður Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi (2. sæti A- listans) og Ómar Smári Armannsson aðstoðar- yfírlögregluþjónn (5. sæti A-listans.) 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Fundarstjóri verður Sigrún Jonný Sigurðardóttir, formaður kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti. Með baráttu- og sigurkveðjum, stjórnin. Valgerður. Ómar Smári. * Jafnaðarmannafélag Islands Félagsfiindur á fimmtudagskvöldið Jafnaðarmannafélag íslands heldur félagsfund á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti fimmtudagskvöldið 19. maí klukkan 20.30. Umræðuefni: Hlutverk jafnaðarmannaflokks Frummælendur: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur. Fundarstjóri: Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi. Einnig verður rætt um undirbúning aðalfundar félagsins og flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Kafflgjald er 500 krónur. Allir jafnaðarmenn velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.